Morgunblaðið - 17.06.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 27
Hannes Hafstein
Hann var uppi á réttum
tíma, og þegar best lét
var undir leiðsögn hans
ótrúlega miklu komið í
verk, segir Gísli Jóns-
son um Hannes Haf-
stein, fyrsta íslenska
ráðherrann.
ar hann var orðinn
flokksforingi og síðar
leiðtogi þjóðar sinnar.
Islendingar vildu að
foringjar þeirra væru
skáld, og máttur orðs-
ins er mikill. Glæsi-
leikinn og raunsæið
framan af ævinni auð-
veldaði honum að ná
stærsta marki sínu þá:
íslenskri heimastjórn
með ráðherravaldi.
Sjálfur varð hann
fyrsti íslenski ráðherr-
ann árið 1904. Hann
var uppi á réttum
Hannes Hafstein
tíma, og þegar best lét
var undir leiðsögn hans
ótrúlega miklu komið
í verk í menningarmál-
um okkar ekki síður
en atvinnumálum.
Því heitari aðdáend-
ur sem Hannes Haf-
stein átti, ekki síst í
hópi kvenna, þeim mun
harðskeyttari voru
andstæðingar. Hann
átti þrátt fyrir allt, í
blóma lífs og á bar-
áttuskeiði, aldrei
óskipt þjóðarfylgi.
Mikil lífshamingja
hverfðist líka hvað eftir annað í
sorg við ástvinamissi sem sárastur
gat orðið, og sigurgleði hjaðnaði
við skoðanabrigði jafnvel nánustu
og hörðustu
stuðningsmanna.
Honurn tókst og
ekki stærsta ætl-
unarverkið, að af-
nema Stöðiilögin
og ávinna íslandi
fullveldi í raun.
Veramáaðíþess-
um hríðum hafí skáldið stundum
orðið raunsæismanninum yfirsterk-
ara. En hver skyldu úrslit hafa
orðið í uppkastskosningum 1908,
ef konur hefðu haft kosningarétt
til alþingis og notað hann? Þessa
er væntanlega of seint að spyija.
í minningu okkar er Hannes
Hafstein fyrst og fremst afburða
glæsilegur foringi, ótrúlega gott
skáld þegar á unga aldri, fyrsti
íslenski ráðherrann, athafna- og
jafnréttisforingi. Hann var ekki
aðeins augnayndi
kvenna, hann var
málsvari þeirra
og kom þar miklu
áleiðis. Hann var
hið djarfhuga
stórmenni sem
gæfan gaf svo
ótrúlega margt —
nema það að ná lokasigrinum, og
harma mátti hann þola og von-
brigði. Þrátt fyrir allt var hann,
meðan heilsan leyfði, að vinna stór-
pólitíska sigra fyrir þjóðina sem
hann unni, og yrkja geymileg ljóð
um landið og blessaða sólina sem
vekur allt með kossi.
Augnayndi kvenna
og málsvari sem
kom miklu áleiðis
Stundum er eins og allt leiki
í lyndi við sköpunina, og
úr „ættanna kynlega
blandi“ verður eitthvað
það til sem ber af. Hannes Haf-
stein var að öllu leyti afburðamað-
ur. Hann var gáfaður, hugdjarfur,
glaður í bragði, auðkenndur í
mannfjölda, því að hann stærri og
fallegri en hinir.
Hann átti sín bernskuspor í gós-
enlandi Eyjafjarðar, á margfrægu
höfuðbóli veraldarvalds og kirkju,
Möðruvöllum í Hörgárdal, og síðar
í meira nábýli við fjörðinn fagra, í
Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi.
Var nokkuð eðlilegra en að þessi
ungi sveinn kæmi úr Glæsibæjar-
hreppi?
Spor forfeðra hans lágu víða um
Norðurlönd og ættarnafnið Haf-
stein minnti á liðna sægarpa og
hafsiglendur.
Hannes var svo bráðþroska á
marga vegu, að við fátt er að jafna.
