Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ1994 49
Molar
Sala forsetamöppunnar hefst
I í dag
RSETAMAPPAN
;t verður til sölu
? - í pósthúsinu á Þingvöllum
944
1994
ISIAND 50
SLAND 50
SLAND 50:ÍSLAND 50:
málinu annan farveg á öðrum tíma.
Niðurstaðan lá hins vegar fyrir og
líkt og Kristján konungur X. hélt
virðingu sinni og vinsældum á ís-
landi með því að þýðast þjóðarvilj-
ann þá var það háttur dönsku blað-
anna að sætta sig við orðinn hlut
án þess að erfa framgangsmátann
við íslendinga. Á yfirborðinu að
minnsta kosti. Þau virtust taka lykt-
um málsins með jafnaðargeði þó
vonbrigðin hafi vissulega verið mik-
il. Að vísu leituðu þau huggunar
hjá sænska blaðinu Dagens Nyheter
og finnska blaðinu Vestre Nyland
sem sögðu að æskilegra hefði verið
að íslendingar hefðu beðið með
sambandsslitin þar til Danmörk
hefði orðið frjáls á ný, en bæði blöð
sýndu ákvörðun íslendinga skiln-
ing. (Jyllands Posten og Berlingske
Tidende 2. júní.)
Hægt er að draga afstöðu dönsku
blaðanna til sambandsslitanna sam-
an með tilvitnun í grein sem ijall-
aði um Þingvelli og sögu þeirra og
birtist í Berlingske Aftenavis á
fyrsta þjóðhátíðardegi íslendinga. í
henni kristallast sú gagnrýni sem
konungur hafði uppi og opinberað-
ist á síðum blaðanna en það var
tímanna tákn að nú var tónninn
vinsamlegri en mánuði fyrr.
Það er með blendnum hug sem
við [Danir] horfum til hinna sögu-
legu Þingvalla þar sem Sveinn
Björnsson ríkisstjóri lýsir ísland
lýðveldi í dag. Við getum vel skilið
hve stór stund það verður íslensku
þjóðinni en við hefðum kosið að
þetta stóra skref hefði verið stigið
í góðu samkomulagi við Danmörku
og eftir fórmlegar viðræður þar sem
báðar þjóðir hefðu getað mæst sem
frjálsir jafningjar. (Berlingske Aft-
enavis 17. júní.)
Höfundur er sagnfræðingur og
fréttaritari í Kaupmannahöfn.
Heimildir:
Björn Þorsteinsson, Bergsteinn Jónsson:
íslandssaga til okkar daga. Rv. 1991. Bis.
360-362 og 409-419.
Aftenbladet maí og júní 1944.
Berlingske Tidende maí og júní 1944.
Jyllands Posten mai og júní 1944.
Politiken maí og júní 1944.
hörð viðbrögð dönsku blaðanna.
Má með sanni segja að umræða um
sambandsmálið í Danmörku hafi
risið hæst dagana eftir að svar ís-
lensku ríkisstjórnarinnar barst.
Dönum sárnaði að íslendingar
skyldu setja ofaní við konung og
hunsa beiðni hans um að málinu
skyldi frestað þar til viðræður hefðu
farið fram. Það sýna eftirfarandi
upphafsorð frétt-
ar í Aftenbladet
þar sem svar rík-
isstjórnar íslands
var tíundað.
„Með undrun -
og harmi - hafa
menn hér á landi
eins og á hinum
Norðurlöndunum veitt svari íslend-
inga athygli...“ Aftenbladet benti
á að undirskrift konungs þyrfti til
að lög tækju gildi og þegar konung-
ur neiti að veita samþykki sitt þá
sé gildistaka nýs stjórnskipulags
ólögleg og ekki gildandi. Og út af
þessu lagði blaðið:
Hið nýja lýðveldi verður því eina
ríkið á Norðurlöndunum þar sem
allt þjóðlífið grundvallast á lög-
broti... Maður er bæði hissa og
vonsvikinn að horfa upp á hina ís-
lensku þjóð, sem annars alltaf -
oft með þrætum - hefur haldið á
lofti kröfunni um að lög og réttur
skuli höfð í heiðri, ætla að gera til-
raun til stjórnarskrárbreytingar
með því að hafa að engu reglur um
slíkar grundvallarbreytingar, eins
og lög landsins segja til um. (Aften-
bladet 8. maí.)
Alvara þessara skrifa opinberar
þær tilfinningar sem bærst hafa
með Dönum til málsins. Politiken
dró ekki í efa rétt íslensku þjóðar-
innar til að velja sitt stjórnarform,
„en það sem kemur á óvart og
hægt er að vefengja er að ekki
skuli hirt um samkomulag og sam-
skiptareglur sem hafa verið háttur
norrænna þjóða.“ (Politiken 7. maí.)
