Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 4
Dagbók úr Barentshafi
Akureyri. Morgunblaðið.
STARFSHÓPUR, sem mennta-
málaráðherra skipaði til að meta
kostnað af flutningi grunnskólans
til sveitarfélaganna, leggur til að
hlutur sveitarfélaganna í stað-
greiðslu skatta verði aukinn um
2,2-2,4% til að standa straum af
rekstrarkostnaði grunnskólans.
Þetta mun færa um 4,9 milljarða
tekjur frá ríkinu til sveitarfélag-
anna. Nefndin leggur jafnframt til
að hluti teknanna renni í Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga til að jafna að-
stöðu sveitarfélaga svo að þau ráði
öll við þetta nýja verkefni.
Sturla Böðvarsson alþingismaður
er formaður starfshópsins og hann
gerði grein fyrir tillögum hans á
landsþingi Sambands íslenskra
sveitarfélaga á Akureyri í gær, en
hópurinn er að ljúka störfum.
Heildarkostnaður við rekstur
grunnskólans á árinu 1993 var
tæplega 9,9 milljarðar króna. Ríkið
greiddi 5,2 milljarða og sveitar-
félögin 4,7 milljarða. Með fyrirhug-
uðum breytingum á grunnskólalög-
um er ætlunin að flytja verkefni frá
ríkinu til sveitarfélaganna sem
nema 4,9 milljörðum miðað við fjár-
lög 1994. Meginhlutinn er launa-
kostnaður eða um 4,2 milljarðar.
Nokkur ákvæði grunnskólalaga
hafa enn ekki tekið gildi, en áætlað
er að kostnaður við þau nemi um
400 milljónum á ári. Auk þess telur
Samband íslenskra sveitarfélaga að
kostnaður sveitarfélaga af grunn-
4,9 milljarðar
frá ríkinu til
sveitarfélaga
skólahaldi um-
fram laga-
skyldur sé um
200 milljónir.
4,9 milljarða
tekjur
Sturla sagði
að ekki væri
búið að meta
kostnaðinn
sem fylgir
þeim breyting-
Sturla Böðvarsson
um á grunnskólalögum sem fyrir-
hugaðar væru, en hann kemur m.a.
til með að ráðast af nýjum kjara-
samningi sveitarfélaganna við
kennara sem enn hefur ekki verið
gerður. Sturla sagði að starfshópur-
inn gengi út frá því að sveitarfélög-
in fengju aukinn hlut í staðgreiðslu
skatta sem næmi 2,2-2,4%. Hluti
staðgreiðslunnar þyrfti að renna í
Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þess
að jafna tekju-
þörf sveitarfé-
laganna eftir
stærð skóla og
fjölda nem-
enda.
„Jafnframt
þarf að tryggja
að í slíkum
jöfnunarað-
gerðum sé fal-
in .hvatning til
hagræðingar í
rekstri hvers skóla og hagræðingar
í rekstri skóla á tilteknum svæðum
þannig að ekki væri í skjóli milli-
færslu úr Jöfnunarsjóði unnt að
halda úti mörgum skólum á tiltölu-
lega litlu svæði þar sem auðveldlega
mætti sameina skóla. Þetta gildir
ekki síður um þéttbýli en dreifbýli,“
sagði Sturla. Hann tók þó fram að
starfshópurinn hefði ekki gerttillögú
um breytta skipan skólahverfa.
Gulrót veifað framan í
kennara
Hver endanlegur kostnaður við
flutning grunnskólans verður mun
ekki síst ráðast af nýjum kjara-
samningi við kennara. Eiríkur Jóns-
son, formaður KÍ, hvatti til þess á
landsþinginu að gerður yrði nýr
kjarasamningur við kennara hið
fyrsta. Hann vitnaði til viðtals við
menntamálaráðherra í Morgunblað-
inu í vor þar sem ráðherra hvetur
kennara til að notfæra sér þau
þáttaskil sem verða með tilfærslu
grunnskólans til þess að bijótast
út úr núverandi launakerfi.
