Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 34

Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Góð tónlist og góður flutningur TONIJST Á s k i r k j a KAMMERTONLEIKAR Tónverk eftir Purcell, Vivaldi og J.S.Bach. Ilytjendur: Kanunersveit Reykjavíkur. Einleikarar: Einar Krislján Einarsson, Kristinn H. Ámason, Gerður Gunnarsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir. Stjómandi Bemharður Wilkinson. Sunnudagur 11. desember 1994 JÓLATÓNLEIKAR Kammersveit- ar Reykjavíkur hófust á forleiknum að Álfadrottningunni eftir Purcell og er það verk ásamt Arthúr konungi kunnast af svo nefndum „maskleikj- um“ er voru í tísku á Englandi við upphaf öperunnar í Evrópu. Purcell samdi tónlist við mörg leikrit en íjog- ur, auk þeirra sem þegar hafa verið talin upp Dioclessian og The Indian Queen, eru að mestu tónsett og þykja því að mörgu leiti standa nær óperu en „maskleik" að formi til. Form forleiksins er franskt, þar sem skipt- ast á hægir og hraðir kaflar með tilheyrandi lúðraþyt og trommuslætti er var í tísku, þá fóik var kallað saman til fagnaðar. Þrátt fyrir að verkið sé slitrótt, er þar margt skemmtilegt að heyra og var það hressilega flutt. Seinna verkið, sem Bemharður Wiikinson stómaði var g-moll „sjak- onnan“ fræga eftir Purcell. Form þessa verks er svokallaður „Ground", sem er eins konar sambland af Passacaliu og Chaconne, þar sem bæði bassaferlið er bundið og sömu- leiðis hljómskipanin. Stefið er fímm taktar og endurtekið 44 sinnum en þessi tónsmíðaaðferð var algengasta tilbrigðaform barokktímans. Verkið var upphaflega samið fyrir 2 fiðlur og continuo-rödd og gefið út tveimur árum eftir lát höfundar (1697). í safnriti þessu er að finna tíu sónötur og er „Chaconnan“ sónata nr. 6. Þetta fallega verk var vel flutt og mátti af og til heyra stef, sem minntu á passacaliuna frægu úr óperunni Dido og Eneas. Konsert fyrir tvo gítara, strengja- sveit og fylgirödd er sérkennilegt verk og er gott dæmi um þá fjöl- þættu hljóðfæraskipan er Vivaldi lék sér með. Verkið er ekki veigamikið en skemmtilega og sniðuglega sam- ið og var það fallega flutt af Einari K. Einarssyni og Kristni H. Árna- syni. Viðamestu verk tónleikanna voru a-moll-fiðlukonsertinn og flautusvít- an í h-moll eftir meistara J.S.Bach. Einleikari í fiðiukonsertinum var Gerður Gunnarsdóttir og lék hún konsertinn af öryggi og sérlega fal- lega nokkrar viðkvæmar strófur í hæga þættinum. Það hefði mátt gera meiri mun á „skapgerð" þáttanna, þar sem sá fyrsti mætti vera þung- stígur og alvarlegur, hægi þátturinn ljúfur og syngjandi með sínu mjúk- lega leiknu bassastefí, sem ekki þarf að leika sterkt og síðasti þátturinn mætti svo vera glettinn og fjörlegur. Allt þetta lá nærri í frábærum leik Gerðar, sem er glæsilegur fiðlari. Tónleikunum lauk með Svítu nr. 2 í h-moll, þeirri sem frægust er fyrir síðasta þáttinn, Badinerie. Hall- fríður Ólafsdóttir lék á flautuna og þó hlutverk flautunnar sé að mestu samofið fiðlunni, bregður fyrir ein- staka fallegum einleiksstrófum fyrir flautuna, sem Hallfríður flutti mjög vel og síðasta kaflann, hinn fjörlega Badinerie, flutti Hallfríður með glæsibrag. í heild voru þetta góðir tónleikar, eins og