Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 9
FRETTIR
Undirbúin
síldarvertíð
Neskaupstað. Morgunblaðið.
UNDIRBÚNIN GUR fyrir síldar-
vertíð er nú að komast í fullan
gang í Neskaupstað. M.a. þarf
að þvo tunnurnar sem síldin var
send í á erlenda markaði eftir
síðustu vertíð en hluti þeirra
kemur til baka. I ár eru þetta 8
þúsund tunnur og þvo félagar
úr knattspyrnudeild Þróttar
tunnurnar.
Opinn fund- IWý sending af
ur um við- náttfatnaöi frá
skipti við 'Ii » M £. .li?! Mám 1; <*P LadyPirola
Rússland
VEGNA breyttra aðstæðna í Rúss- landi hafa á undanförnum árum
verið að opnast þar nýir markaðir
fyrir vörur, þjónustu og ýmsa verk-
takastarfsemi vegna uppbygging-
ar og endurnýjunar mannvirkja og
framleiðslufyrirtækja. Nú þegar
hafa nokkur íslensk fyrirtæki hasl-
að sér völl í Rússlandi og starfsemi
þeirra þar að festa rætur.
Þar sem sendiherra íslands í
Moskvu, Gunnar Gunnarsson, er
staddur hér á landi, bjóða iðnaðar-
: og viðskiptaráðuneytið og Útflutn-
ingsráð íslands til fundar, þar sem
Gunnar mun ræða ný viðhorf,
breytt viðskiptaumhverfi og mögu-
leika á auknum viðskiptum íslend-
inga á Moskvusvæðinu.
Sendiherra Rússlands ræðir
viðhorf og stefnu
Einnig mun sendiherra Rúss-
lands í Reykjavík, Yuri A. Res-
hetov, segja frá stefnu stjórnvalda
og viðhorfum þeirra gagnvart nýj-
um leiðum í viðskiptum. Iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, Sighvatur
Björgvinsson, mun ávarpa fundinn,
en hann hefur sýnt mikinn áhuga
og skilning á mikilvægi þess að
greiða fyrir auknum viðskiptum
við þetta svæði, segir í fréttatil-
kynningu.
Fundurinn verður föstudaginn
2. september kl. 8.30-10.30 í Skála
Hótels Sögu. Að loknum framsögu-
erindum verða umræður og fyrir-
spurnum svarað. Það er vonandi
að íslenskir athafnamenn noti
þetta tækifæri til að fræðast um
þennan stóra markað sem vafa-
laust mun verða aðgengilegri og
opnari er fram líða stundir.
I
I
I
I
1 Vinnuvernd
9 í verki
I
Þrefalt öryggi:
Stáltá,
stálþynna í sóla
og það nýjasta er
slithetta á tá!
dxyMjMnMi
Skeifan 3h - Sfmi 81 26 70 ■ FAX 68 04 70
VERSLUN TIL SOLU
Til sölu skemmtileg verslun
með gamla muni, antik og minjagripi.
Upplýsingar I síma 28222 og 17296