Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 1

Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C 197. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR1. SEPTEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Miklar öryggis- ráðstafan- ir í Kaíró Kaíró. Reuter. DEILUM um mannfjöldaráðstefn- una, sem hefst á mánudag í Kaíró, linnir ekki. Þijú ríki munu ekki senda fulltrúa sína á ráðstefnuna og Vatík- anið og múslimar gagnrýna enn drög að ályktun ráðstefnunnar, segja þau ýta undir fóstureyðingar, kynlíf utan hjónabands og samkynhneigð. Tals- menn Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem standa að ráðstefnunni, segja þetta hins vegar misskilning. Mikill við- búnaður er vegna ráðstefnunnar og munu 14.000 lögregluþjónar gæta öryggis ráðstefnugesta. Hvatt til fóstureyðinga? Saudi-Arabar, Súdanir og Líbanir munu ekki senda fulltrúa sína á mannfjöldaráðstefnuna í mótmæla- skyni við orðalag ályktunarinnar. Þá hefur Vatíkanið ítrekað gagnrýni sína vegna klausu þar sem segir að karlar og konur eigi að hafa „að- gang að öruggum, virkum, ódýrum og viðteknum aðferðum tií að stjórna fijósemi, að eigin vali“. Tals- maður Vatíkansins, Joaquin Na- varro-Valls, segir þetta orðalag jafngilda því að hvatt sé til fóstur- eyðinga, auk þess sem Vatíkanið sé andvígt öllum nútíma getnaðar- vörnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna vísa þessu á bug og segja að gagn- rýnendur ráðstefnunnar hafi fengið rangar upplýsingar. „í ályktuninni er ekkert talað um fóstureyðingar. Hveiju landi er látið það eftir að taka ákvörðun byggða á trú, hefðum og menningu,“ sagði Stirling Scruggs, hjá SÞ. 14.000 lögregluþjónar Búist er við um 15.000 þátttak- endum á ráðstefnuna og munu 14.000 lögregluþjónar gæta þess að öfgasinnaðir múslimar ráðist ekki gegn ráðstefnugestum. írski lýðveldisherinn lýsir yfir vopnahléi án skilyrða frá miðnætti „Upphaf nýs tímabils er gefur vonir um frið“ Reuter KAÞÓLIKKAR á Norður-írlandi fögnuðu vopnahléi IRA ákaf- lega í gær. Safnaðist fjöldi fólks sanian í vesturhluta Belfast og hlýddi á Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein. Belfast, London, Dublin, Edgartown. Reuter. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lýsti í gærmorgun yfir vopnahléi án skilyrða, frá og með miðnætti sl. nótt. Segjast samtökin ætla að færa baráttu sína fyrir sameiningu írlands frá vopnuðum átökum að samningaborðinu. Yfirlýsingu IRA var víðast hvar fagnað, John Major, forsætisráðherra Bretlands, Albert Reynolds, forsætisráðherra Irlands, og Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, lýstu yfir ánægju sinni með þetta skref í átt til friðar. Talsmenn mótmælenda sögðust fagna yfirlýsingu IRA en efuðust þó um alvöruna að baki hennar og harð- línumaðurinn séra Ian Paisley sagði ekkert í yfirlýsingu IRA benda til þess að samtökin hygðust láta með öllu af vopnaðri baráttu sinni. Tilkynning lýðveldishersins var send fjölmiðlum skömmu fyrir há- degi í gær og vakti orðalag hennar sterk viðbrögð. Sögðu mótmælendur að í henni væri hvergi minnst á „end- anlega" uppgjöf, heldur „algera", sem þýddi ekki að hún væri endan- leg. Undir þessa gagnrýni tóku Major og Sir Patrick Mayhew, sem fer með málefni Norður-írlands í bresku ríkisstjórninni. Kváðust þeir vonast til að talsmenn IRA myndu útskýra hvað lægi að baki þessu orðalagi. Krafist Iausnar fanga Vopnahléi IRA var ákaft fagnað á írlandi ogmeðal kaþólikka á Norð- ur-írlandi. í herbúðum mótmælenda var hins vegar drungalegt andrúms- loft uppgjafar. „Þetta er sögulegur dagur. John Major og leiðtogar sam- bandssinna ættu að grípa tækifær- ið,“ sagði Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA. Krafðist hann þess að liðsmenn IRA sem hefðu verið fangelsaðir, yrðu látnir lausir og að Bretar drægju þegar herlið sitt frá Norður-írlandi. Friðaráætlun Breta og íra, sem kynnt var fyrir níu mánuðum, gerir ráð fyrir því að Sinn Fein geti sest að samningaborði þremur mánuðum eftir að IRA Iýsir yfir því að baráttu hans