Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 30

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Málþing í Odda Náttúra mannsins í TILEFNI af útkomu bókar- innar Náttúrusýn, greinasafn um siðfræði og náttúru, gengst Siðfræðistofnun Há- skólans fyrir málþingi í stofu 101 í Odda, laugardaginn 17. desember frá kl. 14-17. Á málþinginu, sem ber yfirskrift- ina Náttúra mannsins, verða flutt fjögur erindi sem öll byggja á greinum í Náttúru- sýnar-bókinni. Páll Imsland, jarðfræðing- ur, tekur fyrstur til máls og greinir frá áður óbirtum fyrir- lestri dr. Sigurðar Þórarins- sonar „Úr þróunarsögu jarð- vísinda á Islandi" sem Páll hefur nú búið til prentunar en fyrirlesturinn var upprunalega fluttur árið 1977. Að því loknu flytur Vilhjálmur Ámason, heimspekingur, erindi sem nefnist „Er manneskjan nátt- úrulaus? Hugleiðingar um sið- ferði og mannlegt eðli“. Vil- hjálmur veltir fyrir sér nýlegri gagnrýni á hefðbundnar kenn- ingar um mannlegt eðli. Hann tekur undir þessa gagnrýni en bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki sjónar á hinu náttúrulega í fari manns- ins. Því næst flytur Róbert H. Haraldsson, heimspeking- ur, erindi sitt „Náttúrusýn, hluttekning og siðferði". Þar ræðir Þorvarður um eðli nátt- úrufegurðar og þær breyting- ar sem orðið hafa á skynjun hennar á undanfömum öldum. Tónlistarskóli Rangæinga Jólatónleik- ar á Lauga- landi DAGANA 14. og 15. desember mun Tónlistarskóli Rangæ- inga halda sína árlegu jólatón- leika og verða þeir haldnir á Laugalandi 14. desember og á Heimalandi 15. desember og hefjast báða dagana kl. 21. Þar munu nemendur sýna afrakstur starfsins á þessari önn sem nú er að ljúka og verður boðið upp á bæði söng og hljóðfæraleik. Einnig mun Lúðrasveit skól- ans láta til sín heyra í fyrsta sinn í vetur en sveitin er ný- komin úr æfíngabúðum á Sel- tjarnarnesi. Jólabarrokk í Gerðarsafni JÓLABARROKK heldur sína árlegu hátíðartónleika í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, þriðjudagskvöld kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Bois- mortier, Hándel, Marin Mara- is, Quantz og Telemann Flytjendur eru Camilla Söd- erberg, blokkflautur, Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir, barokkflautur, Elín Guðmundsdóttir, sembal og Mark Levy, gömbuleikari, sem kemur sérstaklega frá London til að leika með þessum félög- um á tónleikunum. Hann leik- ur einnig einleiksverk úr kvik- myndinni „Allir morgnar heimsins" sem sýnd hefur ver- ið undanfarið í Reykjavík. Stærsti stuðningsaðili Jóla- barrokks í ár er Kópavogs- kaupstaður og er aðgangseyrir 500 krónur en börn og ellilíf- eyrisþegar fá ókeypis aðgang. Svart/hvít heimferð BOKMENNTIR Ljósmyndun FERÐIN HEIM eftir Maríu Guðmundsdóttur. Mál og inenning, 1994. Prentun Oddi — 44 síður. 1.490 kr. MARÍA Guðmundsdóttir ljós- myndari hefur eytt meginhluta ævi sinnar erlendis og eins og kemur fram í inngangsorðum hennar að Ferðinni heim, bók með 37 svart/hvítum ljósmyndum, þá finnst henni ísland æsku sinnar vera horfið að mestu. Þegar minnst varir stíga myndir fortíðar- innar þó fram og birtast henni í brotum og það „eru þessar mynd- ir sem ég reyni að framkalla í huganum og á pappír í þessari bók - hugmyndir frá horfnum tíma“. Og María bætir við að myndirnar séu kveðja til fortíðarinnar, eins- konar ferð heim. Það er í