ávallt hjá Kammersveit Reykjavíkur, þar sem saman fer at- hyglisverð tónlist og góður flutningur. Jón Ásgeirsson. Níu tenórar TONLIST IþróttahúsiA að Kaplakri ka SÖNGTÓNLEIKAR Níu tenórar ásamt Sinfóníuhijóm- sveit íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar. Sunnudagur 11. desember. TENÓRAVEISLAN að Kapla- krika er góð hugmynd og heppnaðist vel þrátt fyrir að ýmsa góða vantaði til að fullskapa hugmyndina. Tónleik- arnir hófust á forleiknum að Ruslan og Ludmillu, eftir Glinka, ágætu verki, sem satt best að segja er orð- ■'"« konar þráhyggjuverk hjá Sin- Jólakorta- myndatökur Vertu ekki of seinn, Myndataka af baminu/bömunum þínum og 40 jólakort kr. 6.000,00 Ódýmstu jólakortin á markaðnum. Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 887 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4 30 20 3 ódýrari Opið á laugardögum fóníunni. Jón Þorsteinsson hóf söng- dagskrána með aríu úr Messias eftir Hándel og gerði þessu fallega verki góð skil. Kolbeinn Ketilsson söng aríu úr Werther eftir Massenet. I söng Ketils fór saman eftirtektarverð fágun og fallegur söngur. Kári Frið- riksson var nýgræðingurinn í hópi söngvaranna en hann hefur fallega tenórrödd, sem enn er mjög lítið unnin. Guðbjörn Guðbjömsson söng aríu úr La traviata og Þorgeir Andr- ésson lauk fyrri hluta tónleikanna með „Hve köld er hönd þín“ úr Bo- héme. Á engan er hallað þó Þorgeiri sé hrósað fyrir glæsilegan söng hans. Eftir hlé flutti Sinfóníuhljómsveit Islands Millispil úr Cavalleria Rustic- ana en þar eftir komu „alþýðutenór- amir“ Jóhann Már Jóhannsson og Óskar Pétursson og sungu íslensk lög. Jóhann Már söng Minningu eftir Markús Kristjánsson og Óskar Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson. Söngur þeirra var fallegur og fram- burður textans mjög skýr. Gunnar Guðbjörnsson söng aríuna frægu úr Évgení Onégin frábærlega vel og einsöngnum lauk með því að Ólafur Árrii söng aríu úr II trovatore af glæsibrag en tónleikunum lauk með því að allir tenórarnir sungu saman jólalagið fræga eftir Adolphe Adam. Það er í raun óþarft að bera sam- an söng þessara manna, sem hér komu fram eða taka einn fram fyrir annaahvað snertir tækni og listfengi á annan hátt en að þarna mátti heyra sitt lítið af hverju og að tenóra eigum við marga og góða. Páll P. Pálsson stjómaði Sinfón- íuhljómsveit íslands en kynnir á tón- leikunum var Signý Sæmundsdóttir, og minnti hún tónleikagesti á nauð- syn þess, að reist verði tónlistarhús sem sæmandi væri bæði tónlistar- mönnum og tónlistaráhugamönnum landsins og styddi við vaxpndi reisn okkar íslendinga á sviði tónlistar. Jón Ásgeirsson. Táning'sórar BOKMENNTIR Unglingabók v BARA VIÐ TVÖ eftir Andrés Indríðason. Iðunn 1994 — 152 síður. 