Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 41, ÞORBERGUR BJARNASON + Þorbergur Bjarnason fæddist í Efri-Ey í Meðallandi 4. maí 1902. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu á Klausturhól- um á Kirkjubæjar- klaustri 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Mar- kússon, f. 1870, d. 1909, og Vilborg Bjamadóttir, f. 1872, d. 1944. Þor- bergur var níundi í hópi 14 systkina, og em tvær systra hans á lífi: Þorgerður, f. 1905, og Guðrún f. 1907. Hin hétu: Runólfur, f. 1893 (hálf- bróðir samfeðra); Markús, f. 1895; Guðni, f. 1896; Ingiberg- ur, f. 1897; Þorgerður, f. 1898; Bjarai, f. 1900; Guðjón, f. 1901; Júlíus, f. 1903; Guðfríður, f. 1904; Guðrún, f. 1906; og Bjarni, f. 1909. 5. nóvember 1927 kvæntist Þorbergur Guð- laugu Mörtu Gísladóttur, f. 4. september 1903 í Norðurlyá- leigu í Álftaveri, d. 2. septem- ber 1989, dóttur Gísla Magnús- sonar, bónda og hreppstjóra jtar, og Þóm Brynjólfsdóttur. Arið 1928 hófu þau búskap I Hraunbæ i Álftaveri og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Börn þeirra Hraunbæjarhjóna eru: 1) Þóra, f. 1927, húsfreyja í Bólstað og Vík, maður hennar var Hjálmar Böð- varsson, látinn fyr- ir fáum ámm. 2) Bjarni, f. 1928, bóndi í Hraunbæ, ógiftur. 3) Gísli Guðni, f. 1929, bif- vélavirki, starfs- maður Vegagerðar ríkisins, eiginkona Sigurbjörg Val- mundsdóttir, kenn- ari. 4) Vilhjálmur Þór, f. 1931, d. 1992, verslunar- maður, var kvænt- ur Maríu Henley. Var áður kvæntur Ingibjörgu Jóhannsdóttur, en þau skildu. 5) Guðrún Erla, f. 1933, mat- ráðskona í Skógum, gift undir- rituðum. 6) Einar og 7) Fjóla, f. 1934. Einar var lengi bóndi á Gilsbakka í Oxarfirði, en er nú starfsmaður fiskeldisstöðv- ar þar í nágrenni. Kona hans, Arnþrúður Halldórsdóttir, lést í haust. Fjóla er húsfreyja á Kirkjubæjarklaustri. Maður hennar er Ásgeir P. Jónsson, fyrram bóndi og bifreiðar- sljóri. 8) Guðlaug, f. 1935, hús- freyja í Skaftárdal og Kirkju- bæjarklaustri, gift Böðvari Kristjánssyni, fyrmm bónda, nú starfsmanni Skaftárhrepps. 9) Jón Þór, f. 1937, lögreglu- varðstjóri, starfsmaður í stjórn- arráði íslands, eiginkona hans er Margrét Guðmundsdóttir. 10) Anna Sigríður, f. 1938, hús- KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR -I- Kristín Péturs- ■ dóttir var fædd í Engidal í Skutuls- firði 24. maí 1931. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 23. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- munda Katarínus- dóttir frá Arnardal og Pétur Jónatans- son frá Engidal. Hún var elst fjög- urra dætra þeirra hjóna, næst var Sól- veig (látin), Gerða og Katrín. Kristín giftist 1. janúar 1954 Gunnari Hjartarsyni frá ísafirði, d. 10. mars 1993. Sonur þeirra er Gunnar Þór vélstjóri, kona hans er Kolbrún Bjarna- dóttir frá Þingeyri og eiga þau einn son, Pétur Þór. Þau búa á ísafirði. Útför Kristínar fer fram frá ísafjarðarkapellu í dag. ELSKU Dídí mín, það er svo margt sem við áttum eftir að tala saman því við höfðum óþijótandi umræðu- efni enda tengdar í rúm 40 ár og þó þekktumst við áður í gagnfræða- skólanum. Þangað komum við báð- ar úr sveitinni á ísafirði, þú úr Engidal, en ég norðan úr Sléttu- hreppi. Ég man hvað við vorum feimnar við hinar stelp- umar. Síðan skildi leið- ir um tíma en við tengdumst svo með því að giftast