Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 41 LISTIR Nýjar bækur I þjónustu forseta og ráðherra eftir Birgi Thorlacius í ÞJÓNUSTU forseta og ráðherra nefnist bók eftjr Birgi Thorlacius. í kynningu útgef- anda segir: „Af mönn- um og málefnum í Stjórnarráðinu og utan þess hefði þessi bók mátt heita. Að tjaldbaki hefði líka verið rétt- nefni. Enginn hefur starfað eins lengi við hlið æðstu stjórnenda landsins og höfundur bókarinnar, en hann vann um hálfa öld í Stjórnarráði íslands, lengst af sem ráðuneytisstjóri í for- sætis- og menntamála- ráðuneytinu og um skeið sem forsetaritari. Birgir ritar um kynni sín af þessu fólki um þau verkefni sem hann þurfti að inna af hönd- um“. í Þjónustu forseta og ráðherra er prýdd íj'ölda mynda, ljósmynda og teiknaðra mynda. Bókin er innbundin og er 224 bls. Almenna bókafélagið gefur bók- ina út og Prentsmiðjan Oddi hf. sá um prentun. Verð bókarinar er 3.390 krónur. Birgir Thorlacius Gunsukaffi Andrésar Guðnasonar GUNSKUKAFFI, sagan af Guðnýju Ketilsdóttur, nefnist skáldsaga eftir Andrés Guðnason. Andrés hefur áður skrifað bókina „í öðrum löndum". Þetta er fyrsta skáldsagan, sem birtist eftir hann í fullri lengd. í kynningu útgefanda segir: „Saga þessi er um konu sem á kreppuárun- um vann sig upp úr fá- tækt í góða afkomu á stríðsárunum með veit- ingarekstri í Reykjavík. Andrés Guðnason En örlögin grípa inn í og ástin lætur ekki að sér hæða. Konan selur rekstur sinn og flytur með manni sín- um norður í land. En hjónabandið verður enginn hamingju- draumur. Seinni hluti sögunnar gerist í Reykjavík tíu áru seinna.“ Útgefandi er höf- undur. Bókin er 172 síður og kostar kr. 1.400. Miskiumarlaust líf BOKMENNTIR Skáldsaga YFIRHEYRSLAN YFIR OTTO B. eftir Wolfgang Schiffer. Þýðandi Franz Gíslason. Hringskuggar, 1994 — 63 síður. WOLFGANG Schiffer er nú um stundir einn fremsti -„miðlari" ís- lenskra bókmennta á meginlandi Evrópu en einnig hefur hann staðið fyrir kynningu á þýskum bók- menntum hérlendis, t.d. var hann helsti hvatamaður útgáfunnar á þýska ljóðasafninu „Og trén brunnu" árið 1989 og ljóðahátíðar í tengslum við hana. Sjálfur hefur hann sent frá sér nokkur verk og þessi stutta skáldsaga eða frásögn er ein þeirra. Hún greinir frá hinum unga manni Ottó B. sem fæddur er sama ár og höfundurinn, fulltrúi kynslóðar sem reynir í lok sjönda áratugarins og í byijun þess átt- unda að skapa sér sitt eigið líf, laust undan kæfandi viðjum hins íhalds- sama og borgaralega þjóðfélags Þýskalands. Barátta Ottós B. er sögð í gegnum sjónarhorn yfir- heyrslu, með þvi staðnaða og kalda tungumáli sem fylgir slíkum skjöl- um. Inn í þessa yfirheyrslu er síðan skotið lýsingum á nokkrum fulltrú- um hins efnalega og lagalega valds: fulltrúum framleiðninnar, reglunn- ar og árangursins. Ottó B. er á hinn bóginn andhverfa þessa alls. Hann reynir allt frá barnæsku að yfirvinna þessi höft sem halda hon- um í viðjum, berst við föðurinn og skólann og síðar, þegar hann kemur í háskóla, snýr hann baki við reglum „árangursins", og reynir að mennta sjálf- an sig eftir sínu höfði, les rit allra helstu hugsuða vinstrihreyf- ingarinnar. Að lokum, eftir að hann hefur horfið frá námi, unnið um stund á geðveikra- hæli og að endingu reynt að finna aftur vinnu, en án árangurs, reynir hann að ræna banka með vinkonu sinni, Ingeborg B., sem hafði verið einn af vist- mönnum hælisins; það bankarán mistekst, hann er tekinn fastur eftir að lagskona hans hefur verið skotin. Það er dæmi um