Morgunblaðið - 01.09.1994, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 1. SEFfEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691166, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
BROTTFLUTNINGI
RÚSSA LOKIÐ
ÞRÁTT fyrir að ríkisstjórn Borís Jeltsíns Rússlandsforseta
hafi sætt miklum þrýstingi af hálfu ráðamanna innan hers-
ins og þjóðernissinna hefur hún staðið við skuldbindingar sínar
og lokið brottflutningi hersveita frá Þýskalandi og Eystrasaltsríkj-
unum þremur. Síðustu hersveitirnar fóru frá Berlín í gær og
voru kvaddar við hátíðlega athöfn en minna fór fyrir fagnaðarlát-
um er Rússar yfírgáfu Lettland og Eistland. Framganga Rússa
í þessu efni hefur verið lofsverð og er til marks um að stjórn-
völd þar hyggist áfram leita eftir nánu samstarfi við ríki Vestur-
landa og leiða hjá sér kröfur öfgamanna sem endurreisa vilja hið
sovéska heimsveldi.
.Þótt tvær smáar herdeildir verði eftir í Eystrasaltsríkjunum
er Austur-Evrópa nú fijáls eftir að hafa mátt lúta yfirráðum
nágrannans volduga í austri í 50 ár. Sérstaklega hljóta þessi tíma-
mót að teljast söguleg í Eystrasaltsríkjunum þremur sem innlim-
uð voru í Sovétríkin í samræmi við leynisamning kommúnista og
nasista árið 1940. Að sama skapi er ljóst að þessi þrjú ríki munu
þurfa mjög á stuðningi Vesturlanda að halda á næstunni bæði á
stjórnmála- og efnahagssviðinu.
Þjóðvetjar reiddu af hendi gríðarlegar fjárupphæðir, níu þús-
und milljónir Bandaríkjadala, til að greiða fyrir heimkvaðningu
hersveita Rússa frá Austur-Þýskalandi og Berlín. Þeim viðskiptum
er nú lokið og greinilegt er á ummælum, sem þeir Jeltsín Rúss-
landsforseti og Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hafa látið falla
að ríkin tvö leggja mikla áherslu á að treysta samstarf sitt. Hið
sama verður ekki sagt um Rússland og Eystrasaltsríkin þijú.
Mikil spenna hefur einkennt samskipti þessara ríkja og má rekja
hana til rússneskra minnihlutahópa í löndunum þremur. Rússnesk
stjórnvöld hafa haldið því fram að ný lög um ríkisborgararétt sem
sett hafa verið í löndunum, og þá ekki síst í Lettlandi, bijóti
gegn réttindum hinna aðfluttu Rússa og afkomenda þeirra. Eist-
ar og Rússar deila auk þess um landamæri og í Litháen munu
landsmenn þurfa að sætta sig við umferð um litháískt land vegna
rússnesku herstöðvarinnar í Kaliningrad.
Tortryggni hefur einkennt samskipti þjóðanna. í Eystrasalts-
ríkjunum hefur sú skoðun verið viðtekin að Rússarnir sem þar
búa séu eins konar „fimmta herdeild“, og að þeir verði reiðubún-
ir að skapa ólgu í löndunum berist skipun í þá veru frá Moskvu.
Mikilvægt er að vestræn ríki og þá ekki síst Norðurlöndin, sem
studdu Eystrasaltsþjóðirnar dyggilega í sjálfstæðisbaráttunni,
leggi sitt af mörkum til að bera klæði á vopnin m.a. með því að
tryggja að borgaraleg réttindi verði virt; einnig réttindi fólks af
rússnesku bergi. Jafnframt ber að bjóða Eystrasaltsríkin velkom-
in í hóp frjálsra þjóða nú þegar þau eru laus undan erlendu her-
valdi. Það ber að gera með samstarfi á stjórnmálasviðinu auk
þess sem sjálfsagt er að greiða fyrir frekari efnahags- og öryggis-
málasamvinnu.