bræðrum. Þú varst mjög ung þegar þú valdir þér lífsföru- naut. Svo eignuðumst við börnin okkar og bjuggum nær allan tímann í sömu blokk- inni. Einnig unnum við saman í mörg ár í „N orðurtanganum". Manstu hvað tengda- mömmu okkar fannst skrítið þegar hún fékk tengdadætumar, sem báðar vom með gælunöfn sem byijuðu á „D“. Hún sjálf var Dódó, þú Dídí og ég Dúddý, auk allra sem tengdust henni með „D“ í gælunafni. Það var gaman í haust þegar við ásamt Kristínu frænku minni fórum inn í Djúpmannabúð eina helgi. Þó það skyggði á hvað þú varst veik þá var það ekki látið aftra för. Það varð síðasta ökuferð þín undir stýri. Fyrir rúmi ári gekkst ég undir hjartaaðgerð og þá varst þú svo slegin, elsku vina mín, en ég ekki kviðin. Nú er ég búin að vita hvern- ig þér hefur liðið, því síðan þú fórst suður til læknis í vor hefur mér lið- ið eins, en það veit guð að þó þú segðir mér hver útkoman var eftir þá ferð, hélt ég að guð mundi lofa þér að fá að sjá og njóta litlu sólar- geislanna sem von er á hjá Gunn- MINNINGAR freyja í Austurhlíð, eiginmaður Guðgeir Sumarliðason. Anna var áður gift Sigurði Jónssyni, en þau skildu. 11) Guðrún, f. 1941, húsfrú, gift Methúsalem Björassyni húsasmíðameistara frá Svinabökkum í Vopnafirði. 12) Kjartan, f. 1944, húsasmið- ur í Neskaupstað, giftur Ástu Hjaltadóttur sjúkraliða. 13) Sigurveig Jóna, f. 1945, matr- áðskona á Hvolsvelli, gift Krist- jáni Hálfdanarsyni verslunar- stjóra. 14) Ein dóttir þeirra þjóna fæddist andvana. Afkom- endur þeirra Hraunbæjarhjóna era 153. Útför Þorbergs fer fram frá Þykkvabæjarklaust- urskirkju í Álftaveri í dag. Mínir vinir fara Qöld feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannski í kvöld með btynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. í haust var 41 ár síðan fundum okkar Þorbergs bar saman í fýrsta sinn. Þann dag trúlofaðist ég Guð- rúnu Erlu, dóttur hans. Þá var snjór og ófærð enda þótt nokkrir dagar væru eftir af septembermánuði. Mér féll strax einstaklega vel við þessa mannmörgu fjölskyldu. Systkinin í Hraunbæ tóku mér eins og ég væri einn úr þeirra hópi. Sama máli gegndi um þau hjónin, Þorberg og Guðlaugu. Þorbergur var einstakur maður. Ég get ekki stillt mig um að segja hér smá sögu, því til sönnunar. Elsti sonur okkar Erlu var í mörg ár í sveit hjá afa og ömmu í Hraunbæ. Aldrei tók Þorbergur bílpróf enda tekinn að eldast þegar bíll kom þar á bæ og nógir um boðið ef ökumann vantaði. Þó greip hann í jeppann öðru hvom ef þess þurfti. Eitt sinn ók hann austan úr mýri. Farþegar hans að þessu sinni voru tveir afa- strákar, annar þeirra Eyvindur, son- ur okkar. Eitthvað höfðu þeir við ökulag afa síns að athuga og varð Þorbergur þess var. En hinum tókst að leyna hlátri sínum en átti þó upptökin. Þorbergur stoppaði, tók stráksa, lét hann við vegkantinn og ók svo áfram. Eyvindur sagði þessa sögu löngu síðar. Þessi refsing varð honum eftirminnilegri en flenging eða skammir sem ég og flestir hefðu sjálfsagt gripið til við þessar aðstæð- ur. Þorbergi var ekkert um það gef- ið að sagan væri sögð, sjálfsagt vegna þess að honum þótt miður að hafa skipt skapi. Sagan sýnir þó í hnotskum, að aðgát skal höfð í nærvem sálar. Þorbergur sonur okkar var lengi sumarstrákur í Hraunbæ. Veit ég að kvöldstundirnar, þegar hann