Morgunblaðið - 01.09.1994, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG
ÁRSÆLSDÓTTIR
+ Ingibjörg Ár-
sælsdóttir fædd-
ist í Keflavík 22. júní
1922. Hún andaðist
í Landspítalanum
23. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ársæll Þor-
steinsson, skipsljóri,
fæddur í Ytri-Njarð-
vík og Jónína Ein-
arsdóttir, húsmóðir,
fædd í Sandgerði og
eignuðust þau 7
börn og komust 6
þeirra til fullorðins-
ára. Ingibjörg gift-
ist Þorbirni Finnbogasyni,
veiðieftirlitsmanni, fæddur á
Búðum í Staðarsveit. Þau
skildu. Ingibjörg og Þorbjörn
eignuðust eina dóttur, Jónínu,
fædda 22. ágúst 1952. Ung að
árum sigldi Ingibjörg til Eng-
lands og dvaldist þar við nám
og störf fram að seinni heims-
styrjöld. Á striðsárunum fór
hún til Bandaríkjanna
til enskunáms. Þegar
heim kom starfaði
hún við ýmiss konar
skrifstofustörf hjá
Loftskeytastöðinni í
Gufunesi, bæjarsí-
manum í Reykjavík,
Flugfélagi íslands,
varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli og síð-
ustu starfsár sín hjá
Siglingamálastofnun.
Dóttir Ingibjargar,
Jónína Þorbjörnsdótt-
ir, þroskaþjálfi, er
gift Hjalta Magnús-
syni endurskoðanda. Þau eru
búsett í Víðihlíð 42 í Reykjavík.
Þeirra börn eru Ivar og Kristín
Laufey. Auk þeirra á Jónína
eina dóttur, Ingibjörgu Gunn-
þórsdóttur, sem er tvítug og
býr einnig í Reykjavík. Utför
Ingibjargar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag.
DEGI var tekið að halla og sumar-
ið í þann mund að kveðja þegar
Ingibjörg Ársælsdóttir frænka mín
kenndi í annað sinn þess sjúkdóms,
sem leiddi hana til dauða með hæg-
um og átakalausum hætti að kvöldi
þess 23. ágúst sl. Og eins og okkur
hveiju sinni fínnst haustkoman
ótímabær þykir okkur, sem þótti
vænt um hana, hvarf hennar úr
þessum heimi, og þar með úr okkar
tilveru, ótímabært.
Hún hafði dagana á undan pakk-
að niður í töskur og var á leið til
útlanda þegar kallið kom. Ferðalög
erlendis, einkum til fjarlægra landa,
voru henni mikið áhugamál og allt
frá því hún var komung stúlka fyr-
ir síðustu heimsstyijöld hafði hún
notað hvert tækifæri sem gafst til
ferðalaga erlendis.
Nýflutt til Reykjavíkur, frá
Keflavík þar sem hún ólst upp, réð
hún sig 16 ára gömul í vist til Eng-
lands. Þar stundaði hún síðan
enskunám og var á leið til Suður-
Frakklands þegar síðari heimsstyij-
öldin skall á og hún varð að fara
aftur heim til íslands. Meðan á
striðinu stóð lagði hún á ný land
undir fót og hélt til Bandaríkjanna
þar sem hún stundaði nám við versl-
unarskóla í Pittsburgh. Þetta var
óvenjulegt fyrir stúlkur á þeim tíma.
