Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 42

Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR Bull, ergelsi og pirrur í UMRÆÐU um vanda íslenskra garð- yrkjubænda hefur að undanfömu verið reynt að finna sökudólg með því að benda á samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Eggert Haukdal al- þingismaður segir í grein í Morgunblaðinu að með þeim samningi hafi íslensk stjórnvöld fórnað landbúnaði og byrjað þar á garðyrkju. Þarna er ekki aðeins um misskilning að ræða, heldur beinlínis farið rangt með stað- reyndir. EES-samningurinn fjallar ekki um landbúnaðarvörur. Hann opnar hins vegar iðnvamingi okkar leið inn á markað sem er 1.400 sinn- um stærri en heimamarkaður okkar. Þar með er talinn varningur sem við vinnum úr hráefni, sem m.a. útgerð og landbúnaður leggja til. Það kost- aði mikinn tíma og sannfæringar- kraft að ná því fram fyrir íslands hönd að samningurinn ætti að auð- velda viðskipti með fisk en ekki land- búnaðarafurðir. Fyrst garðyrkjan ... Til þess að ná þessum mikilvæga ávinningi varð ekki hjá því komist að opna örlitla gluggakytm inn á okkar smáa markað. Reyndar svo þrönga og Iítið opna að ekki getur með nokkru móti skipt sköpum fyrir afkomu íslenskra bænda. Annars- staðar á Norðurlöndunum var geng- ið til gagnkvæmra samninga um búvöruviðskipti. Þar var gengið mun lengra í þá átt að opna fyrir innflutn- ing blóma og garðávaxta. íslending- ar höfnuðu slíku þar sem það hefði haft í för með sér að heilbrigðisregl- ur ESB tækju þegar gildi hér á landi. Undir slíkt voru menn ekki búnir. Fylgisamningur, svonefndur „Co- hesion-listi“ nær yfir nokkrar afurð- ir, sem heimilt er að flytja hingað inn frá EES-löndum takmarkaðan tíma árs, og þá reyndar aðeins í skammdeginu, meðan lítið sem ekk- ert framboð er af þeim varningi hér heima. Þar veittu EFTA ríkin ESB einhliða eft- irgjöf til að jafna út hag af samningnum þannig að ávinningur næði líka til fátækustu ríkja svæðisins. Aðeins er um að ræða fjórar tegundir grænmetis í fjóra og hálfan mánuð á ári og fimm tegundir blóma í fimm mánuði; frá nóv- emberbyrjun til apríl- loka. Við gerð samning-- anna lá fyrir að ekki hafði verið hægt að anna eftirspurn þessara tegunda hér. Ekki var um það að ræða að þessar ákvarðanir hefðu verið teknar af embættismönnum einum. Þvert á móti var þarna unnið í fullu samráði við fulltrúa íslenskra hagsmunasam- taka. Það var til dæmis niðurstaða sérstaks starfshóps sjömannanefnd- ar um garðyrkju, með þátttöku full- trúa frá atvinnurekendum og laun- þegum, að tilboð íslands væri ekki mjög frábrugðið ríkjandi ástandi og lítil von til þess að hagur neytenda batnaði einhveiju marki með þessum tillögum í EES viðræðunum. Cohesi- on-listinn var settur fram við EFTA ríkin áður en EES samningar byrj- uðu með þeirri röksemd að EFTA ríkin hefðu hagnast á fríverslun við ný aðildarríki Evrópusambandsins, sem öll væru háð útflutningi þeirra vara, sem þar voru skráðar. Sam- þykkt listans var talin grundvöllur þess að hin fátækari lönd ESB væru reiðubúin að opna markaði sína frek- ar gagnvart EFTA ríkjum. Lokaniðurstaða í viðræðunum varð sú að viðmiðunartíma var hnikað til, en ekki var aflétt algerri innflutn- ingsvernd á banntímanum. Að þessu leyti njóta íslenskir bændur til dæm- is meiri vemdar en norskir. Fullyrð- ing E.H. um að ræst hafi gamall draumur ímyndaðra óvina landbún- aðarins um að sjá íslenskan landbún- að standa varnarlausan gagnvart innflutningi á niðurgreiddri erlendri landbúnaðarafurð er vitaskuld óm- akleg og röng og ekki sæmandi manni í stöðu greinarhöfundar. Þau tækifæri sem skapast hafa í markaðsmálum Islendinga með EES samningnum eru einhver stærsti áfangi okkar í þessum efnum um áratuga skeið. Það má glöggt