Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR AKUREYRI Meirihluti bæjarráðs vill fullnýta heimild til útsvarsprósentu Hækkun útsvarsprósentu úr 9% í 9,2% lögð til 1,5 milljarðar Á bæjarráðsfundinum var gengið frá frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar og er í tekju- hlið frumvarpsins miðað við að út- svarsprósenta hækki frá fyrra ári úr 9% í 9,2% en tekjur verði sam- bærilegar af fasteignaskatti og voru á yfirstandandi ári. Rekstrar- áætlun frumvarpsins hljóðar upþ á tæpan 1,5 milljarð króna. I athugasemdum bæjarráðs vegna afgreiðslu frumvarpsins kemur m.a. fram að lagt sé til að leikskólagjöld, sem verið hafi óbreytt frá ársbyijun 1993 verði hækkuð til samræmis við breyting- ar á launavísitölu eða um 2%. Þá er einnig lagt til að sorphreinsigjald af hverri íbúð hækki um 1.000 krón- ur. Fram kemur einnig að til þess sé ætlast að fagnefndir, en ekki bæjarráð fjalli um og afgreiði allar beiðnir um styrki og aðra fyrir- greiðslu við félagasamtök og ein- staklinga sem væntanlega berast á árinu. Til gjaldfærðrar og eign- færðrar ijárfestingar eru áætlaðar 300 milljónir króna. Aukin skattheimta í bókun Sigríðar Stefánsdóttur fulltrúa Alþýðubandalags í bæjar- stjóm kemur fram að enn þurfi að leggja að hennar mati mikla vinnu í gerð fjárhagsáætlunarinnar og setji hún fyrirvara á ýmsa liði í þeim tillögum sem fyrir liggi, m.a. um þá auknu skattheimtu sem lögð sé til. „Fjölmörg atriði þyrfti að yfir- fara nánar til að lækka rekstrar- gjöld í stað þess að auka skatt- heimtu. Ekki er gerð tilraun til lækkunar skulda bæjarsjóðs og um verulega skuldaaukningu er að ræða hjá framkvæmdasjóði," segir í bókun Sigurðar J. Sigurðssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna frumvarps um fjárhagsáætlun, en hann gerir ekki athugasemd við að drög að áætluninrii verði lögð fram til fyrri umræðu. Gert upp árið eftir Samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt er sveitarfélögum heim- ilt að leggja á útsvar á bilinu 8,4%-9,2%, og þarf tilkynning um álagninguna að berast fjármála- ráðuneytinu fyrir áramót. Þær upp- lýsingar eru síðan vegnar hlutfalls- lega á landsvísu miðað við meðalút- svar yfirstandandi árs, og þar með fæst sú útsvarsprósenta sem fer inn í staðgreiðsluhlutfall skatta sem gildir fyrir árið á eftir. í þeim sveit- arfélögum, þar sem útsvarsprósent- an er lægri en meðaltalið sem mið- að er við í staðgreiðslunni, kemur það til frádráttar við álagningu þinggjalda um mitt árið á eftir, en þar sem útsvarsprósentan er hærri er gjaldendum gert að greiða mis- muninn. Maraþontónleikar í Akureyrarkirkju AKUREYRARPRESTAKALL: Guðs- þjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu kl.10. á morgun. Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 14. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjóm Björns Steinars Sól- bergssonar. Kvenfélag Akureyrar- kirkju verður með súkkulaði og klein- ur í Sáfnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustu. Guðsþjónusta verður á Dvalar- heimilinu Hlíð kl. 16.30 á morgun, séra Gunnlaugur Garðarsson messar, kór Glerárkirkju syngur. Æskulýðs- félagið verður með fund í Kapellunni kl. 17. á sunnud’ag, biblíulestur verð- ur í Safnaðarheimilinu á mánudags- kvöld kl. 20.30. Glerárkirkja: Biblíulestur og bæna- stund fellur niður í dag, laugardag, vegna Leikmannaskóla kirkjunnar. Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00 á sunnudag. Kirkjudagur Kvenfélagsins Baldursbrár. Eftir messu verður kvenfélagið með súkk- ulaði og smákökur í safnaðarsalnum. Helgistund kl. 16.30 í Dvalarheimil- inu Hlíð. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 18.00. Kyrrðarstund í há- deginu á miðvikudögum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 13.30 á morgun, hjálp- ræðissamkoma kl. 20. IngibjörgJóns- dóttir talar. Heimilasamband fyrir konur kl. 20. á mánudagskvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Sam- koma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsamkoma kl. 11.00 á morgun. Skírnarsamkoma kl. 15.30. Biblíulestur, Vörður Traustason á miðvikudag kl. 20. Kristileg krakka- samtök á föstudögum kl. 17.15 og kl. 20.30 er bænasamkoma. KAÞÓSLKA KIRKJAN: Eyrar- Iandsvegi 26. Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á sunnudag. MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar hefur lagt til að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á Akureyri á næsta ári verði 9,2%. Útsvarsprósentan var 9% áður. Þá hefur meirihluti bæjarráðs lagt til að fasteignaskattur verði 0,36% af álagningarstofni, vatnsgjald 0,16% af álagningarstofni, fráveitugjald 0,18% og að sérstakur fasteigna- skattur af verslunar- og skrifstofu- húsnæði verði 1,25%. Gjalddagar fasteignagjalda verða 8 á næsta ári, 10. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Þá verði lagt sorphreinsigjald á íbúðarhúsnæði, 2.000 krónur á hveija íbúð, en bæjarráð leggur til að sorphreinsi- gjaldið hækki um helming, eða úr 1.000 krónum. Á fundi bæjarráðs var einnig lagt til að fasteignaskattur af eigin íbúð ellilífeyrisþega, sem verða 70 ára eða eldri á árinu 1995, verði lækk- aður um allt að 14.800 krónum. Jafnframt var lagt til að fasteigna- skattur af eigin íbúðum örorkulíf- eyrisþega verði lækkaður um sömu upphæð hjá einstaklingum með tekjur allt að 900 þúsund krónum og hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að 1.200 þúsund krónum. BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju heldur maraþontónleika í kirkjunni á morgun, sunnu- daginn 4. desember, frá kl. 16-19. Þeir eru til styrktar orgelsjóði Akureyrarkirkju en fyrir liggur stórfelld viðgerð á orgeli kirkjunnar. Fyrirkomulag tónleikanna er þannig að á hverjum klukkutíma leikur Björn Stein- ar í 45 mínútur en síðan er hvíld í 15 mínútur. Efnisskráin er þrískipt, í fyrsta hluta verða flutt verk eftir Bach, í öðrum hluta ís- lensk efnisskrá í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldis- ins og loks verða flutt vinsæl verk franskra tónskálda. Um nokkurs konar opið hús verður að ræða, tónleikagestir geta komið og farið að vild. Aðgangur er ókeypis, en tekið við frjálsum framlögum í org- elsjóð. Allir sem gefa í sjóðinn fá sérstakt gjafabréf og þeir sem gefa meira en 2.500 krón- ur fá bókina „Saga Akur- eyrarkirkju" eftir Sverri Páls- son sem þakklætisvott. Jólafundur AGLOW-samtökin á Akur- eyri efna til jólafundar í fé- lagsmiðstöð aldraðra við Víði- lund á mánudagskvöld kl. 20. Samtökin eru kristileg al- þjóðasamtök kvenna og starfa um allan heim óháð kirkju- deildum. Ingibjörg Jónsdóttir talar. Félagsvist FÉLAGSVIST verður spiluð í Hamri, félagsheimili Þórs, við Skarðshlíð sunnudagskvöldið 4. desember kl. 20. Djass DJASSTRÍÓIÐ Fitlar leikur á Kaffi Krók á Sauðárkróki í kvöld, laugardagskvöld, frá kl. 23. Á morgun, sunnudag, leik- ur tríóið á Bakkanum á Húsa- vík frá kl. 14-16. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra Forstöðumaður fyrir sambýli Laus er til umsóknar staða forstöðumanns á sambýli fyrir þroskahefta með 4 íbúum. Það er hlutverk forstöðumanns að annast daglegan rekstur sambýlisins og móta þjónustu þess í samvinnu við íbúa, starfsmenn sambýlis og sér- fræðinga Svæðisskrifstofunnar. Umsækjendur skulu hafa menntun þroskaþjálfa eða aðra sambærilega menntun. Stjórnunarreynsla er æskileg. Ráðið verður í stöðuna frá jan./feb. 1995 og er umsóknar- frestur til 15. des. nk. Umsóknir skulu vera skriflegar. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofunnar í síma 96-26960. Framkvæmdastjóri. Skyrýrá KEA er sannkal rctðlicrruskyr og fæ, fícstum mut’vöriL iHið cr cina skyríð scm c nötturul cga fitusnautt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.