Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
NIÐJAMÓT
Ólafíu Hjálmrósar Ólafsdóttur
frá Skallabúðum
verður haldið að Skildi í Helgafellssveit
15.-17. júlí 1994.
Nánarí upplýsingar veita:
Hjálmar Gunnarsson, sími 93-86629.
Ámi E. Eyjólfsson, sími 93-86729.
Daði Guðbrandsson, sími 91-621134.
Beint flug vikulega kr.
19.900
Flug og hótel í viku kr.
29.900
Nýr góður gistivalkostur í París á góðu
2ja stjörnu hóteii.
3ja stjörnu hótel aðeins kr. 34.900
Öll hótel Heimsferða í París eru sérvalin.
Vikuleg flug til Parísar
frá 6. júlí til 31. ágúst.
Takmarkað sætamagn
illl
>
* Flugvallaskattur og
forfallagjald: Kr. 3.215,-
HEIMSFERÐIR
msm
Austurstræti 17 Sími 624600
IDAG
VELVAKANDI
svarar í sima 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Hjól fundust
TVÖ bamafjallahjól,
annað með strákastöng
og hitt með stelpustöng,
fundust í Foldahverfi í
Grafarvogi. Upplýsingar
í síma 676657.
Hjól fannst
FJÓLUBLÁTT telpna-
fjallahjól fannst í garði
í Vesturbænum í júní-
byrjun. Eigandi hafi
samband í síma 20957.
Gullkross tapaðist
MJÖG sérstakur gull-
kross af hálskeðju, ætt-
argripur, tapaðist sl.
fimmtudag. Mögulegir
staðir eru á Laugavegi,
í Ármúla við pósthúsið,
við Áskirkju eða Bónus
við Skútuvog. Hafi ein-
hver fundið krossinn er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma
629962.
Gæludýr
Kettlingar
TVEIR mjög sérstakir
einlitir steingráir kettl-
ingar fást gefms á góð
heimili. Upplýsingar í
síma 677435 eða
621611. Sigrún.
Köttur í óskilum
SVÖRT og hvít læða,
u.þ.b. þriggja mánaða,
hefur gert sig heima-
komna í húsi á Eiðis-
torgi. Kannist einhver
við hana er hann vin-
samlega beðinn að hafa
samband í síma 611545.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞAÐ er að koma 17. júní
Farsi
o MurtcUi þa&'Strátuir, að ég er&dri,."
6-27 ,
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
STÓRMEISTARARNIR
Joeroen Piket (2.605),
Hollandi og Ljubomir
Ljubojevic (2.600), Serbíu,
háðu nýlega einvígi í Món-
akó. Þessi staða kom upp í
áttundu og síðustu skák-
inni. Piket hafði svart og
átti leik. Hvítur lék síðast
43. Hc4-b4.
Sja stöðumynd
43. - Hxf3! 44. Bb3 Ef
hvítur þiggur hróksfómina
er hann óverjandi mát eftir
44. gxf3 — Dxh3 45. Bxg3
— hxg3 46. De2 — Be+!
47. Dxe3 - Hh8) 44. -
Rd3 45. Ddl - He3 og
Ljubojevic gaf þessa von-
lausu stöðu. Hann hefur um
árabil verið búsettur á
Spáni og hefur ekki verið
svipur hjá sjón síðan styrj-
öldin hófst í fyrmm lýðveld-
um Júgóslavíu. Ljubojevic
hefur tekið ástandið mjög
nærri sér og ekki viljað tefla
í Serbíu.
Honum tókst ekki að
vinna skák í einvíginu við
Piket, því lauk 6—2 Hol-
lendingnum í vil.
COSPER
Útsýnið úr þakglugganum er stórbrotið
Víkveiji skrífar...
Kunningi Víkverja var í
Stykkishólmi fyrir nokkru.
Hann fór m.a. í siglingu með Eyja-
ferðum um Breiðafjarðareyjar,
sem er öllum sem fara slíka ferð
ógleymanleg reynsla, hvort sem
er í góðu veðri eða slæmu. Um
það getur Víkverji borið, enda
hefur hann farið slíkar ferðir með
sama þjónustuaðila, bæði í fögru
veðri og sólskini og í grámóskuleg-
um dumbungi. Kunninginn hreifst
mjög af þessu framtaki heima-
manna að sýna ferðamönnum perl-
ur Breiðafjarðar á þennan hátt,
ásamt því að gefa þeim kost á að
gæða sér á skelfiski beint úr sjón-
um. Hann hafði jafnframt á orði
að ekki væri ferðaþjónustan ör-
uggari atvinnugrein en útgerð oft
á tíðum. Stór hópur ferðamanna
hefði afpantað ferð sína með bátn-
um aðeins skömmu fyrir brottför.
Þrátt fyrir að aðeins hafi tveir
farþegar verið til staðar, þegar
sigla átti, hafi verið siglt. Hann
kvað ferðina hafa verið ógleyman-
lega og þjónustuna Eyjaferðum til
sóma.
xxx
að er kannski vísbending um
að afpöntun eins og sú sem
að ofan er getið, á sér stað með
eins skömmum fyrirvara og hér
var greint frá, að ferðaþjónustan
á íslandi er tiltölulega ung og
óþroskuð atvinnugrein. Víðast
hvar erlendis væri líklega um það
að ræða, að stórir hópar sem pönt-
uðu ferð sem þessa, þyrftu að
greiða ákveðið staðfestingar- eða
tryggingargjald, sem væri óafturk-
ræft, ef hætt væri við. Víkveiji
telur það ósanngjamt að þjónustu-
aðilinn einn, í þessu tilviki Eyja-
ferðir, beri allan skaða af því að
afpantað er. Eyjaferðir hafa ráðist
í ákveðna fjárfestingu til þess að
sinna þjónustuhlutverki sínu, sem
aðeins getur varað hluta ársins,
eru með starfsmenn í vinnu, og sé
á annað borð pantað, ætti fyrir-
tækið aðífá sárabætur,ief.'hætt er
við. Þar fyrir utan er það auðvitað
sjálfsögð og eðlileg kurteisi, þegar
áætlanir ferðalanga breytast, að
tilkynna slíkt í tíma.
xxx
Víkveiji reyndi nú um helgina
í fyrsta sinn þjónustu kín-
verska veitingastaðarins Nings,
Suðurlandsbraut 6, sem býður við-
skiptavinum sínum upp á að taka
matinn með sér heim. Víkveiji var
afar hrifinn af þessum fyrstu
kynnum sínum af Ning, enda hafði
hann áður heyrt hans af góðu einu
getið. Úrval rétta er gott, verðlag
er sanngjarnt, þjónusta er elskuleg
og lipur, og gæði kínversku rétt-
anna, a.m.k. þeirra er að þessu
sinni voru reyndir, mikil. Sérstak-
lega vel brögðuðust djúpsteiktar
rækjur með súrsætri sósu og hrís-
grjónum. Það eru áreiðanlega eng-
ar ýkjur að flóra matargerðarlistar
í Reykjavík verður stöðugt fjöl-
skrúðugri og fyrir það má m.a.
.þakka austurlenskum.áhrifum.