Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 6

Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Aðdragandi lýðveldisstofnunar vorið 1944 Konungsboðskapur kom öllum á óvart notuð hafði verið 1918 væri svo góð, að sjálfsagt væri að halda henni. Um það vorum við allir sam- mála. Þetta var borið undir forsæt- isráðherra og féllst hann á það sjón- armið að láta hugmyndina um land- vættina sem skjaldbera haldast. Við fengum svo hinn ágæta listamann, Tryggva Magnússon, til þess að gera uppkast að nýju skjaldarmerki á þessum grundvelli og þar sem ekki var hægt að láta sjálfan skjöld- inn og skjaldberana svífa í lausu lofti kom Tryggvi fram með þá hugmynd að láta „þessa aðila hvíla á stuðlabergshellu“ og það sam- þykktum við, enda fannst okkur fara vel á því. En enn var eftir að athuga eitt þýðingarmikið atriði og það var kórónan. Matthías Þórðarson sagði að frá heraldísku _________________ sjónarmiði væri ekkert því til fyr- irstöðu að hafa kórónu í skjaldar- merki lýðveldis. Vissulega eru kór- ónur mjög skrautlegar og sóma sér því vel í skjaldarmerkjum, en ekki gátum við samt hugsað okkur að nota kórónuna í skjaldarmerki hins nýja lýðveldis, en hvað gat þá kom- ið í hennar stað? Þá datt mér í hug hvort ekki mætti sveigja vængina á gamminum og drekanum upp yfir efri brúnina á skildinum og fannst meðnefndarmönnum mínum reynandi að athuga hvemig það tæki sig út. Tryggvi Magnússon teiknaði nú nýtt uppkast að skjald- armerkinu og fannst okkur það geta gengið. Annars á Tryggvi al- veg heiðurinn af útliti skjaldar- merkisins í þeirri mynd sem það endanlega fékk og frnnst mér hann hafa leyst sitt verk mjög vel af hendi. Ríkisstjómin féllst einnig á þessa gerð skjaldarmerkisins og á fyrsta ríkisráðsfundi lýðveldisins á Þingvöllum hinn 17. júní var gefinn út forsetaúrskurður um þetta nýja skjaldarmerki. Alþingi kom saman á nýjan leik hinn 10. júní og lagði þá ríkis- stjómin fram hin- ^ ar tvær tillögur um niðurfellingu sambandslaga- samningsins og gildistöku lýðveldis- stjórnarskrárinnar hinn 17. júní eins og til hafði verið ætlast. Vora þær báðar samþykktar samhljóða af 51 þingmanni en þeir voru þá alls 52. Einn þingmaður var forfall- aður vegna veikinda. Síðamefnda tillagan var á þessa leið: „Alþingi ályktar með tilvísun til 81. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Islands og þar sem skilyrðum sömu greinar um atkvæðagreiðslu allra kosningabærra manna í landinu er fullnægt, að stjómarskráin skuli ganga í gildi laugardaginn 17. júní 1944, þegar forseti sameinaðs Al- þingis lýsir yfír því á fundi í Al- þingi.“ Eg var vel kunnugur Gísla Sveinssyni forseta sameinaðs Al- þingis og kynntist honum betur þetta vor því hann stóð í nánu sam- bandi við okkur í utanríkisráðuneyt- inu út af mörgum atriðum í sam- bandi við stofnun lýðveldisins. Gísli Sveinsson var trúaður mað- ur og lét sig mikið skipta trúmál og kirkjumál. Þegar eftirfarandi samtal okkar átti sér stað var Harry S. Traman nýlega orðinn forseti Bandaríkjanna og Gísli sagði við mig með glettni í augunum: „Á íslandi höfum við líka trúmann sem forseta!