Morgunblaðið - 01.09.1994, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Sverrir
Þrír góðir saman, þeir Jón Baldvin
Hannibalsson, ráðherra, Björgvin
Schram, fyrrverandi formaður KSI, og
Bjarni Felixson, fyrrum bakvörður KR.
Liðsmenn KR fagna bikamum með
húrrahrópum á svölum Eiðistorgs.
Bubbi Morthens
flytur lag sitt, „Við
erum KR“ , en við
hlið hans er for-
maður KR, Krist-
inn Jónsson og fyr-
ir aftan þá em
Guðjón Þórðarson
þjálfari, Guð-
mundur Jónsson
liðsstjóri og Lúð-
vík Georgsson,
formaður knatt-
spyrnudeildar.
Vilhjálmur Vil-
hjálmsson áritar
bíl Sigurðar.
LJósm.: Guðm. Kr. Jóhannesson
Naomi Campell er
ein hæst launaða
fyrirsæta heims.
Gerir út á
útlitið
BRESKA fyrirsætan Naomi
Campell býr sig sem óðast und-
ir tónlistarferil, þar sem hún
gerir út á utlitið ekki síður en
röddina. Á umslagi fyrstu
breiðskífu hennar má sjá að í
undirbúningnum felst sitthvað
annað er söngæfingar. Breið-
skífan kemur út 23. september
og heitir Baby Woman, en á
plötunni nýtur hún aðstoðar
ýmissa tónlistarmanna, ekki
síst liðsmanna írsku hljóm-
sveitarinnar U2, en hún býr
með bassaleikara sveitar-
innar, Adam Clayton.
Söngfuglar
að norðan
á Sólon
TVENN hjón úr Svarfaðardal
sem kalla sig Tjarnarkvartett-
inn eru um þessar mundir að
gefa út geislaplötu með a cap-
ella-söng. Lagaval plötunnar
er mjög ijölbreytt, en á henni
verða gamlir madrígalar, ís-
lensk dægurlög i nýjum útsetn-
ingum, leikhústónlist og djass.
Þau héldu tónleika á Sólon ís-
landus síðastliðið miðvikudags-
kvöld við mjög góðar undirtekt-
ir og skapaðist góð stemmning.
SIOUSIU VIKU .
Stanley J. jWassburger, stjórnarfor-
'kisins.
Morgunblaðið/Halldór
Tjarnarkvartettinn skipa Hjörleifur Hjartarson, Kristjana
Arngrímsdóttir, Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristján
Hjartarson.
Áhorfendur klappa Tjarnarkvartettnum lof I lófa.
Blur
blikkar
almenning
HUÓMSVEITIN Blur vakti
athygli á síðustu plötu sinni
„Parklife“ á frumlegan hátt.
Plötuumslagið prýðir mynd
af hundaveðreiðunum í
Waltahamstaf og ef fólk ýtir
á takka sem er við hliðina á
myndinni getur það upplifað
stemmninguna af veðreiðun-
um í stofunni heima hjá sér.
Þá geltir nefnilega umslagið
og blikkar á það. Annars er
það títt af hljómsveitinni að
hún er á tónleikaferðalagi um
Bretland tii að fylgja plötunni
eftir.
Bikarinn í
Vesturbæinn
KNATTSPYRNUFELAG Reykjavíkur vann
Mjólkurbikarinn í fyrsta skipti í tæpa þrjá ára-
tugi síðasta sunnudag og vitaskuld var mikið
um hátíðahöld í kjölfarið. Það vakti athygli að
Sigurður Valtýsson, gjaldkeri knattspyrnudeild-
ar KR, hafði málað bílinn sinn svartan og hvít-
an fyrir úrslitaleikinn og eftir leikinn árituðu
allir leikmenn liðsins bílinn. Um kvöldið var
haldin fagnaðarhátíð á Eiðistorgi og þangað
fjölmenntu stuðningsmenn KR. Bubbi Morth
ens flutti þar m.a. lag sitt, „Við erum KR'
ásamt Grétari Örvarssyni og hljómsveitinn
Gömlu Brýnunum, og myndaðist gríðar '
lega góð stemmning á torginu sem stóð
langt fram eftir kvöldi.
HASKOLABIO
SÍMl 22140
Haskolabio