Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Þegar Alþingi var búið að afgreiða skilnaðarmálið og lýðveldisstjórnar- skrána ásamt nokkrum málum öðrum varðandi skilnaðinn, var fundum þess frestað til 10. júní, en þá átti að taka lokaákvarðanirn- ar um gildistöku stjórnarskrárinnar og stofndag lýðveldisins. Dagsetn- ing hans hafði verið felld niður úr frumvarpinu til þess að fá Alþýðu- flokkinn til samstöðu í málinu þann- ig að stjórnmálaflokkarnir allir stæðu saman um það sem ein heild. Eftir það hélt undirbúningur loka- þáttarins áfram af fullum krafti og þá fyrst og fremst um allt varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna. En nú varð annað óvænt atvik. Strax eftir að Alþingi hafði afgreitt skilnaðarmálið og lýðveldisstjórnar- skrána var Kristjáni X. konungi til- kynnt eftir venjulegri afgreiðsluleið um þessi úrslit málanna. Hinn 4. maí barst forsætisráðherra svo sím- skeyti frá konungi, dags. 2. maí, þar sem hann neitaði að viðurkenna stofnun iýðveldisins á meðan stríðs- ástandið héldi áfram. Það er óhætt að fullyrða, að þessi konungsboð- skapur kom öllum á óvart, ekki síð- ur en tillaga ríkisstjóra um þjóð- fundinn hafði gert. í niðurlagi símskeytisins segir konungur svo: „Vjer óskum þess vegna, að áður en úrslitaákvörðun verður tekin, verði ríkisstjórn ís- lands og þjóðinni tilkynnt, að vjer getum ekki á meðan núverandi ástand varir viðurkennt þá breyt- ingu á stjómarforminu sem Alþingi íslands og ríkisstjórn hafa ákveðið án samningsviðræðna við oss.“ Strax og forsætisráðherra hafði borist þetta símskeyti konungs boð- aði hann (þ.e. ráðherrann) ríkis- stjórnina og formenn stjórnmála- flokkanna á fund og birti þeim boð- skap konungs. Eftir hádegi þennan sama dag (4. maí) voru haldnir miðstjórnarfundir og þingmenn í öllum flokkum boðaðir til þess að ræða málið, en að þeim fundi lokn- um hélt ríkisstjórnin annan fund með formönnum flokkanna og tveimur þingmönnum að auki úr hveijum flokki og var þar samþykkt sameiginleg yfírlýsing svohljóðandi: „Vegna fijettarinnar um boðskap konungs lýsir ríkisstjórn og stjórn- málaflokkamir yfír þessu: Það er ijettur íslenzku þjóðarinn- ar sjálfrar og hennar einnar að taka ákvarðanir um stjórnarform sitt. Alþingi og ríkisstjóm hafa lagt til við þjóðina, að hún ákveði, að ís- land verði gert að lýðveldi, svo sem hugur íslendinga hefur um langan aldur staðið til. Ríkisstjórn og stjórnmálaflokkarnir em sammála um, að fregnin um boðskap kon- ungs geti engu breytt um afstöðu þeirra til stofnunar lýðveldis á ís- landi og skora á landsmenn alla að greiða atkvæði um lýðveldisstjóm- arskrána svo eigi verði villst um vilja íslendinga." Þessi boðskapur konungs kom illa við marga, en hann varð strax heyrinkunnur um Norðurlönd og víðar. Ríkisstjórninni og stjórn- málaforingjum þótti ekki gott að fá hann svona rétt fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna, en eins og sjá má bmgðust þessir aðilar skjótt við með hinni skömlegu og ákveðnu yfírlýsingu og ekki var sjáanlegt að konungsboðskapurinn hefði áhrif á atkvæðagreiðsluna þar sem svo yfírgnæfandi fjöldi landsmanna galt jáyrði sitt við lýðveldisstjórnar- skránni. Mörgum