Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 41
Stærsti atburðurinn
á mínum stjórnmálaferli
Gísli Signrðsson ræðir við Sigurð
Bjamason frá Vigur, sem var yngstur
þingmanna 1944.
egar fundum okkar Sig-
urðar Bjamasonar bar
saman var hann ný-
kominn frá æskuslóð-
um sínum vestur í Vigur þar sem
hann hafði átt góða daga; upplif-
að vorkomu og eggtíð. Sigurður
og Lúðvík Jósefsson eru einir
eftirlifandi þeirra sem sæti áttu
á Alþingi 1944. í þeim hópi var
Sigurður yngstur; hann var að-
eins 26 ára þegar hann var kjör-
inn þingmaður Norður-ísfírð-
inga í vorkosningunum 1942 og
28 ára við lýðveldisstofnunina.
Raunar bar fundum þeirra
Sigurðar og Lúðvíks saman á
enn yngri árum norður á Akur-
eyri þar sem þeir voru þá sam-
tímis í skóla. Sigurður hélt hins-
vegar lengur áfram á þeirri
braut. Hann tók stúdentspróf frá
Akureyri 1936 og fór síðan beint
í lögfræðinám í Háskóla íslands.
Eg spurði Sigurð hvenær póli-
tískur áhugi hans hefði kviknað
og það kom í ljós að á því sviði
hafði hann haft hægt um sig
þangað til hann kom í Háskól-
ann. Þar varð hann formaður
stúdentaráðs fyrir Vöku, félag
lýðræðissinnaðra stúdenta, vet-
urinn 1938.
„Það var töluverð harka í póli-
tíkinni í Háskólanum þá, og
nokkrir stjórnmálamenn komu
síðan úr röðum þeirra sem þá
voru þar við nám,“ segir Sigurð-
ur. „Vinstri-
sinnar, eða rót-
tækir eins og
þeir kölluðu
sig, höfðu verið
í meirihluta
áður. Hugsanlegur skilnaður við
Dani var þó ekki hitamál í Há-
skólanum; flestir voru sammála
þar. En þó langt væri liðið á
fjórða áratuginn var enn kreppu-
ástand, viðvarandi atvinnuleysi
og stúdentar áttu erfítt með að
fá atvinnu á sumrin. Eg var svo
heppinn að komast á sjó tvö
sumrin á háskólaárunum; var
þá á einum af „Árnapungunum"
sem svo voru nefndir og Ásgeirs-
verzlun á ísafírði hafði látið
smíða. Þessi bátur hét Bolli. Til
dæmis um afraksturinn má geta
þess að ég hafði 300 krónur
nettó eftir fjögurra mánaða út-
hald. Síðar var ég svo á Kveld-
úlfstogara á síld og komst í upp-
grip, hafði 1400 krónureftir
sumarið. Þá kostaði uppihaldið
á Garði 65 krónur á mánuði,
fæðið 25 og fyrir þjónustu
greiddum við 8 krónur, eða sam-
tals 98 krónur á mánuði."
Ég fór beint í blaðamennsku
á Morgunblaðinu eftir að hafa
lokið lögfræðiprófí vorið 1941. í
fyrstu skrifaði ég aðallega frétt-
ir, en fljótlega veittist mér sá
heiður að fá að skrifa einn og
einn leiðara og Reykjavíkur-
bréf.“
- Og svo ertu kominn inn á
þing strax ári síðar. Hvernig
atvikaðist það?
„Norður-ísfírðingar höfðu
skorað á mig að gefa kost á
mér til þingmennsku áður en ég
lauk prófi 1941. Égþakkaði
þeim traustið og lofaði að verða
í kjöri, en hvenær sú stund rynni
upp vissum við ekki þá. Að því
kom þó fyrr en varði, eða strax
vorið 1942.
Andstæðingar mínir í kosn-
ingabaráttunni vestra þetta vor
voru Barði Guðmundsson fyrir
Alþýðuflokkinn; gáfaður og
skemmtilegur maður, en heldur
latur í baráttunni. Fyrir Fram-
sókn var Kristján Jónsson á
Garðsstöðum, kunnur maður og
gamall sveitungi minn úr Ögur-
hreppi. Hann komst aldrei á
þing, en Barði komst inn sem
uppbótarþingmaður. Ég var aft-
ur á móti kjörinn með góðum
yfírburðum,
þótt á brattann
væri að sækja,
því Alþýðu-
flokkurinn var
sterkur fyrir
vestan; hafði áður fengið 3 af 5
þingmönnum Vestfjarða.