Næstu daga var sambandsmálið
enn til umræðu á síðum dönsku
blaðanna. í þetta skipti voru við-
brögð íslenskra stjórnmálaforingja
og blaða við konungsboðskapnum
birt og þau sýndu að einingin var
alger á hinu pólitíska sviði á ís-
landi. Berlingske Tidende gaf ekki
mikið fyrir rök íslensku blaðanna
fyrir réttmæti sambandsslita og
virtist tæplega treysta íslendingum
til að fara að bókstaf sambandslag-
anna um að 75% kosningaþátttöku
og 2/a atkvæða þyrfti til að sam-
bandslitin væru lögleg og velti blað-
ið fyrir sér hvort íslendingar myndu
aðeins láta meirihluta atkvæða í
þjóðaratkvæðagreiðslu ráða. Var sú
skoðun byggð á þeim orðum Björns
Þórðarsonar forsætisráðherra að
nýtt stjórnarform yrði tekið upp á
íslandi, „svo fremi nauðsynlegur
meirihluti atkvæða verði fyrir því“.
(Berlingske Tidende 16. maí.) Tor-
tryggnin var alger. Leiðarahöfund-
ur ól þá von að meirihluti lands-
manna myndi greiða atkvæði gegn
sambandsslitum í þjóðaratkvæða-
greiðslu og opinberaði þar með
glámskyggni sína á óskir íslend-
inga. „Það er kannski veik von, en
það væri til heilla, ekki bara fyrir
Island heldur Norðurlöndin öll, að
sleppa við slíka skömm.“ (Berl-
ingske Aftenavis 16. maí.)
Þjóðarviljinn ótvíræður -
öldurnar lægir
Eftir þessa sennu má ^segja að
fjari undan umfjöllun um ísland og
sambandsmálið í dönskum fjölmiðl-
um. Málefni sem var forsíðuefni
fram til þessa urðu að stuttum frétt-
um á innsíðum blaðanna. Þjóðar-
atkvæðagreiðslan sýndi með afger-
andi hætti vilja íslendinga og það
hefði komið konungi illa að ætla
að mæla á mót vilja 97% þjóðarinn-
ar sem greiddi atkvæði með sam-
bandsslitum. Kristján konungur sá
sæng sína uppreidda og þýddist
þann þjóðarvilja sem ótvírætt hafði
verið látinn í ljós. Dönsku blöðin
tóku línuna beint frá konungi og
gerðu slíkt hið sama, mest þó með
þögninni. Politiken var þó eftir sem
áður það blað sem hélt mestri yfir-
vegun þegar ljóst var að tæplega
600 ára sambandi landanna var að
ljúka og í leiðara eftir að úrslit
þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu
fýrir var íslendingum óskað til ham-
ingju með ákvörðun sína:
„Það er hinu íslenska lýðveldi til
sæmdar, að þjóðin skyldi koma
fram af slíkum einhug þegar
ákvörðun var tekin um sambandið
við Danmörku og framtíðar-
stjórnarform landsins. Sú mikla
samstaða er ótví-
------------ ræð sönnun þess
Konunenirtaldi lve. málÞ#
° . hefur legið Is-
tímasetnmguna lendingum þungt
á sinnu. Og það
ranga er mikilvægt fyr-
mm^m^^mmam ir framtíðar sam-
band Danmerkur
og íslands sem norrænna þjóða að
ákvörðunin skyldi nást með svo
ótvíræðum hætti...“ (Politiken 27.
maí.)
Sá sem stýrði penna á ritstjórn
Politiken beitti honum af karl-
mennsku þegar hann setti þessi orð
á blað, því engum dylst af því sem
áður var sagt að Danir hefðu kosið
► RÚLLU- og hleragerð Reykja-
víkur pantaði fyrir tilmæli Þjóðhá-
tíðarnefndar um 20 þúsund flagg-
stangir frá Bandaríkjunum.
Vegna flóða á framleiðslusvæði
stanganna komust þær ekki í skip
sem átti að flytja þær til landsins.
Óttuðust menn að þær bærust of
seint og varð raunin sú að stang-
irnar náðu ekki til landsins fyrr
en örfáum dögum fyrir hátíðina.
Illa gekk að fá fána þrátt fyrir
margar tilraunir og ekki komu til
Iandsins nema rúmlega þriðjung-
ur þeirra fána sem pantaðir voru
frá Bretlandi og Bandaríkjunum.
í dag verður starfrækt pósthús á
Þingvöllum og þar verður
Forsetamappan seld í fyrsta
sinn, enda er 17. júní útgáfu-
dagur á frímerkjaörkinni sem
ber myndir forseta lýðveldisins.
í möppunni eru m.a. tvö eintök
arkarinnar - annað óstimplað,
hitt stimplað á Þingvöllum f dag.
FRIMERKJASALAN
p^pnL
Frímerkjasalan,
Ármúla 25,
Pósthólf 8445,
128 Reykjavík.
Pöntunarsímar:
636051
og 636052
Fax: 636059.
PÓSTUR OG SÍMI