Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 1874 hafi verið mál málanna á Alþingi íslendinga. Landsmönn- um sárnaði að landshöfðinginn væri ekki ábyrgur gagnvart Al- þingi heldur settur undir danskan ráðherra, venjulega dómsmálaráð- herrann, sem voru falinn íslensk sérmál. Þessi danski „ráðgjafi" eða íslandsráðherra átti sæti í ríkis- ráðinu. íslending- ar töldu að þar með gætu dansk- ir ráðherrar haft áhrif á íslensk sérmál og væri það óhæfa. Það var deginum ljós- ara að stjórn- arskráin frá 1874 nægði ekki lands- mönnum. Þing og þjóð vildu fá framkvæmdavaldið heim til íslands. II. Eftir andlát Jóns Sigurðssonar 1879 var Benedikt Sveinsson sýslumaður fremstur í flokki þeirra sem sækja vildu meiri stjórnarbæt- ur íslendingum til handa. Benedikt vildi að íslandi stýrði landstjóri eða jarl ábyrgur fyrir Alþingi. Jarlinn skyldi hafa til stjórnar ráðherra er mynduðu landsráð sambærilegt við ríkisráð Danmerkur. Sjálfstæðiskröfur íslendinga fengu lítinn hljómgrunn hjá kon- ungi og stjóm hans, en á þessum árum var ekki þingræði í Dan- mörku heldur réðu hægri menn og stjórnuðu með stuðningi kon- ungs og í krafti bráðabirgða- laga. Það var ekki laust við að sumir Islendingar tækju að lýjast og teldu brýnna að efla íslenska atvinnuvegi heldur en að strögla við það sem séra Arnljótur Ólafsson, höfundur fyrsta íslenska hagfræði- ritsins, nefndi: „Endalaust og ár- angurslaust stjómbótarstagl.“ Um miðjan síðasta ártug aldarinnar lagði Valtýr Guðmundsson, alþing- ismaður og háskólakennari, fram umdeilda málamiðlunartillögu um stjórnskipun íslands. Hann gerði ráð fyrir sérstök- um íslandsráð- gjafa, búsettum í Kaupmannahöfn en með setu á Alþingi og ábyrgð á stjórnarathöfn- um. Eftir harðar deilur var stefna Valtýs Guð- mundssonar „val- týskan“ sam- þykkt á Alþingi 1901 en um sama leyti gerðust þau tíðindi að stjórnarskipti urðu í Danmörku og vinstri menn komust til valda og þingræði komst á. Árið 1902 lagði danska stjórnin fyrir Alþingi frumvarp sem gerði ráð fýrir innlendum ráðherra með búsetu í Reykjavík, en ráðherra skyldi bera undir konung í ríkisráð- inu mikilvægar stjórnarathafnir og lög. Embætti landshöfðingja, land- fógeta og amtmanna voru lögð niður en þeirra í stað var stofnað stjórnarráð. Ráðherrann var yfir- maður stjórnarráðsins með aðstoð landritara. III. Stjórnarskrárbreytingin var endanlega samþykkt árið 1903. Heimastjómarskipanin tók svo gildi 1. febrúar 1904. Þess má geta að fleiri tíðindi gerðust þá í ríkismálum Islendinga, konungur úrskurðaði að skjaldarmerki Is- lands skyldi vera „hvítur íslenskur fálki á bláum grunni". Embætti landshöfð- ingja, landfógeta og amtmanna voru lögð niður en þeirra í stað var stofnað stjórnarráð 1904 — Heimastjórn Ráðherrann heim Fimmtugasta afmælisár lýðveldisins er jafnframt nítugasta afmælisár heima- 1r stjómar. Páll Lúðvík Einarsson fjallar hér um aðdraganda þess að Hannes Haf- stein varð ráðherra fyrstur íslendinga. Framfarahugur og fram- kvæmdagleði ríkti á ís- landi um aldamótin, skáldið Hannes Hafstein hvatti landsmenn: Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og tygjumst, nóg er til að sinna. Hátt ber að stefna, von við traust að tvinna, takmark og heit og efndir saman þrinna. Rétt rúmum þremur árum síðar varð Hannes Hafstein fyrsti hand- hafi innlends framkvæmdavalds, fyrsti íslenski ráðherrann og það féll í hans hlut að vera í forsvari fyrir margháttuðum stjómarfars- legum, efnalegum og menningar- legum framförum og framkvæmd- um heimastjórnartímabilsins. I. Síðustu tvo áratugi nítjándu ald- ar má segja að baráttan fyrir Hannes Hafstein, fyrsti ís- lenski ráðherrann. I.YDVIiL DIÐ ISI.AND 1044 -1004 FORSIiTAMYNT Ljósmyndir/Jón Sen Hátíðahöldin 18. júní MIKIÐ var um dýrðir í höfuðborginni 18. júní til að fagna lýðveld- isstofnuninni á Þingvöllum daginn áður. Mikil þátttaka var í skrúð- göngu um bæinn, sem endaði á Lækjartorgi fyrir framan Stjórnar- ráðið, þar sem formleg athöfn fór fram. A efri myndinni sést hluti skrúðgöngunnar, þar sem hún fór um Kirkjustræti, en neðri myndin er frá fánaborg á Stjórnarráðstúninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.