Landfræðileg staða Eystrasaltsríkjanna þriggja er viðkvæm
og mikilvægt er að hafa í huga að öfl, sem kunna að eiga eftir
að styrkja sig í sessi í rússnesku samfélagi, geta alls ekki sætt
sig við sjálfstæði þessara þjóða. Því ber vinaþjóðum þeirra að
fylgjast grannt með framgöngu Rússa og leggjast gegn sér-
hverri tilraun til að skilgreina Eystrasaltsríkin sem einhvers kon-
ar aðildarríki að rússnesku samveldi.
VONIR VAKNA
Á N-ÍRLANDI
IRSKI Iýðveldisherinn (IRA) Iýsti yfir því í gærmorgun að liðs-
menn hans hefðu fallist á að leggja niður vopn eftir 25 ára
blóðuga baráttu gegn yfirráðum Breta á Norður-írlandi. Var
þetta gert með því að lýst var yfir skilyrðislausu vopnahléi frá
miðnætti í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórna
Bretlands og írlands frá því í desembermánuði.
Þessi vopnahlésyfirlýsing er söguleg og hiarkar tímamót ekki
síst fyrir þær sakir að liðsmenn IRA, fámennur hópur hryðjuverka-
manna, hafa fram til þessa algjörlega neitað að lúta stjórn Sinn
Fein, hins stjórnmálalega arms samtakanna. Reynist lýðveldisher-
inn tilbúinn til að legfjja niður vopn og leita pólitískrar lausnar
á deilunni um Norður-Irland vakna vonir um að endi verði bund-
inn á blóðsúthellingar undanfarinna 25 ára sem kostað hafa 3.168
mannslíf.
Samkvæmt yfirlýsingu írsku og bresku ríkisstjórnanna, Down-
ingstrætis-yfirlýsingur.ni, þurfa þrír mánuðir að líða í friði og
spekt áður en liðsmenn IRA fá að taka sér sæti við samningaborð-
ið. Mikilvægt er nú að þrýst verði á öfgamenn á hinum vængnum,
í röðum mótmælenda, um að leggja vopnin niður en eðlilegt má
teljast að tortryggni hafi einkennt viðbrögð þeirra.
Sögulegt tækifæri hefur skapast til að tryggja frið á Norður-
írlandi og að bæta hlutskipti íbúa eyjunnar grænu sem lifað hafa
í skugga ofbeldis- og óhæfuverka í aldarfjórðung.
HVALFJARÐARGÖNGIIM
Þverssnið eftir jarðgöngunum (Horft inn Hvalfjörð)
50 m
Við Hólabrú
0 1 2 3 4 5 6km
JARÐGÖNGIN verða tæplega 5,8 km löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar.
Þrjár akreinar verða á veginum I göngunum að norðanverðu en að sunnanverðu verða tvær
akreinar. Frumteikningin er unnin af verkfræðistofunni Hnit hf.
Á fimm mínútum
undir fj örðinn
Morgunblaðið/Verkfræðistofan Hnit hf.
SVONA verður aðkoman að jarðgföng-unum að norðanverðu. Myndin er af tölvulíkani af gangamunna
Hvalfjarðarganganna, sem Verkfræðistofan Hnit hf. hefur búið til, en verkfræðistofan hefur verið
þátttakandi í hönnun ganganna og við gerð útboðsgagna.
í úttekt sem gerð hefur
verið á öryggi Hvalfjarð-
arganga kemur fram að
líkur á óhöppum í
göngunum eru minni en
í jarðgöngum í Evrópu.
— —
I samantekt Omars
Friðrikssonar kemur
fram að gangavegurinn
verður 7-9,5 metra
breiður, gert ráð fyrír að
leyfður verði 80 km há-
markshraði í gegnum
göngin og tollstöð
verður staðsett við
gangamunna norðan
íjarðarins.
ALLT bendir nú til að ráðist
verði í gerð jarðganga
undir Hvalfjörð í vetur og
er áætlað að verkið taki
tvö ár og sjö mánuði. Tilboð verktaka
voru opnuð sl. þriðjudag og hefur
Spölur hf. þegar sett vinnuhóp í að
yfirfara tilboðin og bera þau saman.
Jarðgöngunum hefur verið valinn
staður við utanverðan Hvalfjörð á
svonefndri Hnausaskersleið í landi
Saurbæjar að sunnanverðu og við
Innri-Hólm norðan fjarðarins.
Jarðgöngin verða 5,77 km löng.
