Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FOLK Júdólandsliðið Háskólabíó HASKOLABIO SfMI 22140 Linda Evangelista giftir sig og er ófrísk ►ÞEGAR leikarinn Kyle MacLachlan og toppfyrirsætan Linda Evangelista giftu sig var það með mikilli leynd og að sögn vina *“ þeirra afar rómantískt. Linda Evangelista sem hefur sýnt brúðarkjóla oftar en einu sinni á tískusýningum leyfði heimspressunni ekki að njóta þess að sjá hana í hinum eiginlega brúðarkjól. Það leynir sér hinsvegar ekki að hún er ófrísk og verður brátt að draga sig i hlé frá sýningarstörfum. Hún þarf víst ekki að hafa áhyggjur af efna- hagnum því hún hefur þénað vel á ferli sínum sem fyrirsæta og verið hæstlaunaðasta fyrir- sæta heims síðastliðin tvö ár. Kannski hún láti gott heita við svo búið og setjist í helgan stein. Kyle MacLachlan og Linda Evangelista. í afslöppun á Ólafsvík Ólafsvik - FJÖLMENN sveit landsliðsmanna í júdó heimsótti Ólafsvík um síðustu helgi. Þeir brugðu á leik og fóru skoðunarferð um nesið og komu við í Dritvík. Þar fór fram reipitog milli júdómannanna og stjórnar JSÍ og fór stjórnin með sigur af hólmi. Þá reyndu júdókappamir við við steinana frægu: amlóða, hálfsterkan og fullsterkan. Þeir fóru frekar létt með, enda vanir að glíma við erfiðar þrautir. í félagsheimili Ólafsvíkur var boðið upp á júdósýn- ingu og gestum kynnt þessi göfuga íþrótt. Var gerð- ur góður rómur að sýningunni, en þar lék Bjarni Friðriksson listir sínar ásamt öðrum landskunnum köppum. Eftir sýninguna var boðið til kvöldverðar í boðið UMF Víkings og JSÍ. Á sunnudeginum brugðu júdókapparnir sér í sjó- stangaveiði á Þorsteini SH frá Rifi. Aflinn í þeim túr var um 600 kg og virtist sjóveikin hrjá suma kappana, enda heyrðist í einum þeirra eftir sjótúrinn að hann væri því fegnastur að stíga á þurrt og aldr- ei skyldi hann aftur á sjó. Júdókapparnir voru mjög ánægðir með ferðina vestur, en hún var farin til að efla félagsandann og slaka aðeins á fyrir næsta keppnistímabil. náði vinsældum sem djasstónlist- armaður en öðlaðist fólks sem skemmti- kraftur. Morgunblaðið/Alfons BÖRNIN þyrptust að Bjarna Friðrikssyni eftir júdósýninguna tU að fá eiginhandaráritanir. Dómurínn yfir Tyson ekki mildaður DÓMARI frá Indiana-fylki vísaði síðastliðinn mánudag frá beiðni um mildun sex ára fangelsisdóms yfir Mike Tyson eftir að hann hafði neit- að öllum sökum. „Ég hef ekki feng- ið að heyra það sem ég vildi heyra," sagði Patricia Gifford dómari, sem dæmdi einnig í upphaflegu réttar-. höldunum yfir Mike Tyson. Lög- fræðingar Tysons báðu um áheyrn til að koma á framfæri kröfum sín- um um flýtingu lausnar hans eða mildun dómsins yfir honum á grund- velli þess að hann hefði hlotið tveggja ára endurhæfíngu. „Ég tek ekki ábyrgð á að hafa nauðgað nein- um,“ sagði Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigtarhnefa- leikum. „Ég hef ekki brotið neitt af mér. Það var kviðdómurinn sem hélt því fram.“ Tyson hefur verið í fangelsi síðan í mars 1992 fyrir að nauðga Desiree Washington, átján ára þátttakanda í fegurðarsam- keppni blökkustúlkna í Bandaríkj- unum árið 1991. ÞÓTT Halldór Hafsteinsson sé vigalegur í júdóbúningi brosti hann sínu breiðasta þeg- ar hann kom af sjónum. Silvia Svíadrottning berst gegn eiturlyfjum , ►SILVIA Svíadrottning hefur hellt sér út í baráttuna gegn eiturlyfjamisnotkun barna. Hún ferðaðist til Sviss til að taka þátt í enduruppbyggingu alþjóðasjóðs sem hefur verið gefíð nafnið „Mentor" og er styrktur af alþjóða heilbrigðissamtökunum „WHO“. Að sjóðnum stendur fjöldi frægs fólks frá öllum heimshornum og mun honum verða beitt í þágu baráttunnar gegn eiturlyfjum. Louis Armstrong brátt sess í huga ►DJASSÁHUGAMENN vilja oftast meira af trompetleik heldur en söng á plötum Louis Armstrong, en fyrir suma gild- ir það einu. Mörgum þykir rödd hans þjóna meðal annars þeim tilgangi að vera framlenging á trompethljómnum og margir frægir tónlistarmenn lærðu mikið af Armstrong, allt frá Billie Holiday til Bing Crosby og Frank Sinatra. Jafnvel dæg- urlagasöngvarar eins og Little Richard og Elvis Presley töldu sig hafa lært af honum. -4i Hershöfðingi, eiginkona, þjonn og sonur sem er hommi elskhugi sonarins og brúður sem hann vill ekki einu sinni kyssa. Öll saman í furðulegasta brúðkáupi sem kjaftað hefur verið frá á hvíta tjaldinu. mmmiwmmmmmmmwimwmimmmmmmwmmmmmwmmmm ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.