Frá ber þó hve snemma skáldgáfa
móðurættarinnar bar í honum ríku-
legan ávöxt. Fjölgáfaðir menn geta
ekki orðið einlyndir. Margt togaðist
á í ungum manni sem kenndi krafta
sinna og áræðis, manni sem óskaði
þess að fá að halda próf í karl-
mennsku sinni. En hann þurfti ekki
að skora á örlögin. Gæfan lætur
ekki afburði í té endurgjaldslaust.
Þetta vissu gamlir menn sem varð
tíðrætt um gæfu og gjörvuleik.
Skáldið í Hannesi Hafstein veitti
honum margvíslega yfírburði, þeg-
beggja vona um niðurstöðu. Og svo
eru það fylkingarnar tvær, sem
farið er að kalla „hraðskilnaðar-
menn“ og „lögskilnaðarmenn".
Greinilegt er af minnisblöðunum
að Sveinn hefur verið í hópi lög-
skilnaðarmanna þótt hann léti ekki
mikið bera á því.
Ólafur var hraðskilnaðarmaður
og það voru þeir .einnig Bjarni
Benediktsson og Pétur Magnússon.
Þann 16. des, 1942, tók utan-
þingsstjórn Björns Þórðarsonar við
og hún þótti lengi aðgerðalítil um
allan undirbúning, segir í ævisögu
Ólafs. Svo fór að Bjarni Benedikts-
son gekk á fund forsætisráðherra
og lét hann vita að vantraust yrði
borið fram á stjórn hans, ef hún
hæfist ekki handa um undirbúning
lýðveldisstofnunar.
Upp kom hugmynd um þjóðfund
sem fór mjög í taugarnar á hrað-
skilnaðarmönnum og var talin til
þess fallin að drepa málinu á dreif;
hún gekk þvert á samþykktir og
vilja Alþingis. En meðal lögskilnað-
armanna voru einmitt Bjöm
Þórðarson verðandi forsætisráð-
herra, Jóhann Sæmundsson læknir
og verðandi ráðherra, Þorsteinn
Þorsteinsson hagstofustjóri og Sig-
urður Nordal. Er talið, segir í ævi-
sögu Ólafs, að ræða dr. Björns
Þórðarsonar í útvarpinu 1. des.
1942, þar sem hann hvatti til
aðgæzlu í skilnaðarmálinu, hafí
orðið til þess að Sveinn Björnsson
valdi hann til stjórnarforystu. En
ástæðan var vitaskuld sú að eftir
kosningarnar 1942 varð stjórnar-
kreppa; stjórnmálaflokkarnir gátu
ekki komið sér saman um stjórnar-
myndun.
Gísli Sigurðsson tók saman.
leggja grunn að kaffiskógum í hverjum landsfjórðungi.
íhvert skipti sem þú kaupir dós af El Marino-kaffi gróðursetjum við eina
trjáplöntu í samvinnu við Skógrœkt ríkisins.
c?e:rn= n
álíARlNO
Það er okkur mikils virði hversu vel íslendingar hafa tekið E1
Marino - kaffinu og það viljum við sýna í verki.
Síðast liðin ár hefur verið mikil aukning í menningarlegum
og viðskiptalegum samskiptum íslands og Mexíkó. En löndin
hafa tengst mikið lengur en þjóðimar sem þau byggja.
Golfstraumurinn hefur nefnilega borið hlýja sjávarstrauma til
íslands í aldanna rás og hefur skapað þau skilyrði sem
nauðsynleg eru fjölbreyttu gróðurlífi.
Okkur finnst því viðeigandi að slást f för með golfstraumnum í
tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisns og leggja hönd á plóg í
skógrækt íslendinga. í samvinnu við Skógrækt ríkisins
munum við leggja gmnninn að íslenskum kaffiskógum. í
hvert skipti sem þú kaupir dós af E1 Marino kaffi verður ein
trjáplanta gróðursett í einn af fjómm kaffiskógunum.
Þannig munu kaffitrén í Mexíkó einnig bera ávöxt
á íslandi.
Meðvinarkveðju,
og ámaðaróskum í tilefni af 50 ára afmæli íslenska
lýðveldisins.
Ricardo Lizarraga Granados
forstjóri El Marino í Mexíkó
r* 11 r* v *
100% ARABICA GÆÐI
P & Ó hf. auglýsingastofa