Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 33
slands, undirritar eiðstafinn.
Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson
Ljósmynd/Bandaríkjaher
ATHÖFN við Sljórnarráðið á hátíðahöldunum 18. júní. Sveinn Björns-
son, forseti, í ræðustól.
Uósmynd/S.E. Vignir
ALÞINGISMENN við athöfnina á Austurvelli að morg'ni 17. júní.
Ljósmynd/S.E. Vignir
BISKUPINN
yfir íslandi,
Sigurgeir Sig-
urðsson, flytur
predikun á
Lögbergi.
dæmd í ræðu og riti og var það réttmætt því fram-
koma þingmannanna var ljótur blettur á hátíða-
höldunum. Það má líka minnast þess að Alþingi
hafði ekki í hálft annað ár tekist að mynda þing-
ræðisstjórn. Það hafði verið reynt og nú síðast nokkr-
um dögum fyrir lýðveldisstofnunina en án árangurs.
Raunar mun hafa legið nærri að það tækist, því ég
man að tveimur dögum áður sagði Vilhjálmur Þór
við mig: „Ekki veit ég hvort ég verð enn ráðherra
hinn 17. júní, því sagt er að ný stjórn sé að fæðast,
en hvað um það, við höldum áfram að vinna að
undirbúningi hátíðahaldanna af fullum krafti.“
A þessum þingfundi á Þingvöllum voru 50 þing-
menn mættir eins og áður segir, því tveir voru fjar-
verandi vegna veikinda. Kosning fór þannig að Sveinn
Björnsson hlaut 30 atkvæði, Jón Sigurðsson fékk 5
atkvæði, en 15 seðlar voru auðir. Það var heldur
ömurlegt að hlusta á upplestur atkvæðaseðlanna. Inn
á milli þess að nafn Sveins Björnssonar heyrðist kom
svo „auður seðill" og aftur og aftur „auður seðill“.
Þegar upplesturinn var svo sem hálfnaður heyrðist
hrópað frá einhverjum sem stóð nálægt þar sem ég
sat: „Auður verður kosin!“ Svo kom nafnið Jón Sig-
urðsson og var endurtekið nokkrum sinnum. Eg
gerði mér ekki ljóst hver það gæti verið, því í hita
og þunga dagsins hafði ég ekki heyrt annan nefndan
en Svein Björnsson. Síðar kom í ljós að þeir fimm
sem kusu Jón Sigurðsson munu hafa átt við Jón
Sigurðsson skrifstofustjóra Alþingis og þannig er
atkvæðagreiðslan bókuð í Alþingist-
íðindum.
Nokkuð ljóst liggur fyrir hverjir
stóðu að kjöri Sveins Björnssonar.
Þeir 30 sem kusu hann voru allir
þingmenn Alþýðuflokksins, 7 að tölu,
og þeir 13 þingmenn Framsóknar-
flokksins, sem mættir voru (tveir
þeirra voru forfallaðir eins og áður segir) svo og 10
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eða helmingur. Af
hinum 10 hafa 5 kosið Jón Sigurðsson og 5 skilað
auðum seðlum. Allur Sameiningarflokkur alþýðu -
sósíalistaflokkurinn skilaði auðum seðlum. Sjálfstæð-
isflokkurinn var því þríklofinn í atkvæðagreiðslunni.
Vitað er að Ólafur Thors kaus Jón Sigurðsson, Bjarni
Benediktsson skilaði auðum seðli og Gunnar Thorodd-
sen kaus Svein Björnsson, sbr. ævisögu Ólafs Thors
II, bls. 357-358.
Ég hefi heyrt þess getið, að meðal þeirra fimm
sjálfstæðismanna sem kusu Jón Sigurðsson hafi ver-
ið, auk Ólafs Thors, þeir Pétur Ottesen og Sigurður
Kristjánsson, en hveijir hinir tveir voru veit ég ekki
og heldur ekki hveijir aðrir en Bjarni Benediktsson
úr Sjálfstæðisflokknum skiluðu auðum seðli. Þó hefi
ég heyrt, að Jónas Jónsson hafí kosið Jón Sigurðs-
son og vissulega væri Jónasi trúandi til þess, en ef
það skyldi hafa verið svo hafa ellefu sjálfstæðismenn
kosið Svein Björnsson og fjórir hafa kosið Jón Sig-
urðsson.
Þegar forseti sameinaðs Alþingis hafði lýst yfir
kjöri Sveins Björnssonar var því ákaft fagnað af
hinum mikla mannfjölda. Hann vann síðan eið að
stjórnarskránni og flutti ávarp til þjóðarinnar.
