Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 52
MOKGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Þorskur fóðraður í
austfirskum firði
Þorskeldi í sjókvíum líklegt á tíu stöðum
24 punda
laxúr
Blöndu
Blönduósi, Morgunblaðið.
STÆRSTI stangveiddi lax sumars-
ins kom á land úr Blöndu í gær-
kvöldi. Það var Gunnar Pétursson
frá Sauðárkróki sem landaði 24
punda nýgengnum hæng, „ekta“
Blöndulaxi.
Þessi 24 punda lax sem Gunnar
Pétursson veiddi var um 100 sm
að lengd og 52 sm um miðjuna.
Gunnar fékk laxinn á Breiðunni að
norðan og tók hann silfraðan Tóbí.
Frá því laxveiðar hófust í Blöndu
5. júní hafa komið á land um 100
_laxar og er því meðaldagveiðin um
"2,5 laxar á stöng.
Hlutabréfa
salan í Sýn
Lögbanns-
kröfum
synjað
LÖGB ANNSKRÖFU nýs meiri-
hluta innan stjórnar Stöðvar
2, sem lögð var fram hjá emb-
ætti sýslumannsins á Blönduósi
í gærkvöldi, var synjað að sögn
Kjartans Þorkelssonar sýslu-
manns á Blönduósi. Tilgangur-
inn var sá að freista þess að
hindra Jóhannes Torfason í að
nýta sér réttindi þau er fylgja
1.850 þúsund króna hlut hans
í Sýn, eða framselja hlutabréf-
in. Þá mun meirihlutinn vísa
þeirri ákvörðun sýslumanns-
embættisins í Reykjavík, að
synja lögbannskröfu, til Hér-
. aðsdóms Reykjavíkur.
Kjartan Þorkelsson sýslu-
maður á Blönduósi sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að kröf-
unni hefði verið synjað vegna
þess að skilyrði 24. greinar lag-
anna hefðu ekki verið uppfyllt.
Var kröfunni því skotið til Hér-
aðsdóms Norðurlands vestra.
■ Lögbannskröfur/6
Morgunblaðið/Golli
Siglt um sundin
í góðviðrinu
FJÖLDINN allur af seglskútum var á siglingu um sundin í góð-
viðrinu í gærkveldi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var þar
á ferð. Sérlega vel viðraði til siglinga, en siglingamenn halda
reglubundin siglingamót á þriðjudagskvöldum. Spáð er áfram
góðu veðri fram eftir degi í dag, en líklegt að fari að rigna
undir kvöld. Þá er gert ráð fyrir að suðaustanátt verði ríkjandi
á fimmtudag og föstudag.
BJÖRN Bjömsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun mun í
sumar gera forathugun á möguleikum þess að hefja fóðrun á þorski
í náttúrulegu umhverfi í einhveijum austfirsku fjarðanna. Hann
stefnir að því að hefja eldi án kvía úti á firðinum næsta sumar og
laða þorskinn að með hljóðmerkjum.
y, Tilraunir í Japan og Noregi sýna
að hægt er að venja þorsk á fóðr-
unarstaði með sérstökum hljóð-
merkjum. Björn telur að með
reglubundinni fóðrun myndi
þorskurinn þétta torfu nálægt
fóðrunarstað sem valinn yrði með
það fyrir augum að auðvelt verði
að veiða fiskinn í lok fóðrunar-
tímabils. Staðurinn er ekki ákveð-
inn og segir Björn að mikið velti
á samvinnu við heimamenn og
sjávarútvegsráðuneytið því banna
þurfi allar þorskveiðar í firðinum
á tilraunatímabilinu.
Tíu þorskeldisstöðvar
Þorskeldi í sjókvíum er nú
stundað á tveimur stöðum á Aust-
fjörðum, á Stöðvarfirði og Norð-
firði. Átta nýir aðilar, aðallega á
Vestfjörðum, hafa nú hug á að
hefja slíkt eldi í sumar. I haust
verða því tíu þorskeldisstöðvar
starfræktar, verði af áformum
Vestfírðinga.
Björn telur ennþá of snemmt
að fullyrða um hagkvæmni kvía-
eldis á þorski, en það ráðist mjög
af því hvaða verði þurfi að kaupa
fóðrið. Fóður sem þurfi til að fram-
leiða eitt kíló af þorski kosti um
90 krónur sé miðað við verð á
beitusíld, en 15 krónur sé miðað
við verð til bræðslu. Telur hann
því hyggilegt að fara hægt af stað
°g byggja þorskeldið upp sem
aukabúgrein til að byija með.
■ Tilraun með fóðrun/Bl
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Munum knýja á
um löglega upp
kveðinn úrskurð
FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, segir aðgerðir norsku strand-
gæslunnar gegn íslenskum skipum á Svalbarðasvæðinu óvæntar: „Það
er Ijóst að málið er komið á annað stig en við áttum von á.“ Sagðist
ráðherrann hins vegar ekki vilja gefa frekari yfirlýsingar að svo stöddu
en sagðist myndu funda með utanríkisráðherra í dag. Væntanlega skýrð-
ist þá hvert framhaldið yrði. Davíð Oddsson sagði þó að við því mætti
búast að íslensk stjómvöld myndu knýja á um að upp fengist löglega
kveðinn úrskurður.