heyra á máli þeirra nýju forystumanna í landbúnaði, sem sjá nýja framtíðar- möguleika fyrir unga bændur í ís- lenskum sveitum; þá sem skilja kröf- ur nýrra tíma og vilja gera hreint og ósnortið umhverfi að hinu nýja vörumerki íslands. Ekkert bætir stöðu íslensks landbúnaðar meira en bætt samkeppnisstaða matvælaiðn- aðarins og aukinn aðgangur hans að sterkum og kröfuhörðum erlend- um mörkuðum. ... þá nyólkurafurðirnar í grein sinni heldur Eggert Haukdal því fram að viðsemjendur íslands við gerð EES samningsins hefðu verið reiðubúnir að fallast á fijálsan innflutning mjólkurafurða, sem nam fjórðungi allrar innlendrar mjólkurframleiðslu, án þess að slíkt hefði gefið af sér nokkur hlunnindi í fisksölu. Hér er sannleikanum enn snúið við, en átt er við iðnaðarvör- ur, unnar úr landbúnaðarhráefni, sem hafa fallið undir EFTA samn- inginn og féll undir tvíhliða samning- inn við ESB frá árinu 1972. Þar var heimill innflutningur á þessum iðn- varningi með verðjöfnunargjöldum. Vegna frávika í einstaka fríverslun- arsamningum EFTA ríkja við ESB var í EES samningsviðræðunum ákveðið að samræma þessa lista. Fulltrúar landbúnaðarráðuneytisins tóku fullan þátt í þessum viðræðum og niðurstöður voru í samræmi við þá. E.H. grípur enn til rangra full- yrðinga um að ekki hafi verið beitt ákvæðum um verðjöfnun á útflutn- ingi búvöru, vegna andstöðu Alþýðu- flokks við bændur(!?!), og að utanrík- isráðherra hafi hótað stjórnarsiitum til að hindra að komið yrði á eðlilegu starfsumhverfí íslenskra bænda. Þessar fullyrðingar eru alrangar og þar er auk þess ruglað saman óskyldum málum. Verðjöfnunarkerfi samkvæmt bókun 3 í EES-samn- ingnum hefur ekki tekið gildi, en þar er gert ráð fyrir að verðjöfnunar- gjald endurgreiðist til iðnaðarins við Ekkert bætir stöðu ís- lensks landbúnaðar meira en bætt sam- keppnisstaða matvæla- iðnaðarins, segir Þröstur Olafsson, og aukinn aðgangur hans að sterkum og kröfu- hörðum erlendum mörkuðum. útflutning á iðnaðarvörum unnum úr landbúnaðarafurðum. Óvefengjanlegur ávinningur I lok greinar sinnar fullyrðir E.H. margt skrýtið, meðal annars það að EES hafi neikvæð áhrif á land- búnað, samningurinn hafí kostað íslenska ríkið hundruð milljóna króna í þýðinga- og ferðakostnað og að hann taki verk frá íslenskum verktökum og hindri íslensk stjórn- völd í að stjóma aðflutningi fólks. Það þarf varla að taka það fram að hér er farið rangt með, annað- hvort vísvitandi eða vegna skiln- ingsskorts, nema hvort tveggja sé. Hið rétta er þetta: Ekkert bendir til þess að EES-samningurinn hafi haft neikvæð áhrif á iandbúnað. Þvert á móti skapar hann forsendur fyrir bættri samkeppnisstöðu mat- vælaiðnaðarins. Þjóðhagsstofnun hefur nýlega staðfest að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að athugun hennar frá árinu 1991 gefi ranga mynd af áhrifum EES. Þá var meginniðurstaða stofnunar- innar sú að aðild að samningnum myndi skila þjóðarbúinu vemlegum tekjuauka. Mörg teikn em um það að þau áhrif séu þegar farin að skila sér í vemlegum mæli. íslensk- ur útboðsmarkaður hefur verið mjög opinn en eftir gildistöku EES-samn- Þröstur Ólafsson FYRIR skömmu fékk ég símtal frá fjölskyldu minni þar sem þau tilkynntu mér að systir mín, Linda Pétursdóttir, hefði verið handtekin. Mín fyrstu viðbrögð vom auðvitað að spyijast fyrir um ástæðu hand- tökunnar og fannst í meira Iagi undarlegt að enginn af nánustu ættingjum hennar virtist vita hvað lægi að baki handtökunni, þrátt fyr- ir að móðir mín hafi verið búin að hringja á lögreglustöðina til að reyna að afla upplýsinga. Þar var henni vísað frá einum manni til annars og var fátt um svör, enda kannski skiljanlegt þar sem hún er ekki blaðamaður. Ég hef síðan verið í nánu sam- bandi við Lindu og fleiri