Þar með var störfum Alþingis lokið og sleit for-
seti sameinaðs Alþingis þingfundi.
Var nú komið að ávörpum og kveðjum hinna er-
lendu fulltrúa.
Utanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór, kynnti hina
erlendu fulltrúa, en þeir fluttu ávörp sín í þeirri röð
sem utanríkisráðuneytinu hafði borist tilkynningin
um hina sérstöku sendimennsku þeirra við hátíða-
höldin: Louis G. Dreyfus Jr., ambassador Bandaríkj-
anna, Gerald Shepherd, ambassador Bretakonungs,
August Esmarch, ambassador Noregskonungs, Otto
Johannsson, sendiherra sænsku ríkisstjórnarinnar og
Henri Voillery, sérstakur sendimaður bráðabirgða-
stjórnar Frakklands.
Öllum þessum erlendu fulltrúum var einkar vel
fagnað af mannfjöldanum, en fagnaðarlætin voru
langmest eftir að August Esmarch hafði talað. Það
var hvoru tveggja, að fólkið fagnaði honum mest
og lengst. Á þennan áhrifaríka og innilega hátt lét
íslenska þjóðin í ljós samúð sína með norsku þjóðinni
í hörmungum hennar.
Á eftir hverri ræðu var fáni viðkomandi ríkis dreg-
inn að hún og þjóðsöngur þess leikinn.
Sendiherra Sovétríkjanna á íslandi, sem var boðs-
gestur eins og hinir erlendu fulltrúarnir, hafði engin
skilaboð að flytja frá ríkisstjórn sinni, hvorki ávarp
né kveðjur.
Forsetinn svaraði hverri ræðu fyrir sig og þakk-
aði kveðjur og árnaðaróskir lýðveldinu til handa.
Síðar um daginn tók forseti á móti hinum erlendu
sendimönnum sérstaklega í Þingvallabænum.
Nokkrar fleiri kveðjur höfðu borist og tilkynnti
Vilhjálmur Þór um þær.
Símskeyti konungs
Á fimmta klukkutímanum var mér borið sím-
skeyti frá símstöðinni á Þingvöllum, stílað á utanrík-
isráðuneytið. Reyndist það vera kveðju- og heilla-
óskaskeyti frá Kristjáni konungi X. Ríkisstjórnin var
að Ijúka fyrsta ríkisráðsfundinum í konungshúsinu
þegar ég kom þangað með konungsskeytið og af-
henti það forsætisráðherra. Bæði forseta og ríkis-
stjórn þótti mjög vænt um að þessi kveðja skyldi
berast og var ákveðið að hún skyldi strax tilkynnt
þingheimi. Síðdegishátíðin á Völlunum var nýbyijuð
og þar var mikill hluti Þingvallagestanna samankom-
inn. Þangað hélt forsætisráðherra og kom þar meðan
dr. Richard Beck var að flytja ávarp og kveðjur frá
Vestur-íslendingum. Að ræðu hans lokinni gekk dr.
Björn Þórðarson fram og las upp símskeyti kon-
ungs, en það var á þessa leið (í þýðingu): „Þótt mér
þyki leitt að skilnaðurinn milli mín og íslensku þjóðar-
innar hefur verið framkvæmdur á meðan svo stend-
ur á sem nú er, vil ég láta í Ijós bestu óskir mínar
um framtíð íslensku þjóðarinnar og von um að þau
bönd, sem tengja ísland við hin norrænu lönd, megi
styrkjast.“
Það var eins og mönnum létti við þessa kveðju
frá konunginum, því vissulega voru ýmsir kvíðafullir
út af viðskilnaðinum við þjóðhöfðingjann. Forsætis-
ráðherrann bað konungi og konungsfjölskyldunni
allrar blessunar og manníjöldinn tók undir þau orð
af miklum fögnuði og húrrahrópum en lúðrasveitin
spilaði „Kong Christian", konungssönginn danska.
Hátíðin á Völlunum hélt nú áfram með ræðum,
söng, íþróttasýningu o.fl. og veðrið var orðið skap-
legra. Um kl. 19.30 var snæddur óformlegur kvöld-
verður í Valhöll í boði forseta sameinaðs Alþingis
og lauk þar með dagskrá þessa mikla dags.
Símskeytið frá Kristjáni X. konungi kom öllum á
óvart og hefur ýmsum getum verið að því leitt hver
hafi átt upptökin að sendingu þess. Það hefur m.a.
verið sagt að konungur hafi verið hvattur til þess
af Svíakonungi, en þeir voru í fjölskyldutengslum
eins og kunnugt er. Ég tel það þó
vafasamt.
