Morgunblaðið - 01.09.1994, Side 8

Morgunblaðið - 01.09.1994, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svalbaröadeilan: Norðmenn sagðir tilbúnir til viðræðna í nóvember Getið þið ekki reynt að vera til friðs rétt á meðan ég er að gabba lýðinn í ESB . Myndlyklaskipti á næstu vikum á Stöð 2 Ekkí fjármögnuð með hærri áskriftargjöldum HAFIST VERÐUR handa við dreif- ingu nýrra myndlykla Stöðvar 2 uppúr mánaðamótum og á dreifingu að vera lokið um mitt næsta ár. Jafet S. Ólafsson, útvarpsstjóri, segir að 450 milljóna króna fjárfest- ing vegna verkefnisins verði ekki fjármögnuð með hærri áskriftar- gjöldum. Með tæknilega fullkomn- ari myndlyklum væri hægt að koma í veg fyrir myndlyklaþjófnað og ólöglegar fjöltengingar. Jafet sagði einfalda ástæðu fyrir skiptunum. „Tækniþróun hefur orð- ið það ör að gamli myndlykillinn er orðinn úreltur. Framleiðslu hans hefur verið hætt. Varahlutir eru ófáanlegir eins og stendur og við- gerðir mjög dýrar,“ sagði Jafet. Hann sagði að komið hefði verið til móts við áskrifendur með fríum viðgerðum og nú væri áskrifendum afhentur annar og betri myndlykill án greiðslu, endur- eða skilagjalds. Ekki þarf að slá inn lykilnúmer heldur er það lesið sjálfkrafa inn í Morgunblaðið/Þorkell SIGURÞÓR Jónsson, starfs- maður tölvudeildar, sýnir fram á kosti nýja myndlykils- ins. Hann skilar m.a. betri mynd en sá gamli. Til hliðar við Sigurþór stendur Jafet Ólafsson útvarpsstjóri. myndlykilinn eftir að áskriftardeild Stöðvar 2 hefur borist staðfesting um greiðslu áskriftargjalds. Mynd- lyklinum fylgir fjarstýring, hægt er að setja barnalæsingu á tilteknar rásir, skjámynd er skýrari og víðómur tekur við af einóma hljómi þar sem slík útsending næst. Inn á rúman helming heimila Um 400 manns koma að mynd- lyklaskiptum hjá 52.000 áskrifend- um Stöðvar 2. Byijað verður á Akranesi mánudaginn 5. september og síðan hefst dreifing á Suður- landi mánudaginn 26. september. Dreifingunni lýkur á höfuðborgar- svæðinu þar sem hún hefst 6. nóv- ember. Áskrifendum verða póstsendar upplýsingar um tilhögun afhending- ar á hvetju svæði. Eftir að lyklinum hefur verið dreift á hvert svæði' verður ekki hægt að ná læstri dagskrá Stöðvar 2 í gegnum gamla myndlykilinn. SAMKEPPNI Við leitum að frumlegasta myndefninu í lit. Kynntu þér reglurnar hjá okkur og taktu þátt í spennandi samkeppni. Skilafresturertil 20. september nk. SAMKEPPNI Tæknival Skeifunni 17 - Sími 681665 * -P SS 70 ára afmæli Rauða kross íslands Því miður fer þörf- in ekki minnkandi Guðjón Magnússon Rauði kross íslands á 70 ára afmæli á þessu ári. Að sögn Guðjóns Magnússonar, formanns RKÍ, eru félags- menn nú um 18.000 talsins og starfa þeir í 50 deildum um land allt. Stærsta verk- efni deildanna eru sjúkra- flutningar en önnur verk- efni eru ótalmörg og margvísleg, bæði hér heima og á alþjóðlegum vettvangi Aðalfundur fé- lagsins verður haldinn um næstu helgi í. Suður- nesjabæ. - Hvers konar hreyfing er Rauði krossinn? „Sérstaða Rauða kross- ins miðað við önnur þýð- ingarmikil félög er sú að hann starfar skv. alþjóða- lögum sem kveða á um að aðeins eitt félag sé starf- rækt í hveiju landi. Forsenda fyr- ir því að hægt sé að viðurkenna félag er að það starfi í sjálfstæðu ríki. Rauða kross-félög eru skyldug til að hjálpa hvert öðru þegar eftir er leitað og vá steðjar að. Þessa höfum við notið, einkum í Vestmannaeyjagosinu 1973 þeg- ar hingað bárust framlög frá íjölda Rauða kross- og Rauða hálfmána-félaga um allan heim. Annað einkenni Rauða kross- hreyfingarinnar er hlutleysi. Hún tekur ekki þátt í eða hefur af- skipti af pólitískum deilum né tekur afstöðu til þeirra. Þriðja höfuðatriðið í starfinu er að hreyf- ingin