Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
ERLENT
MORGONBLAÐIÐ
Afstýrði
Bossi upp-
reisn?
SAKSÓKNARAR á Norður-
Ítalíu sögðust í gær hafa hafið
rannsókn á því hvað hæft
væri í staðhæfingum Umbert-
os Bossis, leiðtoga Norður-
sambandsins, um að hann
hefði afstýrt vopnaðri uppreisn
á meðal fylgismanna sinna í
bænum Bergamo 1986-87.
Lögreglan kvaðst ekki vita til
þess að legið hefði við uppreisn
og nokkrir félagar í Norður-
sambandinu vefengdu ummæli
leiðtogans, töldu þau ýkjur.
Lík Sómala í
N-Rússlandi
FIMM Sómalir hafa fundist
frosnir í hel í Norður-Rúss-
landi, um 100 km austan við
norsku landamærin. Flótta-
menn hafa stundum reynt að
ganga yfir óbyggðirnar til
Noregs.
Stofnar Ham-
as flokk?
HAMAS, hreyfing herskárra
múslima, íhugar nú að stofna
stjórnmálaflokk fyrir kosning-
arnar á sjálfstjómarsvæðum
Palestínumanna, sem stefnt
er að í desember. Forystumenn
í hreyfingunni hafa viðurkennt
að áhrif hennar hafi minnkað
á svæðunum eftir að Yasser
Arafat, leiðtogi helsta keppi-
nautarins, Frelsissamtaka Pal-
estínumanna (PLO), sneri aft-
ur á Gaza-svæðið. Hamas er
andvígt _ friðarsamkomulagi
PLO og ísraela.
Japönsk skip
flæmd í burtu
RÚSSNESKA strandgæslan
skaut í gær viðvörunarskotum
upp í loftið til að flæma í burtu
japönsk fiskiskip sem stefndu
inn í landhelgi Rússlands. 50
skip höfðu siglt í átt að Kúril-
eyjum, sem Rússar og Japanir
deila um. Þijú þeirra stefndu
inn í lögsöguna en sneru við
eftir viðvörunarskotin.
Alsírskir
fangar á brott
YFIRVÖLD í Frakklandi
fluttu 20 af 26 Alsírbúum, sem
hafa verið þar í haldi eftir dráp
á fimm Frökkum í Algeirsborg
í ágúst, úr landí í gær, en
ekki var skýrt frá því hvert
þeir fóru. Þeir voru ekki send-
ir heim, þar sem það hefði
stefnt þeim í hættu.
Misnotaði
síma forsetans
ALBANI nokkur hefur verið
handtekinn fyrir að hafa tengt
síma sinn inn á símalínu Salis
Berisha, forseta Albaníu, í
sumarbústað hans til að tala
við ættmenni sín í Grikklandi.
Maðurinn greip til þessa ráðs
þar sem hann hafði áhyggjur
af brottvísun ólöglegra alb-
anskra innflytjenda frá Grikk-
landi. Berisha hafði gefið út
sérstaka tilskipun til að
stemma stigu við slíkri mis-
notkun, sem er orðin landlæg
í Albaníu.
Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna fagna brottflutningi rússneskra hersveita: &
Getum loks ráðið
örlögum okkar sjálf
Riga, Palanga. Reuter.
LEIÐTOGAR Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og
Litháen, sögðu í gær í tilefni þess að síðustu hersveitir Rauða hers-
ins voru fluttar brott, að í fyrsta sinn frá árinu 1940 gætu þjóðirnar
ráðið örlögum sínum sjálfar. Loks væri hægt að segja að áratuga
hersetu væri lokið. „Þetta er stórmikilvægur dagur fyrir löndin okk-
ar þijú, nágrannaríkin og Evrópu alirar. Endurómun seinna stríðsins
hefur loks dáið út,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna.
Reuter
Pakkar saman
NÍKOLAJ Savoushkín yfirflotaforingi rússneska flotans í Eist-
landi tekur einkennisföt sín áður en hann yfirgefur höfuðstöðv-
ar flotans í Tallinn í síðasta sinn.