andann í þess- ari bók að Ottó B. finnur sig aldrei hluta af neinni hreyfingu. Hinn eig- inlegi frelsunarmáttur þeirra hug- mynda sem boða andstöðu sína við hið staðnaða og ómennska samfélag er í raun tekinn úr félagslegu sam- bandi strax frá upphafi, allt streð Ottós B. er streð einstaklingsins sem er rekinn sífellt lengra út á nöf örvæntingarinnar. Öll atburða- rásin fer fram í lokandi, þrúgandi andrúmslofti þar sem ekkert virðist lengur mögulegt. Frelsisþreifingar Ottós B. enda í ofbeldi, líkt og svo margra annarra af sömu kynslóð því það virðist vera hin eina mögu- lega leið til að gera drauma um sjálfstætt líf að veruleika. Þetta er viðfangsefni sem hefur alls ekki misst neitt af gildi sínu, allra síst núna þegar ungt fólk virðist ekki eiga neinna kosta völ nema að taka við því sem að því er rétt og heyrir ekkert nema að það verði að búa sig undir að „taka þátt í samfélagi æ harðn- andi samkeppni“. Þjóð- félög Vesturlandabúa bjóða um þessar mund- ir, jafnt sem þá, ekki upp á ýkja marga val- kosti í lífsviðhorfum, jafnvel þótt starfsval virðist mikið á ytra borði. Saga Ottós B. er saga þess af hverju þessir valkostir eru ekki lengur til; vegna þess að einstaklingur- inn er einn að streða í sínu horni, án þess að geta tengt sig við aðra, án þess að geta skapað sér raun- verulegt lýðræðislegt umhverfi. En jafn áhugavert og þetta viðfangs- efni er, þá er þessi saga þvi miður ekki nógu sterk. Lýsingar á fulltrú- um valdsins eru eilítið klisjukenndar og sjálf persóna Ottós B. kemst lít- ið út fyrir mjög þröngt svið sem er nokkuð fyrirsjáanlegt. Það vant- ar fleiri víddir í þessa sögu sem hefðu getað hrifið hana út úr sínum þrönga heimi. Jafnvel þótt starf Schiffers sem fulltrúa íslenskrar menningar í Þýskalandi sé merkt, þá er það varla næg ástæða til að ráðast í útgáfu þessarar sögu þegar nær öll helstu prósaverk þýskumæl- andi bókmennta eru enn óþýdd á íslenska tungu. Útgáfan er einnig göslaraleg, t.d. vantar c-ið í nafn Schiffers á kápu og hvergi kemur fram hvenær bókin kom út á frum- málinu né hvert heiti hennar er á því. Þetta eru smáatriði en þau eru mikilvæg engu að síður. Kristján B. Jónasson Wolfgang Schiffer 100% Hollywood-mynd KVIKMYNDIR Sambíóin/Itorgarbíó KRAFTAVERKIÐ Á JÓLUM „The Miracle on 34th Street" ★ ★ Leikstjóri: Les Mayfield. Handritshöf- luidur og framleiðandi: John Hughes. Aðalhlutverk: Richard Attenborough, Mara Wilson, Elizabetli Perkins, Dyl- an McDennont, Robert Prosky og Joss Ackland. 20th Century Fox. 1994. ÞEGAR talað er um þessa dæmi- gerðu Hollywood-mynd - og hana ber ósjaldan á góma - er átt við mynd eins og endurgerð John Hughes á Kraftaverki á jólum, sem nú er sýnd í Sambíóunum og á Akureyri. Frummyndin er ástsæl- asta jólamynd Bandaríkjamanna og fastur liður þar yfir hátíðarnar ásamt kalkúninum og því var í raun ekki spurning um hvort heldur hve- nær hún yrði endurgerð. I sönnum Hollywood-anda er útlit- endurgerð- arinnar óaðfinnanlegt, húsbúnaður, förðun og fatnaður svo fullkominn að það er eins og hún gerist innan í verðlista. Þetta er útlit fimmta áratugarins, sem verður að heldur mikilli glansmynd í nútímanum. Innihaldið er í stíl við aðrar Hughes- myndir (Aleinn heima), þar sem áherslan er á fjölskylduvæmni og þar sem bandaríski millistéttar- draumurinn rætist í fullbúnu einbýl- ishúsi. Kraftaverkið er ósvikin jóla- mynd. Eins og kannski margir þekkja snýst sagan um tilvist jóla- sveinsins, sem Sir Richard Atten- borough leikur mjög