Morgunblaðið - 01.09.1994, Page 37
MORGUNBLiAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 37
----------------------------aT
MIIMINIINGAR
22. ágúst síðastliðinn á yndislegu
síðsumarkveldi eins og þau gerast
fegurst, kvaddi afi minn þetta
jarðlíf eftir erfið veikindi síðastlið-
inna vikna. Með örfáum fátækleg-
um orðum langar mig að minnast
hans og þakka honum allt það sem
hann gerði fyrir okkur börn sín
og barnabörn.
Hann var annar í röð 5 systk-
ina. Árið 1922 flytjast foreldrar
föður míns að Búiandsseli í Skaft-
ártungu og þar bjuggu þau þar
tii afi lést skyndilega 23. apríi
1932, en hann drukknaði í sjó-
róðri frá Vík. Eftir lát hans flyst
amma með börn sín að Hruna til
bróður síns og mágkonu og með
henni fer einnig Ragnhildur Jóns-
dóttir sem verið hafði vinnukona
hjá afa og ömmu öll árin í Bú-
landsseli og var hún börnunum
stoð og stytta því um þetta leyti
veiktist Sigurður af berklum og
dó. Amma veiktist einnig og þurfti
hún að skilja við börn sín og dvelja
á Vífilsstöðum um nokkurn tíma.
Má nærri geta hvaða áhrif þessir
atburðir hafa haft á viðkvæma
barnssál á þeim aldri sem pabbi
var. Minntist hann ætíð frænda
síns á Hruna með sérstakri virð-
ingu og fann maður glöggt hve
honum þótti vænt um hann og
hans börn. Pabbi var mjög dulur
á tilfinningar sínar en jafnframt
einkar næmur á líðan og tilfinn-
ingar annarra. Hann var mikið
náttúrubarn, enda alinn upp við
magnaða náttúru á heiðunum
sunnan Eldgjár og við hraunjaðar
Skaftárelda. Við hjónin áttum því
láni að fagna að fara með pabba
og mömmu í Búlandssel fyrir réttu
ári og heyra hann lýsa staðháttum
og örnefnum og sjá lindina í gilinu
þar sem álfkonan birtist og bjó.
Þá ferð verðum við ævinlega þakk-
lát fyrir.
Pabbi hafði óvenjugott feg-
urðarskyn, hagar hendur og næmt
auga fyrir litum. Hann var eftir-
sóttur bílamálari og vandvirkur
svo af bar, og eftir að hann hætti
að vinna við bílamálun, eftir veik-
indi árið 1970, fór hann að sinna
hugðarefnum sínum í' bílskúrnum
eftir því sem heilsan leyfði. Hann
hafði yndi af að handleika eðalvið
og gera úr honum ýmiss konar
dýrgripi. Einnig gerði hann við og
endursmíðaði marga gamla hluti
sem jafnvel komu til hans í mörg-
um pörtum, eins og gamlir rokk-
ar, klukkur og alls konar húsgögn,
orgel og píanó. Var svo komið að
hann annaði ekki því sem til hans
var leitað með, en vandvirkni hans
og listfengi var viðbrugðið og bera
þessir gripir, sem dreifðir eru um
allt Iand, honum svo einkar fagurt
vitni.
Við dyr verkstæðis síns reisti
hann lítið gróðurhús, þar sem hann
ræktaði rósir og ýmsar aðrar við-
kvæmar jurtir sem blómstruðu og
báru ávöxt hjá honum þrátt fyrir
lakk og málningarloft frá verk-
stæðinu. Það má því segja um
pabba að hann hafi tjáð tilfinninar
sínar og kærleika með höndum
sínum, hvort sem hann var við
smíðar, hlúði að gróðri eða hvað
annað sem hann tók sér fyrir hend-
ur.^
Á yngri árum stundaði pabbi
veiðiskap, var góð skytta hvort
sem um var að ræða sel, gæs eða
ref. Kom þolinmæði hans og skap-
lyndi vel í ljós í glímunni við ref-
inn, og gaman var að heyra hann
segja frá lifnaðarháttum hans og
viðbrögðum. Þakka dætrasynir
hans þær stundir sem hann gaf
sér tíma frá skúrnum til að fara
með þeim í veiði og kenna þeim
að hnýta flugur og veiða fisk á
stöng.