fannst líka að konungur hefði gert réttara í því að bíða úrslita atkvæðagreiðslunn- ar. Eg hefí reyndar heyrt að kon- ungur hafí álitið, að töluverður fjöldi íslendinga væri þess fylgjandi að hann yrði áfram konungur Is- lands. Yfírlýsingin var strax send Jóni Krabbe sem kom henni á framfæri við konung, auk þess sem henni og konungsboðskapnum var komið á framfæri við vinveittar erlendar rík- isstjórnir. Um leið og yfírlýsing ríkisstjórn- arinnar og stjómmálaflokkanna var afhent konungi vom honum flutt skilaboð frá forsætisráðherra sér- staklega um að það væri sannfær- Úr áður óbirtum endurminningum Agnars Kl. Jónssonar Aðdragandi lýð veldisstofnunar vorið 1944 SKJALDARMERKI lýðveldis- ins íslands, sem Tryggvi Magnússon hannaði í sam- starfi við skrifstofustjóra Stjórnarráðsins og Matthías Þórðarson þjóðminjavörð. ing hans að þjóðaratkvæðagreiðsl- an, sem lyki 23. maí, mundi sýna óskir þjóðarinnar um framtíðar- stjórnarformið, sem Alþingi gerði síðar ályktun um, að komast skyldi í framkvæmd svo fremi sem hinn stjórnarskipulegi ákveðni fulli meirihluti atkvæða félli á þann veg. Jafnframt tjáði forsætisráðherra konungi að hann nyti persónulega mestu virðingar hjá íslensku þjóð- inni og danska þjóðin hinnar inni- legustu vináttu hennar. Um konungsboðskapinn er það að segja ennfremur, að Jón Svein- bjömsson konungsritari kom með símskeytið í sendiráðið til Jóns Krabbe og sagðist flytja það beint frá konungi sjálfum. Jón Krabbe hefur upplýst að ekkert benti til þess að konungur hefði ekki átt upptökin og samið það sjálfur. Þó væri líklegt að hann hefði ef til vill rætt málið við Friðrik krónprins og hugsanlega einhveija fyrrverandi ráðherra eða vini sína. Krabbe var ekki í vafa um það að konungur hefði sjálfur verið frumkvöðull að sendingu boðskaparins og taldi með öllu óhugsandi að Jón Sveinbjörns- son hefði átt nokkurn þátt í því. Dagana 20.-23. maí fór svo þjóð- aratkvæðagreiðslan fram um sam- bandsslitin og lýðveldisstjórnar- skrána, svo sem ákveðið hafði ver- ið. Árangurinn af henni varð afar glæsilegur og miklu meiri og betri en flesta hafði órað fyrir. Um sam- bandsslitin greiddu 98,61% atkvæði og af þeim voru 97,35% með skiln- aði. Um lýðveldisstjómarskrána var þátttakan einnig 98,61% og þar af samþykktu hana 95,04%. Undirbúningur að þjóðarat- kvæðagreiðslunni var falinn sér- stakri nefnd og gekk hún afar rösk- lega til verks og þótti bæði rtiér og fleirum að áróðurinn hafi stundum verið rekinn með fullmiklu offorsi sem ekki virtist þörf á svo einhuga sem þjóðin var um skilnaðinn við Dani og stofnun lýðveldisins, en nóg um það. Niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar tiikynnti Jón Krabbe konungi hinn 3. júní og lagði um leið til við hann að hann tæki já- kvæða afstöðu „til folkets enige Agnar Klemens Jónsson var skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu 1944 og kom í starfi sínu nærri mörgum afdrifaríkustu atburðum í aðdrag- anda stofnunar lýðveldisins. í þeim kafla endur- minninga hans sem hér birtist, með góðfúslegu leyfi Ólafar Bjarnadóttur, ekkju Agnars, er m.a. fjallað um viðbrögð ríkisstjórnar og Alþingis við óvæntum boðskap konungs í framhaldi