Yfir göngunum, þar sem þau liggja
dýpst undir botni fjarðarins, er 40
metra þykk klöpp og 80 m þykk set-
lög þar fyrir ofan en botn jarðgang-
anna verður 165 metrum undir yfir-
borði sjávar, samkvæmt upplýsingum
Guðlaugs Hjörleifssonar, verkefnis-
stjóra Spalar.
Jarðgöngin verða gerð með það
fyrir augum að 2.500 bílar fari um
göngin að meðaltali á dág allt árið
um kring. Að norðanverðu verður
lagður 9,5 metra breiður vegur inn í
göngin, sem verður þijár akreinar,
niður að botni ganganna. Halli gang-
anna að norðanverðu verður 8% en
til samanburðar má benda á að það
er sami veghalli og í Kömbunum, en
þar er einnig þriggja akreina vegur.
Breidd vegarins verður 9,5 metrar
þar sem verða þijár akreinar, en frá
miðju ganganna og upp í ganga-
munna að sunnanverðu verður halli
ganganna frá 4,5% og upp í 7%. Er
gert ráð fyrir að þar verði tvær ak-
reinar og verður vegurinn 7 m breið-
ur þeim megin.
Þversnið ganganna á tveggja ak-
reina veginum verður 46,9 fermetrar
en 63,8 fm á þriggja akreina veginum.
Er gert ráð fyrir að leyfilegur há-
markshraði í gegnum jarðgöngin verði
80 km/klst. og á að vera hægt að aka
í gegnum göngin á um 5 mín. Vegur-
inn verður gerður fyrir allt
að 10 tonna öxulþunga.
Vegfarendur sem fara
um jarðgöngin þurfa að
greiða sérstakan ganga-
toll, sem áætlað er að verði
um 700 kr. fyrir einstakar
ferðir en einnig verði boðið upp sér-
slök afsláttarkort. Byggð verður toll-
stöð við munna ganganna að norðan-
verðu, þar sem ökumenn um göngin
greiða gangatollinn, en að sunnan-
verðu verða skilti þar sem ökumönn-
um er bent á að gangatollur verði
innheimtur þegar þeir koma út úr
göngunum á leið sinni norður. Við
tollstöðina verða fjórar akreinar á
veginum svo sem minnstar tafir verði
á umferð inn og út úr göngunum.
Sérstökum búnaði verður komið
fyrir í jarðgöngunum til að koma í
veg fyrir að vatn safnist saman á
veginum ef bleyta drýpur einhvers
staðar niður í göngunum og á að
vera unnt að halda yfirborði vegarins
alveg þurru. Bili dælur eða rafmagn
fer af göngunum safnast vatnið sam-
an í sérstökum þróm.
Lýsing á að vera góð í göngunum,
en settir verða upp natríumlampar
með 25 metra millibili og viðbótar-
lampar verða í endum ganganna til
að jafna út dagsbirtuna og lýsinguna
í göngunum.
Að sögn Guðlaugs verður fullkomin
loftræsting í göngunum til að halda
lofti hreinu og verða settir upp tölvu-
stýrðir skynjarar sem mæla útblástur
og óæskilegar lofttegundir og stjórna
jafnframt viftum eftir því hversu
umferð og mengun er í göngunum
hveiju sinni. Er búnaðurinn jafnframt
notaður til eftirlits í göngunum og
skráninga á upplýsingum. Þá er gert
ráð fyrir sérstökum viðvörunarbúnaði
ef rafmagn fer af göngunum.
í jarðgöngunum verða duftslökkvi-
tæki með 250 m millibili sem senda
boð á slökkvistöð ef þau eru tekin
af festingunum. Þá verða
neyðarsímar með 500 m
millibili, sem tengdir eru
inn til vaktmanns í toll-
skýli í gangamunna, en
einnig er hægt að stilla
símana inn á lögreglu- eða
slökkvistöð. Hægt verður að hlusta á
útvarp þegar ekið er í gegnum göng-
in, því gert er ráð fyrir að sett verði
upp talstöðvarloftnet í göngunum.
