Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 29

Morgunblaðið - 13.12.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 29 LISTIR EINAR Sigurðsson landsbókavörður, Dagur Eggertsson form. Stúdentaráðs, Skúli Helgason fram- kvæmdastjóri stofnunarátaks stúdenta, Olafur Ragnarsson framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells og Ingólfur Margeirsson rithöfundur með bókina Þjóð á Þingvöllum. Niðjatal af Norðurlandi BOKMENNTIR Ættf ræði RÓÐHÓLSÆTT Niðjatal Bjöms Bjömssonar bónda á Róðhóli i Sléttuhlið og konu hans Soffíu Erlendsdóttur. Ættir Islend- inga. Niðjatal XI. Ritstjóm: Þor- steinn Jónsson. Ættfræðistofa Þor- steins Jónssonar hf. tók saman. Ijóð- saga hf., 1994, 319 bls. RÓÐHÓLS-BJÖRN, eins og hann var oftast nefndur, var kunnur mað- ur á sinni tíð. Tilkoma hans var sögu- leg. Faðir hans var kvæntur maður í Svarfaðardal, en varð það á að barna heimasætu á næsta bæ. Svo illa vildi til að faðir stúlkunnar var hreppstjóri og stórlátur mektarmað- ur. Fékk hann bónda dæmdan í sekt- ir, gerðan brottrækan úr sókninni og síðar sýslurækan. Slysafangið - Róðhóls-Björn - (f. 1797) ólst upp hjá móður sinni, en fluttist síðar vestur í Siéttuhlíð og bjó lengi á Róðhóli. Hann þótti fjölkunnugur, gæddur dulrænum hæfileikum og mjög hagur í höndum. Um hann spunnust þjóðsögur sem sagt er frá fremst í bók. Kona hans var Soffía Erlendsdóttir. Þau eignuðust átta börn og eru niðjar frá fjórum þeirra. Nú hafa nokkrir afkomendur þeirra Róðhóls-hjóna haft frum- kvæði að því að fá þetta niðjata! tekið saman. Það er mikill ættbogi. Eru þeir yngstu sjöundi maður frá ættforeldrum, að mér sýnist. Sá ættliður er þó mjög skammt fram genginn. Þetta niðjatal er að sjálfsögðu með sama hætti og önnur niðjatöl í þessu mikla safni: veglegt og vandað og prýtt miklum fjölda mynda. Auð- velt er það til uppflettinga og skrár allar í góðu lagi. Er það vissulega til sóma þeim sem að standa. Margt má lesa úr niðjatölum sem þessu. Alltaf er t.a.m. gaman að rekast á einstaklinga sem maður þekkir eða kannast við og geta fært þá til ættar. Einhvern veginn finnst mér alltaf sem menn verði meira „til“ með því móti. En margt er fleira. Hér eins og oftar hlýtur manni t.a.m. að blöskra hinn mikli barna- dauði fyrr á tíð. Fjögur af hinum átta börnum Björns og Soffíu dóu í bernsku. Ein dóttir þeirra (Una) eignaðist sjö börn. Þau dóu öll í bernsku nema það yngsta, Guð- brandur Eiríksson. Frá honum er hins vegar kominn fjöldi manna. Þjóðarsagan birtist manni á marga lund í niðjatölum. Fyrstu ættliðirnir eru bændur, sjómenn og lausamenn, sem halda sig mest á heimaslóðum, Skagafirði, Siglufirði, Svarfaðardal og þar í grennd. Eftir því sem ættliðum fjölgar tekur fólk að dreifast víðar um landið, jafnvel til útlanda. Atvinnugreinum fjölgar. í þessari ætt eru iðnaðarmenn tals- vert áberandi (er það kannski kyn- fylgja hins haga ættföður?). Mennt- un vex og í yngri ættliðum er tals- vert um menntafólk. Þá finnst mér alltaf gaman að skoða hvernig nöfn haldast í ættum og sérkenna þær. Hér eru margir Guðbrandar og Frí- menn, svo að eitthvað sé nefnt, fyr- ir utan hin algengari nöfn. Nafngift- ir breytast og með kynslóðum. í yngri kynslóðum fer að bera á nöfn- um utan ættar, nöfnum sem foreldr- um finnast bersýnilega falleg, gjarn- an tvö nöfn stutt. Nú