af af- greiðslu Alþingis á aðskilnaðarmálinu og stjórnar- skrá lýðveldisins í maí 1944. Einnig rekur Agnar Klemens Jónsson tilurð skjaldarmerkis lýðveldis- ins, aðdraganda að kjöri Sveins Bjömssonar í embætti forseta íslands og viðbrögð erlendra ríkja við lýðveldisstofnuninni. onske og [jeg] stöttede min henstilling bl.a. ved den i försteminist- erens telegram pápe- gede værdi af sádan tilslutning. Overvejelse heraf blev tilsagt men i dag (þ.e. 7. júní) meddeler konungsrit- ari skriftlig efter be- myndigelse at kongen onsker ikke at afgive nogen udtalelse i for- anstáende anledning.“ Þetta símskeyti for- sætisráðherra sem vitnað er til var sent samtímis upplýsingun- um um þjóðarat- kvæðagreiðsluna, hinn 31. maí, og segir ráðherrann þar, að Alþingi muni vafalaust fylgja árangrinum af atkvæðagreiðslunni eftir og láta nýju stjórnarskrána taka gildi 17. júní. Síðan segir: „Pá den anden side er det ligesá sikkert at det ville gare det dybeste indtryk her i land- et om kongen mátte se sig i stand til at slutte sig til den sá utvetydigt udtalte folkevilje, hvilket for fremtiden ville bestyrke og bevare den nuværende agtelse og venskab for Hans Majestæt. Det samme ville gælde det danske folk.“ Hinir gömlu vinir mínir í danska sendiráðinu í Washington, Henrik Kauffman og G.A.C. Brun sendi- ráðunautar, voru ekki ánægðir með boðskap konungs frá 2. maí. Þeir báðu Thor Thors sendiherra að skila til íslensku stjórnarinnar, að þeim hefði þótt mjög leitt að heyra um boðskap konungs og að þeir væru sannfærðir um, að framsetning boð- skaparins gæti aðeins hafa orsakast af því, að konungur hafí ekki getað vegna hins þýska hernáms gert sér rétta hugmynd um allar aðstæður enda álitu þeir engan vafa á því að danska þjóðin mundi, þegar hún síðar væri orðin fijáls til að dæma og tala, skilja þær ástæður er hefðu ráðið ákvörðun Islendinga eins og málið horfði nú við. Það er rétt að ég geti þess hér að nokkrir danskir sendiherrar komu sam- an til fundar í apríl- mánuði og kom upp einhver orðrómur um það hér heima, að þeir kynnu að hafa haft ein- hver áhrif á konunginn í sambandi við sím- skeyti hans frá 2. maí til forsætisráðherra. Meðal þeirra sem sátu þennan fund var Frank le Sage de Fontenay sendiherra Dana hér, en Vilhjálmur Þór taldi sig hafa fengið örugga vitneskju um það að hvorki sendiherrafund- ur þessi né Fontenay hefðu komið nálægt skeytasendingu konungs. Fontenay varð innlyksa í Bretlandi þar til eftir lýðveldisstofnun, því breska stjórnin setti algert bann á brottför manna frá Bretlandseyjum í nokkrar vikur vegna innrásarinnar miklu á meginlandið sem hófst hinn 6. júní og fékkst engin undanþága frá því banni. Okkur í utanríkis- ráðuneytinu þótti það eftir atvikum koma vel út, að sendiherra Dana var löglega hindraður frá því að vera hér á landi þegar skilnaðurinn við Dani var samþykktur endanlega og lýðveldið stofnað. Nærvera sendiherrans hefði getað valdið óþægindum. Starfsemi utanríkisráðuneytisins í sambandi við uppsögn sambands- laganna var fyrst og fremst sú að fylgjast sem nánast með öllum að- gerðum Alþingis og ríkisstjórnar- innar í þessu mikla máli og miðla upplýsingum og gögnum til