Ingibjörg var af efnalitlum foreldr-
um og varð því að fara þetta að
mestu af eigin rammleik. Hún var
hins vegar í marga ættliði komin
af harðduglegu bænda- og sjó-
mannsfólki, þar sem karlmennirnir
voru margir formenn á bátum og
einhverjir auðugir á þeirra tíma
mælikvarða. Hún bjó því að upp-
runa sínum þrátt fyrir erfiðar að-
stæður. Þeir eiginleikar, sem hún
tók í arf, dugnaður, eðlisgreind og
framtakssemi, dugðu henni einnig
vel á löngum starfsferli, en hún
stundaði lengst af almenn skrif-
stofustörf. Ég hugsaði raunar oft
með sjálfri mér, að hefði hún verið
karlmaður, þá hefði hún lagt fyrir
sig atvinnurekstur með betri
árangri en margt af því sem við
verðum vitni að. Um sumt var lífið
henni mótdrægt, en með áðurnefnd-
um eðliskostum og léttri lund tókst
henni að sigrast á sínum erfiðleik-
um. Hún þurfti alla ævi að standa
fyrir sínu, fékk ekkert ókeypis og
t
Hjartkær eiginmaður minn,
MAGNÚS KRISTJÁN HELGASON
brunavörður
og ökukennari,
lést af slysförum þann 28. ágúst.
Ingibjörg Sesselja Gunnarsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
JÓHANNA FANNEY ÓLAFSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 28,
Reykjavík,
lést á gjölgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn 31. ágúst.
Haraldur Snorrason,
Ólafía Haraldsdóttir,
Adolf Haraldsson,
Lilja Haraldsdóttir, Björn Pálsson,
Fjóla Haraldsdóttir, Ólafur Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför bróður okkar,
SKÚLA ÓLAFSSONAR THEODÓRS,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. september kl. 13.30.
Bergþór Ólafsson, Sigrfður Siemsen.
MIIMNINGAR
hafði því heilbrigðan skilning á
stöðu þeirra, sem eiga undir högg
að sækja, jafnframt því sem hún
bjóst aldrei við neinu af þeim er
mest mega sín.
Ingibjörg giftist ung Þorbirni
F'innbogasyni skipstjóra. Þeirra
leiðir ski'.du, en með honum eignað-
ist hún einkabarn sitt, Jónínu. Hún
varð því sem fyrr að sjá fyrir sér
sjálf og nú dóttur sinni einnig. Hún
bjó þeim sl. fjörutíu ár fallegt heim-
ili í Mjóuhlíð 14 í Reykjavík, þar
sem oft var gestkvæmt því Ingi-
björg var vinmörg og höfðingi heim
að sækja.
Mér var hún ávallt sem besta
vinkona og á unglingsárum mínum,
þegar ég þurfti á að halda, má segja
að hún hafi að mörgu leyti gengið
mér í móður stað og er ég henni
ævinlega þakklát fyrir það.
Fyrir rúmum tuttugu árum eign-
aðist Ingibjörg sitt fyrsta barna-
barn, nöfnu sína Gunnþórsdóttur,
sem óðara varð augasteinn hennar
og hálfgerð uppeldisdóttir. Síðari
barnabörnin, þau ívar og Kristín,
voru henni einnig mjög kær. Náið
samband var á milli Ingibjargar og
Jónínu dóttur hennar og nær dag-
legur samgangur milli þeirra alla
tíð. Mikil vinátta var einnig milli
Ingibjargar og tengdasonarins
Hjalta sem hún mat mikils.
Á síðastliðnu vori eyddum við
saman nokkrum dögum í París,
skoðuðum borgina, heimsóttum
Versali og nutum saman þess and-
blæs menningar og töfra sem
heimsborgin býr yfír. Naut Ingi-
björg sín vel og hafði á orði að hún
væri þar fímmtíu árum of seint á
ferð og vísaði með því til þess að
hún hafði ætlað til Frakklands frá
Englandi þegar síðari heimsstyij-
öldin skall á eins og áður sagði.
Síðustu ævidaga sína undirbjó hún
ferð til Boston þar sem hún ætlaði
að eyða haustinu með systurbörnum
sínum og þeirra fjölskyldum.
Trygglyndi, einn af hennar höfuð-
kostum, birtist einmitt í tengslum
hennar við þessa fjarlægu ættingja,
en á hveiju ári sendi hún þeim í
það minnsta bréf, en oft myndir og
gjafír, frændrækni sem fæst okkar
hinna hafa sýnt.
