Morgunblaðið - 01.09.1994, Qupperneq 38
^8 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
TILBOÐ
Píta m/buffi, franskar og sósa kr. 490
Hamborgari m/frönskum og sósu kr. 400
Fjöldi góðra rétta á matseðlinum
afsláttarkort gilda ekki í
sambandi við tilboð.
Opnur>
MIINININGAR
EINAR FARESTVEIT
+ Einar Farestveit fæddist 9.
apríl 1911 á jörðinni Farest-
veit í Modalen á Hörðalandi í
Noregi. Hann lést 14. ágúst síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 24. ágúst sl.
SMÁTt og smátt fjölgar vinum
manns og kunningjum sem náð
hafa háum aldri og eiga að baki
langan og farsælan feril, sjálfum
sér og sínum til hagsbóta og þá um
leið samfélaginu öllu til heilla.
Menn gera sér ekki alltaf grein
fyrir því, að í hvert sinn sem ein-
hver lætur gott af sér leiða, að því
að mörgum finnst í sína eigin þágu,
er sá hinn sami ýmist meðvitað eða
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á gjöldum sem
á voru lögð 1994 með gjalddaga til og með 15. ágúst 1994, álagningum eldri ára sem í eindaga
eru fallnar og gjaldföllnum hækkunum sem féllu í gjalddaga til og með 15. ágúst s.l. og eru til inn-
heimtu hjá neðangreindum innheimtumönnum, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá
dagsemingu áskorunar þessarar.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald,
lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald atvinnurekanda skv. 36. gr.,
atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, og
skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðagjald, slysatryggingagjald öku-
manna, fast árgjald þungaskatts, þungaskattur skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagning
söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miðagjald, virðisaukaskattur af skemmtunum,
tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningagjöldum, vinnueftirlitsgjald, vörugjald af inn-
lendri framleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, skilagjald á umbúðir, verðbætur á
ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar, skipulagsgjald, skipagjald, fisksjúkdómagjald,
jarðaafgjald, virðisaukaskattur, staðgreiðsla og tryggingagjald.
Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta Iagi innan 15 daga frá dagsetningu
áskorunar þessarar.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum
og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000
kr. og stimpilgjald er 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjald-
endur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og
virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 1. september 1994
Gjaldheimtan í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Gjaldheimtan Seltjamamesi
Gjaldheimtan í Garðabæ
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Gjaldheimtan í Mosfellsbæ
Sýslumaðurinn í Keflavík
Gjaldheimta Suðumesja
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austfjarða
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
ómeðvitað að gera hluti sem jafn-
framt koma öðrum til góða.
Þannig er framkvæmdasemi og
atorka hvers einstaklings nánast á
hvaða sviði sem er, öðrum til heilla
með margvíslegum hætti.
Það koma ekki allir auga á þessa
einföldu staðreynd.
Þetta kemur mér m.a. í hug við
fráfall svila míns, Einars Farest-
veit, sem lést að heimili sínu 14.
þ.m. eftir alllöng og erfið veikindi
sem hann bar af karlmennsku og
rósemi, fyllilega meðvitaður að
hverju stefndi og með öll sín mál á
hreinu.
Það duldist víst enguni þegar
Einar Farestveit kom til íslands,
22 ára að aldri árið 1933, að þar
var á ferð óvenjulega myndarlegur
og glæsilegur ungur maður, sem
hafði til að bera sérstaka reisn, er
eftir var tekið hvar sem hann fór.
Þessi reisn sem hann bar til hinstu
stundar var ekkert sem hann þurfti
að byggja upp eða búa til, þetta
var honum einfaldlega meðfætt og
eðlislægt.
Leiðir okkar Einars lágu fyrst
saman 15 árum eftir að hann kom
til landsins. Árið 1947, þegar ég
kynntist honum, bjó hann og Guð-
rún ásamt börnum sínum að Hraun-
teigi 30. Þar var oft glatt á hjalla.
En næstu árin á eftir vorum við
Sigrún, systir Guðrúnar, tíðir gestir
á Hraunteignum og eyddum þar
m.a. aðfangadagskvöldi jóla úm
árabil.
Vera okkar með þeim hjónunum
og glaðværum barnahópi er okkur
mjög minnisstæð og viljum við
þakka þeim alla velvild í okkar garð.
Börnin þeirra eru vel af Guði
gerð og hafa komið sér og sínum
vel og smekklega fyrir. Mér er
kunnugt um að Einar mat þetta
mikils. Umhyggja barnanna og
maka þeirra í veikindum Einars og
nú á efri árum Guðrúnar er þeim
til mikils sóma og með þeim hætti,
sem maður gæti helst óskað öllu
öldruðu fólki.
Einar Farestveit, sem kom til
íslands í þeim tilgangi að kenna
og leiðbeina á sviði loðdýraræktar,
markaði einnig áberandi spor í ís-
lensku viðskiptalífi. Árið 1941 réðst
hann til starfa hjá G. Helgason &
Melsted hf., og vann þar við vax-
andi traust í 24 ár. Þeim þætti
munu gerð skil af öðrum sem þekk-
ir betur til á þeim vettvangi. Sjálfur
minntist hann áranna hjá G. Helga-
son & Melsted af miklum hlýhug
og kvað Pál Melsted og fjölskyldu
hans hafa reynst sér mjög vel.
En 1964 ákveður Einar að stofna
sitt eigið fyrirtæki, Einar Farest-
veit & Co. Grunnurinn að þeim
rekstri voru viðskipti með heims-
þekktar norskar vörur eins og Rad-
ionette, útvarps-, sjónvarps- og
Stangir og plötur.
Suðuþráður o.fl.
Vandað efni.
Gott verð.
SIMONA'
Kunststoffe
PtaBtÍca • PÍastlques
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BÍLDSHÖFÐA 16
SlMI 672444 • FAX 672580