Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 03.12.1994, Qupperneq 60
60 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ kMimEnsiramtmainiiaa umnnigniimiiiiiuniH iMnmimmiimiE VOrunKimasBwHllnMiaiiHni k>MM nmM . nnattlllil miíiillliOilllitítria ■ I.uriplllil .n; -m Stórskemmtileg gamanmynd meö vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALDWIN og JOSH CHARLES í aðalh- lutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafengin og lostafull, með kyrtlif á heilanum. Andrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlif rætast á hvíta tjaldinu og hrifur okkur með sér. Samleikur þríeykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og 67 12" pizzur m/þremur áleggjum á . Verð kr. 39,90 mín. SlMI 671515 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Sýnd kl. 7 og 9. FLÓTTINN FRÁ ABSALON Kr. 800 fyrir fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 11. B. i.16 CINDY Crawford og Richard Gere eru að vinna úr sínum málum. Gere og Crawford slíta samvistir RICHARD Gere og Cindy Craw- ford gáfu út sameiginlega yfirlýs- ingu síðastliðinn fimmtudag þar sem sagði að þau hefðu ákveðið að slíta samvistir. Þau segja þó að formlegur skilnaður sé ekki á döfínni. Yfírlýsingin bindur enda á vangaveltur fjölmiðla, sem staðið hafa yfír í marga mánuði, um hvort hjónabandið standi ótraust- um fótum. Gekk það svo langt í sumar að hjónin neyddust til að kaupa risastóra auglýsingu í Lond- on Times þar sem sagði að skilnað- ur væri ekki í vændum. Þar sagði að þau væru ekki samkynhneigð og allar fréttir um yfírvofandi skilnað væru „kolrangar". í yfirlýsingu hjónanna á fimmtudag segir að síðan í sumar hafí þau reynt að vinna úr sínum málum. En vegna óvæginnar umfjöllunar fjölmiðla að undan- förnu hafí þau ákveðið að koma fram núna og gefa yfirlýsinguna. Myndir af þeim með öðru fólki hafa ítrekað birst í fjölmiðlum undanfarið á meðan Gere hefur verið við tökur á myndinni „First Knight“ í London. Haft var eftir taismanni Craw- ford að þau hefðu ekki gefið upp alla von um að bjarga hjónaband- inu. „Fóik virðist álíta að ef orðið „samvistaslit" kemur upp, sé allt búið. Ef þau hefðu komist að þeirri niðurstöðu, hefðu þau þegar sótt formlega um skilnað." Crawford, 28 ára, dvaldi með ORÐRÓMUR hefur verið á kreiki um samband Geres við Lauru Bailey. Gere, 43 ára, í London í sumar og haust eftir að þau höfðu sett heimili sitt í Beverly Hills á sölu. Ekki er vitað betur en að þau hafí líka dvalið saman síðastliðinn fimmtudag. Meðan á tökum stóð í Englandi var Gere orðaður við fyrirsætuna Lauru Bailey, en þau eru bæði Buddha-trúar. í einu tilviki var hún ljósmynduð þar sem hún yfir- gaf heimili Geres að morgni dags. A meðan var orðrómur á kreiki um að Crawford hefði tekið aftur upp samband sitt við Rande Ger- ber og var hún einnig orðuð við næturklúbbaeigandann John En- os. Van Damme ekki verk- efnalaus ► NÝJASTA mynd Jean-Claude Van Damme, vöðvafjallsins frá Brussel, gerir það gott í Bandaríkjunum um þessar mund- ir. Myndin sem heitir „Timecop" hefur verið meðal þeirra mestsóttu frá því hún var frum- sýnd fyrir tveimur og hálfum mánuði, og hefur hún þegar skilað rúmlega 40 milljón- um dollara í aðgangseyri. Það er mun meira en nokkrar síðustu myndir kapp- ans skiluðu í kassann, en tekjurnar af „Double Impact“ voru 30 milljónir doll- ara og „Nowhere to Run“ skilaði að- eins 22 milljónum dollara í tekjur. Lík- Iegt þykir að næsta mynd sem Jean- Claude Van Damme leikur í verði „Afterlife", en í henni á hann að leika mann sem nauðugur viljugur er notaður í vísindalegri tilraun. í líkama hans er græddur heili og þar með minnið úr mikilvægum eldri vísinda- manni, og þegar honum tekst að flýja af spítalanum þar sem aðgerðin er gerð kemur í ljós að hann er á flótta undan öflugri öryggissveit þeirra sem að til- rauninni stóðu. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hver leikstýrir myndinni, en áætlaður kostnaður við gerð hennar er sagður vera á bilinu 30-40 milljón- ir dollara. Ólíklegt þykir að Van Damme fái sömu laun fyrir hlutverkið og hann fékk á sínum tíma fyrir „Streetfighter", en fyrir hlutverk sitt í henni fékk hann 7,5 milljónir dollara, eða um 520 milljónir íslenskra króna. Ef Van Damme tekur þetta hlutverk að sér er líklegt að ráðist verði í gerð myndarinnar um leið og hann Iýkur við að leika í „The Quest“, sem hann er að leika í um þessar mundir. Cruise í málaferlum LEIKARINN Tom Cruise hefur höfðað mál upp á tíu milljónir dollara eða sjö hundruð milljónir króna á Philips-fyrirtækið. Astæðan fyrir málaferlunum er sú að hann heldur því fram að fyrirtækið hafi notað myndir af sér í leyfisleysi í auglýsingaher- ferð. Með auglýsingunum sé framtíð hans i kvikmyndum stefnt í voða, þvi fólk haldi þegar það sjái auglýsing- arnar að hann hafi engin önnur tekjuúrræði en að koma fram í auglýsingum. í málsókninni segir ennfremur að Philips hafi not- að mynd af Cruise með samþykki Paramount-kvik- myndaversins undir því yfirskini að það myndi kynna nýjustu mynd Cruise, en hvergi sé minnst á myndina í auglýsingunum. Talsmenn Philips höfðu ekki séð ákæruna og gátu því ekki tjáð sig um málið. I nógu að snúast ► ANTONIO Bandeiras hefur fengið lofs- verða gagnrýni fyrir frammistöðu sína í „Interview With a Vampire“ og hefur úr nógu að velja í kjölfarið. Hann mun fara með aðalhlutverkið á móti Rebeccu De Mornay í spennumyndinni „Never Talk to Strangers", þar sem hann verður elskhugi hennar, en hún er hundelt af morðingja. Leikstjóri myndarinnar er Peter Hall og verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum 18. desember. I janúar mun hann svo leika á móti Melanie Griffith, Daryl Hannah og Danny Aiello í gamanmyndinni „Two much“ sem leik- stýrt er af Fernando Tru- eba. TOM Cruise í „Interview With a Vampire".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.