Að sögn Guðlaugs voru fengnir
sérfræðingar í Noregi og Bretlandi
til að gera sérstaka öryggisúttekt
vegna Hvalfjarðarganganna og
leggja mat á líkurnar á hættuástandi
í göngunum, t.d. vegna bilunar eða
ef eldur kviknar í bíl sem er á leið
undir fjörðinn. Niðurstaða útteklar-
innar var sú að líkurnar á óhöppum
í Hvalfjarðargöngunum væru mun
minni en í jarðgöngum í Bretlandi og
á meginlandi Evrópu. Þá telja sér-
fræðingarnir að loftræstibúnaðurinn
standist ýtrustu kröfur m.t.t. hugsan-
legrar reykmengunar í göngunum
sem gæti t.d. stafað af bruna vegna
flutninga á eldfimum efnum I gegnum
göngin. „Það hefur verið reynt að sjá
fyrir öryggi eins og frekast er kost-
ur. Frá öryggissjónarmiði getum við
verið nokkuð viss um að þessi göng
verða með þeim öruggustu sem gerð
hafa verið," sagði Guðlaugur.
Aðspurður hvort hætta gæti staf-
að af hugsanlegum jarðskjálftum á
þessu svæði sagði Guðlaugur svo
ekki vera. Benti hann á að jarð-
skjálflar gengju eftir yfirborði sem
bylgjuhreyfing og ef misgengi ætti
sér stað vegna jarðskjálfta þyrfti
skjálftinn að vera mjög stór til að
einhver hætta stafaði af. Benti hann
á að göngin yrðu styrkt og við gerð
þeirra yrði tekið tillit til þeirra að-
stæðna sem á svæðinu væru. Þá
sagði hann að engin hætta væri á
að göngin gætu opnast þannig að
sjór flæddi inn í þau. Ennfremur
benti Guðlaugur á að áhrif spreng-
inga við gerð ganganna væru marg-
falt stærri en við jarðskjálfta.
Bergið sem göngin munu liggja í
gegnum er mjög þétt og ætti að vera
þéttara en t.d. í Vestfjarðagöngunum
með tilliti til vatnsleka. Við gerð
þeirra verður borað 30 metra í senn
til að kanna bergið og síðan sprengt
með tímahvellhettum. í hveijum
áfanga verður metið hvort og hvernig
þétta þarf bergið svo það þoli allar
hugsanlegar titringsáraunir.
Vegagerðin mun leggja veg frá
gangamunnanum að norðanverðu að
hringtorgi sem verður í nokkur hundr-
uð metra fjarlægð frá tollstöðinni.
Þaðan verða lagðir tengivegir vestur
með Akrafjalli að Akranesvegi og til
austurs að Vesturlandsvegi við Laxá
í Leirársveit. Er kostnaður Vegagerð-
ar við gerð tengivega áætlaður ná-
lægt 700 millj. kr. Göngin munu
stytta vegalengdina milli Akraness
og Reykjavíkur um 61 km og vega-
lengdina milli höfuðborgarsvæðisins
og Vestur- eða Norðurlands um 46
km.
Áætlað að
gangatollur
verði 700 kr.
SAGAN
KENNIR
ÍRUMAÐ
EFAST
Kaþólskir beittir misrétti
Með stuðningi mótmælenda-
meirihlutans hélt Sameiningar-
flokkur Ulster stöðugum meirihluta
á þinginu í Belfast, og Norður-
írland laut stjóm sem eingöngu var
skipuð sameiningarsinnum. Kaþó-
likkar áttu ekki kost á að ná póli-
tísku valdi og voru þar að auki
beittir misrétti sem borgarar, og
því ríkti áfram spenna í landinu.
Þrátt fyrir framfarir í efnahags-
og félagsmálum, sem allur almenn-
ingur naut, reis á sjöunda áratugn-
um mannréttindahreyfing sem leit-
aðist við að rétta hag kaþólikka án
þess að beita ofbeldi. Engu að síður
litu öfgasinnaðir mótmælendur á
hreyfinguna sem ógnun við tengslin
við Bretland, og gripu til ofbeldis.
IRA var upphaflega lítill hópur
innan mannréttindahreyfingarinn-
ar, en þegar óeirðir á árunum
1968-69 urðu sífellt alvarlegri skar
BRESKUR hermaður úr skoskri herdeild tekur sér stöðu við hús'
horn í hverfi kaþólskra í Vestur-Belfast í gær.
