Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 21 tók nýr fulltrúi sæti í dansk-íslensku nefndinni, Jens Sören Vanggaard að nafni. Hann var mjög ósáttur við þá stefnu sem íslendingar tóku og gat ekki sætt sig við þann skilning sem aðrir danskir fulltrúar í nefndinni sýndu íslendingum. Á fundi dönsku fulltrúanna í janúar 1944 lýsti hann skoðun sinni á framferði íslendinga: „Fyrirætlun íslendinga um að segja upp sambandslagasamningnum og lýsa yfir lýðveldi er bylting, þar sem ekki er hægt að segja konungssam- bandinu upp, samkvæmt gildandi lögum.“ Vanggaard var ekki einn um þessa skoðun, en honum var líka danska ríkið og veldi þess hugleikið. Á þingi greiddi hann atkvæði á móti sölu Vesturheimseyja 1916, á móti Græn- landssamningum 1924, þegar Norð- menn fengu veiðiréttindi á og við Grænland, og var á móti færeysku sjálfstæðishreyfingunni. Afstaða Vanggards til íslands 1944 var því ekki einangrað mál, heldur hluti af því að hann vildi halda veldi Dan- merkur sem mestu. Afstaðan til ís- lands mótaðist af þessu. í raun var aðeins einn maður í Danmörku, sem missti einhvers við lýðveldisstofnunina, en það var Danakonungur. Á meðan á hernám- inu stóð fékk Kristján konungur á sig hetjuljóma. I stríðslok var hann orðinn aldraður maður og margir landa hans vorkenndu honum að þurfa nú enn að horfa upp á veldi sitt skreppa saman, ofan á þrautir þegna hans undir þýskri stjórn. Dan- ir gátu illa skilið að íslendingar höfðu engar sérstakar taugar til konungs, sem aldrei hafði sýnt Islandi og ís- lenskum málefnum neinn áhuga. Hrifning hans af Islandi jókst heldur ekki við einhliða aðskilnað íslend- inga. í Danmörku átti Vanggaard marga skoðanabræður. Fáir Danir þekktu nægilega vel til íslenskra málefna að þeir gætu skýrt út sjón- armið íslendinga. Þeir fáu sem þekktu til þeirra voru í raun sáttir við að íslendingar stigju skrefið til fulls aðskilnaðar og höfðu ekki átt von á öðru, en voru ósáttir við að íslendingar skildu ekki bíða Dana. Einn fárra Dana, sem sá ástæðu til að taka upp hanskann fyrir Islend- inga og úrskýra sjónarmið þeirra var Christian Westergárd-Nielsen, síðar prófessor í vestur-norrænu í Árósum. I mars 1944 skrifaði hann blaða- grein til að skýra skoðun íslendinga á aðskilnaðinum og rekja röksemdir þeirra. Þar sagði hann að þó margt væri gert til að efla skilning milli Norðurlandanna, þá hefði það ekki tekist betur en svo að aftur og aftur heyrðust Danir spyija hvers vegna íslendingar vildu rífa sig lausa. West- kveikja þær um leið við strokfleti málsins. Þaðan er stuttur spölur til góðra rithöfunda og skálda sem mörg hafa auðgað íslenskt mál með verkum sínum á þessu tímaskeiði sem öðrum. Dýrmætust er okkur sú hugsun sem sprettur úr íslenskri veröld, fijóvgast af viðureign hugar og tungu og gæti ekki fæðst við nein skilyrði önnur. Hvernig er þá komið fyrir hinni dýrstu þjóðlegu eign vorri? Hún er nú auðugri en hún hefir nokkru sinni verið, og hún er borin uppi af miklu fleira fólki. Þeir sem vel kunna með hana að fara eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr. En þetta er ekki nóg. Þegar staðan er metin verðum við að átta okkur á því hvort tungan fullnægir þörfum þjóðarinnar eins vel nú og fyrir 50 árum, eða 500 árum eða 1000 árum. Styrkur máls- ins er afstæður. Málþarfirnar breyt- ast. Við höfum gild rök til að efast um að íslensk tunga í öllum sínum blóma dugi okkur 20. aldar mönnum jafn-vel og miðaldamálið Sturlung- um, svo að gripið sé niður einhvers staðar í fortíðinni. Loks er eitt enn — og raunar aðalatriðið — sem hver verður að meta fyrir sig. Hversu sterkur er viljinn til að halda íslenskri tungu uppi? Tungan er ekkert annað en hugur okkar sjálfra. Hún nærist á ást okkar og umhyggju, en veslast upp og deyr ef við snúum við henni baki. Engin tunga lifir sem enginn maður vill. ergárd-Nielsen hafði síðar minni skilning á sjónarmiðum íslendinga í handritamálinu og varð einn sein- þreyttasti andstæðingur þeirra í því. Sárindi og kuldaleg afstaða í dönskum umræðum um lýðveld- isstofnunina varð ljóst að fæstir Danir gerðu sér grein fyrir að 1918 hafði Island í raun orðið sjálfstætt ríki sem fól Dönum að sjá um utan- ríkismál sín og landhelgisgæslu auk þess að deila með