Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 26

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ UTANÞINGS- STJÓRN OG ÁTÖK þeim gjöfum, sem íslendingar sendu til Danmerkur, eftir að hún var aftur orðin fijáls: „Við sem unnum í sendiráðinu nutum einnig stórum góðs af þörf ísiendinga á að gleðja aðra; okkur var sent te, kaffi og annað sem við höfðum orðið að vera án árum sam- an. Ég gleymi ekki stærðarböggli af úi-valsvindlum, sem mér barst frá Ólafi Thors, þáverandi forsætisráð- herra, strax eftir að samgöngur höfðu komizt á. Engir aðrir en ákaf- ir reykingamenn, sem í 4 ár hafa neyðzt til að reykja kirsibeijablöð vafin inn í pappír, geta skilið til fulls, að svo höfðingleg gjöf líður manni aldrei úr minni. Allt til ófrið- arloka hafði samgönguteppan og önnur atvik valdið því, að ég hafði aldrei kynnzt Ólafi Thors, en þeim mun betur naut ég á árunum eftir styijöldina ánægjunnar af einlægri vináttu þessa aðsópsmikla stjórn- málamanns." Bjami Bene- diktsson ymtir að vísu ekki að fyrr nefndum grun Ólafs Thors, en leggur áherzlu á, að vegna ágrein- ings „sem upp hafði komið við n'kisstjórann, Svein Björnsson, þótti Ólafi og ýmsum samstarfsmönnum hans ekki rétt að kjósa Svein sem fyrsta forseta íslands... Þeim djúpstæða málefna-ágreiningi, sem hér var að baki, bæði um aðferðina við endurreisn lýðveldisins og með- ferð þjóðhöfðingjavalds, hafði eftir föngum verið haldið leyndum til þess að draga ekki úr þjóðareiningu um endurreisn lýðveldisins. Þess vegna kom almenningi sundrungin við forsetakosninguna á Lögbergi mjög á óvart. En þessi ágreiningur átti ekkert skylt við persónulega óvild, enda sameinuðust allir um að sýna Sveini Björnssyni fulla holl- ustu eftir kjör hans . . .“ Það hafði munað hársbreidd, að Bjarni yrði sjálfur forsætisráðherra, þegar lýð- veldi var stofnað, en það strandaði á síðustu stundu á því að framsókn- armenn gátu ekki unnt einum af forystumönnum Sjálfstæðisflokks- ins þess að vera í forsæti ríkisstjórn- ar á svo merkum tímamótum. Þetta mótaði afstöðu Bjarna Benedikts- sonar til Framsóknarflokksins meir en menn hafa gert sér ljóst. Og þetta skýrir m.a. þá fullyrðingu Einars Olgeirssonar í umræðum í sameinuðu þingi um sjálfstæðismál- ið á útmánuðum 1944, að 1942 hafi verið „rætt milli flokkanna, hvort hægt væri að mynda samtök í þinginu um að mynda stjórn um þessa lausn málsins" (þ.e. að sam- þykkja stjórnarskrá haustið 1942) en láta hana ekki koma til fram- kvæmda fyrr en eftir 17. maí 1944. En hitt skipti þó mestu máli, að þjóðin var einhuga um stofnun lýð- veldis, þegar að því kom. Minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins undir forsæti Ólafs Thors sagði af sér 14. nóv. 1942. Erfið- lega gekk að mynda nýja stjóm í staðinn. Talsverð áherzla var lögð á myndun stjórnar allra flokka. En einnig voru kann- aðir möguleikar á því að hleypa af stokkunum svokallaðri vinstri stjórn, þ.e. Framsóknar-, Alþýðu- og Sósíalistaflokks. Hvorugt tókst. En í þessu stappi stóð vikum sam- an. Reyndu sjálfstæðismenn undir forystu Ólafs að koma á þingræðis- stjórn fram á síðustu stund og vör- uðu ríkisstjóra alvarlega við mynd- un utanþingsstjórnar, en hann fór sínu fram. Sveini Björnssyni, ríkis- stjóra, leiddist aftur á móti þóf „hinna æfðu stjórnmálamanna", eins og Stefán Jóh. Stefánsson komst að orði, og varaði þingflokk- ana við því, að mann mundi reyna aðrar leiðir, ef þeim tækist ekki að beija saman ríkisstjórn. Það gerði hann 16. des. 1942 þegar mynduð var utanþingsstjórn Björns Þórðar- sonar. Konungur kvaðst vinmargur á íslandi Þrátt fyrir harða gagnrýni Ólafs Thors og ýmissa annarra á stjórn þessa, sagði