Þegar ég nú kveð frænku mína
er mér efst í huga þakklæti fyrir
vináttu hennar og umhyggju. Jón-
ínu dóttur hennar, Hjalta og börn-
um þeirra sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Margrét Sigrún Björnsdóttir.
Með þessum orðum langar mig
að minnast Ingu ömmu minnar sem
var mér svo kær, bæði sem amma
og vinkona.
Ég, mamma, Hjalti, litlu systkin-
in mín, ívar og Kristín Laufey, og
amma áttum margar góðar stundir
saman og allt vildi hún fyrir okkur
gera. Minnist ég þess vel þegar ég
og amma ferðuðumst saman erlend-
is. Er einna helst minnisstæð ferðin
til Bandaríkjanna. Við heimsóttum
ættingja í Washington og þaðan
fórum við í ferðalög um Flórída í
mánuð. Það var yndisleg upplifun
að fá að ferðast með ömmu enda
var það hennar líf og yndi að ferð-
ast um heiminn. Þó að árekstrar
hafi komið upp á milli okkar í gegn-
um tíðina leystum við fljótt úr þeim,
enda kom okkur vel samna.
Fyrr í sumar á fallegum, hlýjum
degi fórum við amma saman í
gönguferð um Öskjuhlíð, Nauthóls-
vík og gegnum kirkjugarðinn. Við
vorum heillengi í gönguferðinni og
töluðum mikið saman, mest um
framtíðina og lífið sjálft. Amma
hafði gengið í gegnum margt í líf-
inu og hafði hún mér frá mörgu
að segja. Hún átti ekki beint auð-
velt með að tjá tilfinningar sínar
en á einhvern hátt kom hún þeim
alltaf til skila, þannig áhrif hafði
hún á mig. Oft sagði hún við mig,
þegar við töluðum um vináttu og
tengsl, að hin eina sanna ást væri
móðurástin, því hún hyrfi aldrei.
í Mjóuhlíðinni áttum við flestar
stundir saman, þar sem öllum leið
vel. Viss ró kom yfir fólk og í gamni
kallaði amma stundum heimili sitt
„svefnstaðinn“, því fólk átti það til
að sofna þar. Viss andi var í íbúð-
inni sem amma hafði skapað og
veit ég að ég og margir aðrir mun-
um sakna samverustundanna þar.
Síðasta skiptið sem ég og amma
vorum þar saman var kvöldið áður
en hún ætlaði til Bandaríkjanna.
Er mér í fersku minni í hversu góðu
skapi hún var, hún söng og tók
léttar „sveiflur" á eldhúsgólfínu
eins og ung stúlka. Ekki varð úr
ferðinni þar sem hún veiktist um
nóttina og var lögð inn á spítala.
Amma á rnjög stóran „part“ í
mér og mun ég allt mitt líf geyma
minningarnar um hana í huga mín-
um. Sárast af öllu finnst mér að
litlu systkinin mín, ívar og Kristín
Laufey, fá ekki lengur að njóta
samvista við ömmu og kynnast
henni eins og ég fékk. Mun ég allt-
af sakna hennar og tómleikinn við
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
AXEL JÚLÍUS JÓNSSON
frá Stóru-Hildisey,
Engjavegi 45,
Selfossi,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 30. ágúst.
Guðjón Axelsson, Ásdís Ágústsdóttir,
Ingigerður Axelsdóttir,
Jón Axelsson,
Erla Axelsdóttir, Birgir Schram,
barnabörn, barnabarnabörn,
Vigdfs Jónsdóttir.
t
Ástkær bróðir okkar og frændi,
GUÐMUNDUR MARKÚSSON,
Garðbraut 37,
Garöi,
er lést á Borgarspítalanum 25. ágúst sl. verður jarðsunginn frá
Útskálakirkju á morgun, föstudaginn 2. september kl. 14.00.