„Ég hef enga trú á því að við
höfum leyst allan öryggisvanda
Eystrasaltsríkjanna," sagði Juri
Luik utanríkisráðherra Eistlands á
blaðamannafundi eftir fund utan-
ríkisráðherra Eystrasaltsríkjanna
þriggja með starfsbræðrum sínum
frá Norðurlöndunum fimm í Pa-
langa í Litháen í gærmorgun.
„Ljóst er að það eru pólitísk öfl í
Rússlandi sém vilja endurreisa
Sovétríkin og það út af fyrir sig
skapar vissa ógn,“ sagði Luik.
Algirdas Brazauskas forseti Lit-
háen bauð ráðherrunum til há-
degisverðar og sagði brottflutning
rússnesku heijanna „mikilsháttar
áfanga“ sem Norðurlöndin hefðu
átt mikinn þátt í að ná fram.
Væri nú búið að ryðja úr vegi
ákveðinni uppsprettu tortryggni
og spennu á Éystrasaltssvæðinu.
Umhverfisspjöll
Talsmaður rússneska varnar-
málaráðuneytisins sagði að gert
væri ráð fyrir að síðustu hersveit-
irnar í Lettlandi og Eistlandi færu
yfir rússnesku landamærin klukk-
an 21 að íslenskum tíma í gær-
kvöldi. Brottflutningi herja frá Lit-
háen lauk fyrir ári. Reyndar verða
um 800 hermenn og óbreyttir
Rússar eftir í ratsjárstöðinni í
Skrunda í Lettlandi næstu fjögur
árin í samræmi við samninga um
heimkvaðningu rússnesku her-
sveitanna.
Girts Lukins umhverfisráðherra
Lettlands sagði að gífurleg um-
hverfisspjöll hefðu hlotist af veru
Rauða hersins. Ástandið hefði ekki
verið kannað til hlítar en kostnaður
yrði vart undir 10-15 milljörðum
dollara, jafnvirði 700 tii 1.050
milljai'ða íslenskra króna.
Neita að borga
„Rússar segja að þetta sé okkar
vandi og að við verðum sjálfir að
bera kostnaðinn," sagði Lukins.
Alls fóru 100.000 hektarar lands
undir stöðvar hersins í Lettlandi
og er talið að bijóta þurfi tvo þriðju
þess og endurrækta frá grunni
vegna jarðvegsmengunar. Sums
staðar er óttast að mengun af völd-
um olíu og þungmálma ógni
drykkjarvatnsforða. Hafa Lettar
sett fram kröfur um skaðabætur
en á móti hafa Rússar krafist borg-
unar fyrir hernaðarmannvirki sem
þeir skildu eftir.
Skipum sökkt
Einna verst er ástandið í fyrrum
flotastöð í Liepaja sem Rússar yf-
irgáfu í algerri óreiðu fyrir mán-
uði. Þar er ekki eingungis óbærileg
jarðvatnsmengun heldur er höfnin
full af skipsflökum. „Þetta eru
fyrst og fremst gömul og gagnslít-
il skip. Þeir tóku úr þeim vélarnar
og sökktu þeim svo af hreinum
ásetningi," sagði Lukins.
I gær fóru síðustu rússnesku
hersveitirnar frá Þýskalandi en
umhverfisverndarsinnar segja að
þær hafi skilið eftir sig vistfræði-
legar hörmungar sem kosta muni
stjarnfræðilegar fjárupphæðir að
uppræta.
0
I
Bílar að smekk
hvers og eins
ÍMYNDAÐU þér að þú getir geng-
ið inn á bílasölu, valið þér lit, lögun
og aukahluti á bíl og komið þremur
dögum seinna til að ná í hann. Þetta
kann að virðast fjarlægur draumur
en „sveigjanleg framleiðsla" kann
að gera hann að veruleika að fáum
árum liðnum. Bílaframleiðendur
hafa vopnast öflugum
tölvum sem gera þeim
kleift að koma skilaboð-
um frá sölustöðum beint
inn í framleiðslusalinn.
Telja þeir að brátt muni
það því teljast sjálfsagt
að sölumenn geti slegið
inn óskir kaupenda sinna
og þær verði uppfylltar
nokkrum mínútum síðar.
