Morgunblaðið - 17.06.1994, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmynd/ Kjartan Ó. Bjarnason
ÞINGMENN á Lögbergi viö lýðveldisstofnunina.
Utanþings-
stj órn og átök
í Ólafs sögu Thors eftir Matthías Johannessen
er kafli um stofnun lýðveldis á íslandi, aðdrag-
anda og átök og heitir hann Utanþingsstjórn og
átök. Hér á eftir fer fyrri hluti þessa kafla, en
lýðveldisstofnun gekk ekki átakalaust fyrir sig
og sýndist sitt hveijum í þeim efnum eins og öðr-
um. En lýðveldisstjómin stóð einhuga að lýðveldis-
stofnun þótt forsætisráðherra, dr. Björn Þórðar-
son, hafi verið lögskilnaðarmaður eins og kallað
var á þeim árum og hafði átt samfylgd með
þáverandi ríkisstjóra, Sveini Bjömssyni, sem bar
til hans mikið traust eins og kemur fram í
ævisögu Ólafs Thors.
Olafi Thors fannst fyrir
neðan allar hellur að
mynda utanþingsstjóm.
„Hún getur engan vanda
leyst,“ sagði hann. Auk þess hafði
hann þessa skoðun af metnaðar-
ástæðum fyrir hönd Alþingis. Ólaf-
ur var stórlega hneykslaður, þegay
hann heyrði Alþingi hallmælt. „Á
Alþingi sitja engir aðrir en þeir, sem
fólkið sjálft hefir kosið,“ sagði
hann, „það er ekkert annað en speg-
ilmynd af þjóðinni sjálfri.“ í ára-
mótagrein, sem birtist í Morgun-
blaðinu í lok árs 1944, kemur ræki-
lega fram þessi afstaða Ólafs Thors
til Alþingis. Hann segir þar: „Kom
nú æ betur í ljós, hversu annt þjóð-
inni var um sína elztu og virðuleg-
ustu stofnun, löggjafarþingið, og
hversu sárt mörgun sveið máttleysi
þess og niðurlæging. Að vísu heyrð-
ust einstaka illgjarnar, hjáróma
raddir, sem glöddust af óvirðingu
Alþingis. Mátti þar helzt kenna
ýmsa þá, er lengst höfðu þráð og
heitast að sleppa inn um anddyri
Alþingishússins, en ekki hafði lán-
azt að fá aðra til að skilja mikil-
vægi þess og því aldrei megnað að
komast á þing, eða hina, sem í ein-
feldni sinni töldu sig auka veg hinn-
ar óþingræðislegu stjómar með því
að ófrægja Alþingi efír fyllstu
getu.“
I þessum orðum kemur fram
beiskja og aðdróttun, sem Ólafí
Thors er naumast eiginleg. Og hann
segir enn í þessari áramótagrein,
að eini skugginn, sem hvíldi yfir
endurreisn lýðveldis, hafi verið sá,
að Alþingi hefði brugðist frum-
skyldu sinni, eins og hann kemst
að orði, „að mynda þingræðisstjórn
í landinu. Það hafí dregið úr fögn-
uði margra við endurheimt fulls
frelsis og þótti illu spá um framtíð
hins unga lýðveldis." Þó lýsir það
áreiðanlega tilfínningum hans bet-
ur, þegar hann segir í þessari sömu
grein, að stofnun lýðveldis á Þing-
völlum 17. júní hafi verið „ógleym-
anleg stund“ og ekkert geti eyðilagt
endurminninguna, „sem íslending-
ar eignuðust dagana 17. og 18.
júní... Á slíkum dögum á Island
eina sál.“
Ingibjörg Thors segir, að Ólafur
hafí verið mjög andvígur stofnun
utanþingsstjórnarinnar, þó að hann
hafí ekki í upphafi séð fyrir, að
honum átti eftir að þykja hún
gagnslaus, „beinlínis skaðleg". Og
einkum og sér í lagi fannst honum
til „háborinnar skammar", að utan-
þingsstjórn skyldi sitja að völdum,
þegar lýðveldi var stofnað á ís-
landi, svo mikið þótti honum koma
til þessa atburðar og svo lítið til
utanþingsstjómar. Hann leit svo á,
að það hefði verið skylda ríkisstjóra
að láta fráfarandi stjórn sína sitja
áfram sem bráðabirgðastjóm,
þangað til Alþingi gæti komið sér
saman um myndun nýrrar stjómar
að lýðveldistöku lokinni. Hann taldi
tillögu ríkisstjóra um þjóðfund af-
leita, enda gekk hún þvert á stjóm-
skipunarlögin, sem staðfest vom
15. desember 1942. Þessi tillaga
var á þá leið, að kosið yrði til sér-
staks þjóðfundar til að fjalia um
lausn skilnaðarmálsins. Ólafur
Thors „hafði fengið á tilfinning-
una“, að Sveinn Björnsson „væri
með einhveijum hætti skuldbundinn
Danakonungi eða dönskum stjórn-
völdum“. Augjóst er, að Sveinn
Bjömsson og Olafur Thors höfðu í
grundvallaratriðum ólíkar skoðanir
á sjálfstæðismálinu. Ólafur taldi,
að málið gæti komizt í sjálfheldu
og innanlandsátök milli lög- og
hraðskilnaðarmanna gætu leitt
þjóðina í ógöngur, meðan lokaspor-
ið væri enn óstigið og sundrung
magnaðist. Gæti þetta leitt til þess,
að erfítt yrði að framfylgja skilyrð-
um um uppsögn sambandslagasátt-
málans. Á þessi atriði var m.a.
