Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 33

Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 33 I I I > > ) ) ) | w ) í ) > i » í BÓKMENNTIR I ð n s a g a FRÁSTEÐJA TILSTAFNS eftir Sumarliða R. ísleifsson. Málm- iðnaður á íslandi á síðari hluta 20. aldar. Safn til iðnsögu íslendinga, I.bd. B. Ritstjóri: Jón Böðvarsson. Hið islenska bókmenntafélag, 1994, 400 bls. FYRSTA bindi af Safni til iðn- sögu íslendinga kom út árið 1987. Það var bókin Eldur í afli. Málmiðn- aður á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar. Höfundur hennar var Sumar- liði R. ísleifsson og var bókin unnin upp úr kandídatsritgerð hans í sagnfræði. Sú bók mun hafa fengið ágæta dóma og hefur ritstjóri látið svo um mælt að hún hafi orðið fyrir- mynd síðari rita í safninu. Víst var bókin á marga lund ágæt, en þó að mínu viti full ágripskennd. Hefur það sennilega háð henni að ekki er víst að sá rammi sem kandídatsrit- gerð er sniðinn og þau sjónarmið sem þar eru látin ráða falli að öllu leyti saman við markmið þessarar ritraðar. Nú hefur sami höfundur ritað framhald sögu málmiðnaðar. Tek- ur hann þar til sem frá var horfið, — um miðbik þessarar aldar, — og heldur fram sögunni til síðustu Nýjar bækur • Alfræði unga fólksins svarar kröfum barna og unglinga um fróð- leik og þekkingu á upplýsinga- og tækniöld. Efni hennar spannar flest þekkingarsvið, jafnt alheiminn, náttúruna, tækni og vísindi sem list- ir og sagnfræði og öll umfjöllun miðast við að börn og unglingar geti með góðu móti tileinkað sér efnið. í bókinni eru rúmlega 450 efnisflokkar sem líklegt er að böm og unglingar vilji fræðast um, og auk þess 1.500 undirflokkar sem veita fróðleik um afmörkuð svið viðkomandi efnis. I bókinni er fjallað um margvís- legt íslenskt efni á sérstökum blað- síðum. Alfræði unga fólksins ritstýrðu Sigríður Harðardóttir og Hálf- dan Ómar Hálfdanarson sem ásamt Dóru Hafsteinsdóttur og JóniD. Þorsteinssyni þýddu og staðfærðu verkið. Sérsamið íslenskt efni annaðist Helga Þórarinsdótt- ír og var það myndskreytt af Erl- ingi Páli Ingvarssyni. Myndstjóri var Ivar Gissurarson. Útgefandi er Bókaklúbbur Arnar og Örlygs. Bókin er 640 blaðsíður og seld á kynningarverði á 7.980 krónur. • Smásagnasafnið Sögurfrá Þýskalandi, er komið út. Þetta er safn smásagna og stuttra texta eftir tuttugu þýska samtímahöf- unda. „Mikil gróska hefur verið í þýskum sagnaskrifum frá því eftir seinni heimsstytjöldina og hafa höf- undar m.a. glímt við örlög og sekt þýsku þjóðarinnar eftir stríð, ára- tuga klofning og nú síðast samein- ingu hennar árið 1990,“ segir í kynningu útgefanda. Smásagnasafnið spannar tíma- bilið frá 1947-1992, en sérstök áhersla er lögð á verk sem birst hafa tvo síðustu aratugi. Allir höf- undarnir eru enn á lífi utan þrír, Borchert, BöII og Kaschnitz. Hver höfundur er kynntur með mynd og stuttu æviágripi. Útgefandi er Mál og menning. Wolfgang Schiffer ogFranz Gíslason önnuðust útgáfuna. Bókin er 242 bls. Verð 2.980 krónur. _____LISTIR___ Málmiðnaður ára. Enda þótt fagfé- lög — atvinnurekenda og sveina — hafi haft hönd í bagga með til- orðningu þessa rits, virðist mér að höf- undur og ritstjóri hafi haft nokkuð frjálsar hendur um mótun bókarinnar. Hér er kominn iðnsöguþátt- ur sem samkvæmt mínum smekk er éins og hann á að vera. Gerð er grein fyrir mikilvægustu efnis- heildum og eðlilegt jafnvægi er með þeim. Fyrst er gerð grein fyrir efnahagsþróun og starfsumhverfi og í eðlilegu fram- haldi af því þróun málmiðnaðar og skipasmíða. Lærdómsrík er þessi saga og sýnir okkur í hnotskurn hvernig stjórnmálastefnur og framkvæmd endurspeglast í ein- stökum atvinnugreinum. Þá kemur að aðalefni bókar í nokkrum köflum. Þar er gerð grein fýrir helstu málmiðnaðarfyrirtækj- um landsins eftir landshlutum. Rak- in er saga þeirra, verkefni og þróun — og endalok, ef um það ræðir. En það er ein- mitt áberandi hversu mjög málmiðnaðarfyr- irtæki hafa mátt beij- ast í bökkum hin síð- ustu ár og hversu mörg þeirra hafa gef- ist upp og hætt rekstri. . Þá kemur að um- fjöllun um iðnnám, endurmenntun í málmiðnaði og meist- aranám. Einkar fróð- ieg er sú frásögn og má segja að gjörbylt- ing hafi orðið á iðnfræðslu á síð- ustu árum. Stuttur kafli er um tækni, tækja- kost, skipulag og þróunarstarf. Og lestina rekur ágæt frásögn um vinnuumhverfi, félagslíf og samtök málmiðnaðarmanna. Lokaorð eða samantekt á bókarefni er á nokkr- um blaðsíðum. Þar eru rifjuð upp aðalatriði og er það lesanda vissu- lega góð og nytsamleg upprifjun. Miklar skrár eru í bókarlok og Sumarliði R. ísleifsson er það allt til hinnar mestu fyrir- myndar. Eins og í öðrum bókum Iðnsögu- safnsins er hér geysilegur fjöldi fróðlegra og athyglisverðra mynda og innfelldir textar af ýmsu tagi. Gerir þetta bókina stórum áhuga- verðari. Af heimildaskrá má sjá að höfundur hefur víða leitað fanga bæði til hinna margvíslegustu rit- aðra heimilda og mikils fjölda við- tala. Er auðsjáanlegt að mikil vinna liggur að baki þessarar bókar og frágangur allur ber því vitni að ekki hefur verið kastað til höndum. Ef bækurnar tvær eru bornar saman leynir sér ekki að höfundur hefur tekið góðum þroska á þeim árum sem liðin eru frá því að fyrri bókinni lauk. Rit sem segir sögu og lýsir ein- stökum fyrirtækjum og velur úr hver teljast frásagnarverð er vissu- lega nokkuð berskjaldað fyrir að- finnslum. Því að sitt sýnist hveijum. Eg er ekki handgenginn málmiðn- aði og get því ekki slegist í hóp þeirra sem telja að hlutur þeirra hafi verið fyrir borð borinn. Meira fann ég fyrir þessu í fyrri bókinni sem mér fannst hafa óþarflega mikla slagsíðu til höfuðborgarsvæð- isins. Þetta held ég að hafi verið rétt nokkuð af. Yfirleitt virðist mér frásögnin vera sanngjörn og velvilj- uð. Sigurjón Björnsson SKÍÐAGALLAR CRAFT sktðagallarnir tuí tneð tneiri vatnsvörn. VERÐLÆKKUN St.80-110cm......4.900 St.120-140 cm... 7.900 St.150-170 cm. 8.900 Eldri gerðir kr..6.900 St. 140-170. 1 ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.