Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 10

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Akureyri - Kópavogur Höfum til sölu 5 herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi í Kópavoginum. Fæst í skiptum fyrir raðhús eða einbýlis- hús á Akureyri. Skilyrði eru að eignin sé einnar hæðar, gott aðgengi og bílskúr. Upplýsingar gefur EFasteignasalan 641500 EIGNABORG sf jc Hamraborg 12 - 200 Kópavogur ■■ ......... Gistiheimili í Búðardal Einstakt atvinnutækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Vorum að fá í sölu rúmlega 300 fm hús í Búðardal, Dalasýslu, sem skiptist í rúmgóða 3ja herbergja íbúð auk gistiheimilis sem samanstendur af 8 herbergjum, borðsal, setustofu, eldhúsi o.fl. Teikningar og myndir á Hóli! Makaskipti á eign á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Verð 7,9 millj. HÓLL, fasteignasala, sími 10090. FYRIRTÆKJASALAN, SKIPHOLTI50B, símar 19400/19401 Matvælaframleiðslufyrirtæki Vorum aö fá í einkasölu matvælaframleiðslufyrirlaeki, sem selur fram- leiðslu sína í verslanir um allt land. Þetta er tækifæri fyrir dugmikið fólk sem vill vinna sjálfstætt. Litaljósritunarstofa Af sérstökum ástæðum er til sölu litaljósritunarstofa á mjög góðum stað í Reykjavík. Vel tækjum búin stofa, sem fæst á góðu verði og á góðum kjörum. Vinveitingastaður Gott tækifæri til að eignasl vínveitingastað við Laugaveg. Staðurinn tekur 43 í sæti og er með fullt vínveitingaleyfi. Þetta er rétti staöurinn fyrir þig. Selst á góðu verði gegn góðum tryggingum. Vínveitingahús Vínveitingahús til sölu í miðbæ Reykjavíkur. Rótgróið og býður upp á mikla möguleika. Er í fullum rekstri. Selst af sérstökum ástæðum og á góðu verði ef samið verður fljótlega. VANTAR FYRIRTÆKI Á SKRÁ SKOÐUM OG VERÐMETUM SAMDÆGURS 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0N, framkvæmdastjori KRISTJAN KRISTJÁNSSON. loggiltur fasteigmasali Til sýnis og sölu - fjöldi annarra eigna á skrá: Skammt frá Vesturbæjarskóla Mjög góð 155 fm efri hæð í þríbýiishúsi, byggð 1967. Góður bílskúr með geymslu 37,4 fm. Skipti möguleg á góðri 3ja-4ra herb. íbúð í borginni eða nágrenni. Laus strax. Tilboð óskast. Með 40 ára húsnláni kr. 3,1-3,5 millj. Góðar 3ja herb. íbúðir m.a. við: Súluhóia. Suðuríb. Öll eins og ný. Ágæt sameign. Fráb. greiðslukjör. Eiríksgötu. Jarðhæð. Nýjar innr. og tæki. Vinsæll staður. Fráb. grkjör. Dvergabakka. 3. hæð. Suðurendi. Parket. Ágæt sameign. Fráb. verð. Furugrund. Lyftuhús. 7. hæð. Útsýni. Bilgeymsla. Tilboð óskast. Vinsamlegast leitið lánari upplýsinga. 4ra herb. - langtímalán Nokkrar mjög góðar 4ra herb. íbúðir og sérhæðir m.a. við: Hlíðarhjalla, Kóp. 2. hæð um 100 fm. Úrvals íb. 4ra ára. 3 svefnherb. Innb. skápar. Góður bílsk. með vinnuaðstöðu 36,6 fm. 40 ára húsnlán kr. 5,1 millj. Tilboö óskast. Meistaravelli. Tæpir 100 fm. Suðuríb. með sólsvölum. Vel með farin. Langtímalán kr. 4,2 millj. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Þjórsárgötu. Ný úrvals sérhæð 104,3 fm í tvíbhúsi. Góður bílsk. Lang- tímalán kr. 4,6 millj. Tilboð óskast. Glæsileg suðuríbúð - mikið útsýni Ný endurbyggð 2ja herb. íbúð á 2. hæð tæpir 60 fm miðsvæðis við Hraunbæ. Innr. og tæki endurnýjuð. 40 ára húsnæðislán kr. 3,3 millj. Selás - Breiðholt - traustur kaupandi Raðhús eða einbhús með 5-6 herb. íb. og tvöf. bílsk. óskast til kaups fyrir traustan kaupanda. Eignin þarf ekki að vera fullgerö. í vesturb. - Hlíðum eða Smáíbúðahverfi óskast til kaups eignir af flestum stærðum og gerðum. Ýmiskonar elgnaskipti. rnmjm^^mmmmmmm^^^mmmmmmmt • • • ALMENNA Gott skrifstofuhúsnæði óskast ígamla bænum ________________________________ eða nágrenni. