Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 31

Morgunblaðið - 03.12.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 31 AÐSENDAR GREINAR Amalgam - vandað tannfy llingaefni NYLEGA hafa birst tvær skýrsl- ur sérfræðinga sem fengnir voru til að kanna tannfyllingaefnið amalgam. Önnur skýrsían birtist í janúar 1993 og var hún unnin á vegum bandaríska heilbrigðismála- ráðuneytisins, en hin kom út í nóv- ember 1994 á vegum sænskra heil- brigðisyfírvalda (Socialstyrelsen). Það er samdóma álit í skýrslun- um báðum að ekki hafi verið sýnt fram á nein sjúkdómseinkenni sem ið verið á að nota ljós tannfyllinga- efni. Stöðugt er verið að prófa ný efni, en þau hafa ekki reynst vera nægilega sterk til að þola bitálag í stærri fýllingum. Auk þess hafa þau ekki verið án aukaverkana. Að setja gull eða krónu í stað amalgams er ekki alltaf æskilegt vegna mikils aukakostnaðar og þess að miklu tannefni þarf að fóma til að koma uppbyggingunum fyrir. , Ætíð er mikilvægast að varðveita sem mest af upprunalegu efni tann- anna. Sem betur fer hefur tann- skemmdum fækkað undanfarin ár og reglulegt eftirlit aukist. Þörfin fyrir stórar fyllingar hefur því minnkað. Tannviðgerðir hafa því æ meir takmarkast við skorufyllingar og viðgerðir á einum tannfleti sem gerir notkun plastefna mögulega. Vonandi kemur að því að fram komi fyllingaefni sem betur falla við lit tanna, eru nægj- anlega sterk og án aukaverkana. Að mati þeirra sem best fylgj- ast með þessum mál- um, til dæmis NIOM (Nordisk institutt for odontologisk mater- ialprövning), rann- sóknarstofu í Ósló sem Norðurlöndin reka sameiginlega, getur biðin eftir slíkum efn- um orðið 5 til 15 ár. Athyglin hefur aftur á móti beinst æ meir að því amalgami sem berst út í umhverfíð með frárennsli frá tannlækningastofum t.d. þegar amalgamfyllingar eru fjarlægðar úr tönnum. Víða er verið að tak- marka það magn með síum og sumar þjóðir hafa sett sér það mark að minnka notkun amalgams til að minnka hættuna á mengun úr frárennsli. En allir setja þann varnagla að þetta verði því aðeins mögulegt að ný vönduð efni verði komin á markaðinn og stefna beri að því. Ástæðulaust er að ala á ótta og tortryggni á meðan beðið er eftir nýjum efnum. Slíkt þjónar engum tilgangi. Höfundur er yfirtannlæknir í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Magnús R. Gíslason Ekki er ástæða til að fjarlægja amalgam úr tönnum að mati Magii- úsar R. Gíslasonar, sem telur ekki ástæðu til að ala á ótta og tor- tryggni á meðan beðið er eftir nýjum tannfyll- ingaefnum. stafa frá amalgami, ef frá er talið ofnæmi í örfáum tilfellum. I bandarísku skýrslunni er ekki mælt með takmörkunum á notkun amalgams og sænsku sérfræðing- arnir telja engin læknisfræðileg rök fyrir því að fjarlægja amalgamfyll- ingar og setja önnur fyllingaefni í staðinn. Mikill þrýstingur hefur undanfar- íslensk ársverk í iðnaði eru vannýtt í innflutningi iðnaðarvara. Verkakvennafélagið Framsókn i i Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabife fæst á KastrupflugveUi I og Rábhústorginu -kjarni málsins! ÁRMANNSFELL HF. ÓSKAR BREIÐABLIKl OG KÓPAVOGSBÚUM ÖLLUM TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGT ÍÞRÓTTAHÚS s •• s s Armann Orn Armannsson, forstjóri Armannsfells hf, með bikarmeisturum og Islandsmeisturum kvenna ífótbolta við vígslu íþróttahúss Breiðabliks í nóvember. s Armannsfell veitti liðinu 100 þúsund króna styrk sem viðurkenningu fyrir frábœran árangur ífótboltanum. Armannsfell hf. Traustur byggingaverktaki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.