írski lýðveldisherínn
lýsti yfír vopnahléi í
gær. Það er ekki í
fyrsta skipti. Óöldin á
*
■Norður-Irlandi á sér
margra alda sögu
undirokunar og trú-
ardeilna kaþólskra og
mótmælenda. Kríst-
ján G. Arngrímsson
stiklar á stóru í þess-
ari heiftarlegu deilu.
Gerry Adams
John Major
Albert Reynolds
Stjómmálamenn bjartsýnir
Leiðtogi Sinn Fein
er hlynntur vopna-
hléi og sagði gær-
daginn hafa verið
„sögulegan.“
Forsætisráðherra
Bretlands var mátu-
lega bjartsýnn á
friðarhorfur á N-
Irlandi.
Forsætisráðherra
írlands sagði að
„nýtt tímabil" í sögu
landsins væri nú
hafið.
Trúarbragðadeilurnar sem
einkennt hafa sögu ír-
lands eiga sér rætur allt
aftur á sautjándu öld,
þegar fýrsti stóri hópurinn af bresk-
um mótmælendum, flestum frá
Skotlandi, settist að í Ulsterhéraði
á norð-austurhluta írlands. Mót-
mælendurnir náðu yfirráðum yfir
rómversk-kaþólskum íbúum hér-
aðsins að mestu leyti. Með samein-
ingarlögunum árið 1800 varð írland
hluti af nýju Stóru Bretlandi. Alla
nítjándu öldina heyrðust tíðum
kröfur um sjálfstæði írlands, og
nutu þær stuðnings um landið allt.
Skipulögð hreyfing sjálfsstjórnar-
sinna varð til. En í norðurhlutanum
var Sameiningarráð Ulster stofnað
árið 1911 með stuðningi mótmæl-
enda, til þess að sporna gegn kröf-
um írskra þjóðernissinna og vinna
að viðhaldi sambands við Stóra
Bretland.
Óánægja írskra þjóðernissinna
náði hámarki með Páskauppreisn-
inni í Dublin 1916. Hún var bæld
niður, en sjálfskipaður her, írski
lýðveldisherinn (IRA), hélt áfram
skæruhernaði gegn bresku stjórn-
inni með það að markmiði að hrekja
Breta burt frá írlandi. Stuðningur
almennings við sjálfstjórn fór vax-
andi. Breska stjórnin sá sína sæng
upp reidda og sættist á heima-
stjórn, takmarkaða þó, því þessi
ráðstöfun mætti mikilli andstöðu
mótmælenda í Ulsterliéraði, sem
kærðu sig ekki um að tilheyra ka-
þólsku írlandi. Lög um Stjórn ír-
lands frá 1920 kváðu á um að þing
sæti á tveim stöðum á írlandi, ann-
arsvegar í Dublin og heyrðu 26 af
32 sýslum landsins undir það, og
hins vegar í Belfast og lutu því
hinar sýslurnar sex, sem að mestu
voru byggðar mótmælendum. Þær
urðu síðan að því sem nú heitir
Norður-írland og tilheyrðu áfram
Stóra Bretlandi. Flestir stjórnmála-
menn á írlandi voru andvígir skipt-
ingu landsins, en árið 1922 náðist
samkomulag og sýslurnar 26 sem
lutu þinginu í Dublin urðu að Frírík-
inu lrlandi, sem nú heitir írska lýð-
veldið.
hópurinn sig úr og hóf baráttu með
morðum, sprengingum og öðrum
ofbeldisaðgerðum, með það að
markmiði að sameina írland á eigin
forsendum. í apríl 1968 krafðist
stjórn Norður-Irlands þess að
breskar herdeildir tæku upp vörslu
á tilteknum stöðum vegna síaukinn-
ar óaldar og skemmdarverka.
Stjórnin samdi við bresku stjórnina
um að allar öryggissveitir í héraðinu
lytu breskri stjórn. í mars 1972
tóku Bretar við allri stjórn og þing-
ið í Belfast var leyst upp.
í von um frið fögnuðu kaþólikkar
komu hersins í fyrstu. En IRA og
annar hópur inyðjuverkamanna,
Þjóðfrelsisher íra (INLA) sáu til
þess að lítið varð um frið. Morð og
sprengjutilræði urðu daglegt brauð.