aðstoðaði afa sinn við mjaltirnar, em honum ógleymanlegar í minn- ingunni. Eftir að Guðlaug kona hans dó, dvaldi hann um stund hjá okkur hjónum. Get ég ekki stillt mig um að skrá örstutta frásögn sem lýsir honum vel. Ég hafði aðstoðað þjóð- kunnan mann lítið eitt við samningu bókar. Haustið sem hún kom út knúði hann eitt sinn dyra hjá mér. Var erindi hans að gefa mér bók- ina. Við drukkum kaffi i eldhúsinu hjá Erlu. Þorbergur blaðaði í bók- inni og þótti að vonum mikið til hennar kona, rétti hana síðan til höfundar og sagði eitthvað á þessa leið: „Það er nú ekki af því að mér komi það við, en mikið held ég að Albert hefði meira gaman af að eiga þessa fallegu bók, ef hún væri árituð af þér.“ Rithöfundurinn baðst afsökunar, tók við bókinni og áritaði hana. Þorbergur gat sér rétt til um það. Áritun höfundar var mér mikils virði enda bók þessi í sérstöku uppáhaldi hjá mér æ síðan. Almenn bústörf til sveita bjóða ekki upp á sérstaka snyrtimennsku^- fremur en önnur erfiðisvinna en aldrei minnist ég þess að á Þor- bergi sæi hrukka eða óhreinindi og þegar hann hafði klætt sig í köfl- óttu sparifötin og var kominn í svarta frakkann sinn og setti upp hattinn, var hann líkari erlendum tignarmanni en íslenskum bónda. Á síðari árum las Þorbergur all- mikið meðan honum entist heilsa til, gjarnan upphátt ef hann gat á þann hátt stytt einhverjum stundir. Þorbergur í Hraunbæ var ágætur söngmaður. Man ég vel hversu^r söngur þeirra Álftveringa við kirkjulegar afhafnir hreif mig. Skal þar fyrst nefna Norðurhjáleigu- bræður, Böðvar og Júlíus, Ásgeir og Jón Gunnar í Jórvík, Hjört á Heijólfsstöðum, Þorberg í Hraunbæ og fleiri. Þar í sveit sungu aðeins karlar. Veit ég að margir muna eftir tvöföldum karlakvartetti þeirra Norðurhjáleigubræðra í út- varpinu hér á árum áður. Oft hef ég hugsað til þess hvers vegna systkinin í Hraunbæ iðkuðu ekki söng til jafns við frændur sína í Norðurhjáleigu og helst komist á þá skoðun að gagnrýni föður þeirra hafí ráðið þar nokkuð um. Það særði söngvitund hans ef byijandi tók rangan tón og þá gátu orð fall- ið sem ekki allir tóku. Þess skal þó getið að mörg Hraunbæjarsystkina er burtu fluttu eru góðir þátttak- endur í söngkórum á þeirra slóðum. Að leiðarlokum vil ég þakka Þor- bergi einstök kynni. Þessi kveðjuorð eru fátæklegri en honum hæfði. Albert Jóhannsson. ari Þór og Kolbrúnu á næsta ári, en ég veit að þið Gunnar eruð hjá þeim sem þið unnuð, því pú trúðir . á annað líf. Elsku Dídí mín, þú hefur verið svo dugleg í veikindum þínum, bjartsýn og glöð og jákvæð til hinstu stundar, ákveðin í að lækna þig sjálf með eigin orku, það hefur þér tekist, en ekki þann veg sem við héldum, heldur til annars til- verustigs, laus við kvalir og veik- indi. Þér hefur verið fagnað af Gunnari, bömunum og fleirum þér kærum þar. Þú vildir lifa því lífí sem þú átti eftir lifandi og það gerðir þú. Þó að leiðir okkar skilji um stund þá ertu í hugum okkar allar stund- ir. Elsku Dídí mín, við Helgi og börnin okkar þökkum þér samfylgd- ina af alhug og biðjum guð að geyma þig og vemda eftirlifandi fjölskyldu þína. Elsku Gunnar Þór, Kolbrún og Pétur Þór, við vottum ykkur innilegustu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur. Guðný M. Einarsdóttir og Helgi Hjartarson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þegar