sendi- ráða okkar erlendis og erlendra sendiráða í Reykjavík. Það má segja að þessi starfsemi hafi hafist fyrir alvöru með ályktun Alþingis 17. maí 1941 um afnám sambandslag- anna og stofnun lýðveldis og hún hélt svo áfram með samþykktum Alþingis og aðgerðum allan vetur- inn 1943-1944 og upplýsingum varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna í maí 1944. Agnar Klemens Jónsson Þegar bráðabirgðaúrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar voru kunn orðin úr öllum kjördæmum var lagt fyrir sendiherrana í Bandaríkjun- um, Bretlandi, hjá Noregsstjóm, í Sovétríkjunum og Svíþjóð að til- kynna á formlegan hátt viðkomandi ríkisstjórnum úrslitin. Um leið var sendiráðum þessara ríkja hér á landi tilkynnt hið sama og bárust utanrík- isráðherra kveðjur frá sendiherrum Bretlands og Sovétríkjanna og frá sendifulltrúa Bandaríkjanna. Óskuðu þeir ríkisstjóminni til hamingju með úrslitin og árnuðu hinu væntanlega lýðveldi allra heilla. Breski sendiherrann, Gerald Shepherd, lauk bréfi sínu á þessa leið: „í þessu tilefni leyfi jeg mjer að færa yður, herra utanríkisráð- herra, ríkisstjórninni og íslenzku þjóðinni einlægar óskir mínar um áframhaldandi framfarir og farsæld landi yðar til handa og er það ein- læg von mín, að erfiðar aðstæður og óróatímar, er ríkja, þegar lýð- veldið á að endurfæðast, geri eigi annað en að þroska það og styrkja, svo að það megi blessast og blómg- ast á ókomnum árum.“ í bréfi sendiherra Sovétríkjanna, A. Krasílníkov, sagði svo: „Þetta ár, og þó einkum 17. júní, verður þýðingarmikill tími í sögu lands yðar. Jeg leyfi mjer, herra ráð- herra, að færa hinni frelsisunnandi þjóð íslands beztu árnaðaróskir mínar og ósk um farsæla framtíð." Sendiherra Bandaríkjanna, Benj- amin M. Hulley, skrifaði: „í þessu tilefni leyfí jeg mjer að óska yðar hágöfgi til hamingju með árangur þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem greinilega hefur sýnt þjóðarvilja Islendinga og færa yður mínar beztu árnaðaróskir um framtíð hins íslenzka lýðveldis.“ Aðrir fulltrúar viðurkenndu að- eins tilkynningu okkar formlega og létu það nægja en utanríkisráðherr- ar þessara ríkja veittu tilkynningum okkar eigin sendiherra móttöku með vinsamlegum ummælum um ísland og framtíð þess. Ræðismönnum erlendra ríkja hér var einnig send tilkynningin og þeir beðnir um að koma henni áfram til stjómar sinnar og það gerðu þeir líka samviskusamlega. Skjaldarmerki lýðveldisins Á útmánuðum 1944 kvaddi for- sætisráðherra okkur þrjá skrif- stofustjóra í Stjórnarráðinu, Vigfús Einarsson, Birgi Thorlacius og mig til þess að gera tillögu um gerð skjaldarmerkis lýðveldisins og sem ráðunaut fengum við Matthías Þórðarson þjóðminjavörð, en hann var einskonar sérfræðingur í skjald- armerkjafræði. Við héldum nokkra fundi um málið. Fyrst ræddum við um það hvort taka ætti upp aftur fálkann í skjaldarmerkið, eins og verið hafði á heimastjórnartímabil- inu 1904-1918 en niðurstaða okkar varð þó sú, að við skyldum leggja til að hugmyndin um landvættina í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heims- kringlu Snorra Sturlusonar, sem Sjá blaðsíðu 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.