Alþingi kom saman strax eft-
ir vorkosningamar 1942. Þá
voru margir merkir stjórnmála-
menn á þingi, en mér var strax
vel tekið, yngsta þingmanninum.
Mér fannst merkilegt að eiga
sæti á Alþingi þar sem afí minn,
séra Sigurður Stefánsson, hafði
setið nær samfellt frá 1886-
1923.
Á þessu fyrsta þingi mínu var
mest rætt um kjördæmabreyt-
inguna sem þá var á döfinni.
Það setti svip sinn á Alþingi eins
og allt annað, að umhverfíð var
ótryggt; það var heimsstyrjöld
sem enginn sá þá fyrir endann
á. En það var líka verið að ræða
hugsanlegan skiln-
að við Dani.
Alþingi brást
skyldu sinni eftir
haustkosningarnar
1942 þegar ekki
tókst að mynda
stjórn. í mínum
flokki var talið að
Sveinn Björnsson,
þá ríkisstjóri, hafi
verið of fljótur á sér
með skipan utan-
þingsstjórnar.
Mönnum þótti súrt
í broti að samkomu-
lag tókst ekki og við
sjálfstæðismenn
töldum að ekki
hefði verið full-
reynt. Aðrir töldu
rikisstjórann ekki
hafa átt á öðru kost.
Ekki man ég eftir
því að utanþingsráðherrunum
væri sýnd nein óvild, enda voru
þetta hinir mætustu menn og
einn þeirra, Einar Arnórsson,
var reyndur stjórnmálamaður.
Þeir áttu erfítt með að koma
málum áfram í þinginu, en auð-
vitað vissu þingmenn að ekki
væri hægt að gera þessari ríkis-
stjórn lífið óbærilegt, fyrst þing-
ið hafði orðið að gefa frá sér
stjórnarmyndun.
Eins og aðrir í mínum þing-
flokki var ég hraðskilnaðarmað-
ur. Danmörk var hernumin og
engir vissu hverjar lyktirnar
yrðu. Við vorum á einu máli um
að fresta ekki aðskilnaði og lýð-
veldisstofnun.
Allir vita hvernig þjóðarat-
kvæðagreiðslan fór og allt í einu
er runnin upp þessi stóra stund
í slagviðrinu á
Þingvöllum. Það
var tvímælalaust
stærsti atburður-
inn á mínum
stjórnmálaferli."
Eins og Lúðvík Jósefsson
minntist Sigurður þess þegar
alþingismenn gengu til sæta
sinna á pallinum og pollur var
á hverri stólsetu. Þessir ungu
þingmenn létu sig hafa það að
ná vatninu af svo sem verða
mátti, en Sigurður sagði að sum-
ir þingmenn hefðu verið svo
uppteknir af hátíðleika stundar-
innar að þeir settust bara í poll-
inn.
„Mér er í rauninni minnis-
stæðastur fögnuður fólksins,"
sagði Sigurður þegar ég spurði
hann hvort eitthvað einstakt við
lýðveldisstofnunina væri honum
ofar í huga en annað.
„Já, fögnuður
fólksins og virðuleg
framkoma. Við
Finnur heitinn
Jónsson, alþingis-
maður, gengum inn
á Velli eftir athöfn-
ina og þá fann mað-
ur vel hvað þessi
fögnuður var al-
mennur. Og þá varð
mér hugsað til for-
feðra okkar sem
höfðu háð langa
baráttu fyrir sjálf-
stæði íslands og
hvað þeir hefðu
þráð að geta staðið
í þessum sporum.
