Morgunblaðið - 17.06.1994, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 1994 53
AUÐUR Auðuns,
ráðherra 1970-71,
borg-arsljóri
1959-60.
RAGNHILDUR
Helgadóttir, ráðherra
1984-1987.
JÓHANNA Sigurðar-
dóttir, ráðherra frá
1989.
launaljóð Huldu, Unnar Benedikts-
dóttur Bjarklind, „Hver á sér fegra
föðurland", á allra vörum. Á glæsi-
legum landsfundi Kvenréttindafé-
lags Islands á Þingvöllum voru sett-
ar fram kröfur um að konur hefðu
sama rétt og karlar til allrar vinnu,
sömu laun fyrir sams konar vinnu
og sömu hækkunarmöguleika og
þeir. Gifting eða barneign skyldi
engin hindrun vera fyrir atvinnu
né ástæða til uppsagnar. Þarna kom
í fyrsta sinn fram krafan um fæð-
ingarorlof sem verið hefur baráttu-
mál kvenna fram á þennan dag.
Árangur þeirrar baráttu er að sam-
kvæmt núgildandi lögum um fæð-
ingarorlof er öllum verðandi mæðr-
um tryggður réttur til allt að sex
mánaða orlofs frá störfum vegna
meðgöngu og fæðingar barns.
Það var engu líkara en að konur
vöknuðu af dvala því að blaða- og
tímaritaútgáfa íslenskra kvenna í
kringum lýðveldisstofnun er hin
merkasta og ruddi braut nýjum
hugmyndum. Vorið 1944 hóf göngu
sína Melkorka, tímarit kvenna.
Skeleggar greinar í blaðinu hristu
upp í konum sem fram að þeim tíma
höfðu lítið hugsað út í margt sem
þar kom fram. Melkorka kom út
til 1962. Árið 1945 kom fyrst út
ársritið Embla og flutti ritsmíðar
kvenna. Á aldarfjórðungsafmæli
kosningaréttar íslenkra kvenna, 19.
júní 1940, hóf göngu sína Nýtt
kvennablað sem kom út til 1967.
Tímarit Kvenfélagasambands ís-
lands, Húsfreyjan, hefur komið út
frá 1950 og ársrit Kvenréttindafé-
lags íslands, 19. júní, frá 1951. Á
Akureyri ritstýrði Halldóra Bjarna-
dóttir (1873-1981) ársritinu Hlín
til 1967.
Jafnréttisbaráttunni var haldið
áfram á mörgum sviðum. Bar þar
hæst kröfuna um launajafnrétti sem
jafnan var eitt af höfuðviðfangsefn-
um þeirra kvenna sem fremstar
stóðu í kvenréttindabaráttunni.
Hins vegar einkenndust „þöglu ár-
in“ af starfi að velferðarmálum.
Konur voru teknar til við að búa
til velferðarríkið ef svo má að orði
komast.
Ekki var einungis stefnt að
launajafnrétti kynjanna heldur
einnig rétti kvenna til vinnu. Fram
yfir síðari heimsstyrjöld var það
nánast viðtekin regla að konur
hættu vinnu við giftingu. Þá hafði
um nokkurt skeið orðið vart við
áróður gegn útivinnandi konum og
kom sú stefna greinilega fram í
launatöxtum. Fyrir kom að vinnu-
veitendur sögðu konum upp starfi
ef þær giftust og þær raddir gerð-
ust æ háværari að svipta bæri kon-
ur starfí við giftingu. Á vinnumark-
aðinum ríkti sú stefna að skipta
störfum í kvenna- eða karlastörf
og starfsmat byggðist á að meta
til launa eftir því hvort kynið sinnti
verkinu. Hefur sú stefna reynst líf-
seig.
IV
Óþarft ætti að vera að minna á
að fram undir lýðveldisstofnun voru
vinnukonur Iangfjölmennasta stétt
launavinnandi kvenna á íslandi.
Þegar sú stétt leið undir lok og fram
í sótti fjölgaði konum mest í hand-
verki og iðnaði og þær hópuðust í
verslanir og skrifstofur. Jafnframt
varð sá siður almennur að greiða
konum lægri laun en körlum. Und-
antekning voru kennarar sem fengu
launajafnrétti í lög 1919.
Áfangasigrar í launamálum unn-
ust hægt og sígandi. Árin 1945 og
1954 komst inn í launalög opin-
berra starfsmanna ákvæði um sömu
laun fyrir sömu störf, fyrir atbeina
kvenna og kvennasamtaka. Reynd-
in varð hins vegar sú að lögin voru
þverbrotin og lögskipað launajafn-
rétti dugði skammt.
Árið 1957 var samþykkt Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar (ILO) nr.
