Morgunblaðið - 01.09.1994, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
tekur undir þetta og bendir á að
fólk þekki Erkihertogatríó Lud-
wigs van Beethoven jafnvel og
9. sinfóníuna. En tríóið ætlar að
flytja þetta verk sem var samið
fyrir Rudolf erkihertoga í Austur-
ríki á tónleikunum nk. sunnudag.
Auk Tríós Karólínu og Erkiher-
togatríósins ætlar Tríó Reykja-
víkur að flytja tríó eftir Bedrich
Smetana. Að sögn Gunnars er
þetta líklega í fyrsta skipti sem
þetta tríó er flutt á íslandi. Smet-
ana samdi það 31 árs gamall og
markar það tímamót í tékkneskri
tónlist. Tríóið var samið til minn-
ingar um dóttur Smetana sem
dó fjögurra ára gömul en hún bjó
yfir miklum tónlistarhæfileikum.
Smetana frumflutti verkið sjálfur
en lék það síðar fyrir Franz Liszt
og fékk góð ráð hjá honum. Smet-
ana breytti þá ýmsu í verkinu og
það er sú útgáfa sem tríóið spil-
ar. Gunnar segir ennfremur að
tríóið sé meðal merkustu verka
Tékka í kammertónlist, það búi
yfir mjög persónulegum tón og
sé einnig dramatískt. Guðný bæt-
ir við að verkið búi bæði yfir létt-
leika lítils barns og miklum trega.
Gamall draumur rætist
Gunnar og Halldór leika ekki
á tónleikunum í maí. Þeir segja
að þá verði þeir önnum kafnir
vegna prófa hjá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík. Guðný segir að
á þessum tónleikum muni gamall
draumur rætast en hún og Sigrún
Eðvaldsdóttir ætli að flytja verk
fyrir tvær fiðlur. Þeim finnist
mjög gaman að vinna saman en
það vinnist sjaldan tími til þess.
Guðný er fullviss um að eitt
verkanna sem þær ætli að flytja
hafi ekki verið flutt áður á Is-
landi. Það er sónata fyrir tvær
fiðlur eftir Ysaye. „Þetta verk er
hvergi fáanlegt á prenti. Það er
uppselt hjá forlaginu fyrir löngu.
Ég hef leitað að því á bókasöfnum
í Bandaríkjunum og það er til í
aðeins þremur eintökum. Nú er
ég að reyna að fá ljósrit og leyfi
til að nota það.“
Það er greinilega ekki auð-
hlaupaverk að vilja hafa efnis-
skrána fjölbreytta. „Fólk vill ekki
það sama. Sumir koma eingöngu
til að hlusta á ákveðin vinsæl
verk sem við flytjum á nokkurra
ára fresti. Aðrir vilja meiri nú-
tímatónlist og finnst við alltof
íhaldssöm. En yngra fólkið er svo
duglegt við að sinna nútímatón-
list og núna vil ég blöndu af ólík-
um tónlistarstefnum," segir
Guðný að lokum.
Fólk vill ekki það sama
Starfsár Tríós Reykja-
víkur hefst á sunnu-
daginn. Anna Svein-
bjarnardóttir kynnir
sér efnisskrá vetrarins
og spjallar við meðlimi
tríósins um nýtt verk
eftir Karólínu Eiríks-
dóttur, sem verður
frumflutt á fyrstu tón-
leikum vetrarins.
FYRSTU tónleikar starfsársins
í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur
verða í Hafnarborg sunnudaginn
4. september nk. Þetta er fimmta
árið sem Tríó Reykjavíkur stend-
ur fyrir tónleikaröð í samvinnu
við Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar.
Tríó Reykjavíkur var stofnað
árið 1988 og eru meðlimir þess
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik-
ari, Halldór Haraldsson píanóleik-
ari og Gunnar Kvaran sellóleik-
ari. Þau ætla að halda fjóra tón-
leika í vetur. Þá fyrstu 4. septem-
ber og síðan 13. nóvember, 12.
febrúar og 28. maí. Á tónleikun-
um í nóvember og maí kemur
tríóið fram ásamt gestaleikurum.
Þeir eru að þessu sinni Guillermo
Figuroa hljómsveitarstjóri og
fiðluleikari, Auður Hafsteinsdótt-
ir fiðluleikari, Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari og Peter Maté
píanóleikari.
Samstarfið 5 ára
„Þetta er ekki stórafmælisár,
en það eru 5 ár síðan samstarf
hófst við Hafnarborg um röð af
tónleikum annað hvort eingöngu
með tríóinu eða með gestum,
bæði íslenskum og erlendum,"
segir Guðný. Að sögn Gunnars
reyna þau að flytja eitt nýtt ís-
lenskt verk á hverju starfsári. I
ár er það Nýtt tríó eftir Hafliða
Hallgrímsson en önnur íslensk
verk á efnisskránni eru Tríó eftir
Karólínu Eiríksdóttur og íslenskir
dansar eftir Jón Ásgeirsson.