Björn Þórðarson síðar í samtali, sem birtist í Morgunblað- inu á áttræðisafmæli hans 1959: „Eftir lýðveldisstofnunina þótti rétt, að forseti íslands færi til Bandaríkj- anna í þakklætisskyni fyrir stuðn- ing við ísland, bæði í stríðinu og við lýðveldisstofnunina. Þegar hann kom heim aftur, hófst þref og þóf um stjórnina, því margir börðust á móti henni af oddi og egg, - óþarf- ir menn, sögðu þeir. Svo fór stjórn- in frá um haustið [1944], eins og þér munið. A ríkisráðsfundi spurði forsetinn m.a. að því hvað vísitalan hefði hækkað í tíð stjórnarinnar og fékk það svar, að hún hefði staðið í stað. Þá brosti Sveinn Björnsson." í þessu samtali skýrir dr. Björn einnig frá því, að Sveinn Björnsson hafi snúið sér til hans, þegar Her- mann Jónasson sagði af sér 1941, og minnzt á það við hann, „að ég tæki að mér utanþingsstjórn". Ólaf- ur Thors hefur áreiðanlega haft veður af þessu og því reynt að halda þingræðisstjórn Hermanns Jónas- sonar saman, svo mjög sem honum var annt um heiður Alþingis að þessu leyti. Björn Þórðarson segir, að þeir Sveinn Björnsson hafi verið miklir mátar frá upphafi, „og hann mun hafa borið traust til mín“. Grunur Ólafs Thors um það áform Sveins Björnssonar að mynda utanþingsstjórn þegar 1941 var ein af ástæðum þess, að hann og fleiri stjórnmálamenn voru vel á varð- bergi, ekki sízt vegna þess, að Björn var einn svonefndra lögskilnaðar- manna, en Ólafur Thors og forystu- menn Sjálfstæðisflokksins voru hraðskilnaðarmenn, þ.e. þeir vildu flýta stofnun lýðveldis sem mest mátti verða. Lögskilnaðarmenn vildu aftur á móti, að sambands- þjóðirnar, Danir og íslendingar, gætu gert út um mál sín sem fijáls- ir aðilar, eins og þeir komust að orði, áður en endanlega yrði gengið frá framtíðarstjórnskipun íslenzka ríkisins. Varkárni Ólafs Thors og andúð á utanþingsstjórninni er skiljanlegri en ella, þegar allt þetta er haft í huga. Ræða Björns Þórðarsonar í útvarpinu 1. des. 1942, þegar hann hvatti til aðgæzlu í skilnaðarmálinu, hefur sennilega átt þátt í því, að Sveinn Björnsson valdi hann til stjórnarforystu, samanber orð Agn- ars Kl. Jónssonar í ritinu „Stjórnar- ráð íslands 1904-1964“:......og er ekki ósennilegt, að það [ræðan] hafi frekar ýtt undir, að honum var boðið að verða forsætisráðherra hálfum mánuði seinna, þótt hug- myndin hafi ekki verið alveg ný“, enda voru skoðanir hans og ríkis- stjóra í skilnaðarmálinu svipaðar að sumu leyti „svo sem í ljós kom síðar“. Og sjálfur segir dr. Björn í fyrrnefndu samtali: „Þá sneri Sveinn Björnsson sér aftur til mín. Ég tók málaleitan hans víðs fjarri í fyrstu, en eftir nokkurt þóf og margra daga við- ræður kvaðst ég mundu gefa kost á mér til starfans. Sveinn Björnsson hafði ráðgert, að ráðherrarnir yrðu þrír, Vilhjálmur Þór, Björn Ólafsson og ég. Ég sá, að með því við værum aðeins þrír, yrði ég alltaf í minni- hluta, ef á reyndi, því ég þekkti þessa menn ekki að öðru en íhalds- semi. Ég sting því upp á því að fá ijórða manninn í stjórnina, og það er að lokum samþykkt á fundi á Bessastöðum. Þá var ákveðið að Einar Arnórsson tæki sæti í stjórn- inni. En ég átti eftir að tala við Einar um það mál. Þegar við komum til Reykjavíkur um kvöldið, fór ég strax á fund Einars og lýsti fyrir hon- um málavöxtum. Hann segist þurfa að tala við konu sína um þetta og kveðst mundu fallast á málaleitan mína með henn- ar samþykki. Þegar þeir vita þetta Björn og Vilhjálmur, segjast þeir vilja fá fimmta manninn í stjórnina og ráða honum sjálfir. Þetta sam- þykki ég á stundinni. En þeim tókst ekki að ná í fimmta manninn fyrr en nokkrum dögum seinna og það var húslæknir minn, Jóhann Sæ- mundsson.