þeim konungi. Því hafði lítt verið haldið á lofti 1918 að með samningnum yrðu íslending- ar lausir allra mála í fyllingu tímans, ef þeim sýndist svo. I Danmörku átti Vanggard þó miklu fleiri skoðanabræður en West- ergárd-Nielsen. Þar sem önnur og stærri dönsk innanríkismál tóku hugi Dana allra fyrst eftir stríð var að- skilnaðurinn í raun aldrei mikið ræddur og Dönum gáfust fá tæki- færi til að viðra andúð sína í garð íslendinga. En hún kom upp á yfir- borðið við minnsta tilefni. Skömmu eftir að hemámi Þjóðveija lauk sendu íslendingar myndarlega sendingu ýmissa nauðsynjavara til Danmerk- ur, þar sem vöruskortur ríkti. Vörun- um var úthlutað í bögglum og allir voru merktir sem gjöf frá íslending- um. Þó úthlutunin gengi vel, var lít- ið sagt frá henni í blöðum. Jón Krabbe sendifulltrúi íslands í Dan- mörku var ekki í vafa um að daufleg- ar undirtektir sýndu þann kulda sem ríkti í garð íslendinga. Og stundum heyrðist enn fastar að orði kveðið og haft á orði að einhliða aðskilnað- ur íslendinga, þegar Danir gátu eng- ar athugasemdir gert, hefði verið eins og að sparka í liggjandi mann. Þessi kuldi hafði áhrif á öll sam- skipti ríkjanna næstu áratugi eftir lýðveldisstofnunina. Þegar kom að helsta deilumáli Dana og íslendinga eftir stríð, handritamálinu, er enginn vafi á að einhliða aðskilnaður íslend- inga jók mjög á andstöðuna, sem óskir íslendinga mættu víða. Og þar sem ekki var um önnur óuppgerð deilumál ríkjanna að ræða fékk inni- byrgð gremja í garð íslendinga varla útrás á öðrum vettvangi. Þessi gremja gerði það að verkum að enn þann dag í dag hitta Islendingar stöku sinnum Dani, sem bæði muna aðskilnaðinn 1944 og hafa ákveðnar skoðanir á framkomu íslendinga þá. Það sem fæstir Dana áttuðu sig hins vegar á var að danskir stjórnmála- menn höfðu í raun ekki komið því glögglega til skila að samningurinn 1918 var upphafið að endinum á sambandi landanna. Hins vegar fæst aldrei svar við þeirri spurningu hvaða áhrif það hefði haft á síðara sam- band landanna ef aðskilnaður þeirra hefði orðið með þátttöku beggja. íslendingar hafa þrjár skyldur að rækja við tungu sína: rækta hana, kunna hana og vilja hana. Þrátt fyrir alla grósku málsins og góðan vöxt má víða sjá illgresisfláka og óræktarbletti, og nýjar lendur og ógrónar bætast við jafnt og þétt. Mörg hugartún liggja undir sífelld- um ágangi að utan. Við þessu þarf að bregðast með kunnáttusamlegri málrækt undir forystu málfræðinga. Þótt margir kunni vel með mál að fara, og eflaust fleiri en áður, vantar mikið á að það verði sagt um alla. En allt sem er lakara en það besta verður að bæta, og arfinum verður að skila svikalaust til næstu kynslóða. Málhefðin má ekki rofna. Við þessu þarf að bregðast með vönduðu máluppeldi undir forystu íslenskukennara. Sá sem vill ekki heilsa og kveðja á íslensku, heilsar hvorki né kveður á íslensku. Sá sem vill ekki nota íslensk fræðiorð í fræðum sínum, notar ekki íslensk fræðiorð. Sá sem vill heldur nota erlendar slettur en íslensk orð notar erlendar slettur. Sá sem vill ekki nota íslensku, notar ekki íslensku hversu góð og göfug og öflug sem hún er. Ef viljinn er of veikur þarf að styrkja hann. Ef viljann vantar er öllu lokið. Við þessu þarf að bregðast með því að treysta þjóðarviljann undir forystu stjórnmálamanna. Höfundur er forsíöilumaður íslenskrar málstöövar. Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hánn kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn BÓNDABRIE : Með kexinu, brauðinu og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! INNBAKAÐUR DALA BRIE Sem forréttur, smáréttur eða eftirréttur. GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti. Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LÚXUSYRjA" Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling i kjöt- og fiskrétti Bragðast mjög vel djúpsteikt. iÖlfBtOShv’\ ,sa:k« 1 DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RIÓMAOSTUR Á kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, nreð kaffinu og á veisluborðið. DALAYRIA P^Ein og sér eða sem fylling í kjöt- og fiskrétti. Góð djúpsteikt. HVITUR KASTALI Með ferskum ávöxtum — ’. iv cða einn og sér. sMjönsP"'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.