Morgunblaðið - 15.06.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þjóðhátíð-
artónleikar
í Keflavík-
urkirkju
Keflavík - Kór Keflavíkurkirkju
stendur fyrir þjóðhátíðartónleikum
í Keflavíkurkirkju í kvöld og að
sögn Einars Arnars Einarssonar
organista kirkjunnar og stjórnanda
kórsins mun hann flytja ættjarðar-
lög og sálma tengda ættjörðinni.
Einnig kemur fram á tónleikunum
kirkjukór frá Trollhattan i Svíþjóð
vinabæ Keflavíkur.
Kórinn frá Trollhattan mun
halda sérstaka tónleika í Keflavík-
urkirkju annað kvöld og hann mun
síðan syngja með Kór Keflavíkur-
kirkju í skrúðgarðinum að morgni
17. júní. Fyrirhugað er að kórarnir
haldi sameiginlega tónleika í Akra-
neskirkju 19. júní. Stjórnandi
sænska kórsins er Lars Wadell.
Á tónleikunum í kvöld, sem hefj-
ast kl. 20.30, koma fram einsöngv-
ararnir María Guðmundsdóttir,
Sverrir Guðmundsson og Steinn
Erlingsson. Undirleikari verður
Gróa Hreinsdóttir og er aðgangur
að tónleikunum ókeypis.
Fósturlands-
ins freyjur
MYNPLIST
Listhúsiö Grcip
VATNSLITAMYNDIR
RÖGNA
SIGRÚNARDÓTTUR
Opið alla daga rá 14-18 til 15. júní.
Aðgangur ókeypis.
LANDIÐ leggst sterkt á margan
landann sem dvelst ytra, ef marka
má myndlist þeirra sem fasta bú-
setu hafa erlendis og myndlistir
stunda. Að vísu tekst sumum að
gleyma því að mestu í myndsköpun
sinni, en hjá öðrum er það á ein-
hvern hátt sýnilegt, hvað sem þeir
taka sér fyrir hendur. Á hlutlæga
vettvanginum er það oftar en ekki
eins konar fortíðarþrá, eða söknuð-
ur til landsins sem gagntekur suma
í athöfnum sínum og til þessa hóps
verður að telja Rögnu Sigrúnardótt-
ur sem um þessar mundir sýnir 34
vatnslitamyndir í listhúsinu Greip á
horni Vitastígs og Hverfisgötu.
Ragna er fædd og uppalin í
Reykjavík og sótti að einhveiju leyti
listræna menntun til MHÍ á ung-
lingsárum sínum. Að loknu stúd-
entsprófi hóf hún nám í leik- og
myndlist við Tisch School of Arts,
New York University, en flutti sig
til Los Angeles að tveim árum lokn-
um og lauk þar gráðunni Bachelor
of Fine Arts, frá California Instit-
ute of Arts vorið 1989.
Fyrir sumt minna myndir Rögnu
á verk Karólínu Lárusdóttur þó svo
að hluti þeirra sé af nöktu kven-
fólki í landslagi, en sjálft landslagið
villir ekki á sér heimildir frekar en
í myndum Karólínu, jafnvel þó að
sumar freyjurnar liggi í erlendum
hægindum og með suðræna ávexti
sér við hlið. En munurinn er sá
helstur, að Karólína er mun betur
skóluð í tækninni, nám hennar sam-
felldara og þar að auki naut hún
einnar fínustu vatnslitahefðar ver-
aldar. Þegar nám dreifíst um of,
bitnar það óumflýanlega á skyn-
og tæknilegri útfærslu og hér eru
vatnslitirnir kröfuharður húsbóndi.
Þannig er sitthvað að athuga við
notkun pensilsins í myndum Rögnu
Sigrúnardóttur og myndbyggingin
er auðsjáanlega ekki hennar sterka
hlið. Fyrir sumt virðast myndirnar
gerðar eftir ljósmyndum frekar en
að vera upplifðar í beinu sjónmáli
við myndefnið, sem þarf ekki að
vera verra en hér skortir skáldgáf-
una, ef svo má að orði komast. Á
ég við að gæða myndefnið innra
lífí, og láta þær lifa eigin lífí. Þá
fá myndirnar ekki svip af ferskleika
með dropaslettum, en grómar frek-
ar hina viðkvæmu tækni. Ragna
hefði vafalítið mikið gagn af að
EITT verka Rögnu Sigrúnardóttur.
skoða vel myndir John Marin og
Andrews Wyeth.