1.680 kr. ANDRÉS Indriðason er einn þeirra frumkvöðla sem hófu að semja unglingabækur um og eftir 1980. í nýlegri könnun á lestrar- venjum 14 ára unglinga kom i ljós að mikill hluti þeirra les þessar bækur umfram annað lesefni. Unglingabækur af þessu tagi fjalla um samskipti unglinga og fyrstu kynni þeirra af gagnstæðu kyni. í þessari sögu leitar höfundur enn á svipuð mið. Álfgeir Ebenhart Eiríksson er fimmtán ára og er greinilega ást- fanginn af bekkjar- systur sinni Marlönnu. En hún á sér náinn vin og dansherra, Að- albjörn Pálsson. Parið tekur þátt í dan- skeppni í útlöndum og er greinilega efnilegt í danslistinni. Aðal- björn er einnig af- burða námsmaður og tónlistarmaður. Þrátt fyrir smálítinn grun um að hans heittelsk- aða eigi vingott við dansherrann, er Álf- geir einhvern veginn sannfærður um að hún sé ástfangin af sér - og gott ef ekki allar hinar stelpurn- ar líka. Söguhetjan er sem sagt sérstaklega illa haldin af sjálfs- blekkingu. Hann túlkar alla at- burði og samtöl sér í hag hversu langsótt sem þau viðhorf eru. Marianna, sem allt snýst um, er alveg óþekkt stærð og við fáum lítið að kynnast því hvernig hún kann þessum tilburðum öllum. Dolli er sessunautur Álfgeirs og við sögu koma nokkrir aðrir krakk- ar enda verður bekkur að hafa nægilega marga þótt þeim séu ekki gerð mikil skil. Skólinn er umgjörð sögunnar og kennarar koma þar að sjálfsögðu við sögu. Við fáum aðeins að kynn- Andrés Indriðason ast skólastjóranum, Ármóði Egils- syni, sem er í grámuskulegum föt- um og með rauðrósótta þverslaufu. Geiri reynir að fá hann til að sam- þykkja óskir bekkjarfélaganna og tekst að snúa málum mjög vel sér i hag eftir það samtal. Sæmundur Fróðí, stærðfræðikennari - sem heitir reyndar Fróði - og Karólína Kamban eru meðleikarar í skól- asinfóníunni en hafa ekki miklu hlutverki að gegna. Tilburðir Álfgeirs við að ganga í augun á þeirri heittelskuðu eru uppistaða sögunnar.Þar á hug- myndaflugið sér lítil takmörk og pilturinn er meira að segja fús að fórna sér sem barnfóstra og passa bróður Maríönnu til að geta verið návistum við hana. Þessi vinna er ekki vandalaus. Bróðirinn er ein- staklega ósamvinnuþýður einstakl- ingur og hlutirnir ganga sjaldan eins og til var ætlast. Sagan er skrifuð í fyrstu persónu og við fáum að vita hugrenn- ingar Álfgeirsxíg áætl- anir hans við að ná takmarki sínu. Það er nokkuð einkennilegt við stílinn að sagan er öll útbíuð í svigum. Þessir svigar eru nokkurs konar innskot sem oft eru ;iotuð sem skýringar Álfgeirs á hinu og þessu og oftar en ekki er eins og aukasetningar sem le- sanda eru ætlaðar til skilnings- auka. Þeir virka dálítið truflandi enda mjög margir í upphafi sögu en þeim fækkar mjög er á söguna líður. Textinn er annars lipur og Andrés á mjög gott með að segja sögu. Oft er gert góðlátlegt grín að söguhetjunni og hann gerir stundum smágrín að sjálfum sér. Þó er þetta býsna einlit saga um strák sem er algerlega í eigin heimi og sér ailt útfrá sínum eigin hagsmunum. Hvort svona ýkt strákagrobb höfðar til beggja kynja er svo önnur saga. Sigrún Klara Hannesdóttir A Njósnað um rithöfund BOKMENNTIR Skáldsaga DRAUGAR cftir Paul Auster. Snæbjörn Arn- grímsson þýddi. Bjartur 1994. Prent- un: Prentsmiðja Ama Valdemarsson- ar - 89 síður. „Að vissu leyti á rithöfundurinn sér ekkert líf. Þótt hann sé á viss- um stað þá er hann þar ekki í raun og veru“ (62), segir rithöf- undurinn Black við einkaspæjar- ann Blue í skáldsögunni Draugar eftir Paul Auster. Blue er maður- inn sem lesendur bókarinnar fylgja eftir en honum hefur verið falið það verkefni að fylgjast með Black, manni sem hann á ákaflega erfitt með að átta sig á hvað