Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR SÓLMUNDUR M. EINARSSON 4- Sólmundur * Maríus Einars- son fæddist á Hruna í Hörg- landshreppi 24. nóvember 1921. Hann lést á Vífils- staðaspítala 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Sól- mundar voru Ein- ar Gísli Sigurðs- son, fæddur 2. september 1887 á Orustustöðum í Hörgslands- hreppi, síðast bóndi í Búlandsseli í Skaftár- tungu um tíu ára skeið eða til æviloka, en hann drukknaði í sjóróðri í Vík í Mýrdal 23. apríl 1932, og Þuríður Anes- dóttir, eiginkona hans, fædd 27. júlí 1892 á Hruna í sama hreppi, dáin 1. febrúar 1970 að Breiðabólstað á Síðu. Sól- mundur var næstelstur fjög- urra systkina, elstur var Sig- urður Anes, fæddur 1919, dó á barnsaldri, en yngri voru Elín Magnea, fædd 1923, hús- freyja á Breiðabólsstað á Síðu, dáin 1980. Eiginmaður hennar var Matthías Olafsson, fæddur 12. mars 1915, bóndi þar. Börn þeirra eru fimm. Karl, húsa- smíðameistari í Kópavogi, fæddur 1928, eiginkona hans var Hulda Krisljánsdóttir. Börn þeirra eru fjögur. Yngst- ur systkinanna er Andrés Sigurður til heimilis að Hruna, fæddur 1930, húsa- smíðameistari og organisti við Prest- bakkakirkju á Síðu. Eiginkona hans er Svava Ólafsdóttir, fædd 10. febrúar 1932. Börn þeirra eru sex. Eftirlifandi eiginkona Sólmund- ar er Rannveig Kristjana Jónsdótt- ir, húsfreyja og áður saumakona o.fl., Birkihvammi 10, Kópa- vogi, fædd 20. desember 1924 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason, bóndi, síðast á Mosum í landi Geirlands í Kirkjubæjarhreppi, fæddur 14. apríl 1887, dáinn 10. desember 1977, og eiginkona hans, Anna Kristófersdóttir, fædd 15. apríl 1891, dáin 27. janúar 1967. Börn Sólmundar og Rannveigar eru fjögur: Þuríður Bára, fædd 4. júní 1945 á Mosum á Síðu, nú læknafulitrúi og húsfreyja til heimilis að Sólheimum, Hvols- hreppi, Rangárvallasýslu. Eig- inmaður hennar er Helgi Ing- varsson, bifreiðastjóri og land- póstur, fæddur 26. nóvember 1938. Þau eiga sjö börn og barnabörnin eru fimm; Elín Anna, fædd 5. apríl 1947 á Mosum á Síðu, húsfreyja og bókari í Reykjavík. Eiginmað- ur hennar er Geir Geirsson, vélstjóri í Búrfellsvirkjun, fæddur 4. júlí 1946. Þau eiga þijá syni; Einar Sigurður, fæddur 27. ágúst 1948 í Hvera- gerði, offsetprentari, búsettur í Svíþjóð. Eiginkona hans er Svanhvít Kristín Einarsdóttir, fædd 22. september 1954, rit- ari og húsfreyja. Börn þeirra eru tvö. Aður átti Einar stúlku, Rannveigu, fædda 15. nóvem- ber 1967 með þáverandi sam- býliskonu sinni, Þórdísi Eygló Sigurðardóttur. Rannveig á tvö börn með sambýlismanni sínum, Jóni Þorbergssyni, fæddum 13. febrúar 1966; Jóna, fædd 13. september 1955 á Breiðabólsstað á Síðu, V- Skaft., húsfreyja og aðstoðar- kona á leikskóla, búsett í Kópavogi. Eiginmaður hennar er Einar Baldvin Einarsson, tannsmiður, fæddur 29. októ- ber 1950. Börn þeirra eru þijú. Afkomendur Sólmundar heit- ins og Rannveigar eru alls 27. Útför Sólmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag. EFTIR HIÐ sviplega fráfall Einars Gísla 1932, föður Sólmundar, varð eigi um frekari búskap að ræða í Búlandsseli. Varð það að ráði að ekkjan, Þuríður Anesdóttir, flutti búferlum að Hruna með fjögur Heimilistæki í fullri breidd ÞVOTTAVÉL AV 637 TX Tekur 5 kg. 16 þvbttakerfi Stiglaus hitastillir Tromla og belgur úr ryðfríu stáli. KR. 47.300, KÆLISKÁPUR RF 270 B Kælir: 1$0 lítrar Frystír: 80 Iftrar Hæð: 149 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 60 cm KR. 58.800,- mnm I verslunum BYKO og Byggt og búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. kæliskApur DF 230 S Kælir: 185 lítrar Frystir: 45 lítrar Hæð: 139 cm Breidd: 55 cm Dýpt: 59 cm KR. 46.600,- Skiptiboró 41000, 641919 ÞURRKARI S 54 K Tekur 4,5 kg af þvotti. Tvö hitastig: ^0 C fyrir viðkvæmai bvott. *o0 C fyrir venju- legan þvott Tromla úr ryöfríu stáli. Tromla snýst í báðar áttir. Hólf og gólf, afgreíösla 641919 Almenn afgreiðsla 54411, 52870 iTmrniifimTOttidJiLsumiM Almenn afgrelðsla 629400 Almenn afgreiðsla 689400, 689403 ARISTON Falleg, sterk og vönduö ítölsk heimilistæki KR. 39.500,- Graent símanúmer BYKO Grænt númer 996410 börn sín, en það elsta, Sigurður, var þá látinn. Þá bjuggu í Hruna Einar bróðir Þuríðar og eiginkona hans, Eiín. Með ijölskyldunni á Búlandsseli flutti að Hruna Ragn- hildur Jónsdóttir, fædd 17. septem- ber 1881, en hún hafði verið vinnu- kona á Búlandsselsheimilinu alla tíð. Hún var föðursystir Sigfúsar á Geirlandi. Ragnhildur var áfram á Hruna með Þuríði og börnum hennar til þjónustu og aðstoðar við bömin, en Þuríður var oft heilsulít- il. Ragnhildur var á Hruna til 1941 að einu ári undanskildu og síðar var hún í vist á Breiðabólsstað á Síðu frá 1950 er Elín og Sólmund- ur bjuggu þar eins og síðar grein- ir og dvaldi Ragnhildur þar til æviloka. Tel ég mig hafa heimildir fyrir því að Ragnhildur hafi ávallt verið Þuríði og börnum hennar til frábærrar hjálpar í erfiðleikum fjölskyldunnar. Eftir venjulega skólagöngu var Sólmundur heitinn enn heimilis- fastur og dvaldi á Hruna. Vann hann þá ýmsa vinnu er til féll á Síðunni en skjótt mun hugur hans hafa staðið til smíða og bygginga- vinnu. Hann hafði og hneigð og næmi fyrir tónlist og það hafa sagt mér félagar hans frá þessum tíma, að hann hafi oft spilað á harmonikku á dansleikjum á Síð- unni. Á árunum 1944 til 1945 liggur leið Sólmundar til Reykjavíkur enda hafði hann þá kynnst konu- efni sínu, Rannveigu Jónsdóttur frá Mosum á Síðu. Vann hann þar ýmis störf um tíma en 1947 flutt- ust þau til Hveragerðis og hugðust setjast þar að. Byggði Sólmundur þar einbýlishús og vann ýmsa vinnu. En þar kom að Sólmundur veiktist af skæðri bijósthimnu- bólgu og varð óvinnufær um lang- an tíma. Leiddi það til þess að þau seldu húsið í Hveragerði og fluttu búferlum að Breiðabólsstað á Síðu 1950 og bjuggu þar í sambýli við Elínu og Matthías er þar voru bú- endur sem fyrr segir. Dvöldu Sól- mundur og Rannveig þar til ársins 1957. Sólmundur vann ýmsa vinnu á Síðunni á þessum árum önnur en bústörf, svo sem við brúarsmíði og við virkjun heimarafstöðva, m.a. með Sigfúsi Vigfússyni á Geirlandi og margt fleira. Meðal annars var hann við grenjaleit og var afburða skotmaður. Var ljóst að Sólmundur lifði sig mjög sterkt inn í náttúru- líf á Síðunni og skynjaði af næmni landið og náttúruna og eðli dýra- lífsins. Árið 1957 fluttu þau hjónin síð- an til Kópavogs. Byggðu þau sér einbýlishús að Birkihvammi 10 og bjuggu þar ávallt síðan. Eftir að þau hjónin fluttu til Kópavogs vann Sólmundur í mörg IIUIDHYkkJI K ár einkum við bílamálun og spraut- un. Kom þá glöggt í ljós frábær handlagni hans og iistfengi, enda hlaut hann meistararéttindi í þeirri grein. Var hann mjög umsetinn og eftirsóttur ef þurfti að sprauta og lagfæra bíla eftir óhöpp vegna þess hvað glöggur hann var á liti, hjálpsamur og bóngóður. Mun Sól- mundur hafa unnið þessi störf sem aðalvinnu í um 13 ár. En um 1970 veiktist hann og tók sig aftur upp sjúkdómurinn frá því í Hveragerði. Varð hann óvinnufær um tíma og eftir 1970 varð Sólmundur ætíð að búa við skerta