Systkini, makar og systkinabörn.
að hafa hana ekki lengur er sár en
lífið er alltaf að breytast og hver
og einn aðlagast hveijum breyting-
um og lærir að lifa með þeim.
Ég veit að Guð geymir þig og
þér líður vel þar sem þú ert. Elsku
amma, ég þakka þér fyrir allt sem
þú gafst mér og gerðir fyrir mig.
Guð blessi minningu ömmu
minnar.
Þín dótturdóttir,
Inga.
Síminn hringir að morgni dags
24. ágúst sl. og Nína tilkynnir okk-
ur, að móðir sín hafi látist kvöldið
áður. Okkur setur hljóð, við Eyfi
horfum hvort á annað. Það er ótrú-
legt, að hún Inga, besta vinkona
mín frá yngri árum og Ijölskyldu-
vinur, sé dáin og að við eigum aldr-
ei eftir að sjá hana aftur.
Stutt er síðan ég hitti Ingu mína
og var hún þá að undirbúa för sína
til systurdóttur sinnar, sem búsett
er í Boston í Bandaríkjunum. Þar
ætlaði hún að dvelja um tíma, og
hlakkaði mjög til fararinnar. Ekki
kom mér þá í hug, að svo skammt
væri að leiðarlokum.
Þær eru ófáar stundirnar, sem
við vinkonurnar áttum saman á
yngri árum, þá báðar búsettar í
Hlíðunum. Margt var rabbað og
ýmislegt bar á góma. Inga var með
afbrigðum skemmtileg, og hún
kunni einnig svo sannarlega að
hlusta. Aldrei heyrði ég hana tala
illa um nokkra manneskju.
Inga var greind kona og vel
menntuð, bæði frá skólum hér
heima og erlendis. Hún var víðförul
og í reynd heimsdama með fallega
og fágaða framkomu. Hún naut
þess að ferðast, og oft var gaman
að koma í Mjóuhlíðina, þegar Inga
var nýkomin úr utanlandsferð og
heyra hana segja frá öllu, sem fyr-
ir augu hafði borið. Hún kom alls
staðar auga á eitthvað fallegt í ríki
náttúrunnar, og naut þess góða,
sem lifíð hefur upp á að bjóða.
Heimili hennar í Mjóuhlíð 14 var
fagurt og hlýlegt og bar vott um
fágaðan smekk hennar og þá alúð,
sem hún lagði í allt, er hún tók sér
fyrir hendur.
Börn hændust að henni, fundu
hlýjuna og góðmennskuna, sem bjó
í henni. Þegar hún lét vel að þeim
yngstu, brá hún gjarnan fyrir sig
enskri tungu og allir höfðu gaman
af.
Inga giftist ung Þorbirni Finn-
bogasyni skipstjóra. Þau slitu sam-
vistir. Inga og Þorbjörn eignuðust
eina dóttur, Jónínu, sem ber nafn
móðurömmu sinnar. Jónína er gift
Hjalta Magnússyni löggiltum end-
urskoðanda og eiga þau tvö börn.
Áður eignaðist Jónína dóttur, Ingi-
björgu, sem ber nafn ömmu sinnar,
og var augasteinn hennar og átti
ætíð hjá henni gott athvarf.
Að leiðarlokum þakka ég þér,
Inga mín, fyrir áratuga tryggð og
vináttu, sem aldrei bar skugga á.
Við Eyfí, Anna og Siggi biðjum guð
um að styrkja þig, Nína mín, á erf-
iðri stundu og sendum þér, Hjalta
og börnunum ykkar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þín vinkona,
Slgpirrós.
Erfidrylikjur
Glæsileg kaffi-
hlaðlKirð fídlegir
salirogmjög
g<íð þjóniLstíL
Upplýsingaí
í síma 2 23 22
FLUGLEIÐIR
HÓm LOFTLEIIIR