ættingja og vini og hef fengið sendar hingað á heimili mitt á Nýja-Sjálandi blaða- úrklippur varðandi þetta mál. Mér finnst þetta mál allt hið und- arlegasta og sýnist mér lögreglan hafa kosið ftekar en að taka með ábyrgð á málinu, að reyna að snúa vörn í sókn með ásökunum, dylgjum og rógburði í garð Lindu, sem ekki hæfir embættismönnum siðmennt- aðra þjóða. Ekki er hægt að sjá að þessi her- ferð gegn Lindu sé til annars ætluð en að sverta mannorð hennar sem frekast er unnt og svipar til aðferða beitt af yfirvöldum í löndum þriðja heimsins. Það sem mér blöskrar einna mest og varð til þess að ég ákvað að stinga niður penna er sú staðreynd að lög- reglan hefði auðveld- lega getað, áður en til handtökunnar kom, gengið úr skugga um að harla ólíklegt væri að Linda eða sambýlis- maður hennar væru á nokkum hátt viðriðin það mál sem þessu klúðri olli og því var í hæsta máta óeðlilegt að senda lið lögreglu til að __ handtaka þau bæði. Ég hef séð haft eftir lögreglu í blöðum að Linda hafi ruðst inní lögreglubílinn í óþökk lögregluþjónanna þrátt fyrir að vitni sé að þvi að lögregluþjónn hafi sagt á fjarskiptabylgju lögreglunnar, að „þarna kæmi Linda út og þeir ætl- uðu aðeins að tala við hana“. Lögreglan segir ennfremur að Linda hafí ekki verið beitt neinu því harðræði sem óeðlilegt gæti talist miðað við hegðun hennar. Þetta segja þeir blákalt þó að hún sé með umtalsverða áverka á baki, hálsi, úlnlið, rófubeini og öxl. Lögum samkvæmt er Iögreglunni heimilt að beita valdi til að knýja menn til hlýðni við lagaboð. Mér er spum hvort að virkilega hafi þurft að beita valdi sem leiddi til slíkra áverka og hvaða lög voru þeir að boða. Ég hef oft tekist á við systur mína í gamni og veit að það þarf ekki 2 eða fleiri fullvaxta karl- menn til að knýja hana til hlýðni, með aðförum sem leiða til meirihátt- ar ákverka á líkama. Linda hefur lýst fyrir mér aðförum lögregl- unnar og eru það ófagrar lýsingar sem ég fer ekki nánar út í hér. Auk þess sem lög- reglan hefði átt að vita að handtakan var ástæðulaus, þá virðist mér sem þeir hafí brot- ið 3 grundvallarreglur varðandi handtöku fólks. Þeir skýrðu henni ekki frá kæru- efni við handtöku eins og skylt er samkvæmt lögum né heldur skýrðu þeir frá rétti hennar að fá skipaðan réttargæslumann. Ennfremur er handteknum manni (maður skyldi ætla konum líka) heimilt að hafa samband við ættingja strax eftir handtöku, en þó leið á aðra klukku- stund þar til henni var leyft að hringja. I löndum þar sem réttur hins al- menna borgara er metin meira en raun virðist vera í Reykjavík væru þessi brot ærin ástæða til að víkja viðkomandi lögreglumönnum um- svifalaust úr starfi, a.m.k. á meðan rannsókn málsins fer fram. Sá gninur læðist að mér að lög- reglumenn í Reykjavík viti, að þeir stóðu ekki að þessu fáránlega máli eins og þeim bar og það sé ástæða þess að þeir dreifðu til ákveðinna fjölmiðla lögregluskýrslu af atburð- inum, þar sem m.a. segir að Linda hafi ekki verið undir áhrifum áfeng- is en spumingarmerki er sett við spurningu um áhrif annarra vímu- efna. Strax og Linda sá þetta „dreifí- bréf“ lögreglunnar í blöðum, og skal tekið fram að hvorki hún né lögfræðingur hennar, höfðu séð það fyrr þá fór hún í lyfjapróf hjá Rann- Bróðurpartur lögreglu- þjóna eru heiðarlegir og ábyrgir í starfí. Sigurgeir Pétursson segir þó misjafnan sauð í mörgu fé. sóknastofu í lyíjafræði við Háskóla íslands og er niðurstaða prófsins sú að engar merkjanlegar leifar fund- ust í sýni hennar sem bent gætu til vímuefnaneyslu. Þess er líka vert að geta að þessi lögregluskýrsla var samnin löngu eftir að handtakan fór fram og eft- ir að lögmaður Lindu hafði lagt fram ákæru á hendur lögreglunni. Það er með eindæmum að lög- reglan skuli