„Ég ætla að fara yfir
málið í fyrramálið [í dag]
og held að ekki sé rétt að
gefa yfirlýsingar að svo
stöddu. Við utanríkisráð-
herra munum ræða það í
fyrrámálið [í dag] hvert
næsta skref verður.“
Aðspurður hvort þessi
þróun mætti teljast óvænt
sagði Davíð: „Það er ljóst
að málið er komið á annað stig en
við áttum von á, við höfum ekki tal-
ið réttarstöðu Norðmanna alveg ör-
ugga á þessu svæði. En á hinn bóg-
inn höfum við ekki hvatt okkar sjó-
menn eða útgerðarmenn til að stunda
veiðar á svæðinu og höfum talið
Smuguna miklú öruggari."
Davíð sagði jafnframt: „Á hinn
bóginn hafa íslensk stjórnvöld aldrei
viðurkennt, og engin þjóð önnur að
Finnum undanskildum, forræði Nor-
egs gagnvart þjóðum, eins og okkur
til að mynda, eða öðrum, með þeim
hætti sem þeir taka sér
rétt til.“
Aðspurður hvort málið
gæti endað öðruvísi en fyr-
ir dómstólum sagði Davíð:
„Menn hljóta að stuðla að
því að fáist löglegur úr-
skurður í rnálinu." Að-
spurður hvaða aðgerðir
kæmu til greina sagði
hann: „Það eru . einkum
þessar, að knýja á um rétt kveðinn
úrskurð, en þetta þarf að athuga.
En það er ljóst að það eru norsk
yfirvöld sem hafa tekið þessa ákvörð-
un og annað á döfinni en var fyrir
fáeinum dögum, þegar hagsmuna-
samtök ýfðust við íslenska aðila.“
Loks sagði forsætisráðherra að-
spurður hvort lagalega leiðin væri
tímafrek: „Jú, á því er ekki vafi en
hún getur líka haft mikil áhrif til
lengri tíma. Ég tel hins vegar að
mál hafi þróast með þeim hætti að
það sé fullkomin ástæða til þess að
fara mjög alvarlega yfir málið.“
Davíð Oddsson
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra
Ég lít á þetta sem
grafalvarlegt mál
JON Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra kveðst líta á það sem
grafalvarlegt mál að Norðmenn hófu í gær að klippa á veiðarfæri
íslenskra togara að veiðum við Svalbarða. „Ég minni á að hér er um
að ræða aðgerðir af hálfu norskra stjórnvalda gegn aðildarríki að
Svalbarðasamningnum," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblað-
ið í gærkveldi.
Utanríkisráðherra
sagði að um leið og íslend-
ingar hefðu gerst aðilar
að þeim samningi, sam-
kvæmt ályktun Alþingis
frá því í vetur, hefði sá
fyrirvari verið áréttaður
að „við viðurkennum ekki
þann rétt sem Norðmenn
hafa tekið sér einhliða með
útfærslu í 200 mílur. Rétt-
arstaða á þessu svæði er óviss,
vegna þess að ekkert ríki utan
Finnland hefur viðurkennt það
vald sem norsk stjórnvöld hafa
tekið sér. Við rengjum að það sé
með réttum hætti gert á grund-
velli samningsins," sagði Jón Bald-
vin.
Ráðherra minnti á að öll aðild-
arríki samningsins ættu að hafa
sama rétt til veiða, og þótt Norð-
mönnum væru vissulega heimilar
verndaraðgerðir, þar sem þeir
hefðu í samningnum ákveðinn for-
ræðisrétt, þá mættu þær ekki bitna
með misjöfnum hætti á borgurum
aðildarríkja.
„Það er of snemmt að fullyrða
neitt um það hver viðbrögð ís-
lenskra stjórnvalda verða, vegna
þess að þetta eru nýorðnir atburð-
ir og tími hefur ekki
gefist til samráðs milli
ráðherra sem málið varð-
ar,“ sagði Jón Baldvin.
Hann sagði að að vísu
væri það svo, að sjávar-
útvegsráðherra hefði á
sínum tíma tilkynnt, að
höfðu samráði við for-
sætis- og utanríkisráðu-
neytið, að íslensk stjórn-
völd gætu ekki gefið íslenskum
aðilum neinar tryggingar um vernd
á þessu svæði og varað við því að
veiðar á þessu svæði væru á
ábyrgð hvers einstaks aðila.
„Norðmenn hafa hingað til
skirrst við að beita valdi skip frá
þeim þjóðum sem eiga aðild að
samningnum, þannig að þeir eru
að stigmagna deiluna með þessum
aðgerðum og hljóta þess vegna að
taka þá áhættu að af hljótist mála-
rekstur fyrir Alþjóðadómstólnum í
Haag, þar sem látið verði reyna á
forsendur fyrir þeim einhliða rétti
sem þeir hafa tekið sér. Það hafa
þeir hingað til viljað forðast eins
og heitan eldinn. Þeir hafa sjálfir
tekið ákvörðun um það að hrinda
af stað atburðarás, sem gæti endað
fyrir alþjóðlegum dómstóli.“
Jón Baldvin