starfsorku. Segja má að þá hefjist nýtt tíma- bil í lífi hans. Hann var í eðli sínu mjög vinnusamur og brá því á það ráð að skapa sér vinnuaðstöðu í bílskúr sínum þar sem hann gæti unnið að ýmsum verkefnum er hann veldi sér sjálfur og aðstæður væru til að vinna þar. Fyrst mun hann hafa smíðað sjálfur og sett saman þær vélar og tæki og annan útbúnað er til þurfti til að vinna að ýmiss konar fín- og nákvæmnis- vinnu, einkum í trésmíði. Sýnir þetta eitt sér hvað frábær smiður Sólmundur var. En síðan hafa í gegnum árin mörg og frábær hag- leiksverk verið unnin á þessari litlu verkstofu Sólmundar. Hann hafði raunar unun af því að vinna að endurbótum á fögrum eldri munum sem farnir voru að láta á sjá. Er hann hafði farið um þá sínum lista- höndum voru þeir sem nýir. Var hér einkum um að ræða eldri píanó, harmonium, klukkur og margs konar aðra eldri húsmuni og hluti. Spurðust verk hans víða og hafði hann ætíð næg viðfangsefni. Sól- mundur heitinn vann ætíð einn að þessum verkefnum sínum. Ef til vill hefur það ekki verið áreynslu- laust að vera svo mikið einn að störfum og fannst vinum hans hann vera á stundum dulur og nokkuð einmana. En að lundarfari var Sólmundur fremur hlédrægur en þó tilfinninganæmur. Sólmundur veiktist í maímánuði sl. og fór strax á sjúkrahús þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Sýndi hann þá mikla hugprýði, þrautseigju og þolinmæði, þó að ljóst mætti vera að drægi að leiðar- lokum. Átti hann í þeirri baráttu mikið að þakka Rannveigu eigin- konu sinni, dætrum þeirra og öðr- um vinum fyrir frábæra aðstoð og umhyggju. Við vinir Sólmundar heitins, mágar, mágkonur og félagar í Mosafélaginu, sem við köllum svo, um rekstur sumarhúss á Mosum á Síðu, færum honum að leiðarlokum alúðarþakkir fyrir þau fjölmörgu verkefni sem hann innti af hendi við húsið okkar til fegrunar, við- halds og endurbóta. Við þökkum Sólmundi fyrir vináttu og hjálp- semi og samfylgdina í lífinu og óskum honum velfarnaðar á nýjum leiðum. Að lokum færum við vinir og félagar eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum Sólmund- ar heitins hugheilar samúðarkveðj- ur við fráfall og missi þessa frá- bæra og hógværa heiðursmanns. Hermann G. Jónsson. Innhvenf íhugun (TMhugleiðsla) Umfangsmikil samanburðarrannsókn* á áhrifum velflestra þekktra hugleiðslu- og slökunaraðterða á lífsfyllingu fór nýlega fram I Bandaríkjunum. Rannsóknin leiddi I Ijós að Innhverf íhugun sýndi um þrisvar sinnum meiri áhrif (0.78) heldur en aðrar hugleiðslu- (0.26) og slökunaraðferðir (0.27). Önnur samanburðarrannsókn**, sem gerð var I Stanford háskólanum, rannsakaði áhrif mismunandi þroskaaðferða á kvíða. Flestar aðferðirnar sýndu svipuð áhrif, en Innhverf fhugun sýndi áber- andi mestan árangur við minnkun kvíða. Innhverf íhugun er ein- föld og auðlærð huglæg tækni sem stunduð er (20 mín. kvölds og morgna. Um 350 rannsóknir hafa verið birtar í vísindatfma- ritum um áhrif tækninnar á huglægt og líkamlegt atgervi iðkenda. Ljóst er að iðkun tækninnar hefur afgerandi jákvæð áhrif á alla þætti mannlegs lífs. Kynningarfyrirlestur um tæknina verour haldinn i kvöld kl. 20.00 og á laugaroaginn 3. sept. kl. 14.00. í TM-kennslu- og þjónustumiðstöðinni, Vitastíg 10. Nánari upplýsingará staðnum milli kl. 10-18 virka daga, 10-14 laugardaga eða (síma 91-628485. Geymið auglýsinguna. 'Journal of Social Behaviourand Personality, 1991, Vol. 6, No. 5,189—247. "Journal of Clinical Psychology, nóv. 1989, Vol. 45, No. 6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.