gerir, enda situr hann við skriftir dag eftir dag, á sér ekkert líf. Draugar er annar hluti hins kunna New York-þríleiks Austers, en fyrir ári gaf Bjartur út fyrsta hlutann, Glerborgina, líflega spæjarasögu fulla af möguleikum og mót- sögnum. Auster heldur hér áfram að leika sér á frumlegan hátt með form spæjarasögunn- ar. Það er auðveldara „að glepjast af slíkum sögum en öðrum“ (41) segir Blue og les- andinn getur heldur aldrei verið viss um hvað sé raunverulega að gerast í frásögninni eða hver fylg- ist með hverjum. Dulbúinn maður sem kallar sig White felur einkaspæjaranum Blue að fylgjast með Black. Hann fær íbúð gegn heimili Blacks og á að senda skýrslu vikulega um það sem gerist. Blue segir unnustu sinni að hann verði að láta sig hverfa um tíma og tekst síðan á við starfið. Mánuðir líða og Blue situr og horfir á Black skrifa hand- an við götuna og í tilbreytingar- leysinu fer hann að spinna sögur Paul Auster um þennan mann á móti. Hann reynir síðan að fá líf í at- burðarásina en missir smám saman trú á tilverunni, hvað sé í raun að gerast, og ekki öðlast hann frekari skilning eftir að hafa rætt nokkr- um sinnum dulbúinn við Black. Að lokum, eftir að hafa njósnað þarna í nokkur miss- eri, ákveður Blue að ganga á fund Blacks og lausn gátunnar er þá skammt undan. í D'augum er Auster að leika sér með hugmyndir manna um rithöfundinn, hver skrifi um hvern og vísar um leið skemmtilega á hitt og þetta í bókmenntunum. Pósthólfið sem Blue sendir skýrsl- ur sínar í er númer 1001, eins og ævintýrin, og í einum dulbúningn- um segir Black Blue minna á skáldið Walt Whitman, en hann prentaði einmitt fyrstu útgáfu bókar sinnar, Leaves of Grass, í götunni í Brooklyn þar sem Black og Blue búa. Þá segir Black honum skemmtilegar sögur um rithöfund- ana Thoreau og Hawthorne, en sá síðarnefndi Iokaði sig eitt sinn inni í tólf ár og skrifaði skáldsög- ur og ein þeirra minnir á margan hátt á það sem kemur fyrir Blue. Hann hefur þó enga tilfinningu fyrir bókmenntum, hefur aldrei lesið bækur, en finnst smám sam- an að líf sitt verði eins og í bók, sem væri ekki svo slæmt ef bókin væri áhugaverð, en „þessi bók hefur ekkert að bjóða. Enga sögu, enga fléttu, engan hasar, ekkert nema einhvern mann sem situr yfir bókarskrifum“ (54). Þýðing Snæbjarnar Arngríms- sonar er ágæt en þó hefði líklega mátt fara eina umferð enn yfir hana til að hreinsa enskublæ sem þennan af stöku setningum: „Við höfum ekki leitt þetta mál til lykta enn“ (70). Þá er óeðlilegt að sjá mann stika „í gegnum morgunloft- ið“ (25) í stað í morgunloftinu; að sjá að Blue hefur „ekki oft haft tækifæri" (18) í stað þess að hafa ekki haft mörg tækifæri, og að „á miðju gólfi herbergisins snýr viðarborð og tréstóll... að glugg- anum“ (74) — hefðu hlutirnir ekki átt að snúa þangað? Frásögn Drauga er ekki jafn snörp og lesendur kynntust í Gler- borginni en engu að síður býr þessi stutta saga yfir leyndardóm- um og er skemmtileg aflestrar. Lesandinn hverfur inn í heim spæjarans og fer ósjálfrátt að velta fyrir sér hver skrifi söguna og um hvern og hvort það sé sú sama saga og hann er með fyrir framan sig. Einar Falur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.