vel. Hann kynnist einmana stúlkukind sem trúir ekki á sveinka og sagan endar í réttarhöldum yfir honum, þar sem hann þarf að sanna að jólasveinninn sé raunverulega til. Þær rökræður eru besti hluti myndarinnar. Bar- átta góðs og ills fléttast inn í með hinum illa kaupahéðni Joss Ackland og ástarævintýri á milli móður stelpunnar og lögfræðings sveinka, en Elizabeth Perkins og Dylan McDermont eru sérlega áferðarfal- leg í hlutverkunum. Kraftaverkið er fyrst og fremst sérlega vel innpökkuð Hollywood- afþreying ætluð krökkum. Leikara- liðið er ekki af verri endanum og Attenborough ferst vel úr hendi að lýsa góðmennskunni sem krakkar tengja sveinka. Einnig er stelpan Mara Wilson skemmtileg. En þetta er eins raunverulegur heimur og þú finnur utan á 50 ára gömlu jóla- korti. Arnaldur Indriðason Bankarán Bakkabræðra KVIKMYNPIR R c g n b o g I n n BAKKABRÆÐUR í PARADÍS „Trapped in Paradise". ★ Vi Leikstjóm og handrit: George Gallo. Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Jon Lov- itz, Dana Carvey, Donald Moffat. \ 1994. Bakkabræður í Paradís er jóla- gamanmynd sem er heimsfrum- sýnd á íslandi samkvæmt frétt frá Regnboganum en telst að öðru leyti varla til tíðinda. Hún segir af þrem- ur bræðrum, tveimur með frekar lága greindarvísitölu og einum með rétt nógu mikla til að sýna ábyrgðarkennd, sem ræna sveita- banka í kauptúninu Paradís en því lengur sem þeir dvelja í bænum því meira nagar þá samviskubitið. Ástæðan er sú að Paradís stendur undir nafni. Þetta er á aðfangadegi og allir eru boðnir og búnir að sýna Bakkabræðrunum gestrisni og rétta hjálparhönd. A því byggist hin kaldhæðnislega gamansemi myndarinnar; fólkið sem bræðurnir ræna reynist þeim vinir í raun. En Bakkabræður í Paradís verð- ur aldrei neitt sérlega fyndin og stundum verður hún næsta afkára- leg í ódýrum bröndurum sínum. Leikaraliðið er ágætlega samansett en stendur sig ekki sérlega vel. Dana Carvey („Wayne’s World“) er mesti lúðinn og verður undarlega líkur Mickey Rourke í kjánalegum geiflum sínum. Jon Lovitz er alltof ómerkilegur svikahrappur til að vera spaugilegur og Nicolas Cage, sem leikur skýrasta bróðurinn, hef- ur ekki úr miklu að moða nema sífelldum vonbrigðum og óánægju með svörtu sauðina tvo. Þannig flýgur húmorinn aldrei hátt í handriti og leikstjórn George Gallos (handrit „Midnight Run“) og það er fátt sem heillar í sög- unni. Einstaka tilraunir til skemmtilegheita heppnast en þegar myndin fer að breytast í alvarlega þroskasögu, þ.e. bræðurnir þrír taka að sjá að sér og verða að betri mönnum og smábæjarsamfé- lagið stendur á bak við þá, verður myndin full hátíðleg miðað við und- angengin kjánalæti. Allt í einu leggur Gallo til hjartnæman boð- skap í myndina og vill að hún verði tekin alvarlega. Það gengur ekki upp. Þetta er smámynd með ein- staka sprettum en heildarmyndin er lítt spennandi. Arnaldur Indriðason Nýjung í íslenskri matargerð Dagana 14. og 15. des. býður veitingahúsið v/Tjörnina upp á hlaðborð af þörungaréttum ásamt grænmetis- og fiskréttum. Einnig mun Katrín Þorvaldsdóttir sýna leikbrúður gerðar úr íslenskum þörungum af persónum úr Völuspá. Komið og nœrið líkama og sál. Opið kl. 12-15 og 18-22.30 báða dagana Hunts Rannsóknarstofnun fisklðnaðarins Templarasundi 3, s. 18666 •VÐTPRNINA- ■S'-irom • RfS'l'Al R-WT • S/avarrettaslaður Templarasund 3 Simi 18666 Hafrannsóknastofnun ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! 14\s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.