“ En Jóhann Sæmundsson var meira. Hann var lögskilnaðarmað- ur. Ólafur Thors gerir harkalega upp við lögskilnaðarmenn í áramóta- grein í Morgunblaðinu 1943, brýnir raustina og segir: „Ekki þykir held- ur ástæða til að fjölyrða um af- skipti einstakra utanþingsmanna af lýðveldisstofnuninni. Auðskilið er, að menn geti greint á um slík mál og þá að sjálfsögðu eðlilegt, að reynt sé að hafa áhrif á réttan aðila, þ.e.a.s. Alþingi, í samræmi við þessar skoðanir, óskir og vilja. En hitt eru furðuleg tíðindi, að örfá- ir menn, sem ekkert sérstakt hafa umfram aðra til brunns að bera til úrslitaáhrifa á þetta mál, skuli ætla sér að setja Alþingi úrslitakostina að viðlagðri virkri baráttu gegn stærsta velferðarmáli komandi kyn- slóða á íslandi." Og í fyrrnefndri landsfundarræðu 1943 segir hann ennfremur um framtíðina: „Stjórn- arskrárnefndin, sem skipuð var á vorþinginu 1942, hefir nú lokið störfum. Hún hefir lagt til einróma, að málinu [þ.e. sjálfstæðismálinu] verði lokið að fullu þannig, að lýð- veldið verði stofnað og ríkisforseti kosinn í síðasta lagi 17. júní 1944. Um þetta á öll þjóðin að samein- ast. Hún gerir það vonandi öll, áður en lýkur. Að vísu eru einstaka svikamerðir að verki. Sumir þeirra látast vera rammir í sjálfstæðismál- inu, heimta alveg tafarlausa af- greiðslu málsins, en nota þó hvert tækifæri til þess að reyna að spana til úlfúðar og deilu um það. Aðrir eru með bollaleggingar um, að það sé ódrengilegt gegn Dönum að ljúka málinu fyrr en eftir að samtöl og samningaumleitanir milli íslend- inga og Dana hafi farið fram að ófriðarlokum. Ég veit nú ekki, hvort fer svo mikið fyrir drengskapnum hjá sumum þeirra, sem mest fjasa um þetta, og það er kannski ekki heldur miklu fyrir að fara yfirleitt í stjómmálabaráttu íslendinga, þar sem drengskaparmaðurinn er. En auk þess er það ekki annað en barnaskapur að vera að tala um einhvern ódrengskap í sambandi við tafarlausa afgreiðslu málsins.“ Þessar síðustu athugasemdir eiga rætur að rekja til þess, að ýmsir samherjar Bjarna Benedikts- sonar og Ólafs Thors voru lögskiln- aðarmenn og höfðu gagnrýnt þá harðlega fyrir hraðskilnaðarstefnu þeirra. Liðsauki við lög- skilnað frá Banda- ríkjunum Utanþingsstjórn var við völd 1944 Undir umdeildri rík- isstjórn við tímamót RÁÐHERRAR í utanþingsstjórninni við lýðveidistökuna 1944. Frá vinstri: Björn Ólafsson, fjármála- og viðskiptaráðherra, Einar Arnórsson dóms- og menntamálaráðherra, Björn Þórðar- son forsætisráðherra og Vilhjálmur Þór utanríkis- og atvinnu- málaráðherra. jóðminjasafnið var „morgungjöf" þjóðarinn- ar til lýðveldisins eftir stofnun þess 17. júní 1944. Á safninu var síðar komið upp sérkennilegri deild sem ekki hefur verið aukið við síðan. Þetta er vaxmyndasafn. Þar sést ríkis- stjórn Björns Þórðarsonar, utan- þingsstjórnin á árunum 1942- 1944, á ríkisráðsfundi með fyrsta forseta íslands, Sveini Björnssyni. Segja má að þessari ríkisstjórn hafí verið gert hærra undir höfði með þessari myndröð en öðrum rík- isstjórnum, fyrr og síðar. En hún hafði líka þá sérstöðu, ein allra rík- isstjórna, að meðan hún sat var stofnað lýðveldi á Islandi. Ráðherrarnir í utanþingsstjórn- inni 1944 eru nú allir látnir fyrir allmörgum árum. Þeir voru: Björn Þórðarson, tók að sér embætti forsætisráðherra. Hann fæddist 1879 og lést 1963, var doktor í lögfræði 1927 en áður yfirréttarmálaflutningsmaður 1908-1919, síðan sýsiumaður á ýmsum stöðum til 1915, ritari Hæstaréttar 1920-1928, lögmaður í Reykjavík 1929-1942. Fyrir utan embætti forsætisráðherra gegndi hann embættum heilbrigðismála og kirkjumála í utanþingsstjóminni sem sat fram í október 1944. Björn Ólafsson f. 1895, d. 