Morgunblaðið - 01.09.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 23
LISTIR
Fjórða
starfsár
Kórskóla
Langholts-
kirkju
FJÓRÐA starfsár Kórskóla Lang-
holtskirkju hefst hinn 15. septem-
ber. Aldurstakmark er átta ár. Kenn-
arar við skólann eru Signý Sæ-
mundsdóttir óperusöngkona, Helga
Björg Svansdóttir tónmenntakennari
og Jón Stefánsson kantor við Lang-
holtskirkju. Kennsiugreinar eru tón-
fræði, tónheyrn og nótnalestur,
raddþjálfur og samsöngur. Kennsla
fer fram á þriðjudögum og fimmtu-
dögum klukkan 18-18:20 og 17:50-
19:10.
Nemendum er skipt í tvo hópa
eftir tónlistarþekkingu, en báðir hóp-
ar vinna sameiginlega með kór Kór-
skólans hálfa klukkustund hvorn dag
í samsöng þar sem ungir nemendur
fá strax þjálfun í ijölradda söng.
Markmiðið með skólanum er að
veita börnum og unglingum stað-
góða tónlistarmenntun með mark-
vissri þjálfun raddar og heyrnar sem
miðar að þátttöku í kórstarfi.
Kór Kórskóla Langholtskirkju
starfar í tengslum við skólann með
úi-valsnemendum hans og börnum
og unglingum sem hlotið hafa næga
tónlistarþjálfun annars staðar. Sl.
vetur hélt kórinn tónleika fyrir jól
ásamt Skólakór Kársness þar sem
kynnt var heil bók með jólalögum.
Eftir áramót var æfð og flutt ásamt
Unglingakór Selfosskirkju og
Kammersveit Langholtskirkju Gloria
eftir Vivaldi. í maí var hijóðritað
efni á geisiaplötu sem kemur út í
haust. Fyrsta verkefni kórsins í vet-
ur verður að ljúka við upptöku á
efni geislaplötunnar. Kórinn tekur
þátt í jólasöngvum Kórs Langholts-
kirkju og stefnt er að frekara tón-
leikahaldi og æfingabúðum á vetrin-
um. Auk þess syngur kórinn við
messu sjötta hvern sunnudag í Lang-
holtskirkju.
Innritun og nánari upplýsingar
eru í Langholtskirkju á skrifstofu-
tíma.
-----♦-------
Nýtt gallerí
opnar í mið-
bænum
NÝTT gallerí opnar í miðbæ
Reykjavíkur föstudaginn 2. septem-
ber nk. kl. 22. Galleríið ber nafniö
Gallerí Bláskjár/The Blue Window
og stendur við Ingólfsstræti 8.
Eigandi að gaileríinu er Jón
Sæmundur Auðarson. Sýningin sem
opnar á föstudag er á verki eftir
Moniku Larsen-Dennis. Hún hefur
verið hérlendis við nám og störf sl.
tvö ár, en er á leið til Stokkhólms
í Konunglega listaháskólann. Sýn-
ingar í Gallerí Bláskjá eru opnar
allan sólarhringinn.
-----♦ ♦ ♦---
Jón Hermann
sýnir í Eden
NÚ STENDUR yfir sýning Jóns
Hermanns Sveinssonar múrara og
sjómanns frá Hnífsdai, í Eden í
Hveragerði. Jón Hermann sýnir þar
rúmlega tuttugu myndir, allar unn-
ar með olíu og blandaðri tækni og
tengjast þær lífi og starfi til lands
og sjávar.
Sýningin stendur til 4. september.
ITAPTTATTP
nAvrMU lr
DR. Jean Lancri
Fyrirlestur 1 máli og myndum
DR. JEAN Lancri prófessor og deild-
arforseti við Myndlistardeild Sor-
bonne í París, mun halda fyrirlestur
í stofu 101 í Odda, laugardaginn 3.
september kl. 16. Fyrirlesturinn
nefnist „When painting questions lit-
erature" og verður hann haldinn á
ensku. Fyrirlesturinn er í máli og
myndum og mun dr. Lancri fylgja
eftir máli sínu með litskyggnum.
í stuttu máli skiptist fyrirlesturinn
í tvo hluta:
1. Athugun á fresco-mynd flór-
entínska miðaldamálarans Giottos
„Samfundurinn við gullna hliðið“ í
Arena-kapellunni (Cappella 'Scro-
vegni), í Padúu. Veggmálverkið er
málað frá u.þ.b. 1303 til 1309, og
sýnir Jóakim og Önnu, foreidra Mar-
íu Guðsmóður, faðmast fyrir framan
Himnaríki.
2. Athugunin á verki Giottos flétt-
ast saman við K, eða Umbreytingar-
klefann, samstillingu eða installasjón
eftir dr. Lancri sjálfan, sem sett var
upp í Pompidou-listamiðstöðinni í
París, 1984. Eins og nafnið bendir
til byggir samstillingin á verkum
tékknesk-austurríska rithöfundarins
Franz Kafka.
Það vakti mikia athygli á sínum
tíma þegar Jean Lancri flutti dokt-
orsvörn sína við Sorbonne-háskóla,
í maí 1985, með því að fara bil
beggja; háskólanáms og listsköpun-
ar. Með því að siíta allt í einu orð-
ræðu sína líkt og hann hefði tapað
þræðinum, en draga í staðinn djúpt
andann, kom hann viðstöddum í opna
skjöldu um leið og hann minntist
athugasemdar Marcels Duchamps:
„Listamaðurinn er meir í ætt við
ryksugu en doktor." Samstillingin Y
og K var sýnd með ýmsum tilbrigðum
í Gulbenkian-stofnuninni í París og
Lissabon, og víðsvegar um Frakk-
land á árunum 1980 til 1984.
Árið 1989 kom verkið út í bókar-
formi undir heitinu Y og K. Það var
um 400 síður og prýtt fjölda mynda.
Undirtitill var Ritgerð um málverkið
sem bókstaflegt háskaspil. Það sem
vakti fyrir dr. Lancri var að einangra
tjáningartæknina í hinu hefðbundna
myndrými. í því augnamiði setti hann
nokkur fræg listaverk á vogarskálar
sálkönnunar og formgerðarfræði.
Herraskyrta m/bindi kr. 789,-
Herrahanskar og trefill
saman í pakka kr. 789,-
6 stk. hnífasett kr. 989,-
Töskur 3 stærðir kr. 489,-
kr. 589,- og kr. 689,-
I HAGKAUP SKKIFIWI. AKUREYRI, NJARDVÍK
Tilboðið gildir aðeins í viku, eða á meðan birgðir endast.
Grænt núnter pústverslunar er 996680.
Skólataska kr. 2.990,-
Skólataska kr. 1.990,-
Reiknivélar-tölvur
frá kr. 589,-til 1.495,-
Töskur 3 stærðir kr. 489,-
kr. 589,- og kr. 689,-
Freyðibað kr. 99,- stk.
Stepper æfingatæki kr. 4.995,-
^ Vaskhugi
íslenskt bókahaldsforrit!
Fjárhags-, sölu-, launa-, birgða-,
viðskiptamannakerfi og margt fleira er
í Vaskhuga. Einfalt og öruggt í notkun.
Vaskhugihf. Sími682680