Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ
28 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
Aetnaöur
á öllum
sviöum
Vald örlaganna Giuseppe Verdi Aðalhlutverk: Kristján Jóhannsson,
Elín Ósk Óskarsdóttir og Trond Halstein Moe.
S nœdrottningin E. Schwarts Barnaleikrit, byggt á ævintýri H.C. Andersen.
Ekki kortasýning.
Fávitinn F. Dostojevskí Ein helsta perla
heimsbókmenntanna í eftirminnilegri leikgerð.
West Side Story LaurentslBernstein
Söngleikurinn heimsfrægi í fyrsta sinn
á íslandi!
Stakkaskipti
Guðmundur Steinsson Iivað varð
um fólkið í Stundarfriði?
Við kynnumst því aftur,
15 árum síðar.
LITLA SvlÐIÐ
Korthafar velja að auki eitt
eftirtalinna leikverka á litlu
sviðunum og fá afslátt af
öðrum verkum:
DÓttir LÚSÍferS William Luce
Einleikur um skáldkonuna Karen Blixen.
OleannCl David Mamet Eitt mest sýnda
nútímaleikrit áratugarins.
Fernando Krapp sendi mér bréf
Tankred Dorst Ástin hefur þúsund andlit.
SMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Sannar sögur afsálarlífi systra
Guðhergur Bergsson og Viðar Eggertsson
Meinfyndin og groddaleg lýsing á veruleikanum í
íslensku sjávarþorpi. •
TaktU lagið, Lóa! Jim Cartwright
Nýjasta verðlaunaleikritið eftir höfund Strætisins.
Með áskriftarkorti nýtur þú
afsláttar affjölmörgum
sýningum, átt marga valkosti
og getur tryggt þér sœti
á óperuna Vald örlaganna
með Kristján Jóhannsson í
aðalhlutverki.
Korthafar njóta einir forkaupsréttar
til 9. september.
KR. 5.760.- án óperu
KR. 10.260.- með óperu
Allar nánari upplýsingar veittar í miðasölu
sími: (91) 11200.
Upplýsingaþjónusta og kaffi í anddyri.
^ Í|Í ^ ÞJÓÐLEDŒÚSE)
AÐSEIMDAR GREINAR
Atvinnubifr eið-
ar - ótæmandi
skattalind?
ÁLöGUR á bifreiðar
hérlendis eru trúlega
með því hæsta sem
þekkist nokkurs staðar
á byggðu bóli.
Löngum hefur það
orðið ríkisvaldinu helst
fyrir að rukka öku-
menn og eigendur bif-
reiða ef eitthvað vant-
ar í ríkiskassann. Sá
leikur hefur verið end-
urtekinn í sífellu. Nýj-
asta dæmið er frá síð-
ustu fjárlagagerð, er
aðilum vinnumarkað-
arins hugnaðist ekki
fyrirhugaðar aðferðir
við skattlagningu, þá
náðist samstaða um að færa reikn-
inginn yfir á eigendur bifreiða.
Sannarlega má ekki ganga lengra
á þessari braut, nema það sé til-
gangurinn að drepa alveg atvinnu-
rekstur með bifreiðar.
Bifreiðaskattar léttbærari
en aðrir skattar?
Það má nokkuð vera til í því
að almenningur sætti sig við skatt-
lagningu vegna bifreiða sinna sem
algörlega yrði hafnað ef hún kæmi
til á beinan máta, þó að sama
upphæð fari úr sama veskinu. Það
er þó alveg sér kapítuli hvernig
almenningur lætur blekkjast og
ekki til umfjöllunar hér, að þessu
sinni.
Umljöllun hér er eingöngu um
atvinnubifreiðar. Það hefur ekki
orðið til að draga úr áhyggjum,
að fjármálaráðherra hefur ítrekað
lýst þeirri skoðun sinni að skatt-
lagning á bifreiðar eigi í enn frek-
ari mæli en nú er að miðast við
notkun þeirra. Þetta getur ekki
þýtt annað en sérstaka skattlagn-
ingu á atvinnubifreiðar. Rétt er
að minna á að nú þegar eru allat'
díselbifreiðar skattlagðar sérstak-
lega og langflestar eftir akstri með
ökumæli þar sem þeim er gert að
greiða sérstaklega fyrir hvern ek-
inn kílómetra. Þessum skatti er
skipt í flokka eftir þyngd og stærð
bifreiðarinnar. Þyngd-
arflokkarnir eru 22 og
nú er vöruflutningabif-
reiðum gert að greiða
6,67 kr. á kílómetra í
léttasta flokki og 25,16
kr. í þyngsta flokki.
Ástæða er til að minna
á að mönnum er einnig
gert að greiða þunga-
skatt fyrir dráttar-
vagna eftir sömu
þyngdartöflum. At-
vinnubifreiðum er því
sannanlega ætlað að
greiða eftir akstri og
jafnframt eftir þyngd.
Þetta kerfi hefur verið
gagnrýnt mjög mikið.
Fyrst og fremst eftirlitsþátturinn
og veikleikar mælakerfisins. Þeir
gallar verða þó ekki til frekari
umræðu hér. Lagfæringa hefur
verið óskað á kerfinu en ekki
hækkana á skattlagningunni.
Skattlagning á bensínbíla er aðal-
lega með stórfelldri skattlagningu
á eldsneytið, eins og fólk þekkir.
Tollar af bifreiðum eru annar stór
liður er bifreiðaeigendur greiða.
Fjárlagafrumvarp þessa árs
gerir ráð fyrir að samtals verði
sautján og hálfur milljarður inn-
heimtur af bifreiðaeigendum.
Flutningar á landi, hver
er stefnan?
Ríkissjóður hefur óseðjandi þörf
fyrir peninga. Víst er um það. En
skattapólitík hlýtur að hafa ein-
hveija merkingu. Það lýsir ein-
hverri stefnu þegar ákveðið er
hvernig atvinnugreinar eru skatt-
lagðar. Eins og þessi stefna hefur
birst mönnum sem hafa atvinnu
af útgerð bifreiða þá lýsir hún
hvorki vinsemd né skilningi. Ár-
lega hefur þessi skattlagning auk-
ist og oftast umfram verðbreyting-
ar. Hækkun kílógjalds frá því í
fyrra til ársins í ár var liðlega 42%
(!) í þyngri flokki. Það er þó þunga-
skatturinn sem vegur þyngst og
þar spólast inn háu upphæðirnar.
Hækkun þungaskatts frá 10. febr-
Kristín
Sigurðardóttir
MIRIAM BAT JOSEF
Að virkja innsæi með teiknun.
Fjögurra daga námskeið á Snæfellsnesi.
Ferðcjþjónusta bænda, sími 623640/42/43.
íbúó i verólaunablokk
Til sölu 106 m2,4ra herb. íbúð í
óvenju glæsilegu sambýlishúsi,
semfékkviðurkenningu Reykjavík-
urborgar árið 1993 fyrir „smekk-
lega lóð þar sem frágangur er til
fyrirmyndar". Stæði í bílhýsi fylgir
og lítill sérgarður ásamt góðri
geymslu. Sameiginiegt þvottahús
með vélum er í húsinu ásamt fleiru.
Upplýsingar í síma 78208 á virkum
dögum kl. 9-18.
NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN
685000
Þjónusta á þínum vegum
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
- kjarni málsins!