Morgunblaðið/Kristinn
TRIÓ Reykjavíkur: Halldór Haraldsson, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran.
Þau ætla að flytja verk Karól-
ínu á fyrstu tónleikunum í Hafn-
arborg. Að sögn Guðnýjar pönt-
uðu þau verk Karólínu árið 1987
og frumfluttu það ár. Síðan hafa
þau leikið verkið nokkrum sinnum
og tekið það upp á geisladisk.
Nú hefur það ekki heyrst lengi.
„Ný verk eru oft spiluð einu sinni
og svo gleymast þau. Við viljum
halda þessum verkum lifandi."
Verk Jóns Ásgeirssonar var
pantað fyrir um 20 árum þegar
tveir meðlimir Tríósins, Guðný
og Halldór, og einnig gestur tón-
leikanna í nóvember, Guillermo
Figuroa, voru í Reykjavík Ens-
amble. „Við fórum í tónleikaferð
til Þýskalands og vildum eitthvað
rammíslenskt. Jón útsetti fyrir
okkur íslenska dansa sem hefur
verið mjög vinsælt verk og verið
útsett fyrir fleiri. Það er mjög vel
við hæfi að þjú af þeim fimm sem
spiluðu verkið upphaflega leiki
það á tónleikunum í nóvember,"
segir Guðný.
Ónnur verk á tónleikunum í
nóvember er píanókvintett eftir
Schumann, tvíkonsert eftir J.S.
Bach og Dansar frá Puerto Rico
eftir Jesus Figuroa en hann er
afi Guillermo Figuroa.
Á tónleikunum í febrúar leikur
Tríó Reykjavíkur tríó eftir Beet-
hoven og Brahms auk þess að
frumflytja verk eftir Hafliða Hall-
grímsson. Að sögn Halldórs munu
þau þijú þá hafa flutt öll pía-
nótríó Beethovens og Brahms.
Helstu verk fyrir píanótríó
Aðspurð um hvort tríóið aðhyll-
ist einhveija ákveðna tónlistar-
stefnu segir Gunnar „Við reynum
eingöngu að flytja helstu verk
fyrir píanótríó, klassísk, róman-
tísk og nútímaverk.“ Halldór
bætir því við að sum verka tón-
skálda fyrir píanótríó séu meðal
merkari verka þeirra. Gunnar
Myndasmiður úr fortíð
MYNPLIST
Stöólakot
MYNDVERK
KRISTJÁN H.
MAGNÚSSON
Opið daglegafrá 14-18 til ll.sept-
ember. Aðgangur ókeypis.
FORTÍÐIN geymir meira en
haldið er að okkur og þannig kem-
ur ýmislegt manni spánskt fyrir
sjónir þegar það er dregið fram í
dagsljósið. Sumir verða opineygðir,
en aðrir hrista höfuðið, því að það
sem við blasir er eitthvað svo öðru-
vísi og framandlegt.
Skyldi svo mörgum ekki vera
vorkunn, þótt viðhorf sem voru á
oddinum í Boston og Nýja-Eng-
iandi á þriðja áratug aldarinnar séu
þeim framandi hér á hjara verald-
ar? íhaldssemi í listum hefur aldrei
átt upp á pallborðið hjá okkur,
a.m.k. ekki sú sem birtist í akade-
mískri mynd og er sótt í skóla og
haldið fram sem borgaralegum
dyggðum. En þeir sem töldu sig
fulltrúa þeirra viðteknu dyggða
fóru einungis eftir lögmálum fram-
boðs og eftirspurnar, en hins vegar
voru það einnig fulltrúar borgara-
stéttarinnar sem héldu uppi fram-
úrstefnulist og lögðu grunninn að
fyrsta sértæka safni nútímalistar
í heiminum, MoMA, og seinna
margra annarra, og allt þetta gerð-
ist í höfuðvígi kapítalismans!
Víst má teljá, að borgarastéttin
rúmi margar víddir og að óréttlátt
sé að nota hana alfarið sem hugtak
úrkynjunar og hins illa, og sam-
hyggjan er ei heldur alvond, þótt
hún sé svo í auga hins stæka
íhaldsmanns.
- Það er þannig sitthvað sem
manni dettur í hug við skoðun
nokkurra mynda eftir Kristján H.