100 frá 1951 um jöfn laun fyrir
jafnverðmæt störf lögfest hér á
landi. Hefur þessi samþykkt reynst
heilladijúg og orðalagið ,jafnverð-
mæt störf“ enn við lýði í síðari
endurskoðun jafnréttislaganna frá
1991. Þar með hafði ríkisstjórnin
skuldbundið sig til að vinna að því
að koma á launajafnrétti. Þrátt fyr-
ir það var allan 6. áratug lagt fram
á þingi hvert frumvarpið á fætur
öðru um launajafnrétti sem ekki
voru útrædd eða dagaði uppi. Sam-
kvæmt lögum um launajöfnuð, sem
tóku gildi 1961, áttu laun kvenna
að hækka á árunum 1962-1967 til
jafns við karla í mörgum starfs-
greinum og sértaxtar, sem víða
giltu fyrir konur, voru afnumdir.
Þrátt fyrir lögin vantaði mikið á
að konur og karlar fengju sömu
laun fyrir sömu störf. Meðal ríkis-
starfsmanna voru til að mynda 90%
kvenná í lægri launaflokkum en
aðeins um helmingur karla og í
efstu launaflokkum voru nær ein-
göngu karlar. Meðal mikilvægustu
orsaka launamisréttis kynjanna
voru gerð launaflokkanna og skipan
karlastarfa og kvennastarfa í
ákveðna flokka. Árið 1973 var Jafn-
launaráði komið á fót en það má
telja undanfara jafnréttislaganna.
Á hinn bóginn þarf ekki að draga
í efa að skýringuna á því hve árang-
urslítil baráttan fyrir launajafnrétti
var er að finna í viðhorfum til launa-
vinnu kvenna. Rótgróin viðhorf
voru þau að giftar konur ættu ekki
að vinna utan heimilis nema brýna
nauðsyn bæri til, heimilin og börnin
liðu fyrir þá ráðabreytni og karlar
voru taldir fyrirvinnur heimilanna.
Þeim fannst sér meira að segja stór-
lega misboðið ef þeir gátu ekki séð
fjölskyldu sinni farborða. Tekjur
einnar manneskju áttu að duga til
framfærslu fjölskyldunnar og konur
höfðu því ekkert að gera við kaup
á við karla. Þessi viðhorf voru við
lýði alls staðar, jafnt í verkalýðs-
stéttum sem öðrum stéttum og ekki
síst meðal kvenna sjálfra. Þegar
ísland fullgilti, 1962, samþykkt
Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
nr. 111 um misrétti með tilliti til
atvinnu eða starfs frá 1958 var um
þriðjungur kvenna á íslandi á
vinnumarkaði. Og þegar ísland
fullgilti, sumarið 1985, samning
Sameinuðu þjóðanna frá 1979 um
afnám allrar mismununar gagnvart
konum voru yfir 80% kvenna launa-
vinnandi.
V
Á fáum sviðum hefur önnur eins
breyting orðið og á menntun
kvenna. Ef litið er á nemendafjölda
og fjölda útskrifaðra úr mennta-
skólum og Háskóla íslands eru kon-
ur orðnar fjölmennari en karlar.
Konur með háskólapróf eða aðra
sambærilega menntun hafa undan-
farin ár verið á hraðri leið inn í
embættismannastéttina. Hins vegar
er það ljóst að aukin menntun hef-
ur, enn sem komið er, ekki reynst
þeim það frelsisafl sem þær höfðu
vonað. Nægir í því sambandi að
nefna hlutfall þeirra í valdastöðuni
og laun.
Enda þótt íslenskar konur hafi
haft rétt til prestsembætta frá 1911
var það ekki fýrr en 1974 að fyrsta
konan, Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
var vígð. Með vígslu hennar urðu
þáttaskil. Hún gekk síðan í gegnum
þá eldraun að bíða þrisvar lægri
hlut í prestskosningum. Mátti hún
þola slíkt umtal og róg að varla eru
dæmi um slíkt. Nú, tveimur áratug-
um síðar, er svo komið að fleiri
stúlkur innritast í guðfræðideild en
piltar og kvenguðfræðingar eru
orðnir yfir þijátíu talsins.
Stór hópur kvenna hefur verið í
fremstu víglínu skálda og rithöf-
unda á síðustu árum og blómatími
kvenna í listgreinum er hér og nú.
Þegar komið var fram um 1970
fengu mörg af þeim málum, sem
lengi hafði verið barist fyrir, nýjan
byr í kjölfar þeirrar bylgju frelsis
og uppreisnar gegn ríkjandi ástandi
sem gekk yfír Vesturlönd á sjöunda
áratug. Konur urðu meðvitaðri um
stöðu sína og misræmið milli veru-
leikans og þess sem þær óskuðu sér.
Nýja kvennahreyfingin hóf
göngu sína hér á landi á sjöunda
áratug. Nýjar hugmyndir voru þá