„Sveigjanlega framleiðslan kallar
einfaldlega á það að bílar og bíla-
framleiðslan verði skilgreind að
nýju,“ segir Kenneth Baker, yfir-
maður rannsóknar- og þróunar-
deildar General Motors. Hann telur
að tími stórra bíla, þar sem sama
tegund er framleidd óbreytt ár eftir
ár, sé liðinn. Við taki minni bílar
og að útlit þeirra og eiginleikar
verði að nokkru leyti háð óskum
kaupenda. Þeim munu reyndar ekki
standa óendalegir möguleikar til
boða, valkostimir munu miðast við
hvaða óskir er hægt að uppfylla án
þess að hægja á framleiðsluferlinu.
Að sögn Bakers munu bíleigend-
ur fljótlega geta valið um áklæði á
sætum, breytt mælaborði og boðið
upp á nær endalaust úrval lita.
Kaupendur geta jafnvel látið sér-
hanna áklæði, með mynd af rokk-
kónginum EIvis, Mikka mús, börn-
unum, nú eða þeim sjálfum. Þá
segir Baker að þegar fram líði
stundir muni menn geta keypt sér
bíl þar sem þeir velja sér fjaðrabún-
að og höggdeyfa, stýris- og hemla-
búnað, geta tekið mið
af ökulagi og við hvaða
aðstæður á að aka bíln-
um.
Efasemdarmenn segja
böggul fylgja skammrifi.
Erfiðlega geti t.d. reynst
að selja bíl, sem beri
merki um smekk og
áhugamál fyrrum eig-
anda síns. Þá eiga marg-
ir bílaframleiðendur bágt með að
trúa því að hægt sé að samstilla
alla þætti bílaframleiðslunnar, sem
ekki fer fram á sama stað, svo að
allir hlutirnir sem sérpantaðir eru
í einn og sama bílinn, berist á sama
tíma.
Framleiðendurnir eru þó sam-
mála um að fyrr eða síðar mun
einkabíllinn bera nafn með rentu,
menn greinir í raun aðeins um hve-
nær það verðui og í hversu ríkum
mæli. Þó mun ljóst vera að bíll
Leðurblökumannsins, knúinn kjarn-
orku, verður seint framleiddur fyrir
almenning. Bíllinn sem notaður var
í kvikmyndinni um Leðurblöku-
manninn var hins vegar seldur fyr-
ir skömmu á rúmar 100 milljónir
ísl. kr.
Bílaframleið-
endur telja að
brátt muni
bíleigendur
geta valið lit,
lögun og eig-
inleika bílsins
Reuter
GARRI Kasparov í öngum sínum eftir að hafa lotið í lægra
haldi fyrir skáktölvunni.
Kasparov tapaði
fyrir skáktölvu
London. Morgunblaðið.
ÞÁTTASKIL urðu í skáksög-
unni í London í gær þegar
tölvuforrit sló Garrí Kasparov
heimsmeistara atvinnumanna-
sambandsins út í fyrstu umferð
atskákmóts í London. Karpov
varð þar með óvænt fyrstur 16
skákmanna til að falla úr
keppni.
Forritið sem sigraði hann
heitir Chess Genius 2 og var
keyrt á tölvu með Pentium ör-
gjörva frá Intel sem fjármagn-
ar mótið. Kasparov og tölvan
tefldu tvær 25 mínútna skákir
og vann tölvan þá fyrri en hélt
jafntefli í þeirri síðari.
Kasparov tók ósigrinum illa.
Þegar ljóst var að jafntefli í
seinni skákinni var óumflýjan-
legt hristi hann fyrst höfuðið,
gróf það síðan í höndum sér
og barði sig í ennið. Raymont
Keene stórmeistari kom á svið-
ið þegar skákinni lauk og sagði
þetta stórt augnablik í skáksög-
unni - en einnig sorglcgt. Hann
bað þrumu lostna áhorfendur
að klappa Kasparov lof í lófa
og óskaði jafnframt tölvuforrit-
unum til hamingju.
I næstu umferð mætir tölvan
Predrag Nicolic sem vann Nig-
el Short í fyrstu umferð.
■