Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
BAR
OPIÐ:
miövikudaga: 20:00 - 01:00
fimmtudaga: 20:00 - 01:00
föstudaga: 20:00 - 03:00
laugardaga: 20:00 - 03:00
sunnudaga: 20:00 - 01:00
College block 5 í pakka
Faxpappír 30 m
Mappa m/glærri forsíðu
Pegar viö spörum - sparar þú
Opiðallavirkadaga
11.30-18.30 í Skeifunni 11.
Sími: 882888.
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Meiri tekjur og verk-
efni til sveitarfélaga
EITT stærsta hagsmunamál sveitar-
félaga er að þau fái fleiri verkefni
og auknar tekjur, sagði Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, í setningar-
ræðu á landsþingi sambandsins sem
haldið er á Akureyri. „Það er ein
heista forsenda þess, að árangur
náist í byggðamálum, að treysta
byggð í landinu og koma í veg fyrir
byggðaröskun."
Vilhjálmur minnti á að til að efla
sveitarfélögin, styrkja sjálfsforræði
þeirra og færa til þeirra fleiri verk-
efni væri nauðsynlegt að gott sam-
starf væri milli ríkis og sveitarfé-
laga, byggt á gagnkvæmu trausti.
„Bæði ríkisstjórnir og sveitarstjómir
eru fulltrúar fólksins," sagði hann.
„Þessi stjómvöld eiga miklu fremur
að vera samheijar en andstæðingar,
samheijar sem þurfa að ná samstöðu
um eðlilega skiptingu verkefna og
tekjustofna. Ég get fullyrt, að þetta
er almennur vilji fulltrúa ríkis og
sveitarfélaga og þegar litið er til
lengri tíma, þá hefur samvinna og
samstarf þessara stjórnsýslustiga
oftast verið með ágætum."
Álögur á sveitarfélög
Því væri þó ekki að leyna, sagði
hann, að við undirbúning og gerð
fjárlaga ríkisins hveiju sinni komi
nánast alltaf fram tillögur um álögur
á sveitarfélögin eða hugmyndir um
að skerða þurfí Iögbundna tekju-
stofna þeirra. „Ríkisvaldið virðist
stundum líta þannig á, að undir viss-
um kringumstæðum geti það snið-
gengið samkomulag, sem það hefur
gert við sveitarfélögin," sagði hann.
„Slík vinnubrögð leiða til alvarlegs
trúnaðarbrests milli sveitarfélaganna
og ríkisvaldsins."
Sagði hann að tillögur þar að lút-
andi hafi þó ekki náð fram að ganga,
en hlutdeild sveitarfélaga í löggæslu-
kostnaði ríkisins sé dæmi um þving-
unaraðgerð löggjafarvaldsins í garð
sveitarfélaga og í raun bein fjárhags-
aðstoð við ríkissjóð.
Næstu skref til sameiningar
Viljálmur sagði það hlutverk lands-
þingsins að ákveða næstu skref í sam-
einingu sveitarfélaga og flutning
verkefna og tekjustofna til þeirra. I
því starfi væri nauðsynlegt að sveit-
arstjómarmenn væru samstíga til
þess að ekki yrðu tvær tegundir sveit-
arfélaga í landinu með mismunandi
verkefni. Ljóst væri að framvinda í
sameiningarmálum réðist fyrst og
fremst af vilja sveitarstjómarmanna
og annarra íbúa sveitarfélaganna.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson flytur setningarræðu þings Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri i gær. Við háborðið silja
Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra og Þórður Skúla-
son, framkvæmdastjóri sambandsins.
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
HELGI Vilberg sýnir 14 akrilverk á sýningu sem opnuð verður
í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn, en sjö ár eru síðan
hann sýndi síðast í heimabæ sínum. I vestursal safnsins sýnir
Jón Sigurpálsson gólf- og veggmyndir.
Tvær sýningar opnaðar í Listasafninu
Helgi Vilberg og Jón
Sigurpálsson sýna
TVÆR myndlistasýningar verða
opnaðar í Listasafninu á Akur-
eyri laugardaginn 3. september.
í vestursal sýnir Isfirðingurinn
Jón Sigurpálsson, en í tveimur
sölum, austur- og miðsal, sýnir
heimamaðurinn Helgi Vilberg
verk sín.