er komið á prent mikið safn niðjatala yfir seinustu eitt til tvö hundruð árin. Sýnist mér að hér sé að verða til góð náma fyrir félags- fræðinga að vinna úr margvíslega gagnlega vitneskju um ýmsa þætti þjóðfélagsþróunar. Væri æskilegt að ungir fræðimenn færu að vpita þessu athygli. Sigurjón Björnsson. Nýjar bækur • ÞJÓÐ á Þingvöllum eftir Ingólf Mfirgeirsson fjallar um lýðveldis- hátíðina á Þingvöllum 17. júní 1994. í bókinni lýsir Ingólfur þeim hug- hrifum og þeirri samkennd sem þjóðin skynjaði er hún kom saman á sínum helgasta stað, Þingvöllum, til að fagna hálfrar aldar afmæli lýðveldisins. Ingólfur rekur einnig stuttlega í máli og myndum sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og segir frá lýðveidishátíðinni 1944 þegar íslensk þjóð varð fijáls. Bókina Þjóð á Þingvöllum prýða nær 200 ljós- myndir í litum, teknar af mörgum fremstu ljósmyndurum þjóðarinnar 17. júní nú í sumar. í bókinni er efnisútdráttur á ensku til að koma til móts við þann áhuga sem var á lýðveldisafmælinu erlendis. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Davíð Oddsson forsætisráðherra rita formála að bókinni. Vaka-Helgafell hefur ákveðið að gefa allan ágóða af sölubókarinnar í söfnunarátak stúdenta fyrir Þjóð- arbókhlöðuna, en sú gjöf bætist við eina og hálfa milljón króna sem fyrirtækið hefui' þegar gefið til átaksins. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin Þjóð á Þingvöllum erprentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. ogkostar kr. 3.480 til áramóta en hækkar þá íkr. 4.990. • í Hitlersbörnunum eftir Gerald L. Posner lýsa synir og dætur þekktra nasistaforingja feðrum sín- um og sambandi sínu við þá. Reynsla þessara svokölluðu „Hitlersbarna “ er oft átakanleg, hvernig þau hafa orðið að beijast við skelfilega arfleifð en ekki síður hefur barátta þeirra við eigin til- finningar gagnvart feðrum sínum verið bitur og sár. I bókinni eru frásagnir barna margra nánustu samstarfsmanna Hitlers eins og þeirra Rudolfs Hess, Hermanns Göring og Hans Frank. Einnig segir sonur Jósefs Mengele, læknisins illræmda í Ausehwitz, frá föður sínum. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin er 268 bls. með fjölda ljós- mynda, prentuðhjá G. Ben-Eddu. Verðkr. 2.680. kvaaþað kostcw? Sendu jólapakkana og jólapóstinn með DHL Við erum ódýrari en Pósturinn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfaþjónustu DHL en með hefðbundnum flugþósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslausl ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. MIKILVÆGAR DACSETNINCAR Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: ► 16. des. Til Norðurlandanna. ► 15. des. Til Evrópu. ► 12. des. Til USA, Kanada og annarra landa. Við gefum þér 2 uuku vikur! Það er engin óstæða til að lóta jólapakkana og jólamatinn velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Sfðasti skiladagur er 19. des EINFALT ÞÆGILECT ÓDÝRT Jólatilboð ödýrara en þig grunarl WORLDWfDE EXfWESS «' DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9 108 Reykjavík Sími 568 9822 DHL ■ fljótari en jólasveinninn - kjarni málsins! (L^/VOAÍæV I Q/Ítt (j/Qy(v/U(Æ C O/l! 4 l pct/ u C/IOO/ a/ 0/1 á/C/LHA/ íc T. 1.980,- ásútgáfan Qlerárgötu 28 - Akureyri Askriftarsími 96-249o6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.