Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________ERLEIMT____________________________ Stjórn Jeltsíns forseta í miklum innanríkisvanda vegna Tsjetsiníju Múslimaþjóðir gætu sameinast gegn Moskvu MARGIR Rússar og þá ekki aðeins umbótasinnar óttast að stjóm Borísar Jeltsíns forseta sé með „innrás" sinni í uppreisnarhéraðið Tsjetsjníju að koma af stað atburðarás sem ekki verði við ráðið ef Dzhokhar Dúdajev, forseta héraðsins, tekst að svara með heilögu stríði múslima á öllu Kákasus- svæðinu gegn Rússum. Jeltsín á við mikinn vanda að stríða. Tsjetsjníja er olíuauðugt, þar eru einnig mikilvægar olíuleiðslur og ein af stærstu olíu- hreinsunarstöðvum Rússlands er við höfuðborgina Grosní. Norðvestur af héraðinu eru ein mestu komforðabúr Rússlands. Það er fleira í húfí, m.a. trúverðugleiki sambandstjómarinnar í Moskvu, í stjómarskránni var af ásettu ráði hvergi minnst á rétt einstakra héraða til að segja skilið við móðurríkið. Reuter TSJETSJENAR stíga dans, að íslömskum sið, á aðaltorginu í höfuð- borginni Grozní í gær til að búa sig undir stríð. Erfið sambúð Moskvu. Reuter. íbúar Kákasushéraðsins Tsjetsjníju hafa oft barist gegn rússneskum heij- um undanfamar tvær aldir. Þeir eru nú um ein milljón í héraðinu sjálfu og álíka margir búa annars staðar í Rússlandi. Langflestir eru múslimar eins og ýmsar fleiri smáþjóðir í norð- anverðum KákasusQöllum þar sem þjóða- og tungumálakraðak er senni- lega meira en á nokkru öðru jafn- stóru svæði í heiminum. Vanir vopnaburði Hemaður er Tsjetsjnum í blóð borinn, fullvaxnir karlar ganga að jafnaði vopnaðir og konur og böm eggja þá lögeggjan gegn Rússum. Baráttan við Rússa og langvinnar landamæraþrætur milli þjóðabrot- anna hafa haldið við hernaðarandan- um á þessum slóðum. Einræðisherrann Jósef Stalín refs- aði mörgum smáþjóðum í Sovétríkj- unum fyrir meintan og raunveruleg- an stuðning við innrásarheri Þjóð- verja í seinni heimsstyijöld. Tsjetsjn- ar hlutu harðan dóm, þeir höfðu gert uppreisn gegn Rússum er Þjóð- veijar nálguðust Grosní og Stalín rak mörg hundmð þúsund manns til Sí- beríu 1944. Arftaki hans, Níkíta Khrústsjof, veitti þeim og fleiri Kákasusþjóðum síðan heimfararleyfi 1957. Er Síberíuútlagamir komu heim var oft búið að gefa jarðir þeirra öðm fólki eða þjóðabrotum og hefur víða kraumað undir niðri síðan. Ójafn leikur í öliu kjamorkuveldinu Rússlandi búa nær 150 milljónir manna, þorri þeirra af rússnesku bergi brotinn. Barátta Tsjetsjna virðist því hrein- ræktuð fífldirfska þegar liðsmunurinn er hafður í huga en ósætti meðal ráðamenna í Moskvu getur hjálpað Tsjetsjnum, fleira kemur einnig til. Dúdajev, fyrrverandi hershöfðingi í sovéska flughemum, var kjörinn forseti héraðsins á haustmánuðum 1991. Hann treystir því að öðmm múslimaþjóðum í Rússlandi renni blóðið til skyldunnar ef Golíat ráðist á Davíð. Auk Tsjetsjna er um að ræða Volgu-Tatara, Tsjúvassa, Ba- skíra, Ingúseta, Osseta og Kabardína. Auk þess em um 30 smáþjóðir í Da- gestan, sunnan við Tsjetsjníju. Þar er islam einnig ráðandi trú og Tsjetsjnar mjög fjölmennir í vestur- hémðunum. Fyrir sunnan Dagestan er Azerbajdzhan, olíuauðugt múslimaríki sem á iandamæri að íran. Dúdajev hefur einnig hótað því að kalla á hjálp mujahedin-skæmliða í Afganistan, sagt er að hann hafi þegar fengið hjá þeim bandarískar Stinger-eldflaugar, sem reyndust rússneskum flugvélum skeinuhættar í Afganistanstríðinu. Rússar misstu um 13.000 manns í þeirri styijöld sem þeir töpuðu, þrátt fyrir aila yfir- burði risaveldisins. Það háir aftur á móti Tsjetsjnum að þeir eru iila þokkaðir víða í Rúss- landi, ekki síst í Moskvu, vegna þess hve glæpasamtök þeirra em vel skipulögð, þau em reyndar farin að seilast til áhrifa í glæpastarfsemi utan Rússlands. Er Rússar tala af fyrirlitningu um „svartkjamma" eiga þeir við Kákasusbúa og þá einkum Tsjetsjna. Tal Moskvumanna um að héraðið sé glæpahreiður á vissulega við nokkur rök að styðjast. Dúdajev reyndi í september að brjóta andstæðinga sína innanlands á bak aftur með því að setja herlög. Sjálfur segir hann að uppreisnin sé verk Rússa og kennir þeim um sprengjutilræði sem minnstu munaði að yrði honum að bana í maí. Helsti leiðtogi uppreisnarmanna, er hafa aðalbækistöðvar sínar í bæn- um Nadtertsjníj, er Omar Avturk- hanov, annar er Rúslan Labazanov, 27 ára gamall stigamannaforingi