Sjö ár eru síðan Helgi efndi
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Þórsarar Akureyrarmeistarar
ÞÓRSARAR urðu Akureyrarmeistarar árið 1994, en þeir sigr-
uðu KA-menn í leik í fyrrakvöld með þremur mörkum gegn
tveimur. Þórir Áskelsson, Júlíus Tryggvason og Bjarni Svein-
björnsson skoruðu mörk Þórs, en Höskuldur Þórhallsson og
Þorvaldur Sigurbjömsson skomðu fyrir KA. Að vonum ríkti
mikill fögnuður í herbúðum Þórsara eftir leikinn og bikamum
var að sjálfsögðu hampað eins og vera ber við þetta tækifæri.
síðast til einkasýningar á Akur-
eyri. Helgi, sem er fæddur árið
1951, hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga, en sýningin í Lista-
safni Akureyrar er fimmta
einkasýning hans. Hann hefur
unnið að myndlist og gefið sig
að málefnum myndlistarinnar í
bænum um langt árabil, en frá
árinu 1977 hefur hann gegnt
starfi skólastjóra Myndlistar-
skólans á Akureyri.
Staðið í ströngu
„Ég hef staðið í ströngu í mínu
starfi siðustu ár, uppbyggingin í
Grófargili hefur tekið mikinn
tíma, en á þeim vettvangi hefur
verið í mörgu að snúast. Nú er
ég kominn á beinu brautina aftur
og hyggst sinna þessu hugaðar-
efni mínu sem er eigin listsköpun
og því kann ég ákaflega vel,“
sagði Helgi Vilberg í samtali við
Morgunblaðið.
I vestursal Listasafnsins á
Akureyri sýnir Jón Sigurpálsson
gólf- og veggmyndir sem allar
eru frá þessu ári. Hann er fædd-
ur árið 1954 og nam myndlist við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands og í Amsterdam í Hollandi
á árunum 1974 til 1984. Jón hef-
ur tekið þátt í fjölmörgum sam-
sýningum heima og erlendis. Jón
er búsettur á ísafirði þar sem
hann ásamt öðrum hefur staðið
að hinu þekkta galleríi, Slunka-
ríki.
Sýningin stendur til 28.
september næstkomandi og er
Listasafnið opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 14 til 18.
Forráðamenn POB um bótakröfu
útgefenda Árbókar Akureyrar
Ásakanir
vísað
{ FRAMHALDI af frétt í Morgun-
blaðinu í gær um bótakröfu útgef-
enda Árbókar Akureyrar á hendur
prentsmiðjunni POB óskuðu for-
ráðamenn hennar að eftirfarandi
kæmi fram:
„Þegar við upphaf prentvinnslu
bókarinnar bentum við útgefendum
á ófullkomna skönnun mynda í bók-
inni og vísum algerlega á bug öllum
ásökunum um gallaða prentvinnslu
af okkar hálfu. Tekið var við verk-
inu frágengnu af þeirra hálfu og
það vita útgefendurnir. Prentsmiðj-
an getur ekki tekið ábyrgð á göllum
sem rekja má til vinnu utan hennar
og teljum við að þarna hljóti að
um galla
ábug
ligga að baki aðrar ástæður, seni
við ekki þekkjum.
Háar fjárkröfur útgefenda á
hendur prentsmiðjunni eru órök
studdar og óskiljanlegar.
Starfsfólk POB leggur metnað
sinn í að verk séu faglega unnin
eins og fjöldi ánægðra viðskiptavina
getur vitnað um. í þessu leiðinda'-
máli er því aðeins vegið að starfs-
heiðri prentsmiðjunnar og starfs'-
fólks hennar.
Við skiljum ekki hvað útgefend-
um gengur til með slíkum málflutn1
ingi og fjárkröfum á hendur okkar
og erum á móti Qölmiðlaleik sem
þessum."
ptargmiMafrife
- kjarni málvinv!
Leður
skrilborðsstóll
19.90
Sláturtíð hefst í næstu viku
Mikil ásókn í störf
SLÁTURTÍÐ hjá sláturhúsi
Kaupfélags Eyfirðinga á Akur-
eyri hefst í næstu viku, 8. sept-
ember, og stendur hún fram í
miðjan október. Slátrað verður
rúmlega 35 þúsund fjár, sem er
svipaður fjöldi og var í fyrra, en
þó ívíð meira, að sögn Óla Valdi-
marssonar sláturhússtjóra.
Mikil ásókn var í störf við slát-
urhúsið, en reiknað er með að
um 110 manns muni starfa þar
í sláturtíðinni. „Við þurfum ekk-
ert að auglýsa eftir fólki, það
skilar sér og í raun hafa miklu
fleiri sótt um störf hér en við
getum ráðið,“ sagði Óli.