Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Saumanámskeið með nýstáiiegu sniði NANNA Lovísa Zophoníasdóttir, klæðskerameistari, heldur í vetur saumanámskeið með nýstárlegu sniði. Fyrirkomulag er með þeim hætti að þátttakendur fjárfesta í saumakortum, sem þeir geta nýtt sér þegar þörf krefur. Menn eru því ekki bundnir við fyrirfram ákveðna mætingatíma. Hvert kort gildir í sex skipti á tíma- bilinu frá september til maí. í hvert skipti mætir fólk í þijá klukkutíma í senn frá klukkan 20 til 23 á kvöld- in eða frá klukkan 9 til 12 á morgn- ana. Er nauðsynlegt að panta tíma með l-2ja daga fyrirvara. Að sögn Nönnu Lovísu eru aldrei fleiri en fimm í hveijum hópi. í vetur hefur hún fengið inni í húsnæði Vogue í Skeifunni, en sú verslun gefur kort- höfum 10% afslátt af efnum og saumavörum. Þá er Nanna Lovísa með kennsluaðstöðu heima hjá sér að Tjamarbraut 15 í Hafnarfírði. Hvert saumakort kostar 7.500 kr. og fæst 10% afsláttur ef saman kem- ur heill hópur. Nanna segir að með saumakortunum ætti að vera hægt að koma í veg fyrir ókláraðar flíkur inni í skápum því fólk gæti mætt þegar því hentaði og þyrfti á aðstoð að halda. Ræktin er fyrir þig l.flokks uekjttsalur með nýjum tœkjum frá Competition Line - eróbikk salur á dýnu - nýjir kennarar og timar í eróbikk - námskeið gegn umframþyngd - ókeypis bamapössun - vatnsgufa - nuddpottur - Ijósabekkir Súrsað græn- meti er gott til bragðbætis NÚ ER grænmetistíminn í há- marki og mikið og gott úrval af grænmeti er í búðunum á góðu verði. Mörgum finnst súrsað grænmeti vera gómsætt, sérstak- lega með karríréttum og sem við- bit og á samlokur. Nú er tilvalið að nota tækifærið og prófa að súrsa grænmeti. I matreiðslubók- inni Grænt og gómsætt er mælt með að súrsa grænmeti, „pikkles", og að gera kryddmauk, „chutney“. Þar er sagt að saxa megi ýmsar tegundir af súrsuðu grænmeti og setja saman við olíusósur. Ekki þarf að hafa sérstakar krukkur til að setja súrsað græn- metí í, nota má allar krukkur ef þær eru sótthreinsaðar. Ymsar fjölbreyttar og forvitnilegar upp- skriftir að súrsuðu grænmeti og kryddmauki eru í bókinni. Þegar grænmeti er súrsað, er notað epla- edik, salt og ýmsar samsetningar af kryddi og öðrum bragðefnum, og soðið í 20-30 mínútur, kælt og lokað þétt í krukku. 1VEKT1N! FROSTASKJÓU 6 • SlMI: 12815 OG 12355 Morgunblaðið/Kristinn EIGENDUR Myndbandaskólans í Hagavík eru þeir Karl Jóhanns- son og Sverrir Ármannsson og sjást hér á myndinni. Tölvunám óháð stað o g stund Ræktin Frostaskjóli 6 býður nú upp á stærri og viðameiri vetrardagskrá en áður. Fjölbreyttir tímar í eróbikk fyrir byrjendur, lengra komna og þá sem em í góðu formi en vilja samt meira. Einn besti tækjasalur iandsins stendur þér til boða, m.a. nýr tækjahringur frá Qjmpctition Line og nýjir fullkomnir þrekstigar. Þjálfari í tækjasal er þér til aðstoðar á meðan æfingum stendur. Námskeið gegn umframþyngd hefjast 5. og 6. sept. Nánari skýringar sjást í auglýsingu annarsstaðar í blaðinu. Ókeypis barnapössun stendur þér til boða á meðan æfingum stendur. Hjá okkur ættir þú að finna eitthvað við þitt hæfi. Komdu í heimskókn eða hringdu í Ræktina og fáðu nánari upplýsingar. MEÐ tilkomu tölvuvæðingar á flest- um sviðum þjóðlífsins má segja að menn séu ekki lengur gjaldgengir á hinum almenna vinnumarkaði nema að kunna skil á tungumáli tölvunn- ar. í boði eru fjölmargir menntunar- möguleikar á þessu sviði sem flestir eru háðir því að sækja þarf nám ýmist í hefðbundinn dag- eða kvöld- skóla. Komin er fram nýjung á sviði tölvukennslu hérlendis sem felst í því að hægt er að stunda tölvunám- ið heima í stofu og það án þess að þurfa að mæta á tilteknum tíma ein- hvers staðar út í bæ. Menn ráða með öðrum orðum ferðinni algjör- lega sjálfir, óháðir stað og stund. Um er að ræða tölvukennslu á myndbönduim Þeir Karl Jóhannsson og Sverrir Ármannsson stofnuðu hlutafélagið Hagavík hf. um