Mikill fögnuður
varð og seinni hluta
dagsins þegar
heillaóskaskeyti
barst frá Kristjáni
konungi X. Það var svohljóðandi:
„Þótt mér þyki leitt að
skilnaðurinn milli mín og ís-
lensku þjóðarinnar hafi verið
framkvæmdur á meðan svo
stendur á sem nú er, vil ég láta
íljós bestu óskirmínar um fram-
tíð íslensku þjóðarinnar og von
um, að þau bönd sem tengja
Island viðhin norrænu lönd
megi styrkjast.“
Á eftir lét lúðrasveitin kon-
ungssöng Dana, „Kong Christ-
ian stod ved höjen mast“ og rík-
isstjómin sendi frá Þingvöllum
skeyti til konungs, sem hljóðaði
svo:
„Ríkisstjórnin færirhans há-
tign, Kristjáni X, hjartanlegar
þakkir fyrir þær heillaóskir til
íslensku þjóðarinnar sem bárust
frá konungi 17. júní. “
Um áfram-
haldandi setu
mína á Al-
þingi í langan
tíma þar á eft-
ir vil ég segja,
að þar breyttist ýmislegt; þar
var þróun eins og annars stað-
ar. Sumar breytingar á Alþingi
hafa orðið til bóta, aðrar kannski
síður. Menn segja stundum að
Alþingi hafi farið aftur og að
meiri skörungar hafí setið þar
fyrr á öldinni. Ég er ekki viss
um að svo sé og alls ekki viss
um að meiri skörangar hafí ver-
ið áþingi 1944 en nú. Munurinn
er sá að þá var verið að ræða
þetta stórmál, aðskilnað við Dani
og stofnun lýðveldis, en ekki
bara um hallann á íjárlögunum.
Minnisstæðastur
fögnuður fólksins
Sigurður Bjarna-
son frá Vigur.
Myndin er tekin
1942, sama ár og
Sigurður var kjör-
inn alþmgismaður
N orður-í sfir ðinga.
Alþingi brást
skyldu sinni
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND
lagði ríka áherslu á að fullkom-
inni reglu yrði haldið uppi á
Þingvöllum. „Nefndin og lög-
reglustjóri voru sammála um að
gæta þess, að nokkurir siðleys-
ingjar gætu ekki spillt hátíðleg-
ustu stund í lífi íslenzku þjóðar-
innar með drykkjulátum," eins
og segir í bókinni um lýðveldis-
hátíðina. Útbúnir voru nokkrir
fangaklefar í því skyni að taka
rusta úr umferð og Íögreglubílar
hafðir til taks. Til frekari varúð-
ar var áfengisversluninni í "
Reykjavík lokað án nokkurs fyr-
irvara, nokkrum dögum fyrir 17.
júní.
Ákveðið var að meðal dag-
skráratriða yrði klukknahring-
ing. Til þess að gera þetta atriði
áhrifamikið var klukknahljómur
allra kirkjuklukkna í Reykjavík
og nokkurra annarra kirkna á
landinu tekinn upp á plötur, og
hringingarnar síðan sameinaðar
á eina plötu til að ná fram sem
fegurstum samhljómi. Platan var
síðan leikin um leið og forseti
sameinaðs Alþingis hafði lýst því
yfir að stjórnarskrá lýðveldisins
Islands væri gengin í gildi,
klukkan 2 eftir hádegi. Þegar
hringingarnar þögnuðu var al-
ger þögn í eina mínútu og um-
ferðarstöðvun um land allt. Sam-
komugestir á Þingvöllum drúptu
höfði meðan þetta fór fram.
► EIN mótmæli bárust vegna
hátíðarhalda á Þingvöllum 17.
júní, er „einn grandvar og góður
maður bar fram“, segir í bók-
innni um lýðveldishátíðina.
„Hann hélt því fram, að það
væri óvarlegt og ábyrgðarleysi
hið mesta að stofna til fjölmennr-
ar samkomu á Þingvöllum þann
17. júní, því að flugvélar gætu
gert árásir á mannfjöldann á
Þingvöllum, ef vitneskja bærist
um slík hátíðarhöld. Honum var
bent á, að slík árás hefði svo litla
hernaðarlega þýðingu, að óþarft
myndi vera að hætta við hátíðar-
höld á Þingvöllum af þeim ástæð-
um.“ Er talið að þessi maður
hafi verið „einn af fáum íslend-
ingum, sem glaðzt hefur yfir
veðrinu, er hann leit til lofts um
morguninn þann 17. júní, því að
ekki var veður þannig, að líklegt
væri til um loftárásir þann dag“.
"'TTvm-m'1
AGLEGA
IISLENSK
IMATVÆLI