Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 25
0*APlT
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 25
Gersemar að utan i
Villtir svanir
Orðabók
Lempriéres
Stórbrotin saga eftir Lawrence
Norfolk, einn athyglisverðasta
höfund Breta af yngri kynslóðinni.
Bók sem stendur djúpum rótum í
evrópskri sögu 16. og 18. aldar, en
er jafnframt úthugsuð spennusaga,
sem líkt hefur verið við Nafn
rósarinnar. Ingunn Ásdísardóttir
þýddi.
Lesið í
snjóinn
Sagan af grænlensku konunni Smillu, sem
rekur upp ótrúlega flókinn vef í kjölfar dular-
fulls dauðsfalls í Kaupmannahöfn, er bæði
fagurbókmenntaverk og æsispennandi
reyfari. Langt er síðan norrænt bók-
menntaverk hefur farið viðlíka sigurför
um heiminn og þetta verk Danans Peter
H0eg, sem Eygló Guðmundsdóttir þýddi.
Ný prentun er nú komin í búðir.
Ti./r__•___
Þessi saga Fjodors Dostojevskís fjallar um rússneskan
embættismann í Pétursborg á fyrri hluta síðustu aldar. Hann vill
brjótast út úr því sem honum þykir lítilmótlegt hlutskipti en þá verður
á vegi hans annar maður - en þó nauðalíkur honum sjálfum, eða hvað?
Sígilt meistaraverk í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur.
|L|i
Mái ipP og menning
Laugavegi 18, sími 91-2 42 40 og Síðumúla 7-9, sími 91-68 85 77
Bók sem er í senn kvennasaga, fjölskyldusaga og mannkynssaga. Höfundurinn,
Jung Chang, segir sögu fjölskyldu sinnar - og um leið sögu Kína - frá sjónarhóli
þriggja kynslóða kvenna: sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu.
Sérlega fróðleg og áhrifamikil bók sem hlotið hefur afbragðs dóma og
viðtökur um víða veröld. Hjörleifur Sveinbjörnsson þýddi.