raun klasssískt þema Ijósmyndara að snúa aftur til æskuslóða eða fæðingarlands og túlka í myndum tilfinningar sínar gagnvart stöðum og fólki. Af ný- legum og kunnum slíkum bókum má nefna myndir Bandaríkja- mannsins Shelby Lee Adams af fólki í fjöllum Kentucky og mynd- ir sem Sebastiao Salgado hefur tekið á ferðum sínum „heim“ til Brasilíu. En þetta verkefni býður upp á ótal úrlausnir og María tek- ur í bland myndir af landslagi - gjaman með einhverjum ummerkj- um um manninn - og portrett af eldra landsbyggðarfólki. í viðleitni sinni við að festa á filmu líf sem er að hverfa virðist mér sem hún sé undir vissum áhrif- um frá ljósmyndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur síðustu árin unnið að svipuðu en stærra verkefni og hafa sumar þær myndir birst hér á síð- um blaðsins sem og á sýningum. María myndar fólk gjarnan á heimilum sínum og fyrirsæturn- ar eru oft svipsterkar og myndrænar. í sum- um tilvikum tekst Maríu vel að fanga manngerðirnar og skapa um leið sterkar ljósmyndir með leik birtu og skugga og skemmtilegum mynd- skurði. Þannig er vel lukkuð ein dimm mynd af Sveinbirni Bein- teinssyni þar sem hann styður hendi íhugull á enni sér. Skafti Benediktsson í Hraunkoti situr í fallegu ljósi á vel byggðri mið- lægri mynd og Axel Thorarensen á Gjögri er kampakátur og ekki skemmir þar þótt önnur höndin sé skorin af að hluta. Annars stað- ar á María þó í vandræðum með að ramma inn; sker hendur hálfar af, hlutir virðast standa út úr höfð- inu á fólki og þá er Ijósið á stund- um ekki gott. Skyndimyndir af fólki geta oft verið sterkar og sér- stakar - fyrirmyndirnar geta gleymt nærveru myndavélarinnar eða leikið jafnvel fyrir hana - ef ljósmyndarinn nær að fanga gald- ur augnabliksins á formrænan og persónulegan máta. En í myndum eins og Karli Hallbertssyni, Stein- unni Guðmundsdóttur og Guð- finnu Guðmundsdóttur birtist ekk- ert sérstakt frá hendi ljósmyndarans. Þetta eru ágætar myndir en hver sem er hefði lík- lega getað tekið þær. Þá er Daníel Brands- son óneitanlega kempulegur ásýndum en það er ekki nóg að fyrirmyndin sé góð; lýsingin á myndinni er það ekki, innrömm- unin ólánleg og mynd- in á lítið erindi í metn- aðarfulla ljósmynda- bók. Landslagsmyndir Maríu eru yfir höfuð áhrifameiri en mannamyndirnar. Tökin eru per- sónulegri, áhorfandinn fær meiri tilfinningu fyrir ljósmyndaranum sem er á „ferð heim“ og túlkar það sem fyrir augun ber. Hestarn- ir í Suðursveit eru skemmtilega rammaðir inn, drunginn er undar- legur við Hornafjarðarfljót, eitt- hvað er heillandi við sjónarhomið undir Lómagnúp og sérkennilegar fuglahræður á siglingu fyrir Ströndum. En í nokkrum myndum verða óþörf atriði í myndbyggingu til að trufla sýnina; augað rennur frekar að ljósum girðingarstaur en fossi á Suðurlandi, og biti geng- ur í gegnum höfuð manns í hjalli á Gjögri. Ég þekki lítið til annarra ljós- mynda Maríu en hef þó séð ljóm- andi tískumyndir eftir hana. Hér er hún á öðrum slóðum og meiri kröfur gerðar. Margar myndanna eru ljómandi góðar en að sama skapi mættu nokkrar alveg missa sín, myndir sem draga niður heild- aráhrif bókarinnar. Harðara og gagnrýnna val hefði án efa verið til bóta. Myndirnar í bókinni eru litlar, 10 x 6,7 sm hver, en þannig njóta svart/hvítar ljósmyndir sín oft’vel, þær verða persónulegri vegna ná- lægðárinnar þegar