Eiríkur sagði að með þessu hefði
ráðherra verið að veifa gulrót fram-
an í kennara, en stuðningur þeirra
við tilfærslu grunnskólans er talinn
skipta miklu máli varðandi fram-
kvæmd málsins. Eiríkur sagði á
landsþinginu að þessa gulrót muni
kennarar reyna að sækja til sveitar-
stjórnarmanna. Hann hvatti þá
jafnframt til að ljúka gerð kjara-
samnings við kennara áður en ný
grunnskólalög yrðu samþykkt á
Alþingi í vetur. Hann benti sveitar-
stjórnarmönnum á að þeir hefðu
ekki tækifæri til að þrýsta á ríkið
um auknar skatttekjur eftir að
grunnskólaiög hefðu verið sam-
þykkt og vísaði þar til þess að nýr
kjarasamningur gæti leitt til auk-
inna útgjalda við rekstur grunnskól-
ans frá því sem nú er.
Iðnnemar
taka við
Bjamaborg
BRJÁNN Jónsson formaður
Iðnnemasambands íslands,
ávarpar gesti við afhendingu
félagsíbúða iðnnema í Bjarna-
borg en fyrsti íbúinn fékk af-
henta lykla í gær. í húsinu eru
15 misstórar tveggja her-
bergja leiguíbúðir fyrir fjöl-
skyldufólk í iðnnámi. í sam-
eign verður lesstofa fyrir
námsfólk, barnavagnageymsia
og sameiginlegt þvottahús. Þar
sem barnafólk hefur forgang
að íbúðum verður sérstakur
leiksalur fyrir þau og lóðin er
skipulögð sem leiksvæði. Mikil
áhersla hefur verið lögð á
ströngustu skilyrði bruna-
varna í húsinu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Flugfrakt
fær 900
þús. í styrk
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að styrkja Flugfrakt
hf. með 900 þús. króna fram-
lagi, sem greitt verður þegar
staðfest hefur verið að inn-
borgað hlutafé fyrirtækisins
hafi verið hækkað úr 400
þús. krónum í 1,3 milljónir.
í bréfi Samtaka fisk-
vinnslustöðva án útgerðar, til
atvinnumálanefndar Reykja-
víkur, en samtökin stunda
útflutning á ferskum fiski
með flugi, kemur fram að við-
ræður hafa staðið yfir um að
leggja fram jafn háa fjárhæð
í Flugfrakt hf. og atvinnu-
málanefnd. Mun endanleg
staðfesting liggja fyrir um
miðjan september.
Víkingalottó
1. vinning-ur
gekk ekki út
FYRSTI vinningur í Víkingal-
ottói gekk ekki út í gær og
því verður tvöfaldur 1. vinn-
ingur næsta miðvikudag. 1.
vinningur var alls 47.410.000
kr. og heildarupphæð vinn-
inga 49.440.496 kr.
Enginn var heldur með
annan vinning, þ.e. 5 réttar
tölur auk bónustölu, en tveir
hlutu þriðja vinning sem var
122.595 kr. og 222 hlutu
fjórða vinning og fékk hver
1.828 kr. í sinn hlut.
Solveig Lára
aftur til starfa
SÓKNARPRESTURINN í
Seltjarnarnesprestakalli tekur
að nýju við störfum í dag.
í fréttatilkynningu t'rá
Biskupsstofu segir að séra
Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir, sem verið hefur í leyfi frá
störfum frá því í maí síðast-
liðnum, muni taka við störf-
um að nýju þann 1. septem-
ber.
