Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 50

Morgunblaðið - 17.06.1994, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 FLATEYJARBÓK og Konungs- bók Eddukvæða, sem afhentar voru í Háskólabíói. Handritamálið og stj órnmála- togstreita Handrítamálið sneríst ekki aðeins um slitnar skinnbækur, heldur einnig um stjómmál og ...........................>------------- uppgjör vegna sambandsslita Islendinga við Dani áríð 1944. Sigrún Davíðsdóttir ijallar um málið frá sjónarhóli þjóðanna beggja. Morgunblaðið/ Ólafur K. Magnússson „VÆR saa god, Flatöbogen,“ sagði Helge Larsen, menntamála- ráðherra Danmerkur, við Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, við afhendingu handritanna í Háskólabíói 21. apríl 1973. Danskir og íslenskir fulltrú- ar landanna hittust í fyrsta skipti eftir lýð- veldisstofnunina til við- ræðna haustið 1945. Strax í upp- hafí þeirra tilkynntu íslendingarnir að efst á blaði hjá þeim væri að ræða skil íslenskra handrita úr dönskum söfnum. Megninu af hand- ritunum hafði verið safnað af Árna Magnússyni, sem á sínum tíma var prófessor í fornfræðum við Hafnar- háskóla. Árni lést í ársbyijun 1730, en fyrir lát sitt hafði hann ánafnað háskólanum allt sitt safn. Auk þessa safns voru íslensk handrit varðveitt á Konunglega bókasafn- inu, þar á meðal kjörgripir eins og Codex Regius, eða Konungsbók, með safni Eddukvæða, og Flateyj- arbók, sem er safn Noregskonunga- sagna. Eftir lýðveldisstofnunina álitu Islendingar eðli- legt að Danir skii- uðu íslensku handritunum. Þau væru komin til Danmerkur vegna fyrra sambands landanna og nú þegar því væri slitið, væri sjálf- sagt að þeim yrði skilað aftur. Einnig minntu þeir á að handritin væru íslensk í þeim skilningi að þau væru skrifuð á ís- landi. Viðhorf Dananna var annað. Þeir vitnuðu meðal annars til þeirr- ar venju að safngripir væru látnir óhreyfðir, þar sem þeir væru komn- ir, að Danir hefðu varðveitt handrit- in og að efni þeirra varðaði einnig sögu Dana og Norðurlandanna al- mennt. Dönsku fulltrúamir í dansk- íslensku viðræðunefndinni þekktu til íslenskra málefna og þeim kom óskin ekki á óvart, því fyrir 1944 hafði Alþingi ályktað um handrita- skil. Þó Danimir tækju óskunum af varúð voru þeir áhugasamir um að skila þeim áleiðis í Danmörku. Einn þeirra kom þeim á framfæri í danska þinginu 1947. Það var Hans Hedtoft leiðtogi jafnaðar- manna og síðar forsætisráðherra. Handritin og baráttan um sál Islands Ifyrir 1944 hafði Hans Hedtoft ekki léð handritaóskum íslendinga eyra, en eftir 1944 kom annað hljóð í strokkinn. Hann var mjög hailur undir norræna samvinnu og vann ötullega að því að tengja löndin sem best saman, þó á endanum yrði lít- ið úr þeim áformum. I þessu sam- bandi áleit hann mikilvægt að Dan- ir uppfylltu óskir íslendinga sem best, bæði til að sýna umheiminum í verki hvernig tvær norrænar bræðaþjóðir leystu úr ágreiningi sínum og eins af því hann hafði áhyggjur af að ísland hallaði sér um of í vesturátt. En íslensku óskirnar áttu ekki aðeins hljómgrunn meðal jafnaðar- manna, heldur einnig innan Vinstri- flokksins og Róttæka vinstriflokks- ins. Innan beggja síðastnefndu flokkanna gætti mjög áhrifa dönsku lýðháskólanna. Þeir eiga rætur að rekja til síðustu aldar og innan þeirra hefur að jafnaði verið fjallað um íslensk efni, um bókmenntir og goðafræði, og þar áttu íslensku handritaóskirnar marga stuðnings- menn. Lýðháskólarnir eru ekki póli- tískir, en þeir hafa víða haft áhrif innan stjómmálaflokkanna, einkum í áðurnefndum tveimur flokkum, en einnig í Jafnaðarmannaflokkn- um og að litlu leyti í Sósíalíska þjóð- arflokknum. Eftir að Hans Hedtoft varð for- sætisráðherra 1953 fór hann strax að leita eftir hugs- anlegri lausn á handritamálinu, eins og farið var að kalla það. Hon- um var ljóst að erfítt yrði fyrir Dani að koma sér niður á tilboð, sem íslendingum þætti akkur í. Til að losna við að skipta handritunum varð úr að bera upp við íslendinga að handritin yrðu sameign þeirra og Dana. Með þessu fyrirkomulagi hafði Hedtoft hugsað sér að íslend- ingar gætu smám saman fengið til sín megnið af