mér barst sú fregna að Dídí væri látin fylltist ég söknuði, að vita til þess að samverustundir okkar yrðu ekki fleiri. Margar góð- ar stundir áttum við saman í Engi- dal, dalnum hennar þar sem hún fæddist og ólst upp og var henni svo kær. Einn af föstum punktum í tilverunni var að fara inn í Engid- al með henni á vorin að þrífa hús- ið, þvo gardínur og viðra allt, þá var vorið komið í bæinn. í október sl. dvaldi Linda dóttir mín hjá Dídí frænku sinni í viku tíma á meðan við vomm í Reykjavík og var dvölin þar þeim báðum til ánægju og ynd- isauka og pössuðu þær hvor aðra. Dídí átti heima rétt hjá skólanum og nutu dætur mínar Linda og Gerða oft góðs af því, því Dídí átti alltaf til brúna köku. Þrátt fyrir veikindi henanr lét hún ekkert stöðva sig, hún fór ak- andi í sitt sumarfrí með Millu vin- konu sinni, eins og þær vom búnar að ákveða. Við Pétur og dætur okkar þökk- um þér fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir okkur og allar samvemstundim- ar. Kæri Gunnar Þór, fjölskylda og systur, góður guð styrki ykkur í sorg ykkar. Guð geymi þig, Dídí mín, ég kveð þig með orðum föður þíns. Við fjallahringinn fagra þar festir huldan ból og lítum við svo lægra þar laukar vaxa’ á hól. En sólin gyllir sæinn og situr um hann vörð. Við bjóðum henni’ í bæinn og blessum Skutulsprð. (Pétur Jónatansson) Rebekka J. Pálsdóttir. Þegar ég hugsa til baka til að minnast vinkonu minnar man ég bara eftir sólskinsstundum á björt- um sumardögum. Allar minningar em fallegar og góðar. Minningarbrotin em mörg. Ég og elsti sonur minn að fara upp á loft að heimsækja Dídí og fá okkur eina brúna með kremi. Skemmtilegt spjall um bæjarlífið á ísafirði. Frá- sagnir Didí af lífínu í sveitinni þeg- ar hún var ung. Dídí að hjálpa mér óreyndri ungri móður með húshaldið, gefa mér góð ráð t.d. um sultugerð, saumaskap, baranuppeldi og margt fleira. Við úti í garði að sumarlagi. Dídí að dytta að en ég í sólbaði. Við á leiðinni inn í Engidal á gula fólks- vagninum. Yndislegar stundir sem við áttum þar, fyrst þegar foreldrar hennar vom lifandi og síðan þegar Engidalur var orðinn nokkurskonar sumarbústaður. Stuttar ferðir í kringum ísafjörð, þar sem Dídí þekkti allt og alla og allir þekktu hana. Beijaferðir að hausti, Dídí í stór- ræðum í litla eldhúsinu sínu við beijapressuna eða sláturgerð. Ég opinmynnt horfandi á þetta undur sem varð til í höndum hennar. Vinskapur minn við Dídí var mér mjög mikilvægur. Þegar ég kynnt- ist henni var ég ung og óömgg móðir fjarri ættingjum mínum. Hún reyndist mér og fjölskyldu minni sem besti vinur. Hún var góð kona sem vildi öllum vel og var alltaf tilbúin til aðstoðar. Nú þegar Dídí er farin em fáir eftir til að heimsækja þegar ég og fjölskylda mín komum til ísafjarð- ar, en heimsókn til Dídíar var einn af föstum punktum í ísafjarðarferð- um okkar. Þó að langt liði milli þess sem við hittumst var alitaf eins og við hefðum hist í gær. Kæri Gunnar Þór, Kolbrún og Pétur. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. En minningin um góða mömmu, tengdamömmu og ömmu mun lifa með ykkur. Áslaug Jóhannsdóttir og fjölskylda. Full búð af nýjum vörum! ~ " t habitat Opið laugardag frá kl. 10.00 til 18.00 og sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.