4 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jöfnunarsjóður settur á laggimar er sveitarfélög taka við rekstri grunnskóla
Utstímið tilvinn-
andi ef vel fiskast
Blaðamaður Morgunblaðsins,
Helgi Bjarnason, er nú um
borð í Runólfi SH 135 á leið í
Smuguna. Helgi heldur dagbók í
veiðiferðinní og munu dagbókar-'
brot hans birtast í Morgunblaðinu
næstu daga.
Þriðjudagur 30. ágúst:
Afrekssögur frá helginni
Erfítt er að láta tímann líða um
borð í skipum sem sigla í Smug-
una. Útstímið tekur Runólf SH
135 t.d. 5 sólarhringa. Strákamir
um borð segja að tilvinnandi sé
að sækja svona langt ef eitthvað
fiskast í Smugunni, en það geti
verið happdrætti.
Margir ungir strákar eru í áhöfn
Runólfs. Þeir bytjuðu ferðina með
því að skiptast á sögum um afrek
helgarinnar. Dijúgur hluti ferðar-
innar fer í svefn, svo mikinn að
einn af þeim éldri í áhöfninni er
farinn að hneykslast á því. Síðan
er tíminn drepinn með hefðbund-
inni afþreyingu, svo sem blaða-
lestri, brids og myndböndum.
Á mánudag var siglt framhjá
Jan Mayen. Eyjan er 28 mílna
Iöng milli oddanna og 8-9 mílna
breið þar sem hún er breiðust.
Snæfellingarnir segja að eyjan
minni þá mjög á Snæfellsnesið,
þar eru hólar, stakir klettar úti í
sjó, gatklettur, gígar og svo jök-
ull. Lítið sást til jökulsins vegna
þoku, en skipverjar sem hér fóru
framhjá í veiðiferðum í Smuguna
í fyrrahaust og fyrr í þessum
mánuði segja að hann sé mjög lík-
ur Snæfellsjökli. Jan Mayen er
reyndar mun hærri, eða 2.277
metrar. Skriðjöklar ganga niður í
Á sjókortum draga Norðmenn
landhelgislínu landsins fullar 200
mílur í áttina að Bjarnarey og
Hopen. Landhelgislína þeirra nær
upp á landgrunnið við Bjarnarey,
aðeins 12 mílur frá eyjunni. Ingi-
mar Hinrik Reynisson skipstjóri á
Runólfi SH, sem er að nálgast
þetta svæði á leið í Smuguna, seg-
ir að með þessu virðist Norðmenn
vera að taka sér stærri landhelgi
en sanngjarnt væri ef einhver ann-
ar en þeir hefðu gætt hagsmuna
Svalbarðaeyjanna.
Svæðið við Bjarnarey og Hopen
sem Norðmenn hafa helgað sér
með þessum hætti er gríðarlega
stórt og líklegt að þar séu fiskim-
ið. Islensku togararnir sem fóru
inn á Svalbarðasvæðið í sumar
voru einmitt að veiðum við Bjarna-
rey og hefðu væntanlega haft
meira svigrúm ef Bjarnarey hefði
stærra fiskverndarsvæði.
Ingimar Hinrik segir að íslenskir
stjórnmálamenn þyrftu að taka
þetta mál til meðferðar, hugsan-
lega að krefjast miðlínu milli
Bjarnareyjar og Noregs fyrir hönd
aðildarríkja Svalbarðasamningsins.
RUNÓLFUR SH 135 frá Grundarfirði er nú á leið i Smuguna.
sjó og vel sést í búðir Norðmanna
á eyjunni.
Miðvikudagur 31. ágúst:
Miðlína breytir landhelgi
Norska landhelgin nær fullar
200 sjómílur í áttina að Bjarnarey
og Hopen sem teljast til Svalbarða
en miðlína er ekki látin ráða, eins
og t.d. milli íslands og Jan May-
en. Ef miðlína gilti myndi norska
landhelgislínan færast inn um
tæpar 100 mílur og Svalbarða-
svæðið sem Norðmenn hafa ekki
eins góð tök á stækka sem því
nemur.