Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 21

Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 21 ■ Brynja og Erlingur -fyrir opnum tjöldum Brynja og Erlingur eru litríkar persónur sem hafa sett sitt skemmtilega mark á íslenskt leikhúslíf. Hér eru þau fyrir opnum tjöldum: segja frá sigrum og ósigrum, samferðamönnum heima og erlendis og lífinu utan leikhússins í lifandi og fróðlegri frásögn sem þau hafa skrifað í félagi við Ingunni Þóru Magnúsdóttur. Fjöldi mynda er í bókinni, auk nafna- og verkefnaskrár. skref fyrir skrefyfir Grænlan dsjökul Ólafur Örn Haraldsson opnar í þessari bók veröld fjallamennskunnar og segir frá ferðum sínum og félaga sinna á slóðir sem flestum eru framandi. Þar er hvíti risinn í öndvegi sjálfur Grænlandsjökull sem þeir gengu yfir á skíðum vorið 1993. Bók um mannraunir, en líka um þá lífsfyllingu sem felst í því að glíma við draum sinn — og sigra. og menning Þessi bók Jakobínu Sigurðardóttur fjallar um bernskuna, um það að muna og skrifa, og um Hælavíkurbæinn á Hornströndum og uppvöxtinn þar. Skáldkonan hafði nýlokið við þessa perlu þegar hún lést í byrjun þessa árs, og bókin ber öll aðalsmerki Jakobínu; næm athyglisgáfa, skýr hugsun og tært og fallegt mál. „Bókin er skrifuð á ákaflega fallegu og tilgerðarlausu máli. Yfir og allt í kring sveima anguvrærð og viðkvæmni. Það eru frásagnir í þessari bók sem hreinlega fanga hugann, svo áhrifamiklar eru þær í látleysi sínu.“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunpósturinn „í barndómi eru heildstætt listaverk þar sem frásagnargaldurinn og stílþrif bera meistaralegt handbragð... Saman við þroskasöguna fléttast svo ómetanlegur fróðleikur um lífog störf íslensks alþýðufólks ...í Barndómi er enn ein perlan úr sjóði merkrar skáldkonu.“ Ólína Þorvarðardóttir, Morgunblaðið oo ii iOoniOQ Laugavegi 18, sími 91-2 42 40 og Síðumúla 7-9, sími 91-68 85 77

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.