Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 39 - minningar STEINAR WAAGE ÍSÓLFUR OG HERTA B. GUÐMUNDSSON + Herta Guð- mundsson (fædd Wegwitz) fæddist í Kiel í Þýskalandi 27. ág- úst 1923. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 22. nóvember síð- astliðinn. Eftirlif- andi systkini henn- ar í Þýskalandi eru; Elfriede, Fritz, Elisabeth og Hildegard. Arið 1951 giftist Herta ísólfí Guðmunds- syni, bónda á ísólfsskála í Grindavík. ísólfur fæddist á ísólfsskála í Grinda- vík 12. október 1922. Hann lést á Landspítalanum 3. júli síðastliðinn. Foreldrar hans voru Agnes Jónsdóttir og Guð- mundur Guðmundsson bóndi á ísólfsskála. Systkini hans eru; Valgerður, Sólrún, Sigrún, Guðmunda og Jón Valgeir. Hálfsystkini hans sammæðra eru; Jóhanna (látin), Magnúss- ína (látin), Jón (látinn), Arn- fríður og Lilja. Útför Hertu fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag. Þýskalandi, Herta að nafni. Þessi unga kona kom sannarlega úr ólíku umhverfí því sem ungi bónda- sonurinn á ísólfsskála þekkti og kunni. Hún kom ein ásamt nokkr- um samlöndum sínum til íslands, kom frá landi þar sem skógar og gróðurlendi, heit sumur og veður- blíða réðu ríkjum þar til stríðsvélar nasismans lögðu land og fólk í rúst. Hún kom í djúpum sárum frá öllu sínu og á þennan stað, ísólfs- skála. Þar fann hún ástina sína og öryggið sitt þama í einangrun- inni og giftist og helgaði líf sitt bóndasyninum ísólfi Guðmunds- syni. Þarna fjarri en þó svo ótrú- lega nærri þorpskjarna áttu þau ævi saman, þýska konan, kalin á hjarta eftir hörmungar stríðs og dauða, og ísólfur sem ekkert þekkti nema þetta land, stórt og vítt, hijóstrugt og hrikalegt en líka blítt og fagurt þegar sólin skein og hafíð, þetta sterka náttúruafl, lék sín ljúfu lög engum öðrum lög- um líkum. Oft þegar ég hitti þau hjónin hugsaði ég um þessar and- stæður sem mættust þarna á ströndinni og eyddu æviárum sín- um mest tvö ein og ólík sem dagur og nótt. Nú hefur Herta kvatt svo stuttu eftir að maður hennar fór, svo þrátt fyrir ólíkan uppruna og ólíkan bakgmnn hefur ísólfsskáli tengt þessar sálir órjúfanlegum böndum aðstæðna. Þau kvöddu staðinn sinn, jörðina sína, með ör- skömmu millibili. Ég vil nú kveðja þessi mætu hjón, hjón sem lifðu gamla tímann á margan hátt í miðjum nútíman- um. Kveðja þau með hjartans þökk fyrir að hafa fengið örlitla hlut- deild í þeirra lífí. Lífi sem sýndi mér annað gildismat og kenndi mér að tenging við magnaðan, stórbrotinn stað verður öllu öðru sterkari. Fyrir þetta þakka ég nú og óska Isólfi og Hertu góðrar heimkomu á strönd eilífðarlands- ins. Helga Mattína. SKÓVERSLUN TOPPTILBOÐ- Þ6 lcaupir tvö pör í dag og færð ódýrara parið ó háifvirS Ath. Full búS af nýjum vörum Herraskór í söguleau úrvali OpiS-laugardag kl. 10-18" Ogið^sunnudagJíL^^S^l^ Ioppskórinn VitTUSUMDI SÍIII: 21212 VIB IM6ÓIFSIÐKE Póstsendum samdægurs Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! FYRIR ekki svo löngu var ég spurð hvar mér þætti fegurst á Islandi. Svarið kom snöggt og óhikað: Að ísólfsskála fyrir utan Grindavík. Þar eiga kær vinkona mín, Freyja, og maður hennar Sigursteinn sælureit sem ég og mín fjölskylda höfum mátt njóta með þeim í gegn- um árin. Þessi reitur svo nærri höfuðborginni en þó algjörlega af- skekktur og sér, ísólfsskáli, þar sem landið er dulmagnað og birta dagsins ólík birtunni annars stað- ar, löng og brimótt strönd með öllum sínum blæbrigðum, þar sem sjá má í fjarska en þó svo nálægt skip stór og smá sigla hjá í húminu rétt eins og litlar borgir. Þarna á þessum stað fæddist, lifði, bjó og dó bóndinn ísólfur Guðmundsson, náttúrubarnið og náttúruunnandinn sem kvaddi í júlí í hásumamóttinni, kvaddi þetta líf og þennan stað sem hann unni af öllu hjarta. Já, ísólfur var á margan hátt eins og umhverfíð sem ól hann, óvenjulegur maður á óvenjulegum stað. Þegar ég kynnt- ist Isólfi fyrst fyrir um það bil tuttugu árum, vakti athygli mína þessi maður sem virtist algjörlega óháður nútímanum. Hraði, tækni, fírring, allt þetta kom honum ekki við. Eg sé hann fyrir mér, standa í dökkblárri ullarpeysu með úfíð hár, andlitið veðurbarið með áber- andi fallegum glettnum, bláum augum. Augum sem stöðugt og sífellt, er bóndinn ísólfur stóð eins og kóngur í ríki sínu árjörðinni sinni, landnámsjörðinni ísólfs- skála, og horfði fránum augum til hafsins og aldanna, ýmist skvett- ust sakleysislega eða ákaft og þungt upp á ströndina hans. Vissu- lega hlýtur að vera sérstök tilfinn- ing að eiga sína strönd, eiga sína paradís, ekki með þægindum nútí- malífsins en paradís þar sem þú og náttúruöflin sameinast svo sterkt að erfítt er að aðgreina mann og land. ísólfur bjó ekki einn á ísólfs- skála. Eftir síðari heimsstyrjöldina kom inn í líf hans ung kona frá Sjábu hlutina í víbara samhengi! - kjarni málsins! DASÝMNG í Dýraríkinii á morgnn, sunnudag i w | Sviidar verða sjaldgæfar hiindategundii’ Saga þeirra sögö og sérkennum lyst. hlífðarfatnað, jólaðlar, jólahúfur o.fl. Dýralæknar verða á staðnum Hundaþjálfari veitir ráðgjöf um þjálfun. Fóðurkynningar frá Select Balance, Wafcol og Tuffy's- DÝRARÍKIÐ ...fyrir dýravini! Gordon Enskur Setter Papillon Miniature Pincher German Short- haired Pointer Chihnahna Fox Terrier Boxer Spingartfmar: kl. II, 12,13,14,15 iij> 16. við Grensásveg - sími 68 66 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.