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 FASTEIGHASAl AW FRÉTTIR Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun Meginverkefnið að nýta efnahagsbatann til að tryggja stöðugleikann HÉR Á EFTIR birtist í heild yfirlýs- ing ríkisstjómarinnar frá því á laug- ardag um aðgerðir til þess að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun: Margt bendir til þess að nú hafi orðið ákveðin þáttaskil í efnahags- málum hér á landi. Langvinnt tíma- bil stöðnunar og samdráttar virðist að baki og hægfara efnahagsbati er í augsýn. Einörð stefna ríkis- stjórnarinnar og ábyrg afstaða launafólks og atvinnurekenda hefur tryggt meiri festu í efnahagslífinu en verið hefur um áratuga skeið. Framundan er það meginverkefni að nýta efnhagsbatann til þess að tryggja áframhaldandi stöðugleika um leið og leggja ber áherslu á jöfn- un lífskjara með því að bæta kjör hinna lægst launuðu og verst settu. Undir engum kringumstæðum má hverfa aftur til tíma óstöðugleika, óðaverðbólgu og erlendar skulda- söfnunar. Reynslan sýnir að slíkt ástand kemur verst við þá sem lak- ast eru settir. Átak í vegamálum 1. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér fyrir ýmsum aðgerðum til að treysta atvinnu í landinu og fjölga störfum. Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að veija 3,5 milljörðum króna til öflugs átaks í vegamálum á næstu fjórum árum. Þar af kemur ríflega þriðjungur, eða 1.250 m.kr. til fram- kvæmda þegar á næsta ári. Þessar aðgerðir munu í senn skapa fjölda nýrra starfa/ treysta samgöngukerfí iandsmanna og stuðla að auknu ör- yggi í umferðarmálum. Þetta frum- kvæði ríkisstjórnarinnar, sem hefur verið undirbúið að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins, auðveldar gerð skynsamlegra kjarasrmninga. Samstarf við sveitarfélög um atvinnuskapandi aðgerðir 2. Ríkisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við forsvarsmenn samtaka sveitarfélaga uni áfram- haldandi aðild þeirra að átaksverk- efnum og atvinnuskapandi aðgerð- um á vegum sveitarfélaganna sem komi í stað beinna fjárframlaga þeirra tii atvinnuleysistrygginga- sjóðs líkt og verið hefur undanfarin tvö ár. Það er sameiginlegt hags- munamál að allra leiða sé leitað til þess að draga úr atvinnuleysi. At- vinnuleysistryggingasjóði verður tryggt nægilegt fjármagn til þess að standa undir bótagreiðslum. Jafnframt verði gætt fyllsta aðhalds við rekstur sjóðsins og útgreiðslu bóta þannig að þær nýtist sem best því fólki sem ekki fær vinnu. Nýsköpun í atvinnulífi og markaðssókn 3. Til þess að treysta enn frekar undirstöður íslensks atvinnulífs og skapa fleiri störf mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp um nýsköpun í atvinnulífinu. Með því verður greitt fyrir vöruþróun og markaðs- sókn erlendis, meðal annars á EES- svæðinu. Aðgerðir þessar munu ná til allra atvinnugreina. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið sérstak- ar aðgerðir til þess að auka erlend- ar fjárfestingar hér á landi. Örvun fjárfestingar 4. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir breytingum á skattalögum til að örva fjárfestingu og nýsköpun í atvinnulífinu og verður frumvarp þessa efnis lagt fram á næstu dög- um. Þannig munu fjárfestingar fyrirtækja á árunum 1994 og 1995 njóta sérstakra flýtifymingar til skatts. Jafnframt verða einstakling- um sem leggja fé í fjárfestingu með hlutabréfakaupum áfram veittar sérstakar skattívilnanir. Styrkari fjárhagur heilbr igðisstof nana 5. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á stöðugt bætta heilbrigðis- þjónustu með því að gera stærstu sjúkrahúsunum kleift að nýta sem best þær miklu framfarir sem átt hafa sér stað á sviði læknavísinda að undanförnu. Liður í þessu átaki er samkomulag um sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala. Þá hefur verið gengið til samninga við stóru sjúkrahúsin í Reykjavík um lausn á fjárhagsvanda þeirra og nauðsynlega hagræðingu í relcstri til að tryggja sem besta nýtingu fjárveitinga. Samstaða um skattlagningu fjármagnstekna 6. Ríkisstjórnin hefur kannað rækilega leiðir til þess að samræma skattlagningu eigna og eignatekna með því að taka upp fjármagns- tekjuskatt. Að höfðu samráði við aðila vinnumarkaðarins hefur eink- um verið horft til upptöku stað- greiðsluskatts nafnvaxta. Ljóst er að tekin er viss áhætta með því að hrinda þessum áformum í fram- kvæmd á sama tíma og leitast er við að iækka vexti og fjármagns- streymi milli íslands og annarra landa er gefíð fijálst. Ríkisstjómin telur því nauðsynlegt að sem víð- tækust samstaða geti tekist um lagasetningu skattlagningar fjár- magnstekna og hefur í því skyni ákveðið að bjóða þingflokkum og aðilum vinnumarkaðarins að til- nefna fulltrúa í nefnd til að semja frumvarp um fjármagnstekjuskatt. Ríkisstjórnin mun fela nefndinni að miða störf sín við það að lög um skattlagningu fjármagnstekna geti tekið gildi í ársbyijun 1996. „Ekknaskattur“ felldur niður 7. í tengslum við upptöku fjár- magnstekjuskatts hefur verið rætt um að fella niður sérsakan eigna- skatt (,,ekknaskatt“) sem tekinn var upp árið 1989 og var hugsaður sem fyrsti áfangi í skattlagningu fjár- magnstekna, en hún var þá í undir- búningi. Þessi skattlagning sætti Jón Baldvin Hannibalsson á flokkssljórnarfundi Alþýðuflokks Kosið verður um atvinnu á grundvelli stöðugleika Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra o g formaður Alþýðuflokksins, fór yfír yfírlýs- ingri ríkisstjómarínnar, sem kynnt var á laugardag, með flokkssystkinum sínum á flokksstjómarfundi Alþýðuflokksins á sunnudag. Gréta Ingþórsdóttir sat fundinn. JÓN Baidvin lagði í máli sínu sér- staka áherslu á að grundvallarfor- senda fyrir allri vinnu ríkisstjórnar- innar væri að stöðugleiki yrði tryggður. Hann ságði að ef spurt væri um hvað komandi kosningar snerust væri svarið atvinna á grundvelli stöðugleika, aukinn jöfn- uður og sú framtíðarsýn að haldið yrði til jafns við aðrar þjóðir í menn- ingu og lífskjörum á Islandi. Jón Baldvin hélt langa framsögu á fundinum þar sem hann fór yfir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. í inn- gangsorðum að máli sínu sagði hann m.a.: „Hvernig getum við komið því til skila til íslensku þjóðarinnar, til samstarfsaðila okkar í launþega- hreyfingu og meðal vinnuveitenda að ríkisstjómin hafi fullan og ein- lægan vilja til þess að taka höndum saman við fólkið í landinu og við aðila vinnumarkaðarins um að nýta efnahagsbatann til kjarajöfnunar og forðast kollsteypu sem myndi koll- varpa öllu því sem Við höfum stritað fyrir á undanförnum árum í þeirri varnarbaráttu sem við höfum liáð.“ Samstöðu leitað um útfærslu Um fjármagnstekjuskatt sagði Jón Baldvin að það hefði verið stefnuskráratriði ríkisstjórnarinnar að hún myndi beita sér fyrir sam- ræmingu á skattlagningu eigna og eignatekna vegna þess að skatt- leysi fjármagnstekna væri senni- lega eitt mesta ranglætið í íslenska skattkerfinu. Með núverandi fyrir- komulagi væri brotin sú grundvall- arregla að allir skuli jafnir fyrir lögum, sérstaklega skattalögum. Hann sagði að haustið 1993 hefði ríkisstjórnin ákveðið að það skyldi verða forgangsverkefni á grund- velii þess stöðugleika sem þá hefði náðst að þvinga niður vaxtastigið í landinu og þess vegna hefði verið samþykkt að fresta skattlagningu fjármagnstekna. „En málið var geymt en ekki gleymt. í millitíðinni höfum við ver- ið að vinna að því að skapa sam- stöðu og leita leiða um útfærsluna því þetta er geysilega flókið mál þegar menn fara að skoða smáa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.