þær eru skoðaðar. Prentunin hefði þó getað verið betri, en það kemur sífellt á óvart að eins og íslenskar prent- smiðjur geta skilað fallegum lit- myndum virðast þær ekki geta prentað svart/hvítt jafn vel. Hér hættir skuggaflötum til að lokast og myndirnar liggja flatar á síð- unni, grófleikinn einnig of mikill. Prentun Ijósmyndarans getur einnig verið um að kenna og kann það að vera raunin þar sem sum portrettanna eru of dökk og ójöfn blettainnbrennsla sést stundum á himni myndanna. Það ber að lofa það framtak forlagsins að gefa út persónulega svart/hvíta ljósmyndabók sem þessa - íslenskir útgefendur hafa verið lengi að átta sig á því hversu vinsælar vandaðar svart/hvítar ljósmyndabækur eru erlendis og að fallegar litmyndir eru ekki eina leið ljósmyndara til að lýsa þessu landi og fólkinu sem á því býr. Ferðin heim er sætleg bók og smekklega hönnuð. Hún er inn- bundin með snæri sem minnir á hrosshár og ef hnúturinn losnar þá eru blöðin komin út um allt. Það fer vel við hugmyndina að bókinni því ljósmyndarinn hugsar sér myndimar sem minningar og hugsanir en þær eru jafnan brota- kenndar eða eins og laus blöð - sem eru hér eru hnýtt saman í orðsins fyllstu merkingu. EinarFalurlngólfsson María Guðmundsdóttir Bak við fortjald fyrri aldar BOKMENNTIR Sagnfræði SAGA AKUREYRAR Kaupstaðurinn við Pollinn 1863-1905 eftir Jón Hjaltason. II. bindi. 358 bls. Útg.: Akureyrarbær. Prentun: Ás- prent hf. Akureyri, 1994. Verð kr. 7.410. ÞRENNT ER það sem öðru fremur setur svip sinn á lífið á Akureyri á síðustu áratugum 19. aldar. í fyrsta lagi stækkun bæjar- ins, bæði að mannQölda og land- rými. í öðru lagi kuldaskeið það sem hófst með langvarandi stór- hríð 1859 og linnti reyndar ekki fyrr en komið var nokkuð fram á þessa öld. í þriðja lagi dönsk áhrif þar eð margir Danir fluttust til Akureyrar og eyddu þar ævinni. Vesturheimsferðirnar, sem hófust um 1870 og stóðu nær óslitið til aldamóta, hafa líka verið mönnum ofarlega í huga. En þær snertu ekki Akureyri framar öðrum byggðarlögum. Nema hvað menn, sem sneru heim frá Vesturheimi og settust að f bænum, komu með ferska og framandi strauma inn í bæjarlífið. Þrátt fyrir harðindin urðu margs konar framfarir á umræddu árabili, bæði á Akureyri og eins á landinu öllu. Aldamótin juku bjart- sýni og sóknarhug. Við lok þess tímabils, sem bindi þetta tekur til, bjarmar fyrir degi í mörgum skiln- ingi. Trjáræktin, sem svo mjög setur svip sinn á Akureyri, var þá að hefjast. Stórmál var það ekki, en gat eigi að síður talist til marks um breyttan hugsunarhátt. Iðnað- ur var að rísa á fót, í smáum stíl að vísu. Útgerð var að glæðast. Skólinn, sem verið hafði á Möðruvöllum, fluttist til kaupstaðarins. Þar með var farið að horfa til Akureyrar sem höf- uðstaðar Norður- lands. Sé aftur á móti horfið að upphafi sögu þeirrar, sem hér er sögð, var Akureyri hvorki orðin skólabær né iðnaðar. Þorpin voru tvö og aðskilin: Akureyri og Oddeyrí. Gert var ráð fyrir að þau kynnu að renna saman, en varla fyrr en eftir margar aldir! Kaupmenn og embættismenn máttu sín mikils. Áhrif iðnað- armanna fóru líka vaxandi. Flestir bæjarbúar studdust við smábú- skap. Með því að kaupstaðurinn tók að sækjast eftir aðliggjandi jörðum var ekki verið að falast eftir lóðum undir hús heldur beit- arlandi fyrir búpening. »Þegar litið er á skýrslur um einstaka eigend- ur búsmalans kemur í ljós að lang- flestir þeirra áttu eina kú og fæst- ir fleiri en tvær.