handritunum. En áður en málið hafði verið kynnt í Danmörku og á íslandi, birti dagblaðið Politiken frétt, sem var á nokkrum misskilningi byggð. Andrúmsloftið á íslandi varð á stundinni mjög andsnúið hugmynd- um Hedtofts og því næstum tekið sem móðgun að íslendingar ættu að eiga handritin með Dönum. Á Alþingi náðist ekki að ræða hug- myndina í alvöru, því enginn treysti sér til að skýra hvað að baki lægi. Islenska stjórnin hafnaði hugmynd- inni og í kjölfarið fylgdu hnútur á báða bóga. Það varð því heldur svalt á milli landanna fyrst eftir þessa uppákomu í mars 1954. Skipting handritanna Tilraun Hedtofts til lausnar sýndi glögglega að löndin tvö höfðu nokk- uð ólíkar hugmyndir um hvernig haga þyrfti lausn málsins. Íslend- ingar máttu ekki heyra annað nefnt en að fá öll íslensku handritin og áttu erfítt með að samþykkja að málið væri í raun danskt innanríkis- mál, sem Danir gætu ekki opinber- lega samið um við íslendinga. En þó Danir vildu ekki semja um málið í tvíhliða viðræðum, gátu þeir ekki heldur haldið áfram að gera tilboð, sem yrði hafnað. Einhvern veginn þurfti því að ræða málið, án þess það væri formlega á dagskrá. Eftir að vinstri stjórnin komst til valda 1956 og Gylfi Þ. Gíslason varð menntamálaráðherra vaknaði áhugi innan hennar að taka málið aftur upp við Dani. Þó jafnaðar- menn sætu i dönsku stjóminni ásamt Róttæka vinstriflokknum var þó erfítt að eiga við málið af áður- nefndum ástæðum. Danirnir sáu einfaldlega enga aðra lausn en þá sem þeir höfðu boðið 1954. Árið 1957 vaknaði áhugi ungs dansks blaðamanns á málinu eftir íslands- ferð. Bent A. Koch, síðar ritstjóri, var óþreytandi að tala við bæði danska og íslenska stjórnmálamenn til að kynna þeim hvorum sjónar- mið annarra og freista þess að fá hvora tveggja til að slaka á kröfum sínum. Eftir kosningar í Danmörku 1960 tilkynnti Jörgen Jörgensen kennslu- málaráðherra að hann ætlaði aðeins að sitja eitt ár í viðbót. Hann kom úr Róttæka vinstriflokknum. Eitt af aðaláhugamálum ráðherrans var að koma handritamálinu í höfn, áður en hann hætti. Bæði í Dan- mörku og á íslandi hafði málið ver- ið rætt fram og aftur bak við tjöld- in, svo nú var ekki eftir neinu að bíða. Jörgensen var enn á því að tilboðið 1954 hefði verið gott og fól Alf Ross prófessor í lögum að gera úr því tillögu, sem íslendingar gætu fallist á. Ross áleit að sameign kæmi ekki til greina, en hins vegar gætu Dan- ir heldur ekki afhent öll handritin. Þar sem íslendingar hefðu alla tíð hamrað á að fá þau öll, þyrfti að búa svo um hnútana að hugtakið „skipting" væri ekki nefnt. Þess i stað skilgreindi hann hvað væri ís- lensk menningareign og lagði til að öll þau handrit, sem flokkuðust undir hana, yrðu afhent. í fyrstu leist íslensku stjórninni afspyrnuilla á hugmyndina og um tíma leit út fyrir að tilboðinu yrði með öllu hafnað. En eftir að ís- lenska stjómin hafði tryggt að nokkrum dýrmætum handritum eins og Konungsbók og Flateyjar- bók yrði skilað, féllst hún á tilboð Dana. Aldrei var nefnt að með þessu væri handritunum í raun skipt, enda mátti það einu gilda. Hlutur íslend- inga var afar rausnariegur og til- boðið í alla staða höfðinglegt. Slík skil á menningararfi em einsdæmi. Danskar deilur um handritin Með samþykki íslendinga í apríl- lok 1961 var handritamálið úr sög- unni sem óafgreitt mál milli íslend- inga og Dana. Danir áttu þó enn eftir að bíta úr nálinni með það. Þegar Jörgen Jörgensen lagði frum- varp um afhendingu handritanna fyrir þingið fékkst það að vísu sam- þykkt, en hópur þingmanna áleit að taka ætti lögin fyrir aftur, því þau fælu í sér eignamám. Einnig voru þeir ósáttir við að frumvarpið hefði verið rekið gegnum þingið, án þess að tækifæri gæfíst til að ræða það. Þegar ný stjórn kom til valda 1964 var frumvarpið lagt fyrir í Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon MIKILL mannfjöldi var við höfnina í Reykjavik þega danska herskipið Vædderen lagðist þar að með handritin. í ræðustóli er Jóhann Hafstein, forsætisráðherra. Tilboðið höfðing- legt. Slík skil á menningararfi eru einsdæmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.