Ég hefi áður minnst á símskeyti
sem forsætisráðherra, dr. Björn
Þórðarson, sendi konungi hinn 31.
maí í sambandi við tilkynninguna
um úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar þar sem ráðherrann vakti
athygli konungs á því, að Alþingi mundi vafalaust
fylgja árangrinum af henni og láta lýðveldisstjórnar-
skrána ganga í gildi hinn 17. júní. Síðan sagði svo
í símskeytinu: „Pá den anden side er det ligesá sik-
kert at det ville gore det dybeste indtryk her i land-
et om kongen mátte se sig i stand til at slutte sig
til den sá utvetydigt udkalte folkevilje, hvilket for
fremtiden ville bestyrke og bevare den nuverende
agtelse og venskab for Hans Majestæt. Det samme
ville gælde det danske folk.“
Hvort þetta símskeyti frá forsætisráðherra gæti
verið kveikjan að símskeyti konungs skal ósagt látið
en hugsanlegt er það. Hitt veit ég með vissu, að það
var ráðuneytisstjórinn í danska utanríkisráðuneytinu,
Nils Svenningssen, sem samdi símskeytið. Texti þess
var borinn undir konung en hann tregðaðist við að
senda skeytið. Ýmsum fortölum var beitt en þær
höfðu ekki áhrif á hann. Þá hafði verið leitað til
Axels prins, en konungur hlustaði stundum á hann,
og eftir að hann hafði rætt við konung hafði hann
loksins samþykkt að láta símskeytið fara. Formaður-
inn í Det Store Nordiske Telegraf-Selskabj Bent
Suenson, sá svo um að símskeytið kæmist til Islands
í tæka tíð. Þannig er sagan um þetta fræga sím-
skeyti, eins og ég hefi heyrt hana. Hún er ekki ná-
kvæm, en ég hefi ekki ástæðu til að vefengja hana
svo langt sem hún nær.
Ríkisstjórnin þakkaði konungi símskeytið og hinar
góðu kveðjur samdægurs. Sama munu forsetar Al-
þingis og forseti íslands hafa gert.
Hinn 18. júní
Hátíðahöldin í Reykjavík fóru fram undir berum
himni. Veðrið var nú mun betra en daginn áður,
sólskinslaust að vísu, en það rigndi ekki. Ég var
mest allan daginn önnum kafinn í sambandi við
undirbúninginn að hinni miklu kvöldveislu ríkisstjórn-
arinnar á Hótel Borg, en það kom í hlut utanríkisráðu-
neytisins að sjá um hana.
Utihátíðahöldin byijuðu með mikilli skrúðgöngu
kl. 13.30 og hófst hún við háskólann. Ýmsir hags-
munahópar og stéttarfélög tóku þátt í skrúð-
göngunni. Fyrstir fóru lögreglumenn, síðan fjölmenn-
ur hópur barna, skátar, íþróttamenn, stúdentar, versl-
unarmenn, iðnaðarmenn, verkamenn, sjómenn o.fl.
Gengið var um Bjarkargötu, yfír Tjarnarbrúna, niður
Fríkirkjuveg og að Alþingishúsinu. Þar stóð forseti
Islands, Sveinn Björnsson, og tók á móti kveðjum
fylkingarinnar.
Fylkingin hélt síðan áfram eftir Kirkjustræti, Aðal-
stræti og Austurstræti að Stjórnarráðshúsinu. Lækj-
artorg og nærliggjandi götur fylltust og var eitt
mannhaf yfir að líta.
Ræðupúlti hafði verið komið fyrir beint fyrir fram-
an dyr Stjórnarráðshússins og hægra megin við það,
fyrir framan glugga utanríkisráðuneytisins, höfðum
við komið fyrir stólum handa forseta íslands, ráðherr-
um og sendiherrum erlendra ríkja. Hinum megin,
þ.e. sunnanmegin við ræðupúltið, tóku alþingismenn
sér stöðu. Athöfnin fór þannig fram að það skiptust
á ræðuhöld og ættjarðarsöngur. Fyrstur talaði for-
seti íslands, en að ræðu hans lokinni fluttu formenn
þingflokkanna ávörp í þessari röð: Ólafur Thors f.h.
Sjálfstæðisflokksins, Eysteinn Jónsson f.h. Fram-
sóknarflokksins, Einar Olgeirsson f.h. Sameiningar-
flokks alþýðu - sósíalistaflokksins og Haraldur Guð-
mundsson f.h. Alþýðuflokksins.
Ég tók mér tíma til að hlusta á ræðuhöldin, en
öll athöfnin við Stjómarráðið fór vel og hátíðlega
fram svo sem við átti.
Mönnum létti við
kveðju frá konungi