Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 1. SEI’TEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Hvað viltu að ég sýni ?
Ræktin Frostaskjóli 6 býður nú upp á árangursrík
námskeið fyrir þá sem vilja losna við aukakílóin.
Átak gegn umjram-þyngd, A-tími, er 8 vikna
námskeið sem byggir á fræðslu, góðum hreyfingum
og hollu mataræði. Námskeiðið, sem er lokað, hefst
5.sept. Skráðu þig núna á meðan pláss er. Athugið !
takmarkaður fjöldi.
Átak gegn umjramþyngd frh. B-tími, er fyrir þá
sem þegar hafa lokið námskeiði A og einnig fyrir
þá sem-eru í góðri æfingu en vilja gott aðhald.
Námskeiðið, sem er lokað, hefit 6.sept. Skráning
er þegar hafin. Þessi námskeið veita þér kjörið
tækifæri til að takast á við aukakílóin. Athugið!
takmarkaður fjöldi.
Gott aðhald - Matarlisti í allar 8 vikumar - fitunueling og vigtun vikulega -freeðsla ogfýrirlestur - 8 kiló misst
mánaðarkort fritt - eróbikk 3 i viku - allir aðrir timar innifiddir i verðinu.
BORGIN
sími 11440
5U5HI
MIPVIKUDAC5- TIL SUNNUDACSVKÖLD
-Borð fyrirþig-
BORGIN
sími 11440
LISTIR
KÓR Langholtskirkju og enska kammersveitin ásamt einsöngvur-
um í Barbican tónleikasalnum á sl. sumri.
Kór Langholtskirkju
Vetrarstarfið
að hefjast
UM þessar mundir er Kór Langholts-
kirkju að hefja vetrarstarfið. Kórinn
byijar starfsárið með því að halda
upp á 10 ára vígsluafmæli Lang-
hoítskirkju, kirkju Guðbrands bisk-
ups Þorlákssonar, við messu hinn
11. september nk. en þess verður
jafnframt minnst að í ár eru 400
ár liðin frá útkomu Graduale eða
„Grallara" Guðbrands. Öll tónlist í
messunni verður samkvæmt Grallar-
anum.
Kórinn tekur þátt í styrktartón-
leikum Orgelsjóðs Langholtskirkju í
byrjun október og á þeim tónleikum
verður slegið á léttari strengi, en
auk kórsins kemur fram karlakórinn
Fóstbræður undir stjórn Árna Harð-
arsonar, Gunnar Kvaran sellóleikari
og Gísli Magnússon píanóleikari. Þá
munu „The Boys“ íslensku bræðurn-
ir koma fram. í nóvember mun kór-
inn halda tónleika með nýstárlegu
sniði og síðustu helgi fyrir jól verða
svo hinir árlegu „Jólasöngvar Kórs
Langholtskirkju", en þeir tónleikar
eru þáttur í jólahaldi margra. í
dymbilvikunni verður flutt Jóhann-
esarpassían eftir Bach og er fyrir-
hugað að sviðsetja verkið.
I júní hefur kórnum verið boðið
að taka þátt í fyrstu „Norður Atl-
antshafs kórahátíðinni“ sem haldin
verður í Færeyjum með völdum kór-
um frá Norður-Noregi, Skotlandi,
Færeyjum og íslandi, einum frá
hveiju landi. Þar yrði aðal verkefnið
flutningur þessara kóra á Requiem
(Sálumessu) eftir Verdi undir stjórn
Militadis Carridis.
*
Gallerí Sólon Islandus
Lj ósmyndasýning
ÞÝSKI ljósmyndarinn Klaus D.
Francke opnar sýningu á Gallerí
Sólon íslandus á morgun föstudag
kl. 18. Þar mun hann sýna 30 ljós-
myndir teknar af íslandi úr lofti og
heitir sýningin Flugmyndir.
Myndirnar eru allar að finna í
samnefndri bók, sem kom út í vor
hjá Stemmle forlaginu í Sviss og
Máli og menningu, á þýsku, ensku
og íslensku. Myndirnar voru teknar
á árunum 1990-1992 ogþað tók ljós-
myndarann röskar 100 flugstundir
að Ijúka verkefninu. Klaus Francke
hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenn-
ingar fyrir fslandsmyndir sínar, sem
hafa verið sýndar víða um heim.
Sýning Franckes stendurtil 12. sept-
ember og er galleríið opið frá ki.
11-18 alla daga.
Teikningar og
málverk í Ris-
inu Keflavík
PJETUR Stefánsson sýnir teikning-
ar og málverk í Risinu Tjarnargötu
12 Keflavík nk. laugardag og
sunnudag kl. 14-18.
Pjetur nam í Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands 1978-1984. Hann
hefur haldið fjölda einkasýninga og
tekið þátt í samsýningum, einnig
hefur hann gefið út nokkrar hljóm-
plötur.
Pjetur Stefánsson sýnir í Ris-
inu Keflavík um helgina.
Skólaostur kg/stk
R Ú M L E G A
1 LÆKKUN!
592 kr.
n U IVI L C U H
15%
VERÐ NU:
kílóið.
VERÐ AÐUR:
ÞU SPARAR:
kílóið.
105 kr.
á hvert kíló.
OSIAOG
SMIÖRSALANSE