“ Gísli fór líka að tala um kosningu forseta íslands, sem fram átti að fara strax eftir að búið var að lýsa yfír stofnun lýðveldisins. Vegna Áróður rekinn með fullmiklu offorsi skipunar utanþingsstjómarinnar og tillögu Sveins Björnssonar ríkis- stjóra um þjóðfundinn í janúarmán- uði, höfðu allmargir þingmenn fyllst slíkri andúð á honum, að þeir vildu ekki kjósa hann til forseta. Gísli sagði að hann hefði undanfarið unnið að því eins og hann mögulega hefði getað að tryggja Sveini Björnssyni meirihluta við kjörið, en það hefði verið tvísýnt og væri jafn- vel ennþá ekki alveg öraggt að kjör hans væri tryggt, þótt hann vonaði að svo yrði. Bjarni Benediktsson hefur sagt í bréfi til Henriks Sv. Björnssonar, sem getið er um í riti Matthíasar Johannessens um Ólaf Thors (II, 357): „Eftir ríkisstjórabréfíð í jan- úar 1944 var t.d. meirihluti Sjálf- stæðisflokksins eindreginn á móti ________________ því að velja föður þinn fyrir forseta, þegar þar að kom. Það var einungis fyrir harðfylgi Péturs Magnús- sonar, sem ég hefi aldrei vitað beita sér eins, sem tókst að afla honum nægs fylgis." Það fer því ekki á milli mála, að þessir tveir menn, Gísli Sveinsson og Pétur Magnússon, hafa báðir unnið ötullega að forsetakjöri Sveins Björnssonar. Eg mun minn- ast meira á þetta sögulega forseta- kjör hér á eftir. Eftir því sem nær dró að lýðveld- isstofnuninni óx annríkið í utanrík- isráðuneytinu, eins og ég hefi getið um hér að framan, og þegar kom framyfir mánaðamótin maí/júní þurftum við að vinna baki brotnu frá morgni til kvölds. Ég held að ég hafí aldrei haft eins mikið að gera á æfí minni eins og þessa daga í júnímánuði — nema e.t.v. fyrstu vikuna eftir hernám Dan- merkur þegar ég var í danska sendi- ráðinu í Washington. Starfslið utan- ríkisráðuneytisins vann allt undan- tekningarlaust baki brotnu og spar- aði sig hvergi. Ég held að við höfum öll verið gagntek- in af þeirri hugsun að við væram þátttakendur í einum merkasta atburði íslandssögunnar, endur- heimt hins glataða þjóðfrelsis. Eitt af því sem utanríkisráðu- neytið hafði unnið að var greinar- gerð um aðdraganda lýðveldisstofn- unarinnar og var henni dreift á milli erlendu fulltrúanna hér á landi, sendiherra og ræðismanna, sem til- kynntu ríkisstjórnum sínum efni hennar og svo var hún auðvitað einnig send okkar eigin fulltrúum erlendis til dreifingar til aðila, sem þeir álitu að ættu að fylgjast með málefnum Islands. Þess var að sjálfsögðu vandlega gætt að dreifa úrslitum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar til allra vin- veittra ríkisstjórna, eins og ég hefi áður nefnt, því það var mjög mikils- vert að þeim bærust umsvifalaust áreiðanlegar upplýsingar um þróun málanna hér heima svo að sem flestar þjóðir viðurkenndu hina nýju réttarstöðu íslands. Hins vegar var það stefna ríkisstjórnarinnar að leita ekki beinlínis viðurkenningar annarra þjóða á stofnun lýðveldisins því ekki mætti taka áhættuna á að fá neitun. Til slíks kom sem betur fer ekki, en ég held að það hafí verið skynsamlegt af stjórninni að