Nær 200 manns féllu á árinu 1972,
flestir óbreyttir borgarar. Árið 1979
létu Mountbatten lávarður, tveir
unglingar og 19 breskir hermenn
lífið í tilræðum. Alls hafa átökin
kostað 3.168 manns lífið á undan-
fömum aldarfjórðungi.
Sagan hefur kennt Norður-írum
að efast um að vopnahlésyfirlýsing-
ar IRA, eins og sú sem gefm var í
gær, séu tilefni mikils fögnuðar.
Herinn lýsti síðast árið 1975 yfir
að lát yrði á blóðugri baráttu fyrir
sameiningu írlands, og þótti þá sem
tækifæri væri á að semja um brott-
hvarf breskra hersveita frá Norður-
írlandi. Vopnahléið hafði lítil áhrif
á ofbeldisverkin og hersveitirnar
fóru hvergi. Árlega féllu um 250
manns í valinn. Bretum var, að sögn,
nóg boðið og íhuguðu alvarlega að
kalla hersveitir sínar heim ef það
mætti verða til þess að blóðbaðinu
linnti. En samningaviðræðurnar
fóru út um þúfur og vopnahléið
leystist upp í sprengjutilræði og
frekara ofbeldi. Þá 7 mánuði sem
vopnahléð átti að heita í gildi reyndu
leiðtogar IRA að hafa hemil á æstum
liðsmönnum sínum, á meðan dauða-
sveitir mótmælenda hófu heiftarleg-
ar ofbeldisaðgerðir gegn kaþólikk-
um.
Milli þess sem ofbeldi blossaði
upp hittust fulltrúar IRA og bresk-
ir embættismenn og ræddu mögu-
leikana á endanlegu vopnahléi gegn
loforði um að Bretar hættu afskipt-
um á Norður-írlandi. Ekkert varð
úr samkomulagi, og með því að
draga úr skæruhernaði sínum hafði
IRA misst dampinn og sumir
frammámenn í röðum þeirra hétu
því að þetta myndi aldrei gerast
aftur og sögðust reiðubúnir fyrir
„langt stríð.“
Downingstrætis yfirlýsingin
í desember í fyrra gáfu John
Major, forsætisráðherra Bretlands,
og Albert Reynolds, forsætisráð-
herra írlands, út sameiginlega yfir-
lýsingu sem kennd var við Down-
ingstræti, þar sem þeir gerðu grein
fyrir þeim forsendum sem frekajri
samningaviðræður skyldu byggðar
á. Þar var lögð áhersla á það skil-
yrði, að Sinn Fein, stjórnmálaarm-
ur IRA, fordæmdi ofbeldisverk
áður en flokkurinn fengi að setjast
að samningaborðinu. Það gæti þó
ekki orðið fyrr en eftir þriggja
mánaða eiginlegt vopnahlé. í yfir-
ýsingunni er vísað til möguleikans
á sameinuðu írlandi og réttur þess
til sjálfsákvörðunar viðurkenndur,
en þess krafist að meirihluti al-
mennings á Norður-írlandi veiti
samþykki sitt.
Samkvæmt fréttum The Irish
Times nýverið eru stjómir Bret-
lands og írlands að undirbúa salfY-
komulag um að Bretar felli úr gildi
tiltekna kafla í lögunum frá 1920,
þar sem kveðií er á um óskorað
vald þeirra yFir Norður-írlandi,
gegn því að írar efni til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort nema skuli
úr gildi tvo kafla stjórnarskrárinn-
ar, þar sem krafist er lögsögu yfir
allri „eynni Irlandi“. Þess í stað
kæmi viljayfirlýsing um sameinað
írland að fengnu samþykki almenn-
ings.
Þótt Norður-írar hafi sýnt fögn-
uð sinn í gær, þegar lýst var yfir
vopnahléi, eru þeir fullir efasemda
um að IRA takist að halda aftur
af ungum öfgamönnum innan
hreyfingarinnar, og standast
ögranir mótmælenda. Fólk óttast
að sagan endurtaki sig rétt eina
ferðina, og blóðsúthellingar haldi
áfram eins og ekkert hafí í skorist.