Myndirnar munu flestar nýjar af
nálinni og bera einnig svip af að
vera gerðar í nokkrum flýti. Það
er helst þegar yfírveguð myndbygg-
ing fer saman við hreina og ómeng-
aða litanotkun, að maður staðnæm-
ist við verkin og vil ég sérstaklega
vísa til myndanna „Kaupakonur"
(I), „Fósturlandsins Freyjur" (II)
og „1944“ (30).
Bragi Ásgeirsson
BLEKTEIKNING eftir Rudy Autio.
Útileikhúsið
í skósinum
him. Moronnblaðið. ^ *
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Dýrkun
yndis-
þokkans
MYNPLIST
Listhúsiö Úmbra
BLEKTEIKNINGAR
RUDY AUTIO
Opið þriðjudaga, laugardaga 13-18
og sunnudaga 14-18 til 22. júní.
Aðgangur ókeypis.
FRAMLAG listhússins Úmbru
til listahátíðar er sýning á pensil-
teikningum eftir bandaríska lista-
manninn Rudi Autio (f. 1926).
Efniviðurinn er svart blek, en
myndefnið konur í eins konar létt-
erótískum leik. Autio er sam-
kvæmt upplýsingum er liggja
frammi, einn af merkustu leirlista-
mönnum af eldri kynslóð banda-
rískra listamanna og mun hafa
markað spor í sögu nútíma leirlist-
ar og haft áhrif á fjölda lista-
manna. Autio er aðallega þekktur
fyrir stóra myndlýsta skúlptúrv-
asa, og einkum er þá myndefnið
naktar konur og ferfætt ókennileg
dýr, sem eins og svífa um mynd-
flötinn. Einnig hefur hann gert
stóra og athyglisverða skúlptúra
og sömuleiðis lágmyndir, - unnið
í brons, málm og gert rýateppi.
Autio var höfuð leirlistadeildar
háskólans í Montana í 28 ár og
er nú á eftirlaunum, en heldur
prófessorstitli sínum (professor
emeritus). Þá ber að geta þess,
að listamaðurinn hefur haldið ótal
fyrirlestra og námskeið í faginu
innan Bandaríkjanna og einnig í
Kanada, Alaska, Finnlandi, Japan
og Noregi. Hlotið ýmsar viður-
kenningar m.a. Tiffany verðlaunin
í listiðnaði 1963, ásamt því að
verk eftir hann eru á mörgum
sffftförfí víðs vegar í heiminum,
m.a. Metropolitan safninu í New
York, Smithsonian í Washington,
listiðnaðarsafninu í Helsingfors,
þjóðlistasafninu í Stokkhólmi og
Shigaraki listasafninu í Tokyo.
Hér er því um fjölhæfan lista-
mann að ræða og teikningarnar í
Úmbru kynna einungis eina hlið
listsköpunar hans, sem telst dýrk-
un hins létta og ástþrungna yndis-
þokka kvendýrsins og að nokkru
í anda Matisse. Hið dýrslega á hér
við, því jafnan er stutt í hinar
ókennilegu og herskáu ferfættu
verur í bakgrunninum. Það eru
hressileg vinnubrögð er við blasa
er inn í listhúsið er komið og má
vera auðséð að listamaðurinn
gengur hiklaust til verks og vinnur
í anda hins úthverfa innsæis (ex-
pressjónismans), en ávallt á hlut^
lægan hátt. Og hann notar blekið
helst í öllum sínum blakka styrk-
leika er hann mundar pensilinn,
en leggur minni áherslu á grátóna
blæbrigði.
Allt eru þetta ný og fersk verk,
gerð á þessu ári og koma beint
hingað af sýningu í Bandaríkjun-
um, en heldur eru þau einlit og
gefa takmarkaða hugmynd um
gerandann. Ef ekki lægju nokkrar
bækur og sýningarskrár frammi,
fengi maður þannig alranga hug-
mynd um listamanninn, áliti hann
einhæfan og vinnubrögðin nokkuð
stöðluð frá einni mynd til annarr-
ar. Er því mikilvægt að sýningar-
gestir fletti upp í ritlingunum til
að kynnast enn frekar list þessa
velmenntaða og fjölhæfa lista-
manns.