Magnússon í Stöðlakoti, og líti
maður til fortíðarinnar skilur mað-
ur vel að hann átti ekki upp á
pallborðið hjá starfsbræðrum sín-
um, sem voru menntaðir í Evrópu,
og byggðu meira og minna list sína
á ferskri erfðavenju meistarans frá
Aix.
Kristján var einungis 17 ára
gamall er hann fór til Bandaríkj-
anna, og var nokkru seinna kominn
í fagurlistaskóla Massachusetts-
fylkis í Boston, sem hlýtur að hafa
verið afrek útaf af fyrir sig. í skól-
anum mun hann hafa verið með
dugmestu nemendunum öll fimm
árin sem hann var þar viðloðandi,
og lauk námi með miklum ágæt-
um. En dugnaður í akademískum
listaskóla getur verið tvíbentur og
yfirleitt í listaskólum almennt, því
að listaskólar eru einungis áfangar
á löngu ferðalagi en ekki loka-
mark. Og þegar menn eru að áfell-
ast listaskóla fortíðarinnar fyrir
akademíska íhaldssemi, og að út-
skrifa listamenn, þá er ekki að
ósekju að litið sé til nútíðarinnar,
er sagan endurtekur sig, en nú í
nafni framúrstefnu.
Kristján gerði það nákvæmlega
sama og „ungir" eru að gera í dag
en á öðrum forsendum. Munurinn
er einugis sá, að það sem nefna
mætti hefð listaprangara borgara-
stéttarinnar á árum áður, er orðið
að viðtekinni hefð listakaupmanna
nútímans er beita listamönnum
fyrir vagna sína, ásamt því að
virkja ósjálfstæða og auðsveipa
stjóra núlistasafna og -stofnana,
fræðinga og listheimspekinga sem
bendiprik.
Ekki er mögulegt að nálgast
myndir Kristjáns H. Magnússonar
án þess að gera sér grein fyrir
þessum staðreyndum. Og á vissan
hátt er list hans sér á báti í list-
sögulegu samhengi, því að í raun
er ekki til hliðstæða. En annað
mál er svo hvort hún höfði til skoð-
andans, en hér skal engu hafnað
og ekkert fortekið. Það er einung-
is lítið og sundurlaust brot af ævi-
verki Kristjáns á veggjum í Stöðla-
koti, og nóg þekki ég til listar
hans til að vita að um úrval er
ekki að ræða. Helst er það í olíu-
myndinni „Óþekkt kona“ (8),
vatnslitamyndinni „Við sjávarsíð-
una“ (12) og rissinu „Módelteikn-
ing“ (16), sem ótvíræðir hæfíleikar
listamannsins koma fram.
Vonandi leiðir þessi sýning til
þess að list hans verði krufin í
stærra samhengi og þá held ég að
tilganginum sé náð hjá syni hans
Magnúsi H. Krístjánssyni sem
stendur að framkvæmdinni. Málar-
inn Kristján Helgi Magnússon var
hugumstór og metnaðarfullur
listamaður, er rétt hafði komið sér
fyrir í höfuðborginni er hann lést
langt fyrir aldur fram árið 1937,
aðeins 35 ára að aldri.
Bragi Ásgeirsson
Nýjar bækur
I ÚT ER komin á vegum Tóna
og steina safn 36 píanóútsetninga
á sígildum íslenskum lögum. Bókin
er ætluð þeim sem hafa þegar náð
valdi yfir grunntækni í píanóleik,
ungu fólki, nemendum sem og öðr-
um sem hafa einhvern tímann lært
á píanó.
Grænu bókinni er ætlaður fastur
staður í nótnasafni heimila sem eiga
píanó, lögin, sem útsett eru í söng-
hæð, hæfa einnig til undirleiks við
söng og bókin hentar vel til píanó-
kennslu á 2.-4. stigi. Meðal laga
má nefna: Fröken Reykjavík, Litlu
fluguna, Lóan er komin, Vorvindar
glaðir, Kátir dagar, Það er svo
margt að minnast á, Blátt lítið blóm
eitt er, Anna litla létt á fæti, Fyrir
sunnan Fríkirkjuna, í Hlíðarenda-
koti, Á Sprengisandi, sex sígild jóla-
lög í einfaldri útsetningu og fleiri
lög.
Elías IJaviðsson hefur útsett lög
og hannað bókina. Hann er í senn
útgefandi og um sinn dreifingarað-
ili. Kápuna teiknaði Erlingur Páll
Ingvarsson sem hefur teiknað kápu
a hinar vinsælu píanóbækur Elías-
ar: „Með tíu fingur um heiminn“
og „Rauða hringekjan.“
Fram að 1. október 1994 er
Græna bókin fáanleg á tilboðs-
verði, kr. 1200.