leggjast svo lágt að láta frá sér fara slíkar ærumeiðandi ásakanir án nokkurra raka né ráð- stafana til að ganga úr skugga um ísland er land þitt Sigurgeir Pétursson. ingsins hafa möguleikar íslenskra verktaka til að bjóða í verk erlendis aukist verulega og mörg verkefni eru þegar í gangi. Fá dæmi eru hins vegar um það að samningurinn hafí leitt til nýrra verkefna erlendra fyrirtækja hér á landi á grundvelli EES-samningsins. EES-samningur- inn hefur engin áhrif á fólksflutn- inga til landsins varðandi ríkisborg- ara sem koma frá löndum utan EES. Sérstök yfirlýsing er auk þess I samningnum sem heimilar íslensk- um stjórnvöldum að grípa í taumana ef erfiðleikar skapast. Reynslan fyrstu níu mánuði samningstímans bendir til þess að á slíkt ákvæði reyni vart. Að snúa vörn í sókn Vandi kartöflubænda er ekki af- leiðing af EES samningnum. Hann má rekja til offramleiðslu vegna mikillar uppskeru á íslenskum kart- öflum í sumar. Fróðlegt er hins veg- ar fyrir íslenska kartöflubændur að fylgjast með hver áhrif verðfalls eru á neyslu. Fyrir nokkrum árum fór að draga verulega úr innanlands- neyslu á kartöflum. Þá höfnuðu ungir neytendur í vaxandi mæli þeirri skömmtunarstefnu samtaka kartöflubænda sem hér hafði ríkt um áratuga skeið, að skammta þeim afurðir, sem í blöðum var farið að kalla óæti. Neytendur tóku að kaupa hrísgijón og pasta í staðinn og lík- aði vel. Nú er að vaxa úr grasi kynslóð íslendinga sem lítur ekki á kartöflur sem óhjákvæmilegan þátt í daglegri fæðu. Er hugsanlegt að gjafverð á offramleiðslunni síðustu vikur hafi leitt til þess að ungt fólk hafi nú prófað hinar ágætu nýju íslensku kartöflur - og gæti hugsað sér þær oftar? Væri ekki nær fyrir kartöflubændur og ötula málsvara þeirra á þingi sem utan að skoða frekar þá möguleika sem í þessari kynningu felast og fylgja henni eft- ir með sama hætti og norskir bænd- ur hafa gert að undanförnu; með mikilli fræðslu og kennslu í gerð spennandi og lystugra kartöflurétta, í stað þess að kenna þeim um ófar- ir sínar, sem hvað mest gagn hafa unnið íslenskum bændum og öðrum framleiðendum hráefnis með því að greiða þeim leið inn á stór og öflug markaðssvæði í nágrannalöndum? Höfundur er aðstoðarmaður utanrlkisráðherra. að grunsemdir þeirra séu á rökum reistar. Hér á Nýja-Sjálandi var í síðustu viku kveðinn upp dómur í máli sem einstaklingur höfðaði á hendur sjón- varpsstöð vegna fréttar þar sem ýjað var að, að hann hefði dópað hesta fyrir veðreiðar, án þess að nokkrar sannanir lægju fyrir slíku. Honum voru dæmdar bætur sem samsvara um 60 milljónum íslenskra króna í skaðabætur vegna ærumeið- andi ummæla. Það ætti að vera yfirmönnum lög- reglunnar svo og öllum þeim sem bera virðingu fyrir lýðræði og al- mennum mannréttindum áhyggju- efni, að lögreglan í Reykjavík skuli viðhafast aðferðir sem líkjast að- ferðum notuðum í löndum þriðja heimsins. Einnig ætti það að vera áhyggjuefni að fjöldi fólks hefur lýst yfir í fjölmiðlum undanfarið að sú meðferð sem Linda hlaut hjá lög- reglunni sé ekkert einsdæmi. Ég er þess fullviss að lagstærstur hluti lögregluþjóna á íslandi eru heiðarlegir og ábyrgir i sínu starfi en það er þar, eins og annars stað- ar, misjafn sauður í mörgu fé. Það er skýlaus krafa á hendur yfirmönnum lögreglunnar, að þar veljist menn til starfa sem séu lög- reglunni til sóma og séu færir um að bregðast þeim fjölbreyttu og oft erfiðu skyldum, sem þeir þurfa að gegna, þannig að fólk finni til ör- yggis í návist þeirra fremur en ótta. Þetta mál er nú í höndum starfs- félaga Lögreglunnar í Reykjavík hjá RLR. Það er óskandi að þar verði staðið faglega að máli og að réttur hins almenna borgara sé í heiðri hafður. Höfundur cr skipstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.