Bragi Ásgeirsson
UTILEIKHUSIÐ hér fyrir austan
er að hefja sitt annað leikár. Um
síðustu helgi var unnið að því að
gera klárt fyrir fyrstu sýningu, sem
verður 29. júní. Meðal annars var
klömbruhleðsla að gömlum og góð-
um íslenskum sið hlaðin í Selskógi
á Egilsstöðum þar sem leikhúsið
'hefur aðstöðu. Úm er að ræða af-
greiðsluborð úr torfí, sjálfsagt það
eina sinnar tegundar á Islandi. Mik-
il starfsemi er fyrirhuguð í skógin-
um í sumar. Aðalhvatamaður og
„prímus mótor“ útileikhússins er
Philip Vogler. Hann er Texasbúi
að upplagi, en hefur búið á Egils-
stöðum síðastliðin tólf ár og starfar
sem kennari við Menntaskólann á
Egilsstöðum og stendur einnig fyrir
skoðunarferðinni Norðan jökuls.
Hann hefur staðið fyrir mörgum
þjóðlegum uppákomum og má þar
nefna námskeið í flutningi rímna
og í sauðskinnsskóagerð.
Sýnt í birkirjóðri
Búið er að byggja upp góð skil-
yrði fyrir sýningargesti í ijóðri í
SELLÓLEIKARINN Erling Blön-
dal Bengtsson leikur á tónleikum
í íslensku óperunni í kvöld. Tónleik-
arnir hefjast klulkkan 20.00.
í Lindarbæ sýnir Leikfélag Akur-
eyrar sýninguna Bar Par og hefj-
ast sýningar klukkan 20.30.
Á Kjarvalsstöðum er sýning á
íslenskri samtímalist, Listasafn
íslands er með sýningu sem ber
heitið Frá Alþingishátíð til Lýð-
veldisstofnunar, Norræna húsið
og FÍM-salurinn sýna verk eftir Jón
Engilberts, í Listasafni Siguijóns
eru Islandsmerki og Súlur Sigur-
jóns sýnd, Stöðakot sýnir verk eft-
ir gull- og silfursmiðinn Leif Kald-
al. er einnig sýning á verkum sex
Selskógi og er umgjörðin ákaflega
fögur. Philip Vogler segir marga
hafa lagt hönd á plóginn við upp-
setninguna, en Egilsstaðabær mun
eiga aðstöðuna. Hann telur, að í
framtíðinni mætti hugsa sér notkun
svæðisins undir minni fundi og
uppákomur, enda svæðið mjög
skjólsælt vegna tijánna. Við sýn-
ingarsvæðið er gömul kolagröf og
verður við hana skýringartexti um
kolagerð. Einnig stendur til að
bjóða sýningargestum upp í dans;
þjóðdansa sem þjóðdansafélagið
Fiðrildin leiðir. Þá er fyrirhugað að
halda tónleika reglulega í skóginum
undir heitinu Skógartónar. í byijun
júlí verður í samvinnu við Minjasafn
Austurlands sýning á austfírsku
handverki þar sem hagleiksmenn
munu sýna handbrögð og verkfæri.
Leiksýningar hefjast 29. júní og
verða sýnd verk eftir austfirska
höfunda, einu sinni í viku fram í j
miðjan ágúst. Það er því ekki um
að villast, að starfsemi í skóginum i
þetta sumarið verður blómleg og ;
lifandi.
ungra gullsmiða og Nýlistasafnið
sýnir verk Dieters Roth.
I Galleríi Sólon íslandus sýnir,
Sigurður Guðmundsson, Rudy
Autio í Galleríi Úmbru, Joel-Peter
Witkin í Mokka kaffí, Tryggvi
Olafsson í Galleríi Borg, John
Greer í Galleríi 11, I(ja Kabakov
í sýningarsalnum Önnur hæð, í
Ráðhúsinu er sýning á Finnskri
glerlist og vert er að benda á að
í Hafnarborg í Hafnarfirði, stendur
yfir sýning á nýjum verkum eftir
Svein Björnsson.
í Klúbbi Listahátíðar á Sólon
íslandus skemmta Dönsku gleði-
gjafarnir í kvöld frá klukkan
22.00.
'O
Listahátíö í dag