fylgja þessari stefnu. Það var hlutverk utanríkisráðu- neytisins í sambandi við sjálf há- tíðahöldin að hugsa fyrst og fremst um fulltrúa erlendra ríkja og auk þess um ýmsa af gestum ríkisstjóm- arínnar og Alþingis eftir því sem ástæða þótti til eða þörf var á. Um KRISTJÁN konungur X. gesti frá öðram löndum var ekki að ræða (vegna stríðsins að sjálf- sögðu) nema einn og það var full- trúi Vestur-íslendinga, dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknifélagsins. Það kom þó til tals að bjóða tveim- ur mönnum sérstaklega. Christmas Möller var í forustuliði fijálsra Dana í London, en _sú hreyfing stóð drengilega með Islendingum í skiln- aðarmálinu og ekki síst Christmas sjálfur. Það kom því til tals að bjóða hreyfingunni að senda hingað full- trúa og var þá ætlast til þess að fulltrúinn yrði Christmas Möller og enginn annar. Þetta var kannað „mjög diskret", en þegar til kom varð ekkert úr því. Mig minnir að Christmas Möller hafi álitið að það mundi geta valdið misskilningi og óánægju í Danmörku ef hann tæki slíku boði. Hinn aðilinn sem kom til tals að bjóða var Henrik Kauffmann sendi- herra, en að athuguðu máli var hætt við það. Hins vegar kom Kauffmann hingað vorið 1947 og var þá gestur ríkisstjórnarinnar í nokkra daga. Áður en ég kem að sjálfum há- tíðahöldunum 17. og 18. júní langar mig til að minnast á eitt atriði enn og það ekki hið ómerkasta. Það eru tilkynningarnar um þá fulltrúa er- lendra ríkja sem útnefndir voru sem sérstakir fulltrúar við lýðveldis- stofnunina, en eins og ég hefí áður nefnt hefði lýðveldisstofnunin orðið harla lítils virði án viðurkenningar annarra þjóða á henni og þá ekki hvað síst stórþjóðanna. Bandaríkjamenn riðu fyrstir á vaðið. Þannig var, að Bandaríkin voru að skipta hér um sendiherra. Leland B. Morris var farinn og von var á eftirmanni hans, Louis G. Dreyfus Jr., í bytjun júní. Þegar hann kom flutti hann þau skilaboð, að hann ætti að vera sérstakur full- trúi Bandaríkjaforseta við stofnun lýðveldisins með ambassadorstign, ambassador ad hoc. Þessari fregn var tekið af miklum fögnuði af ríkis- stjórninni og hinn 4. júní skýrði Vilhjálmur Þór utanríkisráðherra blaðamönnum frá skipuninni því talið var alveg sjálfsagt að vekja athygli á þessari mikilvægu frétt. Bretar létu ekki á sér standa, því daginn eftir var tilkynnt, að sendi- herrann, Gerald Shepherd, ætti að að vera sérlegur fulltrúi Bretakon- ungs með ambassadorstign, special ambassador. Þetta var líka tilkynnt á sérstökum biaðamannafundi og ákaft fagnað. Þessi tvö ríki sýndu því á þennan veglega hátt, að þau vildu efna gefin loforð í sambandi við sambandsslitin við Dani og stofnun lýðveldis eftir árslok 1943, en um þær efndir höfðu raunar, að ég tel, fáir efast. Þá var fögnuður manna ekki síð- ur mikill þegar tilkynnt var að norski sendiherrann, August Esmarch, yrði ambassador Noregs- konungs, ambassador en mission speciale, og litlu síðar komu sams- konar tilkynningar um að Henri Voillery yrði sérlegur fulltrúi bráða- birgðastjórnar franska lýðveldisins, delégé extraordinaire, og Otto Jo- hannsson, sendiherra Svíþóðar, en 3 € i-<^/ cx^. &£, i-A dÁ.A.cO,~tA. o'Vrv ÖXtCw&et.