starfar í þágu mannúðar." - Hvernig var upphaf starfs Rauða krossins hér á landi? „Rauði kross íslands var form- lega stofnaður 10. desember 1924 í Eimskipafélagshúsinu og var Sveinn Björnsson, síðar forseti, fyrsti formaður hans. Starfsemin fór mjög vel af stað. Eftir eitt ár var félagatalan komin í tæp- lega 1.400 oggengu læknanemar ötullega fram við að afla nýrra félaga sem voru af öllu landinu. Félagið fór mjög fljótt í að st.yðja við sjómenn og á eins árs afmæl- inu voru þeir fjölmennasta stéttin í félaginu." - Hver eru heistu verkefnin nú? „Stærstu verkefnin eru sjúkra- flutningar, neyðarvarnir skv. samningi við Almannavarnir rík- isins, og skyndihjálp. RKÍ hefur forystu í skyndihjálparfræðslu og er ábyrgur fyrir útgáfu á kennslu- efni og námskeiðahaldi fyrir leið- beinendur. RKÍ hefur gert kennsluefni sem er til afnota fyr- ir grunnskóla og það nýjasta er tölvuforrit. Með því verður hægt að læra grunnatriði í skyndihjálp.“ Guðjón nefnir fjöl- mörg önnur verkefni, m.a. aðstoð við aldr- aða og sjúka, flóttamannahjálp, Rauða kross-húsið, símaþjónustu, sjúkrahótel, athvarf fyrir geð- sjúka, viðamikið fræðslustarf og starf kvennadeildar. - Hvernig er aiþjóðastarfinu háttað? „Alþjóðastarfið skiptist í tvennt, annars vegar neyðarað- stoð og hins vegar þróunaraðstoð. Við reynum að svara um 50 beiðn- um um neyðaraðstoð á ári sem berast frá landsfélögum í gegnum alþjóðahreyfinguna og sendum 25-30 íslendinga utan á hveiju ári. Undanfarið hefur mikið starf verið unnið í fyrrum Júgóslavíu og einnig til aðstoðar flóttamönn- um frá Rúanda. ► Guðjón Magnússon fæddist 4. ágúst 1944 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1964 og lauk læknaprófi frá Háskóla Islands 1971. Hann stundaði fram- haldsnám í Skotlandi og Sví- þjóð og tók doktorspróf frá Karolinska Institutet í Stokk- hólmi 1980. Guðjón var aðstoð- arlandlæknir frá 1980-90, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- ráðuneyti frá 1990. Hann var kosinn í stjórn Rauða kross Is- lands 1982, var varaformaður 1983-85 og hefur verið for- maður frá 1986. Guðjón er kvæntur Sigrúnu Gísladóttur, skólastjóra Flataskóla. Þau eiga þijá syni. Þróunaraðstoðin felst meira í langtímaverkefnum. Þar höfum við í allmörg ár verið með stórt verkefni í Eþíópíu auk verkefna á Fiji-eyjum, Grenada, í Leshoto og Gambíu.“ - Verða boðaðar nýjar áherslur á 70 ára afmælinu? „Það sem við höfum verið að leggja áherslu á undanfarin ár er eiginlega komið í miðpunktinn, en það er á þá sem minnst mega sín í samfélaginu, t.d. geðsjúka, fanga og alnæmissjúklinga. Við viljum þó athuga með hvaða hætti við getum stutt betur við aðra hópa sem minna mega sín í sam- félaginu og ætlum í því skyni að gera könnun á hverjir minnst mega sín í íslensku þjóðfélagi." - Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér, fer þörfin fyrir starf Rauða krossins minnkandi? „Því miður er ekki svo. Átök hafa blossað upp víða í A-Evrópu og þar leikur Rauða kross-hreyfingin afar stórt hlutverk. Við sjáum hvað er að gerast í Afríku og hvílík hætta er á að átök breið- ist þar út. Við vitum að fjöldi þeirra sem þarf á aðstoð vegna náttúruhamfara að halda eykst stöðugt og er kominn í um 300 milljónir á ári. Við sjáum vanda- málin heima fyrir. Við búum við vaxandi ofbeldi og vaxandi ein- angrun í þjóðfélaginu. Við sjáum að börnin okkar eru allt of oft alin upp við ótryggar aðstæður og að slysatíðni þeirra er hér hærri en eðlilegt er. Þetta kallar á að við hugum betur að fjölskyld- unni, búum uppalendum betri aðstæður og börnunum betri framtíð," segir Guðjón Magnús- son. Áhersla á að aðstoða þá sem minnst mega sín

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.