Allt líf hans einkenndist af hóg-
værð og vinnusemi, hann naut lít-
illar skólagöngu, eins og var um
marga af hans kynslóð, hafði gott
innsæi, var ráðhollur og bóngóður
svo það kom iðulega niður á frí-
tíma hans og heilsu. Veikindum
sínum tók hann af miklu æðru-
leysi og vissi strax að hveiju dró.
Við systur og nánustu aðstandend-
ur viljum þakka mömmu fyrir hve
frábærlega hún hefur staðið við
hlið hans og hjúkrað honum á
þessum erfiðu tímum, en á hana
setti pabbi allt sitt traust á sinn
ljúfa og hljóðláta hátt. Við munum
aldrei gleyma því trausti og þeirri
ástúð sem ríkti á milli þeirra þess-
ar erfiðu vikur, það eru dýrmætar
minningarperlur sem munu fylgja ;
okkur út ævina. Hjartans þakkir ■“
fyrir allt, pabbi minn, hittumst .
síðar á landi ljóssins og friðarins. j
Bára Sólmundsdóttir. ;
í dag er okkar ástkæri afi borinn
til hinstu hvílu. Samskipti okkar
systkina við afa voru mismikil, þar
sem sum okkar bjuggu á heimili
þeirra ömmu einhvern tíma en sum
okkar komu aðeins í heimsókn þeg-
ar leiðir lágu til Reykjavíkur.
011 minnumst við afa sem mikils
athafna- og listamanns því hann
var yfírleitt í skúrnum við smíðar
eða aðra iðju, garðyrkju og fleira.
Afi var mjög jákvæður maður,
rólegur og yfirvegaður, og gott
var að ræða við hann um ýmis
mál því að hann talaði af mikilli
rósemd og gerði aldrei veður út
af neinu. Hann vildi alltaf hlusta
á okkar skoðanir og hvað við höfð-
um fram að færa og var afí því
miklu meiri félagi en aldursmunur-
inn, sem skildi að, gaf tilefni til.
Hafði hann því ákaflega góða
nærveru og alltaf hefur okkur
þótt þægilegt að koma í Birki-
hvamminn sem og ánægjulegt að
fá þau austur, þó okkur finnist
það hafa verið alltof sjaldan. Fyrir
þessar stundir og það sem þær
gáfu okkur erum við ævinlega
þakklát og geymum þær í huga
og hjarta allt okkar líf.
Elsku afi, við vitum að þér líður
vel þar sem þú ert nú, og að þú
ert alltaf hjá okkur þar til við hitt-
umst á ný.
Afabörnin frá Sólheimum,
Hvolsvelli.
Kennsla kefst 8. septemLer
Innritun hafm í síma 813730 og 813760
Fyrir dansarana
og ungt fólk.
Byrjenda og
framhaldsflokkar
sflokkar
Fyrir unglingana.
Byrjenda og
framhaldsflokkar.
2-3svar í viku.
Nýjung!
Allir hressir krakkar, strákar og stelpur,
í jassballett í vetur!
Nú komast börn frá 4ra ára aldri í forskólann okk?r.
A
Vf
vV
UTSALA10-60% AFSLATTUR
• Barnaúlpur - verí kr. 3.490 (átur kr. 6.490)
• Fullarlinsdúnúlpur - verS kr. 4.990 (átur kr. 10.750)
• Barnaíþrúttagallar - verl frá kr. 2.990
• FullorSinsfþróttagallar - verS frá kr. 3.990 jýj nU(DID6l
• Leikfimiskúr - verl kr.1.990 (st.30-46) SPORTBÚÐ
Opið laugardag kl. 10-16.
I N
Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655