sem sagður er arftaki Hróa hattar, hann ræni þá ríku og hjálpi fátæk- um. Labazanov hefur þó átt erfítt uppdráttar gegn sveitum Dúdajevs og sama er að segja um Avturkanov. Gamall kunningi Þekktastur uppreisnarmanna er þó hinn rúmlega fimmtugi Rúsian Kahsbúlatov, fyrrverandi þingforseti í Moskvu og svarinn andstæðingur Jeltsíns er þingmenn risu upp gegn forsetanum í fyrra. Khasbúlatov var tekið með kostum og kynjum í heimahéraði sínu í mars í fyrra, þegar hann hafði verið látinn laus úr fangelsi. Hann reyndi fyrst að skaða Avturkanov með því að kalla hann lepp Rússa en ákvað síðar að styðja hann. Óvíst er hve mikils stuðnings Khasbúlatov, sem eitt sinn var rætt um að gæti orðjð forseti Rússlands, nýtur en hann gæti nú lent í þeirri hlálegu stöðu að byssu- stingir Jeltsíns lyfti honum til æðstu valda - í Tsjetsjníju. RÚSSAKEISARAR treystu á árunum 1817-1864 nýfengin yf- irráð sín í Georgíu með því að leggja undir sig múslimalönd í Norður-Kákasus. Tsjetsjníja var innlimað í Rússland 1859. • 1917-1920. Bolsévikkar og andstæðingar þeirra í borgara- stríðinu skiptast á um að ráða yfir Tsjetsjníju. Héraðið innlimað í Sovétríkin 1921. • 1934. Héraðið nefnt Tsj etsj no-Ingúsetía. • September 1991. Stjóm hér- aðsins, sem stutt hafði valdarán- ið gegn Míkhaíl Gorbatsjov, segir af sér. Dúdajev hefur baráttu sína gegn Moskvuhollum emb- ættismönnum, hann fær 80% fylgi í forsetakjöri og lýsir yfir sjálfstæði héraðsins. • Nóvember 1991. Jeltsín Rússiandsforseti lýsir yfir neyða- rástandi í héraðinu en tilraun hans tl að beita hervaldi gegn sjálfstæðistilburðunum fer út um þúfur, eftir þijá daga er herliðið kallað á brott frá Grosní. Dúdajev verður þjóðhetja. Alexander Rútskoj, varaforseti Jeltsíns, sá um að móta stefnuna gagnvart Dúdajev. • Júní 1992.1ngúsetía segir skilið við Tsjetsjníju en Rússar bæla síðan niður sjálfstæðistil- raunir Ingúseta. Ingúsetar eiga í blóðugum landamæradeilum við Osseta. • Agúst 1994. Uppreisnarmenn Avturkanovs hefjast handa með liðsinni Rússa. • Nóvember 1994. Jeltsín krefst þess að deiluaðilar í Tsjetsjníju afvopnist, ella verði lýst yfir neyðarlögum þar. Upp- reisnarmenn ráðast á Grosní með aðstoð Rússa en árásinni er hrundið, Dúdajev hótar að lífláta nokkra tugi rússneskra fanga nema Moskvustjórnin viðurkenni að hún hafi sent rússneskt herlið til styrktar uppreisnarmönnum. Smám saman lætur hann þó her- mennina lausa, þá síðustu 8. des- ember. • 4. desember. Khasbúlatov fer til Moskvu. Daginn eftir segja Rússar að Tsjetsjníja sé hreiður alþjóðlegra hermdarverkamanna og hóta að skjóta niður allar flug- vélar sem fljúgi yfir héraðið. • 6. desember. Dúdajev og Pavel Gratsjov vamarmálaráð- herra Rússa ræðast við, þetta er fyrsti fundur Dúdajevs með ráða- mönnum í Moskvu frá 1991. Þeir eru sammála um að ekki beri að leysa deilurnar með her- valdi. • 9. desember. Jeltsín skipar stjórn sinni að nota „öll ráð“ til að afvopna deiluaðila í Tsjetsjníju. Daginn eftir gera herþotur Rússa árás á Grosní og Rússar loka landamærunum. • 11. desember. Skýrt frá inn- rás rússneskra heija í héraðið, Avturkanov segir heri sína einnig vera á leið til Grosní. HERNAÐUR RUSSA ) TSJETSjNÍJU ÞRJÁR rússneskar herfylkingar vöru sendar inn í Tsjetsjníju á sunnudag til aö kæfa sjálfstæðisbaráttu héraösins. Nokkur mótspyrna hefur veriö veitt en embættismenn Rússa og Tsjetsjna hafa átt fundi í borginni Vladikavkaz til aö reyna aö koma í veg fyrir meiri átök Herfylking varö aö nema staöar vegna haröra bardaga viö Ingúseta, aöra litla múslimaþjoö sem lengi var undir sameiginlegri héraösstjórn meö Tsjetsjnum. Síöar var skýrt frá því aö sokn he hennar heföi haldiö áfram Znamenskoje í bænum eru aöalstöövar uppreisnarflokka sem vilja steypa stjóm Dzhokhars Dúdajevs, forseta Tsietsiniiu Eina fylkingin sem komst nálægt höfuö- staönum, Grosní Fylking nam staöar efliraö hermenn Tsjetsjna náöu á sitt vald 47 rúss-neskum hermönnum og tveim brynvöröum liösflutninga- vögnum, rétteftiraö fylkingin fór yfir landamærin BMoskva RÚSSLAND- Fylking rússneskra hermanna og skriödreka UKRAiNA 'i*-':: QE0RGÍA * r ^ „ i^m #r. RÚSSNESKIR skriðdrekar beina vopnum sínum að Tsjetsjníju, skammt frá landamærunum í vestri við Ingúsetíu. Rússar hafa sent hundruð skriðdreka og hersveita inn í héraðið. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.