« Saltkjöt fékkst ekki í búðum. Það var allt flutt út. Sjálfsþurftarbúskapurinn náði líka til þéttbýlisins. Hagvöxturinn var ekki kominn inn í dæmið. Forsvarsmenn kaupstaðarins guldu varhuga við fjölgun. Fá- tækraframfæri lá þungt á sér- hveiju sveitarfélagi. Oft var deilt um framfæri fjöiskyldna og ein- staklinga. Tortryggni og ýfingar milli kaupstaðarins og nærliggj- andi hrepps voru fyrst og fremst af því sprottnar. Fyrir kom að hreppar þvættu á milli sín þurfa- mönnum. Eða borg- uðu undir þá til Vest- urheims! Þótt bæjarfélagið væri bæði fámennt og vanmáttugt var menningin ekki með öllu vanrækt. Barna- kennari staðarins kemur títt við sögu. Blaðaútgáfa var nokkur. Bókaútgáfa sömuleiðis. Félagslíf fór vaxandi. Og bygg- ingarlistin blómstraði í hlutfalli við efni og aðstæður. Turnar og skraut af ýmsu tagi setti svip á stórhýsi þeirra tíma. Sá er að dómi undirritaðs meginkostur þessa rits að það er rétt vel læsilegt. Og raunar meir en svo! Höfundurinn hefur gert sér far um að lýsa bæjarlífinu frá sem flestum hliðum. Stjómsýslusagan verður hvergi útundan. En hún er ekkert aðalatriði eins og oft vill verða í ritum af þessu tagi. Það er þvert á móti mannlífsmyndin sjálf í allri sinni fjölbreytni sem dregin er hvað skýrast fram. Dag- lega lífíð í bænum fær þarna mik- ið og verðskuldað rúm. Höfundur hefur farið ofan í hvers kyns til- tækar heimildir og valið úr þeim með það sjónarmið fyrir augum að margt smátt geri eitt stórt. Þó tómthúsmaðurinn stæði skör lægra embættismanninum, kaup- manninum og borgaranum í virð- ingarstiganum er hann hvergi lát- inn gjalda þess í sögunni. Bæjar- bragnum er lifandi lýst. Danir þeir sem settust að í bænum fluttu með sér sínar hefðir. íslenskir sveitamenn, sem komu sér fyrir á mölinni, stundum eins og fyrir duttlunga örlaganna, héldu lika í sínar hefðir. Hlaut þó hvor um sig að draga dám af hinum. Það var og tímanna tákn að embættismenn tóku að sækjast eftir búsetu í þétt- býli. Munurinn á þeim og alþýð- unni sýnist hafa markast af mis- munandi efnahag fremur en af menntun og uppeldi. Framkoma embættismannsins við almúga- manninn einkenndist ekki endilega af þurradrambi heldur allt eins af góðlátlegum belgingi. Samfélagið var ekki svo stórt að ein stétt gæti lokað sig frá annarri. Víða kryddar höfundur texta sinn með gömlum samtímaauglýs- ingum og annars konar glefsum úr bréfum ög blöðum, bæði til fróð- leiks og skemmtunar. Furðu gegn- ir hvað menn gátu verið persónu- legir og talað hreint út frá hjart- anu. Maður gat t.d. auglýst að hann væri genginn í bindindi svo enginn færi nú að bjóða honum í staupinu! Um textann er fátt að segja nema gott. Einhvers staðar rakst ég á prentvillu og á öðrum stað gaf að líta orðmyndina fiskjar í stað fisks. Annars er stíllinn bæði vandaður og efni sínu samkvæmur og frágangur í góðu lagi. Þá er birtur í bókinni mikill fjöldi gam- alla ljósmynda. Textarnir, sem þeim fylgja, væru einir sér efni í dávæna bók. Saga Akureyrar get- ur orðið góð fyrirmynd þeim sem eiga eftir að skrá sögurit af sama tagi. Hið gengna var einu sinni iif- andi. Þeirri staðreynd hefur höf- undur bókar þessarar hvergi gleymt. Erlendur Jónsson Jón Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.