minnzt í ræðu á Alþingi um lýð-
veldistökuna í janúar 1944; ákvæði
sáttmálans voru gagnrýnd, talin
úrelt. Og Einar Olgeirsson segir þá
m.a.: „Við vitum ekki, hvenær
svona tækifæri kemur aftur, ef við
sleppum því nú.“ Það voru fleiri en
Ólafur Thors, sem höfðu áhyggjur
af því, ef málið yrði ekki þegar til
lykta leitt. En Sveinn Björnsson,
þá ríkisstjóri, taldi aftur á móti í
ræðu, sem hann flutti á 25 ára
fullveldisafmælinu 1. desember
1943, að „skilnaður íslands og
Danmerkur fór því raunverulega
fram 1. desember 1918, þótt sumir
hafí ekki þá, og jafnvel ekki síðan,
gert sér það fyllilega ljóst“. Það
geti því verið villandi að tala um
„frelsisbaráttu við Dani“ eða „skiln-
að“, hvort tveggja hafí í rauninni
verið útkljáð 1. desember 1918.
Þessi skoðun var eitur í beinum
Ólafs Thors og forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins. Þeir höfðu í grund-
vallaratriðum önnur sjónarmið en
ríkisstjórinn.
Ólaf Thors grunaði, að Sveinn
Björnsson, fyrrum sendiherra Is-
lands í Danmörku, hefði lofað kon-
ungi að reyna að koma í veg fyrir
stofnun lýðveldis á íslandi, meðan
styijöld geisaði. Þjóðfundartillagan
var borin fram án samráðs við ríkis-
stjórn Björns Þórðarsonar og eftir
að hún hafði tekið afstöðu til máls-
ins. Það þótti Ólafi Thors og ýmsum
öðrum gjörsamlega óskiljanlegt og
hlyti eitthvað að liggjatil grundvall-
ar, sem óskýrt væri. En ríkisstjóri
hugsaði tillögu sína sem sáttaleið á
elleftu stundu. Hana dagaði uppi
og náðist full samstaða á þingi með
öðrum og betri hætti.
Þjóðfundartillagan var eldfím og
stórhættuleg að dómi Ólafs Thors
og hefði getað hleypt öllu í bál og
brand á örlagastund. En tilgangur
hennar var að sjálfsögðu annar og
engar heimildir fyrir öðru en því,
að ríkisstjóri hafi talið sig geta eflt
samstöðu þjóðarinnar með frum-
kvæði sínu. Þó má vera, að einhver
tengsl hafí verið milli hugniynda
forystumanna lögskilnaðar og ríkis-
stjóra á síðustu stundu, og er vert
að minnast þess, að Gunnar Gunn-
arsson, skáld, hafði borið fram til-
lögu um þjóðfund í Helgafells-grein
sinni skömmu áður.
Sveinn Björnsson varð ríkisstjóri
17. júní 1941, en til embættisins
var stofnað með ályktun Alþingis
17. maí sama ár. Hann hafði
áhyggjur af þróun mála og hefur
gert grein fyrir varfæmi sinni í
minnisblöðum, sem hann lét eftir
sig, um sambandsslit við Dani og
stofnun lýðveldis á íslandi. í saman-
tekt frá 20. marz 1941, er hann
sendir ráðherrum sem algjört trún-
aðarmál 20. marz 1942, óttast
hann, að riftun sambandslagasamn-
ingsins vegna vanefnda verði lögð
fyrir alþjóðadómstól, og gæti
brugðið til beggja vona um niður-
stöðu. Hún gæti haft þau áhrif, að
ísland væri ekki talið „réttargrund-
vallarþjóð", þ.e. þjóð sem heldur
ekki samninga í heiðri, og yrði það
jafnvel talið til ofbeldis, eins og
ástatt var. Riftun gæti því skaðað
málstað íslands, og sjálfstæði þess
yrði jafnvel ekki samþykkt af stór-
veldunum. Hann óttast einnig hefnd
af hálfu Þjóðveija. „Þetta vafasama
álitamál felur þannig í sér gífurleg-
ar hættur, ef vér förum of hvat-
skeytslega að.“ Styrkur vopnlausr-
ar þjóðar og eina vernd sé „að
standa óbrigðilega við gerða samn-
inga. Að hafa hvort tveggja, ásetn-
inginn um það og sýna það í reynd-
inni.“ Þeir, sem vilji fara þá leiðina,
sem „sumir telji hægari", þ.e. lög-
skilnaðarmenn, geti komið „íljótar
í áfanga en hinir (þ.e. hraðskiinað-
armenn) - og óskaddaðir að öllu
leyti“. Þjóðin hafí verið einhuga,
þegar mest hafi áunnizt í sjálfstæð-
isbaráttunnij en nú séu skoðanir
manna á Islandi „mjög skiptar
bæði um það, hvort heimilt sé að
rifta nú og hvort hyggilegt sé að
gera það“. En íslendingar muni
standa sem einn maður, þegar
samningurinn rennur út, í stað þess
að tefla sjálfstæði landsins „í full-
komna óvissu nú“.
Ekki er fullvíst, að Sveinn
Bjömsson hefði verið kjörinn ríkis-
stjóri á Alþingi með atkvæðum
sjálfstæðismanna, ef þeir hefðu
haft þessa greinargerð hans í hönd-
unum, þegar hann var fyrst kosinn
í embættið.
Sveinn Björnsson segir, að Ólafur
Thors hafi skýrt sér frá þvf í júní
1942, nokkrum vikum eftir að
stjórn hans hafi tekið við, að hann
mundi beita sér fyrir því, að sam-
bandinu við Dani yrði slitið og lýð-
veldið stofnað á árinu. Það yrði
SJÁBLS24