sé lokið. Sinn Fein hafði vísað þessu tilboði á bug og er ekki vitað hvað varð til þess að breyta afstöðu samtakanna. Miklir friðarmöguleikar John Major sagði að mikil hvatn- ing væri fólgin í yfirlýsingu IRA og að í henni fælust „miklir möguleikar á friði“. Talsmenn Albert Reynolds sögðu hann vera í sjöunda himni og honum var fagnað með langvarandi lófataki í írska þinginu. Bill Clinton bar í gær lof á ákvörð- un IRA um vopriahlé og sagði Bandaríkin vera reiðubúin til að veita aðstoð sína við friðarviðræður. Yfirlýsing IRA markaði upphaf nýs tímabils sem gæfi íbúum Norður- írlands vonir um frið. James Molyneux, formaður Sam-. bandsflokks Norður-írlands, sagðist í gær vissulega fagna yfirlýsingu IRA en spurði jafnfram hvort liðs- menn IRA yrðu neyddir til að láta vopn sín af hendi. Breska stjórnin hefur ekki svarað þessari spurningu en heimildir innan lýðveldishersins herma að ólíklegt sé að liðsmenn hans láti af hendi vopn fyrr enn öfgasinnaðir mótmælendur tilkynni einnig um vopnahlé. ■ Sagan kennir frum/31 Hálfrar aldar dvöl hersveita fyrrum Sovétríkjanna í Berlín lokið Berlín. Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti minntist fórna Rússa í seinna stríð- inu er hann tók við lokakveðju her- sveita fyrrum Sovétríkjanna sem kvaddar voru með viðhöfn í Berlín í gær. Matvej Búrlakov yfirmaður vestursveita Rauða hersins lýsti hálfrar aldar dvöl sveitanna í Rúss- landi lokið, sagði gömul sár gróin og höfðaði til farsællrar nýrrar fram- tíðar í sambúð Þýskalands og Rúss- Iands. Klukkan 19.10 fór síðasta lestin frá Wunsdorf-herstöðinni til Moskvu með leifar sveita sem töldu 350.000 manns þegar Berlínarmúr- inn hrundi 1989. 1.800 rússneskir hermenn auk 600 þýskra hermanna tóku þátt í kveðjuathöfninni. I ræðu á kveðju- stundinni í Treptow-garði fordæmdi Jeltsín stjórn nasista og Adolf Hitl- er. „Aldrei áður hefur jafn mikill glæpamaður, fulltrúi þess illa, fyrir- fundist á jörðinni. Mannkyninu hefur aldrei stafað jafn mikil ógn af nokkr- um manni, aldrei verið jafn nærri því að hverfa í ómælisdjúp... Á víg- Jeltsín minníst fórna Rússa Reuter MATVEJ Búrlakov yfirmaður vesturherja Rússa og Borís Jelts- ín Rússlandsforseti kyssast eftir að Búrlakov hafði formlega lýst dvöl rússnesku sveitanna í Þýskalandi lokið. Helmut Kohl kanslari Þýskalands bíður þess að kveðja hershöfðingjann. vellinum völdum við á milli frelsis eða fjötra, milli lífs eða gasklefa útrýmingarbúðanna. Óséihlífnir her- menn okkar sóttu fram gegn morð- ingjunum. Við Rússar börðumst í nafni háleitra markmiða og færðum miklar fórnir fyrir fóstuijörðina. Sæmdin og heiðurinn er andspyrnu- aflanna einnig. Með fórnum þeirra tókst okkur að losa jörðina við brúnu pláguna," sagði Jeltsín. Hinsti dagur fortíðar Um 320.000 sovéskir hermenn féllu í Þýskalandi í seinna stríðinu og eru grafnir þar. „Án hetjudáðar þeirra væri Evrópa ekki söm og ekkert, "velmegandi Þýskaland. Hörmungar stríðsins mega aldrei endurtaka sig. Innan skannns verður dagur þessi að kvöldi kominn, hinsti dagur fortíðarinnar. Ég er þess full- viss að með sameiginlegu átaki okk- ar verður hann jafnframt fyrsti dag- ur nýrrar framtíðar,“ sagði Jeltsín. ■ Leiðari/30 ■ Getum loks ráðið/18 Keðjubréf vírusar? London. Reuter. KEÐJUBRÉF eru ein tegund vírusa, þau sýkja huga móttak- enda og fjölga sér af sama krafti og kvefveiran. Þetta er niðurstaða erfðafræðings og lagaprófessors sem rituðu Nat- ure bréf um málið. 1 bréfinu segir að keðjubréf uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til vírusa. „Vírus er erfða- lykill sem stuðlar að eftirmynd- un. Vírusar eru eins og sníkju- dýr, orkan sem fer í fjölgunina fæst hjá hýsli en ekki vírus.“ Tóku þeir dæmi af keðjubréfi sem lofar heppni til handa þeim sem senda það áfram. Með því að koma inn sektarkennd, ótta og græðgi, fái bréfið fólk til að afrita það og senda áfram. Andlega streitan sem sumir móttakendur finni fyrir, sé um margt skyld þeim veikindum sem vírusar valdi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.