Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.06.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 47 veldisstofnun á árinu. Þegar ný- kjörið Alþingi kom saman 4. ágúst 1942 gerði forsætisráðherra grein fyrir afstöðu Bandaríkjamanna á lokuðum fundi. Ákveðið var að rita Bandaríkjamönnum bréf til útskýringar á lagalegri stöðu ís- lands og benda á að allir þingmenn væru á því að ijúfa þá þegar sam- bandið við Dani. Búið væri að birta áform ríkisstjórnarinnar um lýð- veldisstofnun á árinu og ef henni yrði frestað yrði að skýra frá ástæðum. Bandaríkjamönnum var gefinn frestur til 22. ágúst að svara, ella yrði haldið áfram að undirbúa lýðveldisstofnun. Lýðveldisstofnun frestað Bréf barst frá Bandaríkjastjóm 20. ágúst og taldi hún að það væri í þágu allra sem berðust gegn möndulveldunum að samband Is- lands og Danmerkur héldist óbreytt. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna fullvissaði Thor Thors sendiherra íslands í Bandaríkjun- um um að Bandaríkjastjórn myndi ekki standa í gegn lýðveldisstofn- un eftir árslok 1943 og var þetta síðar staðfest skriflega af sendi- herra Bandaríkjanna á íslandi. íslenskum ráðamönnum var nú ljóst að viðurkenning Breta og Bandaríkjamanna á frelsi og full- veldi íslands átti ekki við um sam- band íslands og Danmerkur. Al- þingi lét að vilja Bandaríkjastjóm- ar. Frestað var að leggja fram frumvarp um lýðveldisstofnun. Þess í stað lagði ríkisstjómin fram fmmvarp um að einungis þyrfti eitt þing að samþykkja lýðveldis- frumvarpið en ekki tvö og að ein- faldur meiriiiluti dygði í þjóðarat- kvæðagreiðslu um lýðveldisstofn- un í stað tveggja þriðju atkvæða eins og sambandslagasáttmálinn krafðist. Að þessu samþykktu var hægt að stofna lýðveldi með skömmum fyrirvara. Þegar Alþingi hafði afgreitt þessa stjórnarskrárbreytingu fékk Ólafur Thors leyfi Bandaríkja- stjórnar til að birta tilmæli henn- ar. Hann taldi það nauðsynlegt til að ríkisstjórnin gæti gert hreint fyrir sínum dyram. Ráðamenn í Washington lýstu því yfír að þeir hefðu ekkert við það að athuga að lýðveldi yrði stofnað 1944. Þá rynni samband- slagasamningurinn úr gildi og ekki léki þá vafi á að gjörðin væri full- komlega lögleg. Lýðveldið stofnað Alþingi tók lýðveldismálið loks á dagskrá í febrúar 1944 og sam- þykkti einum rómi að slíta sam- bandinu við Danmörku og stofna lýðveldi á árinu. Þetta var tilkynnt danska forsætisráðuneytinu. Kristján konungur sendi skilaboð og sagðist vona að tengsl ríkjanna yrðu ekki rofin fyrr en að loknu stríði. Orð konungs um að hann gæti ekki viðurkennt nýja skipan á stjórnarfari íslands meðan stríð- ið stæði komu mjög á óvart, því áður hafði konungur sagst láta málið afskiptalaust. Lýðveldisstofnunin var sam- þykkt með yfir 95% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Konungi vora kynnt úrslitin og sagt að ís- lendingar mætu það mikils ef hann sætti sig við vilja þjóðarinnar. Konungur gerði það og sendi heillaóskaskeyti á stofndegi lýð- veldisins 17. júní 1944. Bandarík- in, Bretland, Sovétríkin og Svíþjóð viðurkenndu íslenska lýðveldið strax í upphafi. Sama gerðu út- lagastjórnir Frakka og Norð- manna. Heimildir: Sólrún B. Jensdóttir. Áform um lýðveldis- stofnun 1941 og 1942. Afskipti Breta og Bandarikjamanna. Saga, tímarit Sögufó- lags, XVI., Rvík, 1978. Tómas Þór Tómasson. Heimsstyrjaldar- árin á fslandi 1939-1945, 1 & 2. Bókaút- gáfan Örn og Örlygur hf. Rvík, 1984. Þór Whitehead. Stórveldin og lýðveldið 1941-1944. Skímir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, 147. ár. Rvfk, 1973. Brezkir hermenn þramma eftir götum Reykjavíkur. Á myndinni til vinstri fylgjast sendisveinar með herflokkum á Suðurgötu, en til hægri ganga Bretarnir eftir Læfý'argötu með Sýórnarráðið í baksýn. Á þessum tíma var vinstri umferð á íslandi. TRYGGJUM EIGIN HAG EFLUM ÍSLENSKANIÐNAÐ Samtök iðnaðarins óska íslensku þjóðinni hamingju og heillaríkrar framtíðar á 50 ára afmæli lýðveldisins & mmm SAMTÖK IÐNAÐARINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.