-i' Ci^X'O^.cx. Jt* c\ - 0 _ . ActttU Op, jfroC.4%/; Ýo'o' -(ka'i AJxJ'ví/ vasi&t 'fysuz&íArt, Q.J, ^i,ewM,vwc ^ Qr, .'í C-'/ ■■f/w/OA/ éeoýsV’-twPvesí) &'uvu, KctXA.J'!,' Ai-t-ve. ■þy(>Jo ífjoo'v i> ( l' oÁs Jd-t rj. iv o j OVtnsVtgCl/ 'fevt' Jfoit *~t!} ■i.CA,- S/,l v-4-t-cvXvcJ’-i.fi-t CKvóÁ- ( 4\t^iíiicííív OM-CLK/ -Í-10.A. JJoa, -^S'erwv <VU>a2U*H/ Xjíufi- AajJ 0vt/Jo/sJtoVAUk/i 'ÍO-VW GLCUnyj oj (ka.-, uovp/H úof Ov , vcJL, 'teLv-sojyt 4'a.k/ -fcitnu j cLojut^wAh- A ■?*,J<rc tU J&Jcv^jA.MAÚlœ.'l vit- t, -“pcíA-Cyi' 'A-l.CljxJ!, , 'Jj. fMOL.CC. úl-U.i / 2t\ •Ái'é ja^To-í, ifváe. va/.t dcJ.^e.Waxt" {.ci ai títn 7tev-v ewl-1v\. vvcl/ , o,K ^^e-4f.Lutvvi''vvci,e.'v <Hvv Sxm Ww f ^w/o/vveJ' ípxnuithi Wvt-títwv sJí -U Í.Cwvel'S-fcLt. $Mr>L/ o^, cXUi‘:.£\Jrv^*s iw UCcaí, ovyuWiw, Msu, Jjtrux ■ivo’ ■<• eAwf-fc, ■i'coo/ftZ. -'SVvyi,1 o. •'K1, Jlas 'évev'cvfc’ o-L 'XruovMAAAUo í^ýíXOvhVu. Qa, 9t MOLAXns a«w JaAÍÁ/ t dt Ávtf vMl, ÝOAA, ZiJu ZytotouLi^fc ^K/cOt-Ln^^ /i'ovw 0* S>CKOts /*XÆnðí, fiWi-i'feíA. aJt -í'e-t7, Sma. »ívt/ MavVOA-oÍOe, Jb-Ac'íiuUucA, i Jsívw (XvtCA" -WJv íívi/^ewva/y:^ oJ 'ÝÍV'VV oj fotJlLua,f HT-Jc, v iwve-í AtxAJXuJc, (b Vt> V vœréZZSMSi ivy, Andmæli konungs SÍMSKEYTI konungs frá 2. maí, sem barst ríkisstjórninni hinn 4. maí, kom öllum á óvart en þar neitaði Kristján X. að viðurkenna stofnun lýðveldisins á meðan stríðsástand héldi áfram. Mun konungur hafa talið, að töluverð- ur fjöldi íslendinga væri þess fylgjandi að hann yrði áfram kon- ungur íslands og er álitið að hann hafi sjálfur verið frumkvöðull boðskaparins. Ríkisstjórnin og stjórnmálaflokkarnir brugðust ákveðið við og svöruðu konungi með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem lýst var rétti hennar til að taka ákvarðanir um stjórnarform sitt og geti boðskapur konungs engu breytt afstöðu Alþingis og ríkisstjórnar til stofnunar lýð- veldisins. voyé en mission speciale, og voru þessir sendimenn því hækkaðir í tign um eitt stig vegna hátíðahald- anna. Þessar skipanir voru vendi- lega tilkynntar blöðum og útvarpi eins og hinar tvær fyrstu. Nú var aðeins einn sendiherra hér sem enga skipun hafði fengið um að vera sérstakur fulltrúi við hátíðahöldin og það var Alexei N. Krasílníkov, sendiherra Sovétríkj- anna, og þess var beðið með óþreyju og eftirvæntingu að tilkynning kæmi um sérstaka skipun hans, en engin tilkynning barst. Sagt var að sósíalistar hér hefðu reynt allt sem þeir gátu til að bjarga máiinu við en hafí eitthvað verið til í því bar það engan árangur. Hinn 17. júní flutti því Krasílníkov sendiherra engar kveðjur eða árnaðaróskir frá ríkisstjórn sinni og það var ekki fýrr en í byijun ágústmánaðar sem formleg viðurkenning Sovétríkj- anna barst, er Krasílníkov sendi- herra afhenti forseta lýðveldisins nýtt trúnaðarbréf. Raunar var við- urkenning fengin áður þar sem sendiherrann þáði boðið um að vera viðstaddur stofnun lýðveldisins á Þingvöllum hinn 17. júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.