1974, var ráðherra fjármála og viðskipta. Hann var stórkaupmaður og iðn- rekandi í Reykjavík frá 1918 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1922- 1928. Alþingismaður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn var hann 1948-1959 og aftur varð hann ráðherra, þá menntamála og við- skipta, í samsteypustjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 1950-1953. Einar Arnórsson, f. 1880, d. 1955, var dóms- og menntamála- ráðherra í utanþingsstjóminni. Hann var lögfræðingur og prófess- or í lögum við Háskóla Islands 1908-1932. Rektor Háskólans var hann árin 1918-1919 og aftur 1929-1930. Hæstaréttardómari 1932-1942. Hann átti sæti á Al- þingi, fyrir Árnesinga 1914-1919 og fyrir Reykvíkinga 1931-1932 og ráðherra íslands var hann 1915-1917. Eftir hann liggur fjöldi rita og greina um lögfræði og sagn- fræði. Viihjálmur Þór, f. 1899, d. 1972, var utanríkis- og atvinnu- málaráðherra í utanþingsstjórninni 1942-1944. Vilhjálmur var ekki langskólagenginn, en hófst til met- orða hjá samvinnuhreyfingunni, fyrst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, þar sem hann varð fram- kvæmdastjóri aðeins 24 ára og gegndi því starfí 1923-1938. Hann stýrði þátttöku íslendinga í heims- sýningunni í New York 1939, en varð forstjóri SÍS 1946-1954. Á árunum 1940-1945 var hann bankastjóri og aftur 1955-1964 og starfsferil sinn endaði hann hjá Alþjóðabankanum í Washington. Jóhann Sæmundsson f. 1905, d. 1955, var fímmta hjól undir þess- um vagni og skipaður nokkrum dögum síðar en hinir. Vegna óánánægju með gang mála sagði hann sig síðar úr ríkisstjórninni. Jóhann var læknir á Landspítalan- um og prófessor í læknisfræði við Háskóla íslands. Sveinn Björnsson var hlynntur utsinþingsstj órn. Liður í fullum aðskilnaði við Dani var að 17. júní 1941 fór fram á fundi sameinrðs Alþingis kjör fyrsta ríkisstjóra íslands og hlaut Sveinn Björnsson sendiherra í Kaupmannahöfn kosningu. Á þeirri stundu var engan veginn ljóst hvenær lokaskrefið yrði stigið. Voru menn ekki á einu máli um hversu mjög ætti að flýta sér og voru tvö sjónarmið uppi. Um það er allnokkuð rætt í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen og segir þar m.a. svo: „Þjóðstjórn Hermanns Jónasson- ar og minnihlutastjórn Ólafs Thors fengu sjálfstæðismálið til meðferð- ar á viðsjálum tímum, fjölluðu um það af festu og ábyrgðartilfinningu og bjuggu það í hendur utanþings- stjórnar Björns Þórðarsonar með þeim hætti, að unnt var að stíga lokasporið með reisn og sóma. “ í bókinni kemur fram að Ólafur telur að Sveinn Björnsson hafí frá Ríkisstjórn Björns Þórð- arsonar, sem sat þegar lýðveldið var stofnað, er eina utanþingsstjórnin sem setið hefur hér á landi. Gísli Sigurðsson rekur feril ráðherranna og samskipti þings og stjórnar um sam- bandsslitin. upphafí verið hlynntur því að fá utanþingsstjórn til starfa. Þar segir svo: __ „Ólafi Thors fannst fyrir neðan ailar heliur að mynda utanþings- stjórn. „Hún getur engan vanda leyst," sagði hann. Auk þess hafði hann þessa skoðun af metnaðar- ástæðum fyrir hönd Alþings. Óiaf- ur var stórlega hneykslaður þegar hann heyrði Aiþingi hallmælt.“ Og ennfremur úr ævisögu Ólafs: „Sveinn Björnsson varð ríkisstjórí 17. júní 1941, en til embættisins var stofnað með ályktun Alþingis 17. maí sama ár. Hann hafði áhyggjur af þróun mála og hefur gert grein fyrir varfærni sinni í minnisblöðum, sem hann lét eftir sig um sambandsslit við Dani og stofnun lýðveldis á íslandi. “ Sveinn óttast að riftun sam- bandslagasamningsins verði lögð fyrir alþjóðadómstól vegna van- efnda og að þar geti brugðið til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.