Morgunblaðið - 01.09.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 45
Mikið prjónað á
Sauðárkróki
GARNBÚÐIN Tinna hefur veitt
garndeild Kaupfélags Skagfirðinga
viðurkenninguna garnverslun ársins
1994. Allar af þeim 60 verslunum
sem selja garn frá Garnbúðinni Tinnu
komu til greina við veitinguna en
tekið var mið af þeirri söluaukningu
sem átt hefur sér stað síðustu 12
mánuðina. Hjá kaupfélaginu var að
Aðalfundur
Fjölskyldu-
verndar
AÐALFUNDUR félagsins Fjöl-
skylduvernd verður haldinn í safnað-
arheimili Langholtskirkju fimmtu-
dagskvöld kl. 20.30.
A fundinum fer fram stjórnarkjör
og venjuleg aðalfundarstörf.
----♦ ------
Tískusýning
VERSLUNIN 4YOU verður með
tískusýningu á haust- og vetrartísku
1994-1995, í fyrsta sinn á íslandi.
Sýningin verður í ráðstefnusal
Hótel Loftleiða í kvöld, fimmtudag-
inn 1. september, kl. 21. Einnigverð-
ur sýnt brot úr sumartískunni 1995.
Eyjólfur Kristjánsson spilar yfir létt-
um veitingum eftir sýninguna.
meðaltali 40% aukning þessa mánuði
Valgerður Kristjánsdóttir, markaðs-
stjóri, segir aukinn áhuga fyrir
pijónaskap valda þessari aukningu.
Á myndinni afhendir Hugi Hreiðars-
son, markaðsstjóri Garnbúðarinnar
Tinnu Valgerði Kristjánsdóttur, inn-
kaupastjóra Kaupfélags Skagfirð-
inga, viðurkenninguna.
Aðferð
fyrir fólk
með lestrar-
erfiðleika
SÉRFRÆÐINGUR frá stofnun He-
lenar Irlen í Bandaríkjunum að nafni
Ann Wright er væntanlegur til
landsins á fimmtudag og mun halda
fyrirlestur í Iðnskóla Reykjavíkur á
föstudag 2. september kl. 17 í stofu
401.
Helen Irlen hefur þróað aðferð
sem gagnast fólki með lestrarerfið-
leika. Aðferðin er kölluð „Reading
by the Colors“ eða lesið eftir litunum
og hefur verið í gangi hér á landi í
tæp tvö ár. Forsvarsmenn Iðnskólans
í Reykjavík hafa ákveðið að taka
þessa aðferð inn í skólann og er
þessi kynning liður í þeirri viðleitni.
Einnig:
Stakar buxur
frá kr. 4.900
Stakir ullarjakkar
frá kr. 10.900
Saumum eftir máli.
Klæðskerar á staðnum.
Verð frá kr. 21.900.
Islenskt, já takk
Einhneppt
jakkaföt
frá kr. 15.800
Tvíhneppt
jakkaföt
frá kr. 16.900
Tweedföt,
með eða án vestis
frá kr. 17.500
SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN
milliliðalaus viðskipti
Nýbýlaveg 4, (Dalbrekku megin)
'Kópavogi, stmi 45800.
Einnig nýkomið úrval af sportfatnaði frá Regatta á frábæru verði.
Blab allra landsmanna!
- kjarm malsins!
RADAUGÍ YSINGAR
Húsnæðisnefnd
Hafnarfjarðar
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir hér
með eftir umsóknum um:
a: Félagslegar eignaríbúðir og félagslegar
kaupleiguíbúðir.
Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftir-
talin skilyrði.
1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign.
2. Eru innan eigna- og tekjumarka Hús-
næðisstofnunar ríkisins, sem eru miðað
við meðaltekjur áranna 1991-1993:
Einstaklingar: Kr. 1.693.471.
Hjón: Kr. 2.116.839.
Viðbót v/barns: Kr. 154.286.
Eignamörk: Kr. 1.800.000.
3. Sýna fram á greiðslugetu. Við það skal
miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir
þriðjung af tekjum.
b. Almennar kaupleiguíbúðir.
Ekki eru skilyrði um eigna- og tekjumörk, en
sýna þarf fram á greiðslugetu.
Umsóknarfrestur ertil 12. september nk. og
liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu
húsnæðisnefndar, Strandgötu 11, 3. hæð,
sem veitir einnig nánari upplýsingar.
Sérstök athygli er vakin á því, að eldri
umsóknir falla úr gildi verði þær ekki endur-
nýjaðar.
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar,
Strandgötu 11, sími 651300.
Leiguhúsnæði
Einbýli eða raðhús óskast í hverfi 101 - 103
- 104 - 105 eða 108 í eitt ár. Þarf að vera
140 fm eða stærra.
Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt:
„H - 10741“.
4ra herb. íbúð óskast
Óskum eftir góðu íbúðarhúsnæði, minnst 4ra
herbergja, í Reykjavík fyrir starfsmann, helst
strax.
Upplýsingar gefur:
Heildverslun Karls K. Karlssonar hf.,
sími 623232, fax 623392.
3ja herbergja íbúð óskast
Óska eftir að taka á leigu 3ja herbergja íbúð
fyrir starfsmann okkar í nágrenni hótelsins.
Vinsamlegast hafið samband við Gylfa
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á skrifstofu
embættisins, Aðalgötu 7, Stykkishólmi, mánudaginn 5. september
1994 sem hér segir:
Vb. Röst SIH-134, þingl. eig. Bergsveinn Gestsson, gerðarbeiöandi
innheimtumaður ríkissjóðs, kl. 10.00.
Vb. Hafsteinn SH-131, þingl. eig. Gestur Jens Hallgrímsson, gerðar-
beiðendur innheimtumaður ríkissjóðs og Guðrún M. Grétarsdóttir,
kl. 10.15.
Sýslumaðurinn i Stykkishólmi,
31. ágúst 1994.
Stendur atvinnuhúsnæði
þitt autt?
Óska eftir ódýru atvinnuhúsnæði í miðbæn-
um til leigu strax.
Upplýsingar í síma 654211, Soffía.
ÝMISLEGT
Prufusöngur
fyrir Kór íslensku óperunnar verður í íslensku
óperunni mánudaginn 5. september milli
kl. 17.00 og 19.00.
Fjölbreytt verkefni framundan.
Upplýsingar gefnar í síma 27033 fyrir hádegi.