áramót og. hafa síðan þá unnið að gerð ís- lensks kennsluefnis, sem sniðið er að þörfum íslenskra tölvunotenda. Tölvuskólann sinn kalla þeir Mynd- bandaskólann og eru þeir nú í fyrsta sinn að markaðssetja efnið. Þetta kennsluform hefur að undanförnu rutt sér til rúms víða um heim og þykir henta einkar vel sakir sveigj- anleika og hagkvæmni. í boði eru fjölmargir titlar þar sem kennd er notkun flestra þeirra hug- búnaðarkerfa, sem nú eru í notkun. Námskeiðin skiptast í einn eða fleiri hluta, sem hver um sig er brotinn upp í sjálfstæðar einingar. Lengd hvers hluta eða myndbands er á bil- inu einn tii einn og hálfur klukku- tími. Ekki er nauðsynlegt að hafa tölvu við höndina þegar horft er á námskeiðin því að efninu fylgja til- búnir minnispunktar í formi heftis sem nota má síðar meir þegar sest er við tölvuna. Hveiju námskeiði fylgir tímatafla, sem nota má til að fara beint inn í ákveðin efnisatriði. Notandinn getur því ýmist horft á námsefnið í heild eða aðeins það, sem vekur áhuga hveiju sinni. Vinnutap og kostnaður Karl og Sverrir segja að hingað til hafi starfsmenn fyrirtækja staðið frammi fyrir því að fara á hefðbund- in tölvunámskeið sem haft hefur bæði vinnutap og töluverðan kostnað í för með sér. „En með því að setja námskeiðin á myndbönd geta fyrir- tækin keypt þau í eitt skipti fyrir öll og látið sama námskeiðið ganga á milli allra sinna starfsmanna. Starfsmennirnir geta með öðrum orðum fengið námskeiðin með sér heim og horft á þau fyrir framan sitt eigið sjónvarp með kaffibolla í hendi þegar þeim hentar. Fyrir utan það geta þeir valið þá kafla, sem þeir þurfa að læra, í staðinn fyrir að sitja undir einhverjum fyrirlestr- um, sem þeir hafa ekkert með að gera. Og hvað varðar upprifjun þá er lítið mál að spóla myndbandið til baka ef svo ber við. Þetta kennslu- fyrirkomulag er til dæmis mjög gott fyrir þá, sem ekki vilja opinbera vankunnáttu sína. Þeir eru örugg- lega fjölmargir, sem sitja í háum söðli án þess að kunna skil á tölvu- máli. Treysta fremur á undirmenn- ina, sem eru þá mun færari á þeim vettvangi." Námskeið eru mislöng, frá einni og upp í 3 spólur, sem hver tekur einn til einn og hálfan tíma í flutningi. Nú þarf ekki lengur að sækja tölvunámið út í bæ. Hægt er að stunda það heima í stofu á hraða, sem maður velur sér sjálfur. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér starfsemi Mynd- bandaskóla Hagavíkur Þrjár leiðir Þeir félagar segja að það séu til þijár leiðir til þess að læra á tölvur. I fyrsta lagi með því að kaupa sér bækur og fikta sig áfram sem sé bæði seinvirk og ómarkviss leið. I öðru lagi með því að fara á tölvun- ámskeið í hefðbundnum skóla og í þriðja lagi sé myndbandaleiðin nú til staðar. Hver hluti kostar 4.980 krónur. Sem dæmi má nefna er Microsoft Windows í einum hluta. Microsoft Word og Word Perfect eru í tveimur hlutum og kosta því 9.960 kr. Sem dæmi um námskeið, sem eru á þremur myndböndum, eru Microsoft Excel og Lotus á 14.940 kr. Fjöldi annarra myndbandanám- skeiða eru einnig í boði. Námskeið Myndbandaskólans hafa m.a. verið prufukeyrð í íslands- banka við góðan orðstír. Að sögn Karis skiptir það fyrst og l'remst máli að notandinn njóti góðs af og læri eitthvað. Flottar umbúðir skipti aftur á móti minna máli ef ekkert gagn er af innihaldinu. Með þetta að leiðarljósi hafi þeir félagar fyrst og fremst unnið. „Þessa dagana stöndum við í því að sannfæra fyrir- tæki um að myndbandaformið sé göfug og góð leið til þjálfunar starfs- fólks á viðhlítandi hátt enda má segja að hin hefðbundna námskeiðs- aðferð, sem rekja má til forn- Grikkja, sé fyrir löngu orðið úrelt fyrirbæri með tilkomu tækninnar. Til hvers að vera að safna saman tugum manns í einn sal og mata þá alla með sömu skeiðinni þegar þægi- legri og kostnaðarminni möguleiki býðst?“ t I I r I i I Í Í L ■ B 1 I i í i í I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.